Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 45 Bílasýningin í Genf: Þrír áhugaverðir hjá Honda Honda vakti talsverða athygli á blaðamannadögum alþjóðlegu bOasýn- ingarinnar í Genf, en á sýningum sem þessari tíðkast að gefa bíiablaðamönn- um kost á að skoða sýningamar í svo sem tvo daga áður en almenningi er hleypt inn. Það var ekki síst sportbíllinn S-2000 sem vakti athygli en þetta er blæju- sportbíll, byggður á SSM hugmynda- bílnum frá Honda, en kemur á mark- aðinn í Evrópu á þessu ári. Hann er með 2 lítra 240 ha VTEC vél, 6 gira handskiptingu og afturhjóladrifi. Honda sýnir líka í Genf að smábíla- byltingin hefur ekki farið fram hjá Með Honda Logo er Honda aftur komin í samkeppnina um litlu bílana sem nú virðast vera að fá nokkra uppreisn æru á flestum markaðssvæðum. Litli jepplingssportarinn HR-V, eða gleðimaskínan (Joy Machine) eins og Bretar kalla hann, vakti taisverða athygii í Genf en þessi bíll er þegar kominn í sölu á meginlandinu. þessum öfluga jap- anska framleiðanda, sem nú kemur með smábílinn Logo eftir að hafa ekki tekið þátt í smábílafram- leiðslu í mörg ár. Logo er aðeins 3800 mm að heildarlengd, með 1,3 lítra vél og fá- anlegur með stig- lausri sjálfskiptingu (CVT). Hann er að- eins til þriggja dyra - það er að segja með tvær hliðarhurðir og hlera að aftan. Nýi HR-V bíilinn frá Honda, sem þegar er kominn í sölu á meginlandinu og verður sýndur hér innan fárra vikna, vakti líka nokkra at- hygli I Genf. Þetta er jepplingur eða „frí- stundabOT með svip- uðum hætti og CR-V bíllinn sem orðið hefur vinsæll hér- lendis sem og á öðr- um mörkuðum. Hann er fáanlegur með stig- lausri sjálfskiptingu en hefur handskipt- ingu sem staðalbún- að. Hann eins og Logo er aðeins til þriggja hurða. Það er tekið sér- staklega íram með HR- V að hann sé fyrsti bíllinn frá Honda sem er sérstaklega hannað- ur með það í huga að skaða sem minnst fót- gangandi vegfarendur sem fyrir honum kunna að verða. -SHH Opni sportbíllinn Honda S-2000 er afar fallegur bíll enda vakti hann verðskuldaða athygli á bíla- sýningunni í Genf. Sumir voru meira að segja afar þaulsætnir í honum. Myndir: DV-bílar SHH S-2000 var líka sýndur þannig að auðvelt var að gera sér grein fyrir innvið- um hans - sem líka þóttu athyglisverðir. Volkswagen kynnir langbakana Volkswagen kynnir langbaks- gerðina - Variant eins og hún heit- ir þar á bæ - af Golf og Bora í Genf. Fljótt á litið er ekki ýkja mikill munur á þessum tveimur bílum en Bora er vitundarögn lengri og aðeins meira í hann bor- ið. Minnsta vél sem boðin er í Bora Variant er sama vélin og stærsta vélin sem fáanleg er í Golf Variant, 2 lítra 115 ha. vél. Aðrar vélar í Golf Variant eru 1600 rúm- sentímetra vélin, sem skilar 100 hö., og 1400 cc 75 ha. vélin. Boðað er að síðar meir verði 100 ha. dísil- vél einnig fáanleg í Golf Variant og sömuleiðis aldriflð sem þegar er hægt að fá í Golf-fólksbílinn. í Bora Variant eru, auk 2 lítra vélarinnar, 2,3 1 V5 vél, sem gefur 145 hö., og 1,9 1 dísilvél, 115 ha. Seinna verður 1600-vélin líka boð- in í Bora Variant. -SHH Teikningin í langbökunum Golf og Bora frá Volkswagen er snotur og ekki mikill yíri munur á þessum tveimur bílum. Mynd: DV-bílar SHH Opel Concept A er enn ekki nema hugmyndabíll en velgengni smábíla annars vegar um þessar mundir en fjölnotabíla hins vegar gæti vel gert þennan bíl fýsi- legan kost því hann sameinar þessi tvö skilyrði Mynd: DV-bílar SHH Snaggaralegur bítl fyrir bensín og gas Opel heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þessu ári og þar ríkir bjart- sýni á framtíðina: fyrir utan lagleg- an Speedster sem sýndur er sem hugmyndabíll í Genf um þessar mundir er einnig sýnd þar hug- mynd að nýjum, litlum fjölnotabíll, Concept A. Það sem kannski er sérstakast við þennan snaggaralega litla bíl er að hann á að vera með vél sem gengur jöfnum höndum fyrir sam- þjöppuðu náttúrugasi (CNG) og bensíni. Ökumaðurinn getur skipt milli eldsneytistegunda með því að snerta hnapp í mælaborðinu. Vélin er 1000 rúmmetra þriggja strokka vél með forþjöppu sem á að tryggja góða vinnslu með hvoru eldsneyt- inu sem er. Þessi bíll er til viðbótar við fjöl- notabílinnn Zafíra sem er væntan- legur á markaðinn innan fárra vikna, gerður á grunnplötu Astra og er þar með þó nokkuð stærri en Concept A. -SHH Utlitsbreytingar og vængir fáanlegir á margar gerðir bíla. Úrval aukahluta á bíla, gæði og gott verð Túmstundahúsiú Nethyl 2 sími 5B7 BBOO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.