Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Qupperneq 16
16 Sigurjón B. Sigfússon meindýraeyðir: Silfurskottur þrffast best I raka „Stærstur hluti minna útkalla í heimahús er vegna hveiti- eða korn- möls, silfurskottna og rakabjallna. Það er misjafnt hve viðkvæmt fólk er fyrir þessum kvikindum þannig að fiöldi útkalla er ekki öruggur mælikvarði á umfang vandans. Sumir láta sér fátt um fmnast þótt þeir sjái lítið kvikindi skriða á gólf- inu hjá sér meðan aðrir stökkva upp til handa og fóta,“ segir Sigurjón B. Sigfús- •- son meindýraeyðir við DV. Stétt meindýraeyða fer ört stækkandi, svo ört /> að sumir í faginu tala //;, um faraldur. Og það er J^'> nóg að gera. Meindýr ív :j heimahúsum, kvikindi If sem talin eru óæskileg h frá sjónarmiði manns- ins, eru í nánast öllum húsum. Sum sjást en önn- ur ekki. En hvað gerist þegar hringt er í Sigurjón og hann beðinn um að útrýma slíkum mein- dýrum, t.d. silfurskottum? Rakavandamál „Ég byrja alltaf á að skoða að- stæður. Ég geri aldrei verðtilboð úr síma, kem alltaf á staðinn og kanna umfang og eðli vandans. Silfurskott- ur þrífast eingöngu ef raki er til staðar, t.d. í þvottahúsi, á baðher- bergi eða í eldhúsi. Ástæður rakans geta verið margs konar en algengt Veggjalús. er að leki með fram þéttilistum, t.d. við baðkör og sturtubotna eða með eldhúsvöskum, orsaki rakavanda- mál. Auk þess getur verið leki eða smit frá rörum í vegg eða raki sem myndast í niðurgröfnum íbúðum þar sem drenlagnir eru lélegar eða engar. Að skoðun lokinni er ég bet- ur í stakk búinn að ákveða aðgerðir og gera verðtilboð." y. - Og er þá gripið til eitrun- ar? „Já. Ég nota algengt og áhrifaríkt eitur í vökvaformi sem úðað er með rafmagns- dælu. Hún tryggir jafna dreifingu eitursins. Ég úða á þá staði þar sem kvikinda hefur orðið vart, og þar sem raki get- ur verið til staðar, t.d. undir baðkörum og sturtubotnum og í sökklum innréttinga. Getur þurft að bora örlítil göt á sökkulinn til að koma eitrinu inn fyrir. Að eitrun lokinni þarf íbúðin að vera mannlaus í að minnsta kosti fjórar klukkustundir. Því er best ef ég kem á morgnana. Þá hefur eitrið þornað áður en heimilisfólkið kemur heim.“ Sigurjón segir að blóm og plöntur lifi eitrunina af en forða þurfi öllum matvælum og gæludýrum og breiða yfir fiskabúr. Eldra húsnæði - En þarf að eitra í öllum íbúð- um í fjölbýlishúsi ef silfurskott- ur eru i einni? „Ekki endilega. Hins vegar getur þurft að eitra í öllum ibúð- um sömu megin í stigagangi þar sem þær hafa sameiginlegan lagna- vegg. En oft getur rakavandamál verið einangrað og því nóg að eitra í einni íbúð.“ Sigurjón segir að lítil meindýr eins og silfurskottur og bjöllur sé aðallega að finna í eldra húsnæði. Hins vegar viti hann dæmi þess að alvarlegt silfurskottuvandamál hafi komið upp í 4 ára gömlu húsi. Ástæðan var leka- vandamál á baðherbergi. „Það getur t.d. lekið hressilega með fram sturtubotni þó að ekki sé sjáanleg nein rifa. Þéttilistar geta verið lélegir eða illa unnir og það verður töluverður vatnsgangur ef all- ir í fjögurra manna fjölskylda / fara daglega í sturtu." og sér. Það getur þurft að gera við lagnir, sem þá kosta múrbrot og við- eigandi umstang, eða að húsráðend- um nægir að setja þéttiefni við mót baðkars eða sturtubotns og veggs. Silfurskotta Getur verið dýrt - Hvað kostar að láta eitra fyrir silfuskottur? „Grunngjaldið er tæpar 7000 krón- ur. Eitrun getur verið dýr ef vanda- málið er alvarlegt en algengt verð er ffá tæpum 7000 og upp í um 13.000 krónur." En kostnaðurinn getur reyndar orðið meiri. Ástand vegna raka getur verið þannig að eitrun dugir ekki ein Þekking og reynsla Sigm'jón, sem verið hefur í mein- / dýraeyðingu í 8 ár, seg- / ir að hörð samkeppni ríki í þessum bransa og fólk geti fengið góð verðtil- boð. „En lágt verð tryggir ekki alltaf bestu þjónust- una. Það er mikilvægt að fólk fái meindýraeyði sem býr yfir þekkingu og reynslu til að takast á við rEJ þessi mál. Almennt veit fólk 'X'Í ^fskaplega lítið um meindýr og hvernig útrýma má þeim og því mikil- vægt að X V dýraeyðirinn búi yflr nauð- mem- synlegri þekkingu." -lilh ð' 4 Félag fasteignasala: Leyst með samkomu- lagi „Það eru engin lög sem banna að selja eignir þar sem meindýr eru til staðar en það er ólíklegt að nokkur vilji kaupa íbúð með skordýrum og því leysist málið nánast af sjálfu sér. Annars koma mál út af skordýrum ekki upp fyi'r en eftir að kaupandi er fluttur inn. En í öllum tilfellum sem ég þekki til hafa málin verið leyst með samkomulagi. Þau hafa aldrei farið í hart,“ segir Guð- rún Árnadóttir, formaður Fé- lags fasteignasala. Guðrún segir að ef skordýra verði vart sé eitrað og seljandi greiði fyrir eitrunina. Megi rekja ástæðuna til leka eða bil- aðra lagna sé gert við og sami háttur hafður á um greiðslu. Tryggingafélög komi þá í mörg- um tilfellum til skjalanna. í fiölbýlishúsum geti vandamálið síðan orsakast af aðstæðum í annarri ibúð. „Það heyrir til algerra und- antekninga að mál af þessu tagi fari í hart enda þarf mjög alvar- legur galli þá að vera til staðar sem síðan leiðir af sér mein- dýrafár," segir Guðrún. -hlh Meindýrafána í húsum er fjölbreytt: Erta, bíta, stinga og pirra Orðið meindýr er yfirleitt notað um dýr sem einhverra hluta vegna eru óæskileg frá sjónarmiði manns- ins. Oft getur verið nóg að dýrin fari í taugarnar á fólki til að vera kölluð meindýr. í yfirliti yfir mein- dýr 1 heimahúsum eftir Sigurð H. Richter er meindýrum skipt i þrjá hópa: þau sem erta, bíta eða stinga fólk, meindýr í matvælum og önnur meindýr í heimahúsum. Veggjalýs Meindýr 1 húsum sem erta, bíta eða stinga fólk eru frekar fá og hættulítil hér á landi. Þar á meðal eru mannalýs, veggjalýs, flær, mannakláðamaur, rykmaurar og heymaurar. Veggjalús er um hálfur sm á lengd, rauðbrún, sporöskjulaga og flatvaxin og getur þykknað verulega þegar hún sýgur blóð. Veggjalýs lifa m.a. á mannablóði. Þær fela sig á daginn en eru á ferli á nóttunni. Þær fela sig í rifum og sprungum íbúða, bak við veggfóður og gólflista, í dýn- um og fleiri slíkum stöðum og verpa þar. Aðalbittími * I veggjalúsa er milli klukkan jj 3 og 6 á nóttunni, þegar Jf fórnarlömbin sofa sem fastast. Veggjalýs kunna Hveitibjalla best við sig í hlýju og þurru umhverfi. Veggjalýs eru sjaldséðar hérlendis en láta þó á sér kræla. Flær Flær eru dökkbrúar eða svartar fugla og bólum spendýra, þar á meðal manna. Þeir lifa aðallega á örsmáum húð- flögum. í mannabústöð- um er lang- mest af þeim í rúmum. Þar finna þeir húð- flög- ur, og búa yfir miklum stökkkrafti. Mann- afló hefur ekki fundist lengi en starafló eða hænsnafló getur gert fólki lífið leitt. í hreiðrum stara get- ur verið mikið af flóm. Ástandið versnar þó fyrst þegar staranum er kom- ið burtu án þess að hreiðrin séu fiarlægð eða hreiður- stæðin eitruð. Púpurnar biða þá hreiðrinu vors. En þegar enginn stari \\ kemur leita l\ þær glorhungr- U aðar á íbúa J hússins. Get- ur þurft að eitra margsinn- is til að halda flónum í skefium Rykmaurar Rykmaurar halda sig einkum i hreiðrum V v hlýju og 1 t hæfllegan V, raka. ''i Ryk- \ Sigurjón B. Sigfússon meindýraeyðir mundar úðunartækin sem notuð eru við eitrun. DV-mynd Pjetur maurar eru ill- greinanlegir með berum augum. Fjöldi rykmaura í einu rúmi getur skipt þúsundum. Besta ráðið er að viðra sængurföt og dýnur og ryksuga a.m.k. vikuleg og loftræsta svefnherbergi vel. Hveitibjöllur Meindýr sem þrífasta á matvæl- um og oft raka eru silfurskottur, kakkalakkar, kornmölur, hveiti- bjöllur, tannabjöllur, rakabjöllur. tínusbjöllur, húsflugur og maðkafl- ugur/fiskiflugur. Silfurskottan er með algengari dýrum í húsum landsmanna. Full- vaxnar verða silfurskottur allt að einn sm á lengd. Þær eru þaktar silfurgljáandi hreistri. Silfurskottur eru mjög frjósamar og geta orðið allt að fimm ára gamlar. Þær eru snarar í snúningum og mest á ferli á nóttunni en skjótast í skjól undan ljósi. Eru þær einkum á ferli þar sem mikill raki er, t.d. í baðher- bergjum, eldhúsum og þvottaher- bergjum. Silfurskottur komast ekki upp úr vöskum og baðkörum og leita því skjóls í vatnslásnum. Koma þær upp þegar vatni er hleypt á. Af því er sprottinn sá misskilningur að þær haldi til í niðurfollum og klóök- um. Þær lifa á ör- smáum myglusvepp- um en eru hrifhast- ar af vörum sem innihalda sterkju. Kakkalakkar halda aðallega til í brauðgerðum og eldhúsum hér á landi en eru ekki algengir. Hveitibjallan er algengari. Hún er dökkbrún, 5-6 mm löng og 2 mm breið. Kvendýrin geta verpt allt að 1000 eggum um ævina sem þær _ verpa þá i mjöl eða kornvör- ur. Eftir tvær til þrjár vikur klekjast út örsmáar ljósar ' lirfur sem geta orðið allt að einn sm á lengd á örfáum vikum. Eftir að púpan er orðin að bjöllu geta bjöllurnar lifað í allt að þrjú ár og flækst um allt hús. Hafa þær ótrúlega hæfileika til að snuðra uppi smæstu brauðmylsnu. Hreinlæti til bóta Meðal annarra meindýra í heima- húsum má nefnda ryklýs, fatamöl, myglubjöllur, veggjatítlur, sem rúst- uðu húsi i Hafnarfirði og sagt var frá í síðustu viku, hambjöllur, húsa- maurar, húsaköngulær og gras- maurar. Þegar ráðist er í aðgerðir gegn meindýrum í heimahúsum er því stundum líkt við að ráðast á spör- fugla með fallbyssum. Stundum er hægt að losna við þau án stórtækra eitrunaraðgerða. Fyrsta skrefið er að fá dýrið rétt tegundargreint, t.d. á Náttúrufræðistofnun. Þá fást leið- beiningar um hvernig bregðast skuli við. Almennt er hreinlæti alltaf til bóta. Mikil vatnsnotkun getur hækkað rakastig í rifum og sprung- um og bætt lífsskilyrði meindýra. Öflug ryksugun er oft sterkasta vopnið. Þá sogast ekki aðeins dýrin upp heldur einnig egg þeirra úr rif- um og sprungum. Þá geta aðgerðir sem flokkast undir viðhald komið að góðu gagni, t.d. þegar rifum er lokað, lausir dúkar límdir niður eða gólflistar fiarlægðir. Einnig getur verið nauðsynlegt að koma i veg fyrir raka eða leka eða laga skolplagnir. Allt þetta hjálpar til við að halda meindýrum frá heimilinu. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.