Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 23 x>v Fréttir Fólkið er á leið suður Nánast fimmta hver íslensk kona á aldrinum 20 til 25 ára flytur lög- heimili á ári hverju. Til viðbótar stendur tólfta hver kona á þessum aldri í flutningum milli landa. Oft eru þessir flutningar tengdir námi eða hjúskap, segir i fremur dökkri skýrslu um stöðuna í byggðamálum sem þróunarsvið Byggðastofnunar á Sauðárkróki hefur gert. Búferla- flutningar landsmanna eru tíðastir hjá fólki miUi tvítugs og þrítugs og upp úr tvitugu hleypa raunar flestir heimdraganum á einhvern hátt og flytja, stutt eða langt, oftast innan sama sveitarfélags en ærið margir „suður". Sjötti hver íslendingur flytur á ári hverju og búferlaflutn- ingar því miklir og fara vaxandi. Á árunum 1988-1998 eru brott- fluttir umfram aðflutta á lands- byggðinni hvorki meira né minna en 12.600 manns. íbúum á höfuð- borgarsvæðinu fjölgaði á sama ára- bili um 26.000 manns. Helmingur vaxtarins á svæðinu stafar því af aðflutningi fólks úr öðrum lands- hlutum. Á síðasta ári fluttu 1.760 manns til Reykjavíkur og nágranna- bæjanna. Byggðastofnun segir að það sem einkenni flutninga þess árs sé að töluverður brottflutningur Flóttinn frá landsbyggðinni 5.761 -12% _ 927 ~19% 1.605 "-14% 1.380 " -2% 1.593 " -22% 4.210 ' -5% V*A*-r .,' j. 1.104 ' -22% 1.281 '-14% 5.726 ' -4% 3.231 "... "3% Y7~* 15.823 ^, 6% 67.956 + 18% 11.681 —.......—> .„,+ .8% 3.195 1 -4% 1.104 " -13% 4.594 ' -3% Tölurnar sýna fólksfækkun/fjölgun á síöustu 10 árum ______ Búferlaflutningar. Fólk af landsbyggðinni er smátt og smátt að flytja til höf- uðborgarsvæðisins. DV-mynd Teitur eigi sér stað frá öllum þéttbýlisstöð- um á landsbyggðinni, þar með talið þeim stærstu, til dæmis frá Akur- eyri. En hvers vegna kýs fólk að yfir- gefa heimkynni sin og setjast að á höfuðborgarsvæðinu? Svörin voru margvísleg þegar þetta var kannað. í 30% tilvika reyndist brottflutningur tengdur at- vinnu en flutningur gat líka verið vegna húsnæðismála, menntunar, ýmissa hluta sem tengjast fjöl- skyldu eða vinum eöa vegna al- mennra lífsgæða. Einhæft atvinnulíf víða um land- ið bitnar á búsetu fólksins og brott- flutningurinn verkar keðjuverk- andi. Athyglisvert er að sjá í skýrslu Byggðastofnunar að jafnvel frá þeim svæðum sem hæstu meðal- launin bjóða er fólksflótti. Hæstu meðaltekjur 1996 voru á norður- fjörðum Austfjarða og í Vestmanna- eyjum, vel yfir 20% af landsmeðal- talinu. Lægstar eru meðaltekjur á ársverk í V-Skaftafellssýslu, Rang- árvallasýslu og Dalasýslu, rúmlega 30% undir landsmeðaltalinu. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.