Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 Kynningarakstur Mitsubishi Pajero Sport 2,5 turbo dísil: Þægilegur og þýður Núna um helgina kynnir Hekla hf. nýjan kost i jeppum, Mitsubishi Pajero Sport. Þetta er jeppi sem byggður er að mestu á L200-skúffu- búnum en þó með sínum eigin for- merkjum. Pajero Sport er í raun ekki nýr bíll því hann hefur verið til á öðrum mörkuðum sem Mitsubishi Challen- ger og sem slíkur áunnið sér titla og hylli eftir velgengni í þolakstur- skeppni á borð við París-Dakar. Við fengum einn af þessum nýju jeppum í stuttan kynningarakstur til að gefa forsmekk að því sem koma skal en reynsluakstri verða gerð betri skil á næstunni. Þægilegur Það kemur verulega á óvart hve þetta er þægilegur bíll. Hann renn- ur létt og liðlega áfram í venjuleg- um akstri. Dísilvélin er að vísu nokkuð hávær, einkum fyrst að Mitsubishi Pajero Sport, snotur, rúmgóður jeppi sem byggður er á grunni L200. DV-myndir Hilmar Þór Ágætlega búinn Það fer vel um ökumann og farþega í Pajero Sport. Sætin eru mun betri en í L200-bílnum, styðja vel við og fótarýmið kemur vel út. Hægt er að breyta hæðarstillingu á ökumanns- sæti og upphitun framsætanna er góður kostur á köldum morgni. Innrétting er snotur og laus við prjál en skilar sínu. Klæðningar eru snotrar og áklæði á sætum þægilegt. Ekkert hefur verið gert í þvi að laga útlit snúningsrofa fyrir miðstöð og loftræstingu en í heild eru stjórntæki með þeim hætti að aksturinn er þægi- legur. Vegna lengdarinnar er farmrýmið rúmgott, 97 sentímetrar að lengd með aftursætið í uppréttri stöðu, breiddin er 136 sm og hæðin tæpir 90 sm. Grunngerð Pajero Sport , GLS, er með 2,5 lítra dísilvél, handskiptum girkassa og háu og lágu drifi og kost- ar þannig kr. 2.720.000. -JR Hér hefur tekist vel til með að færa útlit skúffubílsins yfir í heilsteypt form jeppans og fá fram látlausa en skemmtilega línu í útliti. morgni, þegar sett er í gang, en einnig þegar beita þarf aflinu en það er ekki oft. Vélin, sem er 2,5 lítar, skilar 100 hestöflum við 4.000 snún- inga og snúningsvægið er í góðu lagi, 240 Nm við 2000 snúninga. Vél- in heldur greinilega snúningsvæg- inu vel og aflið dalar lítið. Vegna þess hve langur bíllinn er, eða liðlega 4,5 metrar, kemur hann einnig vel út í akstri, jafnt innan- bæjar og í langkeyrslu. Hjólahafið er liðlega 2,7 metrar og fjöðrunin vinnur sitt verk vel. Að framan er snúningsfjöðrun með tvöfoldum örmum en að aftan þriggja liða gormaijöðrun. Minnsta veghæð er 21,5 sentí- metrar. Þetta er sérlega rúmgóður bfll og þægilegur í umgengni. „Cuore á sérlega hag- stæðu kynningarverði" segir Yoichi Shibaike, yfirmaður allra útflutningsmarkaða Daihatsu í tilefni af flutningi Brimborgar í nýtt og glæsilegt húsnæði færði Yoichi Shi- baike fyrirtækinu sérstakan skjöld frá Daihatsu til minningar um flutninginn. Hér afhendir hann Jóhanni Jónssyni forstjóra skjöldinn en Egill Jóhanns- son framkvæmdastjóri stendur hjá. Til hliðar við þá er nýi Cuore bíllinn. Mynd: DV-bíiar Pjetur í tilefni af flutningi Brimborgar í nýtt húsnæði og frumkynningu á nýj- um Daihatsu Cuore er einn af forstjór- um Daihatsu, Yoichi Shibaike, staddur hér á landi. Shibaike er yflrmaður allra útflutningsmarkaða Daihatsu, sem er með söluumboð i 152 löndum, og hefur yfírumsjón með sölu nýrra bíla og varahlutasölu. DV bílar hittu Shibaike að máli á dögunum í glæsi- legu húsnæði Brimborgar á Bílds- höfða, og vitaskuld var hann spurður álits á húsakynnunum. „Þetta er eitthvert glæsilegasta hús- næði Daihatsu-umboðs í Evrópu,“ sagði hann, og bætti því við að ekkert annað húsnæði hefði svona flotta lyftu milli hæða með óskiptu útsýni yfir sölusalinn. En hvað flnnst Yoichi Shibaike um markaðshlutdeild Daihatsu á íslandi? „í upphafi fór þetta hægt af stað, en á níunda áratugnum varð hlutdeildin mjög góð, með sölu á Charmant- og Charade-bílunum. Daihatsu hefur alla tíð sérhæft sig í litlum bílum með litl- ar og spameytnar vélar og getur því aðeins keppt f þeim stærðarflokkum. Fyrirtækið er 92 ára á þessu ári og hef- ur þannig mjög mikla reynslu í fram- leiðslu lítilla bfla. Það hefur sýnt sig að íslendingar kunna vel að meta þessa lipru og rekstrarlega hagkvæmu bíla. Undanfarið hefúr framboð okkar verið með fábreyttara móti en nú kemur hver nýr bíllinn á fætur öðrum og við erum afar ánægðir með að vera komn- ir á fulla ferð aftur og væntum okkur til dæmis mikfls af nýja Cuore-bflnum, sem nú er boðinn hér á alveg sérstak- lega hagstæðu kynningarverði." „Daihatsu hafði 2,8% markaðshlut- deild á síðasta ári og við vonumst til að ná að minnsta kosti 3% á þessu ári,“ skýtur Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar, inn í sam- talið. „í Cuore höfum við afar vel bú- inn 5 dyra bíl á ótrúlega lágu verði, sem ég er viss um að kaupendur kunna vel að meta.“ „Líttu bara á verðið á sjálfskipta bílnum," segir Shibaike og hlær við. „Enda hefur Cuore verið afar vel tekið í Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi. Á heimamarkaði seljum við 17 þúsund bíla. Daihatsu var annar tveggja jap- anskra framleiðenda sem juku mark- aðshlutdeild sína á heimamarkaði í fyrra. Hinn var Honda. Allar 5 verk- smiðjur okkar í Japan vinna með fúll- um afköstum á tveimur upp í þremur vöktum með vinnuafli upp á 11 þúsund manns. Markmið okkar í ár er að selja hálfa milljón bíla á heimamarkaði. Útflutn- ingur er áætlaður um 100 þúsund bíl- ar. Framleiðsla utan Japans er áætluð 100 þúsund bflar í viðbót." Hvaða Evrópuland hefur mesta sölu á Daihatsu? „Hlutfallslega er það líklega Grikk- land. En mest magnsalan er vitaskuld í Þýskalandi. Einu sinni var ísland með hlutfallslega hæsta sölu og gæti vel orðið aftur! Cuore er einn þeirra bíla sem mengar hvað minnst og er afar spameytinn. Hann hefúr verið mældur aftur og afhu í Þýskalandi með innan við 5 lítra eyðslu á hundraðið - minna en 1 litra af bens- íni á hveija 20 kílómetra. Þar að auki er hann afar vel búinn og fáanlegur með sjálfskiptingu, þannig að ég tel ekkert ólíklegt að draumurinn rætist á ný og ísland verði aftur söluhæsta landið í Evrópu!" -SHH Brimborg kynnir nýja bfla í nýju húsnæði: Nýr Cuore kynntur um helgina Brimborg hf. hefúr nú flutt starf- var í boði hér- semi sina nær alla í nýja húsnæðið í lendis og það Bíldshöfðanum, á sama stað og verk- er algjörlega stæðið hefúr verið í nokkur ár og nýr Cuore sem varahlutasalan, svo nokkuð sé nefnt. nú heldur hér Nýir bflar eru komnir í glæsilegan innreið sína. sýningarsal og skrifstofuaðstaðan er Vissulega er með því besta sem gerist. þetta smábíll Almenningi gafst fyrst kostur á að en hann er svipast um í þessum glæsilegu húsa- mun stærri kynnum fyrir hálfum mánuði, þegar heldur en Brimborg frumkynnti Ford Focus á gamli Cuore og Islandi. Nú um helgina frumsýnir er nú mun bet- Brimborg annan nýjan bil í glansandi ur hljóðein- sýningarsölum sínum, en það er Dai- angraður. hatsu Cuore. Hann er líka Nokkuð er nú um liðið siðan Cuore með stærri vél, fjölventlavél, 55 hestafla, þá sömu og er í Sirionbílnum sem íslendingar fengu að kynnst á síðasta ári. Eyðslan á að geta verið undir 5 litrum á hundraðið, skv. mælistaðli ESB. Þessi nýi Cuore verður aðeins boðirrn hér í 5 dyra út- 1000 rúmsentímetra gáfú, það er að segja með fjórar hlið- Þannig frumkynnti Daihatsu nýja Cuore-bíiinn á bílasýningunni í Birmingham fyrr í vetur. Mynd: DV-bílar SHH arhurðir og hlera að aftan. Hann verður fáanlegur hvort heldur vill handskiptur eða sjálfskiptur, mjög vel búinn. Af búnaði má m.a. nefna tvo líknarbelgi, ræsitengda þjófavöm, samlita stuðara, rafstillta útispegla, rafdrifnar rúðuvindur i fremri hurð- um, bremsuháljós, skipt og fellanlegt aftursæti og samlæsingu. Þar að auki er þriggja ára ábyrgð á bílnum og 6 ára ryðvamarábyrgð. En kannski er verðið það allra skemmtilegasta við þennan bfl: hann kostar 888.888 krónur handskiptur en 898.898 krónur sjálfskiptur. Það gerist tæplega öllu betra. -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.