Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Sviðsljós Var barin af föður sínum Kvikmyndadísin fræga, Eliza- beth Taylor, segir í viðtali við bandarísku sjónvarpskonuna Bar- böru Walters, sem sjónvarpaö verð- ur á sunnudagskvöld, að faðir henn- ar hafi barið hana þegar hún var bamastjarna. Hún hafi hins vegar fyrirgefið honum fyrir löngu. „Ég ræði þetta ekki. En þegar ég var lítil varð faðir minn ofbeldisfull- ur þegar hann drakk og hann virtist hafa gaman af því að lemja mig,“ segir Elizabeth í viðtalinu. „Ég ásaka hann ekki. Ég veit að hann var drukkinn þegar hann gerði það. Ég veit að hann ætlaði ekki að gera það. Hann vissi ekki hvað hann var að gera,“ sagði Eliza- beth um föður sinn sem var lista- verkasali. Elizabeth telur að það hafi verið erfitt fyrir föður hennar þegar hún varð kvikmyndastjama aðeins 9 ára gömul og fór að græða meiri pen- inga en hann. Hún segir að hún hafi lagað samskiptin við föðurinn þegar hún var orðin ung kona. íviðtalinu talar Elizabeth hlý- lega um leikarann Rod Steiger sem hún segir hafa stutt hana þegar hún Elizabeth Taylor. Símamynd Reuter þjáðist af þunglyndi. Hún neitar því að samband þeima sé rómantískt. „Við erum vinir. Við elskum hvort annað en á platónskan hátt.“ Kvikmyndastjarnan kveðst gjarnan geta hugsað sér að leika í kvikmynd. Hún fái hins vegar engin tilboð þar sem enginn þori að tryggja hana. Leikkonan Frances Fisher kom með unga dóttur sína til frumsýningar nýj- ustu myndar ofurhetjunnar Clints Eastwoods, True Crime. Ekki að ósekju, þar sem sú litla, Francesca heitir hún, er dóttir Clints og það sem meira er, hún leikur dóttur hans í myndinni. 0 J með tvífara kommnar OJ Simpson er ekki af baki dott- inn en sennilega hefur hann þó dottið á höfuðið. Hvað annað er hægt að segja um þennan fyrrver- andi ruðningskappa sem var sýkn- aður af ákæru um að hafa myrt Nicole eiginkonu sína og elskhuga hennar á hroðalegan hátt fyrir nokkrum árum? Já, hvað getur maöur annað sagt þegar kappinn sýnir sig á almannafæri og lætur birta af sér myndir með nýju kærustunni og hún reynist vera tvífari látinnar eiginkonunnar? Nýja kærastan heitir Christie Prody og hún hefur það sér til málsbóta að vera aðeins 23 ára. „Þetta var óhuggulegt,“ segir einn af vinum Nicole við breska æsiblaðið Sunday Mirror. „Christie er alveg eins og Nicole þegar hún var yngri. Og sumir taktarnir eru alveg eins.“ Christie ku vera öskuill yflr að vera borin saman við hina myrtu og segist ekki vera neinn draugur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.