Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1999, Blaðsíða 36
sm £+ FRETTASKOTIO SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1999 Stefnir biskupum Hörður Ásbjórnsson, fyrrverandi sóknarprestur, hefur stefnt fjórum biskupum íslands og kirkjumálaráðu- neytinu fyrir Héraðsdóm Reykjavík- ur. Hér er um að ræða þá Sigurbjörn Einarsson, Pétur Sigurgeirsson, Ólaf Skúlason og Karl Sigurbjörnsson. Samkvæmt upplýsingum DV í morgun hafa menn velt vöngum yfir því hvers vegna Hörður er í raun að stefna biskupunum fyrir dóm. Eftir því sem mönnum hefur skilist fela gögn málsins það hins vegar í sér að stefnandinn telji sig hafa átt að njóta launa hjá kirkjunni um árabil án þess að hafa í raun verið i starfi. -Ótt Fyrirsætur framtíðarinnar í Fókusi sem fylgir DV á morgun verða birtar myndir af 34 stúlkum sem allar vilja verða Fordfyrirsætan 1999 en Fókus stendur að þessari keppni í samvinnu við Eskimó mód- els. Bryndís Guðmundsdóttir tal- meinafræðingur segir hvers vegna skrækróma fólk er skrækt og gefur ráð til þeirra sem eiga í vandræðum með röddina í sér. Þá eru fundnir málgallar í röddum nokkurra kunnra landsmanna. Rætt er við ungstirnin Védisi Hervöru Árnadóttur og Svein Rúnar Sigurðsson. Lífið eftir vinnu fylgir Fókusi, leiðarvísir um skemmt- ana- og menningarlífið. HANN &I0UR EKKI GUÐ UM LÍTI0! Það er orka f þessum framsóknarmönnum á orkuþingi í gær, Hjálmari Arnasynl alþingismanni og Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra. Umræðuefnið? Gettu þrisvar! „Við vorum auðvitað að ræða um vetnið," sagði Finnur í morgun. „Vetnið er orka framtíðarinnar og mun stórlega draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda," sagði hann. Þeir eru á því að í upphafi nýrrar aldar fari íslendingar að framleiða eiglð eldsneyti á farartæki sín. DV-mynd E.ól. Sumir greiða fyrir spítalavist en aðrir ekki: Áríðandi að liggja lengur en 24 tíma - þeir sem liggja skemur greiða háar fjárhæðir Samherji skilaði 706 milijónum DV, Akureyri: „Við föfum eftir reglugerð sem kveður á um að þeir sem liggja 24 tíma eða skemur eiga að greiða fyrir aðgerðir. Það eru þó til und- antekningar svo sem ef um er að ræða fóstureyðingar, frjósemisað- gerðir eða sjúkdóma á meðgöngu," segir Kristján Sigurðsson, sviðs- stjóri kvenlækningasviðs Land- spítalans, spurður um ástæður þess að tvær konur urðu að greiða 22 þúsund krónur hvor, eftir að hafa legið inni á kvennadeild Landspítalans einn dag. Svo sem DV greindi frá útskrifuðust kon- urnar að kvöldi en var boðið að sofa um nóttina á spítalanum. Nokkru síðar fengu þær reikninga fyrir spítalavistinni, sér til mikill- ar undrunar. Margrét Héðinsdótt- ir, önnur kvennanna, sagði við DV að hún hefði ekki fengið neinar viðvaranir um að reikningur myndi berast fyrir aðgerðina, hvorki áður en hún lagðist inn né áður en hún útskrifaðist að eigin ósk um kvöldið. Kristján sviðsstjóri segir að gert sé ráð fyrir því að fólk viti af því fyrir innlögn hver kostnaðurinn sé. í bréfi sem sjúklingar fái eigi að tilgreina slíkt. Þá sé einnig gert ráð fyrir að inni á deildum sé fólki gerð grein fyrir málinu og því tvö- falt upplýsingakerfi. „Ég óska eftir því að konurnar sendi mér bréf með greinargerð um sín mál ef þær telja sig hafa verið órétti beittar. Ég mun þá fara í gegnum þetta og þá kemur í ljós hvort eitthvað og þá hvað hefur farið úrskeiðis," segir Kristján. Hann segir að innheimta þjón- ustugjalda fyrir ferliverk hafi byrj- að á Kvennadeildinni um áramótin 1997/1998. Ástæða þess að gripið var til þess hafi verið sú að annað væri brot á samkeppnisreglum þar sem um væri að ræða sömu verk og unnin væru á sjálfstæðum stof- um úti í bæ. „Okkur er auðvitað ekkert sér- staklega í mun að rukka inn þessi gjöld en við verðum einfaldlega að gera það reglum samkvæmt," segir Kristján. Hann segir alls ekkert einsdæmi að kvennadeildin innheimti gjald- ið. Sömu reglur gildi annars stað- ar, svo sem á slysadeild. Sá sem lendi í slysi og sé útskrifaður inn- an sólarhrings verði að greiða fyr- ir alla þjónustu sem spitalinn láti í té. Liggi hann í 25 tíma eða lengur þá falli kostnaðurinn ekki á sjúk- linginn. „Þegar um er að ræða slys gefst ekki alltaf tími til að láta fólk vita af kostnaði fyrir fram. Þetta er eitt- hvað sem fólk á að vita," segir Kristján. -rt Rekstrarhagnaður Samherja hf. á síðasta ári nam 706 milljónum króna, en var 204 milljónir árið áður. Reksturinn gekk vel, og öll dótturfélögin erlendis voru rekin með hagnaði. Mikil fjármunamynd- un var í rekstrinum en veltufé frá rekstri nam tæpum 1,4 milljörðum króna. Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri segist sáttur við af- komuna. „Niðurstaðan er svipuð og við gerðum ráð fyrir og ég er sér- lega ánægður með hversu vel hefur tekist að snúa við rekstri dótturfé- laga Samherja erlendis, sem var eitt af meginmarkmiðum okkar," segir Þorsteinn Már. -gk Hamrahlíðarskóli: Reyndu að brjótast inn Reynt var að brjótast inn i nem- endaaðstöðu Menntaskólans við Hamrahlíð á fimmta tímanum í nótt. Tveir aðilar reyndu að spenna upp dyr við norðurgafi skólans en innan við dyrnar er hraðbanki. Lög- reglan fékk tilkynningu um verkn- aðinn og þegar hún kom á staðinn hlupu innbrotsþjófarnir á brott. Lögreglan elti þá uppi og náðust þeir og gistu fangageymslur lögregl- unnar i nótt. -hb Veðrið á morgun: Kólnandi veður og snjókoma Á morgun er gert ráð fyrir all- hvassri norðvestanátt og éljum austast í fyrramálið, en annars fremur hægri norðaustlægri átt og úrkomulaust verður að mestu. Síðdegis snýst í austan- kalda suðvestanlands og búast má við snjókomu undir kvöld. Kólnandi veður, frost veröur á bilinu 5 til 10 stig á morgun. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 ný véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18mmborðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 28 Sfmi 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport N í 3® SOKKABUXUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.