Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Skoðanakönnun DV um afstöðu kjósenda til veiðileyfagjalds: Ríflega sex af hverj- um tíu eru fylgjandi Hugmyndin um veiðileyfagjald nýtur orðið afgerandi stuðnings með- al þjóðarinnar. Ríflega sextíu prósent kjósenda eru fylgjandi veiði- leyfagjaldi í dag, samanborið við 56 prósent fyrir rúmum fimm árum. Stuðningur við veiðileyfagjald er sem fyrr afgerandi meðal kjósenda á höf- uðborgarsvæðinu. Athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi veiðileyfagjaldi í dag en hugmyndin fékk jákvæðar undirtektir meðal ein- ungis 32 prósenta stuðningsmanna flokksins í desember 1993. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV sem gerð var á fimmtudagskvöld. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur veiði- leyfagjaldi í sjávarútvegi? Skekkju- frávik í könnun sem þessari eru 3-4 prósentustig. Á landinu í heild reyndust 45,2 prósent svarenda fylgjandi veiði- leyfagjaldi, 27,8 prósent andvíg og 27 prósent óákveðin eða neituðu að svara. Sé einungis tekið mið af þeim sem afstöðu tóku reyndust 61,9 pró- sent fylgjandi veiðileyfagjaldi en 38,1 prósent á móti. í skoðanakönnun DV í desember 1993, þar sem spurt var sömu spurn- ingar, reyndust einungis 28,3 prósent svarenda fylgjandi veiðileyfagjaldi, 36,2 andvíg og 35,5 prósent óákveðin eða neituðu að svara. Sé einungis tekið mið af þeim sem afstöðu tóku þá reyndust 44 prósent fylgjandi veiðileyfagjaldi en 56 prósent andvíg. Höfuðborgarbúar fylgjandi Á höfuðborgarsvæðinu reyndust 53 prósent fylgjandi veiðileyfagjaldi, 21 prósent andvíg og 26 prósent óá- kveðin eða neituðu að svara. Á lands- byggðinni voru hins vegar 37,7 pró- sent fylgjandi veiðileyfagjaldi, 34,7 prósent andvíg og 28 prósent óákveð- in eða neituðu að svara. Sé einungis tekið mið af þeim sem afstöðu tóku reyndust 71,6 prósent kjósenda á höf- uðborgarsvæðinu fylgjandi veiði- leyfagjaldi en 28,4 prósent andvíg. Á landsbyggðinni voru 51,8 prósent fylgjandi en 48,1 prósent andvíg. í könnun DV í desember 1993 reyndust 54 prósent kjósenda á höf- uðborgarsvæðinu fylgjandi veiði- leyfagjaldi en 46 prósent andvíg. Á landsbyggðinni snerist hlutfallið við þar sem 67 prósent kjósenda voru andvíg en 33 prósent fylgjandi. Mest fylgi hjá Samfylkingu Þegar afstaðan til veiðileyfagjalds er greind eftir stuðningi við flokka kemur í ljós að gjaldtaka fær mest fylgi meðal samfylkingarmanna en andstaðan er mest meðal framsókn- armanna. Helmingur sjálfstæðis- manna er fylgjandi gjaldtöku í sjáv- arútvegi sem er mikil breyting frá könnun DV í árslok 1993. Meðal samfylkingarmanna eru 64,2 prósent fylgjandi veiðileyfagjaldi, 19,2 á móti en 16,6 prósent voru óá- kveðin eða svöruðu ekki. í könnun DV í desember 1993 átti veiðileyfa- gjald mestu fylgi að fagna meðal ai- þýðuflokksmanna þar sem 70 prósent voru fylgjandi. Meðal framsóknarmanna eru ein- ungis 21,4 prósent fylgjandi veiði- leyfagjaldi, 47,2 andvíg en 31,4 pró- sent voru óákveðin og neituðu að svara. I desember 1993 reyndust 46 prósent framsóknarmanna andvíg veiðileyfagjaldi. 46 prósent sjálfstæðismanna eru fylgjandi veiðileyfagjaldi samkvæmt könnun DV nú, 29,3 andvíg en 24,7 eru óákveðin og neituðu að svara. í desember 1993 voru 32 prósent sjálf- stæðismanna fylgjandi gjaldtöku, 37 prósent andvíg en 32 prósent óákveð- in eða svöruðu ekki. Meðal stuðningsmana Vinstri- hreyfmgarinnar - græns framboðs er 39,1 prósent fylgjandi veiði- leyfagjaldi, 34,8 andvíg en 26,1 pró- sent óákveðin eða svöruðu ekki. Enginn stuðningsmanna Frjáls- lynda flokksins var óákveðinn eða svaraði ekki. I þeim hópi voru 60 pró- sent fylgjandi veiðileyfagjaldi en 40 prósent andvíg. -hlh til veiðileyfagjalds O Fylgiandif^pt^ j O Andvígir« | *! O ÓákveöiBr^vÖa ekki tefJB ■■ wT 38,1% 26,1% Samfylkingin 24,7% I4 29,3% \ íölsflokkurinn Grænt frami 56,0% Desember 1993 ■HHbj -/ æ - l'” v - : 31,4% 34,8% 40,0% sóknarflokkurinn Frjálslyndi flokkurinn Ráðherra í hundslíki Stúdentar hafa lengi barist fyrir bættum námslánum. Svo gerð- ist það um daginn að Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók þessa gagnrýni til greina og hækkaði námslánin. Nú hefði maöur hald- ið að stúdentar mundu fagna þessari hækkim og þakka ráðherranum fyrir að koma til móts við kröfur þeirra. Þetta var jú það sem þeir höfðu viljað. En laun heimsins eru vanþakklæti. í nýjasta Stúdentablaði, málgagni stúdentaráðs, er 0allað um málið í grein sem heitir „Varð- hundar við Háskóla ís- lands“. Með greininni er birt mynd af Birni ráðherra þar sem höfði hans er skeytt á hundsbúk og stillt upp við aðaldyr Há- skólans. Framan á blaðinu er síðan önnur mynd af Birni ráðherra, einhvers konar skopmynd, þar sem hann stingur dúsu upp í sveltandi stúdenta. Aðspurðir segja talsmenn stúdenta að þessar kveðjur, sem Björn menntamálaráðherra fái, séu ekki til að vanþakka hækkun námslánanna held- ur til að minna á að ráðherrann hefði mátt gera þetta fyrr. Þetta sé bara kosningatrikk. Af þessu má sjá og læra að það er vandlifað í pólitíkinni. Ráðherrann hefði auðvitað verið skammaður ef hann hefði ekki hækkað námslán- in og nú er hann líka skammaður fyrir að hafa hækkað þau. Af því að hann hækkaði þau of seint. Eða of snemma. Eftir því hvemig á kosningamar er litið. Ef ráðherrann hefði dregið hækkunina fram yfir kosningar er næsta víst að stúdentar hefðu getað skammast út i ráðherrann í kosningabarátt- unni og ef lánin hefðu hækkað eftir kosningar gætu þeir skammað ráðherrann fyrir að hafa dregið að hækka lánin fram yfir kosningar en gripið til þess að hækka þau eftir kosningar vegna þess að hann hefði verið neyddur til þess vegna kosninganna. Það hefði sem sagt ekki skipt máli hvort Bjöm hefði hækkað lánin fyrir eða eftir kosningar því hann hefði verið skammaður hvort sem er. Best hefði auðvitað verið að hann hefði alls ekki hækkað lánin, hvorki fyrir né eftir kosning- ar, því þá gætu stúdentar haldið áfram að skamm- ast út í ráðherrann. í stað þess gerði hann þeim þann grikk að hækka lánin fyrir kosningar sem gerir það eitt að verkum að stúdentar gremjast yfir því að hann hafi ekki hækkað lánin fym. Mistök ráðherrans liggja sem sagt í því að vera að hækka lán sem hann átti að vera búinn að hækka löngu áður en hann hækkaði þau og halda svo að það komi að einhverju gagni að hækka lán sem áttu að vera hækkuð löngu áður en þau voru hækkuð. Þetta er vitaskuld ekkert annað en kosninga- dúsa sem stúdentar sætta sig ekki við og eru þess vegna fúlir út í þá hækkun sem er enginn hækk- un af því hún kom ekki fyrr. Dagfari Samið um ástundun Grunnskólinn í Ólafsvík hefur gert saminga við nemendur og for- eldra um ástundun. Skólastjóm- endur telja ástæðu til að bæta sjálfsmynd kennara og nemenda vegna slæmrar útkomu í sam- ræmdum prófum. Morgunblaðið greindi frá. Afnám takmarkana Háskólanefnd Háskólans á Ak- ureyri hefur ákveðið að beita ekki fjöldatakmörk- unum i hjúkrun- arfræði á næsta skólaári. Með þessu ætiar skól- inn að koma til móts við þarfir samfélagsins fyr- ir háskóla- menntað fólk en í ljós hefur komið aö 80% þeirra sem brautskrást hjá HA starfa á landsbyggðinni. Dagur greindi frá. Álag á 118 Biðtími hjá 118 hefur verið óvenju langur að undanfömu vegna þess aö verið er að skipta um afgreiðslukerfi sem tekið er í notkun í áföngum. Ólafur Þ. Steph- ensen, upplýsingafulltrúi Lands- símans, segir að tafirnar skapist vegna þess að breytingamar hafi valdið því aö ekki eru öll borð starfhæf i einu. Dagur greindi frá. Vín á kvöldin Samkvæmt reglugerð sem dóms- málaráðherra hefur gefið út verður heimilt að hafa áfengisútsölur opn- ar til 23 á kvöldin alla daga nema helgidaga. Sveitarstjómir munu binda veitingu leyfis til rekstrar skilyrðum um afgreiðslutíma. Morgunblaðið greindi frá. Hagnaöur Baugs Hagnaður Baugs hf. var á síð- asta ári 401,5 milljónir króna. Alls námu rekstrartekjur fyrirtækisins 18,7 milljörðum króna en eigið fé Baugs hf. var í árslok rámlega 1,4 milljarðar. greindi frá. Minni hagnaöur Minni hagnaður varð af starf- semi Jámblendifélagsins í fyrra en árið á undan. í fyrra var hagnaður- inn 285 milijónir en árið áður 394 milijónir. Félagið stefnir að meiri framleiðslu á næstu árum vegna nýs búnaðar. Morgunblaðið greindi frá. Aukin samkeppni Aukin samkeppni er nú á eggja- markaði en Heildsölubakarí- ið hefur lækkað verð á eggjum niður í 250 krón- ur en venjulegt stórmarkaös- verð er um 365 krónur. Ástæð- una fyrir lækkuninni segir for- svarsmaður Heildsölubakarís vera lækkun frá framleiðendum vegna offramleiðslu. Morgunblaðið greindi frá. Greindartegundir Erlendur sérfræðingur sem staddur er hér á landi um þessar mundir segfr að hefðbundin greindarpróf gefi skakka mynd af greindarfari barna. Hann segir að til séu átta mismunandi tegundir greindar. RÚV greindi frá. Fasteignakaup Borgarráð hefúr samþykkt að fela borgarlögmanni að semja við Ölgerðina Egil Skallagrímsson um kaup á húseignum fyrirtækisins við Njálsgötu, Frakkastig og Grett- isgötu. Gengið er út frá að þar muni rísa íbúðabyggð. Morgun- blaðið greindi frá. -sm Morgunblaðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.