Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Afmæli Jón Guðbrandsson Jón Guðbrandsson, héraðsdýra- læknir á Selfossi, Reynivöllum 12, Selfossi, er sjötugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Finnbogahúsi í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1950 og námi i dýralækning- um í Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 1957. Jón var aðstoðardýralæknir í Bredsten á Jótlandi til ársloka 1957, starfaði á rannsóknarstofu Mjólkur- samsólunnar í Reykjavík 1958-61 og hefur verið héraðsdýralæknir á Sel- fossi frá því í ársbyrjun 1962. Jón var ritari Dýralæknafélags ís- lands 1964-75 og formaður þess 1979-82, formaður sjálfstæðisfélags- ins Óðins á Selfossi 1969-71 og 1973-74, formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Árnessýslu 1971-75, í stjórn fiskvinnslufyrir- tækisins Straumness á Selfossi 1970- 78 og formaður 1978, situr í sauðfjár- sjúkdómanefnd frá 1970 og var for- maður nefndarinnar 1970-73, sat i hreppsnefnd Selfoss 1974-78 og var formaður Hitaveitu og Rafveitu Sel- foss 1974-78. Fjölskylda Jón kvæntist 31.8. 1951 Þórunni Einarsdóttur, f. 15.5. 1931, húsmóð- ur. Hún er dóttir Einars Ólafssonar, bónda í Lækjarhvammi í Reykjavík, og k.h., Bertu Á. Sveinsdóttur húsmóð- ur. Börn Jóns og Þórunriar eru Berta Sigrún, f. 22.5. 1953, sjúkraliði í Reykja- vík, gift Pétri Guðjóns- syni, verkfræðingi og framkvæmdastjóra hjá Marel, og eiga þau sex börn; Sigríður, £5.1:1955, bóndi á Fossi í Hruna- mannahreppi, gift Hjör- leifi Ólafssyni bónda og eiga þau fimm börn og tvö barna- börn; Einar, f. 28.1. 1958, húsasmið- ur á Selfossi, kvæntur Elínu Einars- dóttur húsmóður, og eiga þau þrjú börn saman, auk þess sem Einar á son frá því áður; Ragnhildur, f. 8.3. 1961, starfsmaður við sambýli, bú- sett á Selfossi, gift Antoni Hart- mannssyni kjötiðnaðarmanni og eiga þau þrjú börn; Guðbrandur, f. 28.2. 1962, húsasmiður á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Eddu Haralds- dóttur, hárskera og starfsmanni við Sjúkrahús Suðurlands, og eiga þau þrjú börn; Ingólfur Rúnar, f. 29.9. 1963, landfræðingur hjá Reykjavík- urborg, búsettur í Kópavogi, kvænt- ur Svanborgu Þráinsdóttur rönt- gentækni, og eiga þau eina dóttur; Sveinn Þórarinn, f. 10.9. 1965, iðn- Jón Guðbrandsson verkamaður á Selfossi, kvæntur Selmu Sigur- jónsdóttur húsmóður, og eiga þau eina dóttur; Brynhildur, f. 8.7. 1969, starfsmaður við sambýli, búsett á Selfossi, maður hennar er Guðjón Kjart- ansson símvirki og eiga þau þrjú börn; Matthild- ur, f. 11.1. 1976, nemi við Bændaskólann á Hólum. Systkini Jóns eru Bjarni, f. 17.11. 1932, pípulagn- ingameistari í Reykjavik; Logi, f. 29.9. 1937, héraðsdómari á Egilsstóðum; Ingi Steinar, f. 23.8. 1942, vélvirki í Reykjavík. Hálfsystur Jóns, samfeðra: Krist- ín, d. 1936; Ragnheiður Guðbrands- dóttir Guðjohnsen, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Guðbrandur Jónsson, f. 30.9. 1888, d. 5.7. 1953, prófessor og rithöfundur í Reykja- vík, og Sigríður Bjarnadóttir, f. 23.1. 1911, húsmóðir, búsett í Reykjavík Ætt Guðbrandur var sonur Jóns þjóð- skjalavarðar Þorkelsson, pr. á Staðastað, Eyjólfssonar. Móðir Þor- kels var Guðrún Jónsdóttir, pr. og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. Móðir Jðns Þorkelssonar var Ragn- heiður Pálsdóttir, prófasts í Hörgs- dal, Pálssonar, og f.k.h., Matthildar Teitsdóttur. Móðir Guðbrands var Karólína Jónsdóttir, b. á Finnastöð- um i Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, Jóhannessonar. Sigríður var dóttir Bjarna, steinsmiðs í Reykjavík, Sverrisson- ar, b. í Klauf í Meðallandi, Magnús- sonar. Móðir Bjarna var Gróa Jóns- dóttir, b. á Eystra-Hrauni í Land- broti, Galdra-Arasonar, Jónssonar, pr. á Skinnastað, Einarssonar. Móð- ir Sigríðar var Ingibjörg Steinunn Brynjólfsdóttir, vinnumanns í Hleiðargarði í Eyjafirði, Ólafssonar, og Rannveigar Kristjönu, vinnu- konu í Reykjavík, móður Sveins Eg- ilssonar forstjóra. Rannveig var dóttir Þorkels, vinnumanns í Sauða- gerði í Reykjavík, Magnússonar, b. á Ketilsstöðum á Kjalarnesi, Run- ólfssonar, b. á Ketilsstöðum, bróður Magnúsar, langafa Árna Eiríksson- ar leikara, afa Styrmis Gunnarsson- ar ritstjóra. Runólfur var sonur Magnúsar, b. á Bakka á Kjalarnesi, Hallgrímssonar, b. á Bakka, Þor- leifssonar. Móðir Hallgríms var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hallgrlmssonar, prests og skálds í Saurbæ, Péturssonar. Jón er að heiman á afmælisdag- inn. Björn S. Guðmundsson Björn Stefán Guðmundsson, kennari og fyrrv. skólastjóri, Sunnubraut 15, Búðardal, er sextug- ur í dag. Starfsferill Björn fæddist á Reynikeldu á Skarðsströnd og ólst þar upp. Hann var í farskóla skamma hríð í sinni sveit, einn vetur í Laugarnesskólan- um í Reykjavík, lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1954 og kennaraprófi frá KÍ 1973. Þá hefur hann sótt námskeið á vegum KHÍ. Björn var bóndi á Reynikeldu 1955-64 og verslunarstjóri við útibú Kaupfélags Stykkishólms í Skarðs- stöð 1958-63. Hann hóf kennslu sem farkennari á Skarðsströnd 1959 og hefur kennt nánast óslitið síðan við skólana að Laugum og í Búðardal. Björn var skólastjóri Barnaskóla Búðardals 1964-69, hefur verið stundakennari við Tónlistarskóla Dalasýslu og starfaði við Barna- skóla Húsavikur 1991-92. Björn var formaður ungmennafé- lagsins Vöku í Skarðshreppi 1954-64, formaður Ungmennasam- bands Dalamanna í nokkur ár og ritari þess 1964-68, hefur sungið í kirkjukór frá unga aldri, var kór- stjóri barnakóra um fimmtán ára skeið, formaður kirkjukórsins 1954-64, var formaður Karlakórs og söngfélagsins Vorboðinn í Laxárdal, var einn af stofnendum Tónlistar- skóla Dalasýslu, sat í fyrstu skóla- stjórn hans, og sat í skattanefnd Skarðshrepps 1955-60. Björn hóf ungur hljóðfæraleik á dansleikjum í Dölum og nærsveit- um. Þá hefur hann lengi samið og farið með vísur og annað gamanmál á þorrablótum og öðrum skemmtun- um, en ljóð, lausavísur og smásögur hafa birst eftir hann í blööum, tíma- ritum og á hljómplötum. Björn var einn af stofnendum unglingavinnu í Laxárdal og var stjórnandi hennar í sjö sumur. Þá kenndi hann börnum og unglingum undirstöðuatriði í hestamennsku. Fjölskylda Björn kvæntist 16.12. 1962 Auði Tryggvadóttur, f. 31.7. 1943, húsmóð- ur. Hún er dóttir Tryggva Gunnars- sonar, f. 12.12. 1884, d. 16.8. 1954, bónda í Arnarbæli á Fellsströnd, og Kristínar Guðmundu Elísabetar Þór- ólfsdóttur, f. 20.11. 1917, húsfreyju þar. Börn Björns og Auðar eru helgi Guðmundur, f. 8.4. 1961, iðnrekstrar- fræðingur og skrifstofusrjóri við Búnaðarbanka íslands á Akureyri, kvæntur Kristínu Emilsdóttur skrif- stofumanni, og eru börn þeirra Hlyn- ur, f. 22.3. 1991, og Heiðrún, f. 25.7. 1992; Guðbjörg, f. 4.7. 1962, kennari á Reykhólum, gift Haraldi Guðna Bragasyni, skóla- srjóra Tónlistarskólans á Reykhólum, og eru börn þeirra Auðunn, f. 26.5. 1990, og Helga, f. 30.7.1992; Elísabet Björg, f. 16.8. 1963, starfsmaður við leik- skóla á Akureyri, og er sonur hennar og Rögn- valdar Pálmasonar raf- virkjameistara Pálmi, f. 10.8. 1980, en sonur Elísa- betar og Jóns Skúla Sigur- geirssonar er Stefán Geir Jónsson, f. 15.8. 1990. Systkini Björns voru Eiríkur, f. 23.7. 1933, d. 8.1. 1944; Margrét Krist- ín, f. 1.11. 1940, d. 23.12. 1988, sjúkra- liði í Reykjavík. Foreldrar Björns voru Guðmundur Jóhannesson, f. 23.1.1906, d. 1.2.1986, bóndi á Reynikeldu, og k.h., Helga Björnsdóttir, f. 29.12.1896, d. 6.9.1949, húsfreyja þar. Ætt Guðmundur var sonur Jóhannes- ar, b. á Hellu á Fellsströnd, bróður Sigurbjargar, ömmu Friðjðns Þórð- arsonar, fyrrv. ráðherra, föður Þórðar ráðuneytisstjóra. Sigurbjörg var einnig langamma Svavars Gestssonar sendiherra og Þorgeirs Ástvaldssonar fjölmiðlamanns. Jó- hannes var sonur Jóns, vinnu- Björn S. Guðmundsson. manns á Skógum Jóns- sonar, b. á Hallsstóðum, Jónssonar. Móðir Jóns vinnumanns var Ingveld- ur Þorkelsdóttir, b. í Knarrarhöfn, Þorkelsson- ar. Móðir Jóhannesar var Salome Þorsteinsdóttir. Móðir Guðmundar var Margrét Guðmundsdótt- ir, b. á Ketilsstöðum, Pantaleonssonar, og Guð- rúnar, systur Jóns vinnu- manns. Helga var dóttir Björns, b. á Reynikeldu, bróður Bjarna, afa Braga Jósefssonar prófessors. Hálf- bróðir Björns, samfeðra, var Eyjólf- ur frá Dröngum, sem um er sjálfsævisagan Kaldur á köflum, afi dr. Bjarna á Möðruvöllum og Krist- ínar trúboða, Guðleifsbarna. Hálf- systir Björns var Jóhanna, langamma Þorvalds Inga Jónssonar, framkvæmdasrjóra í Rvík. Björn var sonur Stefáns, b. á Reynikeldu, Sveinssonar, og Guðrúnar Björns- dóttur. Móðir Helgu var Stefanía Eiríks- dóttir, b. á Reynikeldu, Sigurðsson- ar, b. á Langeyjarnesi, Bjarnasonar. Móðir Eiríks var Jófríður Einars- dóttir, talin laundóttir Skúla Magn- ússonar, sýslumanns á Skarði. Móð- ir Stefaníu var Sigríður Jónsdóttir frá Efri-Langey. Sæmundur Ástmundsson Sæmundur Astmunds- son, bóndi að Eystri- Grund við Stokkseyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sæmundur fæddist á Eystri-Grund og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hann var í Barnaskólan- um á Stokkseyri og stundaði síðan búskap að Eystri-Grund ásamt for- eldrum sínum til 1985 er Sæmundur Ástmundsson. þau brugðu búi og fluttu til Stokkseyrar. Sæmundur var búsettur á Stokkseyri i nokkur ár en hóf síðan uppbygg- ingu á Eystri-Grund 1994, ásamt bróður sínum, Sævari. Þeir byggðu þar upp nýtt fjós, hlöðu og mjólkurhús og hafa stundað þar búskap síð- an. Hefur Sæmundur einkum séö um skepnu- hirðingar og annan dag- legan rekstur búsins. Fjölskylda Systkini Sæmundar eru Ástríður Ástmundsdóttir, f. 25.7. 1938, versl- unarmaður við Kaupfélag Árnes- inga í Þorlákshöfh, gift Ársæli Guð- mundssyni netagerðarmanni og eiga þau fjögur börn; Magnea Ragn- heiður Ástmundsdóttir, f. 19.2.1945, bóndakona í Andrésfjósum á Skeið- um, gift Ingimar Þorbjörnssyni, bónda þar, og eiga þau tvö börn; Sigríður Ástmundsdóttir, f. 16.1. 1954, verslunarmaður hjá Kaupfé- lagi Árnesinga á Selfossi, gift Sig- mari Eirikssyni verkamanni, og eiga þau fjögur börn; Sævar Ást- mundsson, f. 20.2.1961, bóndi og sjó- maður á Stokkseyri, kvæntur Önnu Guðnýju Gunnarsdóttur, kennara á Stokkseyri, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Sæmundar: Ástmund- ur Sæmundsson frá Baldurshaga á Stokkseyri, f. 23.10. 1910, d. 1985, bóndi á Eystri-Grund, og k.h., Ingi- björg Magnúsdóttir frá Meðalholt- um í Gaulverjabæjarhreppi, f. 20.7. 1923, fyrrv. húsfreyja að Eystri- Grund, nú búsett á Stokkseyri. Sæmundur tekur á móti gestum í samkomuhúsinu Gimli á Stokks- eyri á skírdag, fimmudaginn 1.4. nk., eftir kl. 20.00. Til hamingju með afmælið 18. mars 85 ára________________ Jóruim Hrólfsdóttir, Eyrarvegi 29, Akureyri. Mikkalína Alexandersdóttir, dvalarh. Höfða, Akranesi. Sveinbjörn Þorsteinsson, Skálholtsstíg 2, Reykjavík. 75 ára________________ Einar Gislason, Sóleyjargötu 15, Reykjavík. Kristján Bjarnason, Borgarbraut 65, Reykjavík. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Stigahlíð 41, Reykjavík. Sigríður B. Eiríksdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Steinunn Guðjónsdóttir, Ægissíðu 13, Grenivík. 70ára_____________ Valgeir Sigurðsson, Kirkjuvegi 1 D, Keflavík. 60ára Ámi Jón Árnason, Stangarholti 12, Reykjavík. Ásdís Gunnlaugsdóttir, Laugarvegi 15, Siglufirði. Fríða Dóra Jóhannsdóttir, Kirkjuvegi 67, Vestmeyjum. Guðrún Friðriksdóttir, Seylugranda 8, Reykjavík. Ottó Tulinius, Birkilundi 17, Akureyri. Sesselja Friðriksdótttr, Seilugranda 2, Reykjavík. Viðar Guðmundsson, Brúnalandi 15, Reykjavík. 50 ára Antoníus Þ. Svavarsson, Sævarlandi 18, Reykjavík. Guðrún Ásgrímsdóttir, Sporhömrum 12, Reykjavík. Sigríður Albertsdóttir, KTausturhv. 1, Hafharfirði. Þröstur Kristjánsson, Blikastíg 13, Bessastaðahr. 40 ára Aðalbjörg K. Helgadót tir, Reyrengi 27, Reykjavík. Elísabet Stefánsdóttir, Heiðarholti 8 C, Keflavík. Guðrún Á. Sigurðardóttir, Hvassaleiti 6, Reykjavík. Guðrún Sigtryggsdóttir, Víðihlíð 5, Sauðárkróki. Herdís Rossouw, Stekkjarbergi 8, Hamarfirði. Hrafhhildur Ragnarsdórtír, Skaftahlíð 9, Reykjavík. Jón Kristján Ólason, Boðagerði 10, Kópaskeri. Kristján Óskarsson, Fannafold 123 A, Reykjavík. Linda Rós Benediktsdóttir, Hlíðarstræti 10, Bolungarvík. Margrét Inga B.jarnadóttir, Goðalandi 3, Reykjavík. Martti Juhani Heikkila, Austurbrún 2, Reykjavík. Níels Atli Hjálmarsson, Marbakka 10, Neskaupstað. Sergjo Enricoso Rivera, Egilsgötu 6, Borgarnesi. Sjöm Pálsdóttir, Ránargötu 33, Reykjavik. Stefán Hallgrímsson, Brimnesi, Dalvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.