Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Annað stigamet Menntaskólinn i Reykjavík tryggði sér í síðustu keppni þátttökurétt í úrslita- leik Gettu betur sjöunda árið í röð. MR sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi með 42 stigum gegn 22 stigum Selfyssinga, og settu MR-ingar þar með stigamet i keppninni síðan reglum var breytt fyrir nokkrum árum. Er þetta i annað sinn sem sett er stigamet í keppn- inni i ár en Menntaskólinn viö Hamra- hlíö hafði áður sett stigamet þegar liðið náði 39 stigum gegn 15 stigum Mennta- skólans í Kópavogi... MS mætir MH Það verða lið Menntaskólans við Sund og Menntaskólans við Hamrahlíð sem mætast í siðari leik undanúrslita á morgun. MS-ingar hafa á leið sinni i undanúrslit lagt þrjá skóla aö velli, sem eru: Framhaidsskólinn Laugum, Flens- borgarskólinn í Hafnarfirði og síðast Menntaskólinn á Akureyri. Samtals hafa MS-ingar hlotið 83 stig í þessum leikjum ’ og andstæðingar þeirra 48. Munurinn á fengnum stigum og stigum andstæðing- anna er því 35, eða tæp 12 stig á leik. MH-ingar hafa mætt tveimur skólum á leið sinni í úrslitin, að Bændaskólanum undanskildum sem gaf leik sinn gegn MH. Hinir skólarnir eru Framhaldsskóli Vesttjarða, Isafirði og Menntaskólinn í Kópavogi. Samtals hafa MH-ingar hlotið 73 stig í þessum tveimur leikjum og andstæðingar þeirra 25. Munurinn á fengnum stigum og stigum andstæðing- anna er því 24 stig á leik... Úrslitaleikur í Valsheimilinu Keppnin annað kvöld verður sú síð- asta sem haldin verður í Útvarpshúsinu að Efstaleiti að sinni, þvi að úrslitaleik- urinn verður háður í herbúðum íþrótta- félagsins Vals að Hlíðarenda. Þetta er gert til þess að fleiri áhorfendum gefist kostur á að sjá úrslitaleikinn, þvi i gegnum árin hafa færri komist að en vilja. Frá Valsheimilinu verður keppnin send út í beinni útsendingu hjá Ríkis- sjónvarpinu... MR-ingar spenntir Sú saga gengur manna i millum að MR-ingar séu þegar famir að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn. Þeir hafa samið slagorð og söngva sem eiga eftir að óma i Valsheim- ilinu þegar keppnin fer fram um næstu helgi. Stuðnings- mannafé- lag skólans ber nafnið Róórafélag- ið og ætlar að stíga á stokk í Valsheimil- inu um næstu helgi... Gettu betur Undanúrsllt 12. mars Menntaskólinn í Roykjavík 42 -FJWnrmmr^ILg' iAi irlanri«t 22 19. mars Menntaskólinn viö Hamrahlíö Menntaskólinn viö Sund Úrslitaleikur 26. mars fjröl —mám*--------- Logi Bergmann Eiðsson spyrill: halda.“ Og hvernig ganga samskiptin í hópnum sem kemur að keppninni? „Við þrjú sem eru á sviðinu höf- um náð vel saman. Þóra og Illugi eru ekki bara traust, heldur líka afar skemmti- legir vinnufélagar. En það eru ekki bara við, heldur allt tæknigengið og það er býsna stór hópur og þar hefur samstarfið gengið mjög vel. Þar eru menn eins og Gunnar Baldursson ieikmyndateiknari og Andrés Indriðason útsend- ingarstjóri, sem þekkja þessa keppni út og inn.“ Hvernig var að taka viö af Davíð Þór Jónssyni? „Það var bara ágætt, takk fyrir. Mér fannst hann góður í þessu hlutverki en hafði svo sem ekki leitt að því hug- ann hvernig væri að taka við af honum. Við erum sennilega ólíkir og ger- um þetta ekki alveg eins, og við Þóra erum til dæmis bara vinir!“ sagði hinn eiturhressi stjórn- andi að lokum. -hb Skemmti mér og öðrum Logi Bergmann Eiðs- son er stjórnandi, eða öðru nafni spyrill, í Gettu betur í ár. Logi er 32 ára gamall Reykvíkingur og er Víkingur að upplagi. Hann hætti í Harvard (Fjölbrautaskólanum í Ármúla) til að gerast blaðamaður á Þjóð- viljanum sáluga og fór þaðan á Morgun- blaðið. Hann hóf svo störf hjá Ríkissjón- varpinu árið 1991. Hann starfar nú sem fréttamaður hjá fréttastofu Ríkissjón- varpsins. „Keppnin hefur tekist mjög vel í ár. Við höfum fengið góð viðbrögö og þó að ég viti að það er ekki alltaf að marka slík, þá hef ég það líka á tilfinningunni að keppnin hafl gengið vel. Við höfum ekki lent í neinum klögumálum," segir Logi. Hann segir liðin vera mis- jöfn í ár. „Stórir skólar hafa sent furðu slöpp lið en svo eru fleiri sem hafa komið skemmtilega á óvart og þurft að fara allt of snemma út. Borgarholtsskóli, Fjöl- braut Suðurnesja og VMA hefðu t.d. átt erindi lengra og sennilega fleiri skólar. Keppendurnir hafa líka komið mér á óvart með það hvað þeir eru skemmtilegir og afslappaðir. Áhorfendur eru eiginlega ramminn utan um þetta. Þeir gefa keppn- inni meira líf og hafa verið skemmtilega uppátækja- samir,“ segir Logi. Hann bætir því við að það eina sem hafi pirrað hann sé þeg- ar stuðningsmenn baula á hitt liðiö, í stað þess að hvetja sína menn, en ekki hafi verið mikið um slíkt. Hann segir það geggjað að standa fyrir framan þúsund áhorfendur og spyrja spurn- inga. „Stemmningin og spennan er svo mikil og maður finnur vel fyrir þessu.“ Finnuróu fyrir pressu þegar þú ert á svið- inu? „Ég veit að það er ekki ætlast til þess að ég klúðri neinu og ég veit að það má ekki mikið gerast, til dæmis í hraðaspumingum. En ég er svo heppinn að vera laus við stress og reyni bara að skemmta mér og öðrum. En jújú, það eru svona smá fiðrildi í maganum, rétt í byrjun." Og hvernig líst þér á þurfa aó standa fyrir framan jafn- vel 2-3 þúsund áhorfendur í beinni útsendingu í sjálfum úrslitaleiknum? “Það verður örugglega eitthvað sem maður gleymir ekki í bráð! Ég hlakka til og við fómm strax að hugsa um úrslitin þegar keppnin er búin á morgun. Þetta er svolítið meira mál en margir Lið Menntaskólans við Hamrahlið hefur komist í úrslitaleik keppninnar tvö ár í röð og ætlar sér eflaust að komast aftur. Þeir leggja því allt undir gegn liði Menntaskólans við Sund í kvöld. Keppendur liösins eru, f.v. Inga Þóra Ingvarsdóttir, Jón Árni Helgason og Fjalar Hauksson. Menntaskólinn við Sund státar af góðu liði í keppninni og getur komist í úr- slitaleikinn í fyrsta skipti síðan 1990 en það ár vann skólinn keppnina. F.v. Jón Trausti Reynisson, Pétur Már Pétursson og Einar Magnús Einarsson. vjjp Volvo 740 GL, árg. 87, ssk., ek. 188 þús. km. Gott eintak. Verð 4S0.000 Mazda 323 GLX, árg. '97, ssk., ek. 38 þús. km. Verð 1.270.000 Bráðvantar bfla: Renault Megaé Senic, árg. '97-'98. Renault Clio, árg. '96 - '98. 4wd bíla: fólksbíla, jeppa - pickup. Mazda 323 GLX, árg. '98, beinsk., ek. 3 þús. km. Verð 1.420.0005. MMC L-300 TD, 4wd, 8 manna, ek. 77 þús. km. Verð 1.680.0006. Toyota Corolla XLi, árg. '96, beinsk., ek. 31 þús. km. Verð 1.030.000 Renault Megané RT, árg. '98. Verð 1.250.000 Einnig: Renault Megané RN, árg. '97. Verð 1.030.000 m m m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.