Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 0ags nn Fermingar- dagurinn „Það voru flestir stressaðir fyrir athöfnina. Við fifluðumst i og flissuðum lát- laust, svona eins og unglingar geta látið. Það leiö yfir frænku mína um morgunmn, sennilega af spenningi." Maryrét Rós Gunn- arsdóttir sjónvarpsþula, í DV. Afsögn framkvæmda- stjómarinnar „Þetta er mikið áfall fyrir Evrópusambandið eins og það er áfall fyrir einstök ríki þegar heil ríkisstjórn segir af sér." Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, í Morgunblaðinu. Engar aðstæður „Það er stórmál að skipta j um flokk, hvað þá að taka að sér kjördæmi: norður í landi. Ég bý í höfuðborg- inni og rek hér tvö fyrirtæki, þannig að ég met það svo að ég hafi ekki að- stæður til þess að gera þetta." Arnþrúður Karlsdóttir, í Degi. Þarf átak „Ég skora á stjórnvöld að I taka nú til höndinni og gera al- mennilegt átak í skólamálum á nýjum 2000 aldar forsendum!" Jakob Bragi Hannesson, í mastersnámi í sérkennslu- \ fræðum, i Morgunblaðinu. Skóli á Korpúlfs- stöðum „Helstu rökin fyrir þessari I ráðstöfun er fjárhagsleg. En ef menn skoða þær forsendur sem gefn- ar eru fyrir þeimi sparnaði sem R- J listinn talar um að ná þá virðists ávinningurinn af i þessari ráðstöfun ekki verða mik- ill, ef hann er þá einhver." Guðlaugur Þór Þórðarson f borgarfulltrúi, í DV Eru öfundaðir „Við íslenskir bíómenn erum reyndar öfundaðir af er-; lendum kollegum okkar með gestafjölda, sem er um það bil | 8-9 faldur íbúafjöldinn á I Reykjavíkursvæðinu. Sam- bærileg tala í Danmörku og víðar er í kringum 2-faldur i íbúafjöldi." Einar S. Valdimarsson, for- stjóri Háskólabíós, í Degi. Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari: Snerpa, styrkur og fimi Maður dagsins Hún er 1,80 m á hæð og í fyrra- kvöld stökk hún 4,37 m í stangar- stökki á Stökkmóti ÍR sem haldið var í Laugardalshöll. Er það per- sónulegt met hjá Þóreyju og það hæsta sem íslensk stúlka hefur náð að stökkva hér á landi. Þórey Edda Elísdóttir er 21 árs og stúdent af eðlisfræði-, náttúru- fræði- og íþróttabraut frá Fjöl- brautaskólanum i Garðabæ. „Þetta ----- kom mér á óvart. Ég var þreytt og ____ eftir lélegan ár- angur á stökkmótinu á Akureyri um helgina hafði ég bara stefnt á að gera betur og miðaði við 4,10 m. Ég bjóst aldrei við að geta bætt mig. Ég hitti svona hrikalega vel á þetta. Ég komst í stuð, og stundum þegar það gerist gengur manni vel." Undanfarna mánuði hefur Þórey Edda búið í Malmö í Svíþjóð þar sem hún einbeitir sér að æfmgum í stangarstökki. Hún er orðin at- vinnumaður í íþróttagreininni. „Stanley, þjálfari Völu Flosadótt- ur, bauð mér að koma að æfa með þeim og ég ákvað að slá til." Hún segir að undanfarnir mánuðir séu búnir að vera erfiðir en árangurs- rikir. „Það er náttúrlega erfitt að vera bara að æfa og vera svo ein heima og horfa á sjónvarpið þegar ég er ekki á æfingum." Fyrir áramót æfði Þórey Edda fjóra til fimm tima á dag. „Þar sem keppnir hafa verið eftir áramót hef ég æft um tvo til þrjá tima á dag. Það geri ég alla daga vikunnar. Þórey Edda Elísdóttir. Mér frnnst þetta DV-mynd Teitur rosalega skemmtilegt og ég fæ mikla útrás í þessu." Ekki er langt síðan Þórey Edda fór að æfa stangarstökk, en það var haustið 1996. „Ég var í fimleikum í 11 ár hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði og hafði heyrt að stang- arstökk væri góð grein fyrir fimleikastelpur. Mig hafði alltaf langað til að prófa frjálsar íþróttir þannig að ég ákvað bara að skella mér." Þórey Edda var orðin of stór til að stunda fimleika „Ég þurfti að breyta til." Stang arstökkið gleypti við henni þegar hún var komin með stöng- ina í hendurnar. Hvað varðar eiginleika sem góður stangar- stökkvari þarf að hafa nefnir Þórey Edda snerpu, mjög mikinn styrk og fimi. „Þá á ég við fimi í loftinu - þegar mað- ur smeyg- ir sér yfir rána." Ekki er loft- hræðslu fyrir að fara hjá Þóreyju Eddu. Hún kynntist náttúrlega loft- fimleikum á sínum tíma hvað tví- slána áhrærir. Hún segir að takmarkið sé að bæta sig enn meira. Hún stefnir á að fara á næstu Ólympíu- * leika. í haust ætlar Þórey Edda að hefja nám i umhverfisverk- \ fræði við háskól- \ ann í Lundi. Stutt I verður á æfing- ? ar, þar sem það .' tekur einungis um 20 minútur að I ferðast á milli Lundar og Malmö. -SJ Karlakórinn Heimir. Karlakórinn Heimir Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur á næstunni tónleika i Reykjavík og ná- grenni. Fyrstu tónleikar kórs- ins verða í Fjölbrautaskólanum á Akranesi í Sýningar kvöld ^ * 5 20.30. Tón- leikar verða í Grafarvogskirkju fóstudaginn 19. mars kl. 20.30 og í Yri-Njarðvlkurkirkju laugar- daginn 20. mars kl. 14. Srjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason. Undirleikarar eru Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöngvarar eru Einar Halldórsson og Álftagerð- isbræðurnir Óskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Pét- ursson. Laugardagskvöldið 20. mars verður kórinn með skagfirskt kvöld á Broadway. Fyrir sunnan og vestan í kvöld mun hljómsveitin Á móti sól halda uppi fjörinu á Gauki á stöng. Það verður líka fjör á næstunni fyrir vestan því hljómsveitin Sóldögg leikur í Sjallanum á ísafirði fóstudags- og laugardagskvöld. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2356: ©235á Istunga Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Myndlist Sigurðar Örlygssonar. Verk Sigurðar Örlygssonar Nú stendur yfir sýning á verk- um Sigurðar Örlygssonar í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis að Álfabakka 14a í Mjódd. Sigurður nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands, Den Kong- elige danske kunstakademie, hjá Richard Mortensen og við Art Stu- dents League of New York. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningar Sigurður hefur kennt við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, hann hefur verið í ýmsum nefnd- arstörfum hjá FÍM og formaður þess í ár. Hann hefur starfað í op- inberum dómnefndum vegna list- skreytinga. Sigurður hlaut Menn- ingarverðlaun Dagblaðsins 1988 og hann hefur unnið við uppsetningu um 50 myndlistarsýninga fyrir aðra aðila, m.a. á Kjarvalsstöðum og í Listasafni Kópavogs. Bridge Þegar vörnin missteig sig í þessu spili í undanúrslitum landsliðs- keppninnar í Bandaríkjunum lét Bob Hamman tækifærið ekki fram- hjá sér fara. Spilið kom fyrir í leik sveita Nickels og Shwartz sem lauk með næsta öruggum sigri sveitar Nickels. Norður var gjafari og NS á hættu: 37654 * 1064 »62 * Á983 * KG103 * G7 * KG1 * Á87 N V A S « K»t> » K10843 ? 2 * D654 * AD832 f ÁG975 ? D # 92 Norður Soloway Pass Austu Schw pass r Suður Hamm. 1* Vestur Lair 3* pass 4* pass p/h 3» pass Soloway gat ekki tekið undir spaðalit Hammans i fyrstu, þar sem opnunin gat verið á fjórlit. Útlitið var ekki bjart og lega spilanna benti til þess að sagnhafi yrði að sætta sig við að gefa a.m.k. 4 slagi. Lair spil- aði út hjartadrottningunni í upphafi sem Hamman drap á ásinn heima. Hann spilaði nú laufi á kónginn, sem var ekki slæm byrjun, og síðan hjarta úr blindum. Shwartz setti lít- ið spil og Lair trompaði á spaðasjöu. Lair spilaði nú undan laufásnum, Shwartz fékk slag- inn á drottninguna og hefði nú átt að spila aftur hjarta. Hann spilaði hins vegar einspili sínu í tígli og Hamman hagnýtti sér þetta tækifæri til fulln- ustu. Hann trompaði lauf heima (og felldi ás vesturs), lagði niður spaða- ás og sá gosann koma í hjá vestri. Hjarta var trompað í blindum, lauf- tian tekin og hjarta hent heima. Tíg- ull var nú trompaður heim og síð- asta hjartað trompað í blindum. Þrátt fyrir að Hamman væri kom- inn niður á blanka spaðadrottningu og Shwartz ætti K9 í trompinu hlaut spaðadrottningin að verða tíundi slagurinn þegar tígli var spilað úr blindum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.