Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 13 Fréttir Vestmannaeyjar: Félag stofnað um túnfiskveiðar DV, Vestmannaeyjum: íslendingar eru að vakna til lífsins um að einhver verðmætasti fiskur sem syndir um heimshöfm er veiddur í miklum mæli rétt suður af landinu. Þama er um að ræða túnfisk, nánar tiltekið bláugga sem er verðmætasta tegundin. Útgerð Byrs VE í Vest- mannaeyjum hefur tekið forystu í þessum vaxtarbroddi sem túnfiskveið- ar gætu orðið. Þar með er ekki látið staðar numið því aðiiar sem tengjast Sæhamri ehf. hafa stofnað félag með öðrum og boðið út smíði á 1100 tonna sérhæfðu túnflsk- og línuveiðiskipi sem á að verða tilbúið fyrir túnfisk- vertíðina árið 2000. Guðjón Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Sæhamars ehf., sem gerir út togskipið Gjafar VE og neta- bátinn Guðrúnu VE, hefur fengið til liðs við sig fjársterka aðila og 12. mars stofnuðu þeir félagið ístún hf. Hlutafé er 160 miiljónir króna. Vamarþing fé- lagsins verður í Vestmannaeyjum og Anni Haugen, starfsmaður barna- verndarstofu. DV-myndir Njörður Samræmdari skilningur á barnavernd DV.Vík: „ Við erum hér með námskeið fyrir barnaverndarnefndir í V- Skaftafellssýslu og austurhluta Rangárvallasýslu og Hellulæknis- héraði. Þessi námskeiö eru haldin um allt land og með þeim gefum við bamaverndamefndum færi á því að kynnast bamaverndarstofu, kynn- ast meira barnavemdarkerfinu sem heild,“ sagði Anni Haugen, starfs- maður barnavemdarstofu, en hún og Hrefna Friðriksdóttir voru með námskeið fyrir barnavemdamefnd- ir í Vík 12. mars. Námskeiðin hafa verið haldin víða um landið - á alls 13 stöðum hingað til. Anni segir að eftir sé að fara um Austurlandið og síðan er eftir að halda námskeið í Reykjavík „Það er fróðlegt fyrir okkur sem sitjum á barnaverndarstofu í Reykjavík að hitta það fólk sem er að sinna þessu starfi úti um- allt land. Auðveldar ef til vill bama- vemdarfólki að leita ráða hjá okkur eftir að hafa kynnst okkur. Til dæmis er hér á þessu svæði mikið af nýju fólki í barnavemdar- nefndum og þetta er svið sem mörg- um er ókunnugt. Við tölum heilmik- ið um tilkynningarskyldu almenn- ings og við ræðum um það hvemig barnaverndamefndir geta kynnt að hverju þær eru að starfa á sínu svæði,“ sagði Anni. Hún segir að eftir að þessi námskeið fóm af stað hafi starfsfólk á bamavemdarstofu orðið þess áskynja að vinnubrögð bamavemdamefnda séu orðin sam- ræmdari og að skilningur á því hvað barnavernd er sé orðinn sam- ræmdari. -NH er Guðjón framkvæmdastjóri. Hann segir að vel hafi gengið að safha hluta- fé og teikningar liggi fyrir að nýju skipi. Teikningar gera ráð fyrir að skip- ið verði 53 metra langt, 11 metra breitt og rúm 1100 brúttótonn. Aðalvélin verður 2000 hestöfl, ljósavélin 580 kW og frystibúnaður verður bæði fyrir túnfisk og bolfisk. Frostið i lestunum getur farið niður í 55 gráður og frysti- getan er 20 tonn á sólarhring í bolfiski og fimm til sjö tonn í túnfiski. Um borð verða 24 kojur í eins og tveggja manna klefúm og gert er ráð fyrir nuddpotti, þreksal og sánaklefa. Reikna verður með löngum túrum og allt er þvi gert til að áhöfninni líði sem best um borð. Guðjón segir að mikil vinna liggi að baki ákvörðuninni og þeir hafi skoðað allar skýrslur sem þeir komust yflr um túnfiskveiðar. Niður- staðan er að það er hægt að stunda túnfiskveiðar frá íslandi með hagn- aði. Verkfræðistofan Fengur og Hall- grimur Rögnvaldsson hjá Nethamri hafa unnið mest að framgangi máls- ins og eru menn á leið til Kína til að kanna möguleika á að fá Kínveija til að smíða fúllbúið túnfiskskip. -ÓG NSX-S202 nsx-S202 bljómtæki ki.22,900 3-Disto geislQSpilori • SUPER T-BASSI • Hœgt er að rengja myndbandsrœki við srœðuna • TónjQfnori með ROCK - POP - JAZZ • 15 + 15 W PAAS magnari með surround kerfi • Al leiðsögukerfi með Ijósum • 32 stöðva minni ó útvarpi, klukku, rimer og svefnrofa • Tvöfalr segulband • Fjarstýring Segulvarðir hljómmiklir hótalarar NSX-S007 stgr. \ kr.2g,9oo fcv HSX-S307 3-Diska geislaspilari • SUPER T-BA5SI • Hœgr er að rengja myndbandsrœki við srœðuna Jog fyrir rónsrillingar, lagaleirun ó geislaspilara • Tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC • 37,5 + 37,5 W RMS magnari með surround kerfi • Al leiðsögukerfi með Ijósum • 32 sröðva minni ó úrvarpi, klukka, rimer og svefnrofi • Tvöfalr segulband • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir Tengi fyrir aukabassahóralara ( SUPER 'VOOFER ) • Segulvarðir hljómmiklir hóralarar fylgit með ai Glœsilegr armbandsúr að verðmœri 4.000 kr. fylgir með þessum hljómrcekjum. Sl'mi 5531133 'Við erum Selmúlamegin] UMDOÐ5AAENN AIWA UM LAND ALU: Reykjavik: Heimskringlan - Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla - Grindavik: kafborg hf. - Keflavik: Sónar - Akranes: Hljómsýn - Dorgames: Kaupfélag Ðorgfirðinga Hellissondur: Ðlómsnjtvellir - Stykkishólmur: Skipavik - Blönduós: Kaupfélag Húnvemingo Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðóikrókut: Skagfirðingabúð Búðardalur: Verslun Einar5 Stefónssonar - Isoflörður: Frummynd - Siglufjörður: kafbær - Akureyri: Dókval / Ljósgjafinn - Húsavik: Ómur Vopnafjöröur: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: hafvirlsinn - Seyðisfjörður: Turnbræður - Hella: Giisó - Selfoss: Dadíórós - Þoriókshöfn: kós - Vestmannaeyjor: Eyjaradíó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.