Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 BILAR Ævintýra- ferom - Bls. 43 Reynsluakstur Toyota Yaris 1,0: Toyota kynnir um þessa helgi, 20. og 21. mars, nýjan smábíl, Yaris, sem kemur verulega á óvart. Með þessum bíl sækir Toyota fram á markaði sem þeir hafa staðið utan við í nokkur ár, en nemur um 12% af markaðnum á íslandi í heildar- sölu. Með Yaris er kominn bíll sem á eftir að keppa við bíla á borð við VW Polo, Opel Corsa, Nissan Micra og Peugeot 206 svo einhverjir séu nefndir til sögunnar. Yaris sker sig nokkuð úr þessum hópi með nýstárlegra útlit og mikið pláss. Við skoðum þennan nýja Yaris í dag. Bls. 36 og 37. Kynningarakstur Mitsubishi Pajero Sport 2,5 turbo dísil: Þægilegur og þýöur Núna um helgina kynnir Hekla hf nýjan valkost í jeppum, Mitsubishi Pajero Sport. Þetta er jeppi sem er að mestu byggöur á L200-skúffubilnum en þó með sínum eigin formerkjum. Við fengum einn af þessum nýju jeppum i stuttan kynningarakstur til að gefa forsmekk um það sem koma skal en reynsluakstri verða gerö betri skil á næstunni. Bls. 38 Toyota Yaris, nýr kostur í flokki smábíla, með sérstætt útlit og mikið pláss. Skemmtileg hönnun og öðruvísi form gera það að verkum að Yaris hefur sinn eigin stfl, án þess að vera um of ögrandi. Mynd DV-bílar JR Kynningarakstur: BMW 323 og 328 Ci Coupé: Eitthvað alveg sérstakt DV-bílar fengu nýlega tækifæri til að reyna BMW 323 og 328 Ci coupé, nýja kynslóð þessara fjörugu gæðinga, við aðstæður þar sem virkilega reyndi á aksturshæfni þeirra og veggrip. Kúpubakarnir frá BMW hafa löngum verið afar skemmtilegir gripir og að mörgu leyti brautryðjendur í sínum flokki, allt frá fyrsta coupé-bílnum árið 1966. Nýju kynslóðina vantar ekki vélaraflið og allt annað er við hæfi: veggripið og hemlun- argetan. Á krókóttum fjallaleiðum Sierra Bi- anca fyrir ofan Marbella var yfrið nóg tæki- færi til að sannreyna einu sinni enn að BMW hef ur eitthvað alveg sérstakt við sig. Við segj- um nánar frá þessum kynnum af 3-línu kúpu- baknum á bls. X. I öllum aðalatriðum eru coupé-bflarnir áþekkir hefðbundna 3 línu bflnum - eru lægri og sportlegri og að sjálfsögðu tveggja hurða. Mynd DV-bflar SHH ¦ww—i.ii ii »i ii. imi ¦!¦—mm—m lANDSfRÆGT URVAL um helgma - og sunnu BILAÞING HEKLU N O T A Ð I R B í L A R LAUGAVEGI 174 • SÍMI 569 5660 • FAX 569 5662 SKeÐIÐ URVAUÐ A HJEimASIÐU 0KKARt WWW*H£KIA*IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.