Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 22. MARS 1999 15 Risavaxnir vextir - evran ber 3% vexti Eins og kunnugt er tóku 11 ríki í Evrópusambandinu (ESB) upp sameig- inlegan gjaldmiðil 1. janúar 1999. Það má vera að þetta verði talinn einn merkasti atburður aldarinnar. Það vakti mikla athygli að seðlabankar næstum allra þess- ara 11 landa í Vest- ur-Evrópu settu grunnvexti evrunn- ar í 3% 1. janúar, þ.e. í byrjun þessa árs. Þetta eru vextir án verðtryggingar ■ en hér á landi er vísitala á stórum hluta hækkun bætist þá við. Kjallarinn almennt mjög háir hér á landi og með láns- kjaravísitölunni sem viðbót og hækkun verða þeir í rauninni risavaxnir. Þetta kem- ur fram i hagnaði bankanna, sem allir græða hver um sig 1000 millj- ónir árið 1998. Það ræðum þótt hlutafélög séu. þarf ekki ríkisbanka til. Vinstristjórn í Sviþjóð tók vinstristjóm við. Stærsta verkefni hennar, og raun- Lúðvik Gizurarson hrl. lána, en sú Vextir eru Svíþjóð Fyrir nokkrum árum vora vextir mjög háir í Sví- þjóð. Fyrirtækin urðu gjaldþrota hópum saman. Bankar þar í —— landi voru líka margir á barmi gjaldþrots. Samt voru þetta hlutafélög í einka- eigu. Bankar geta því lent í vand- „ Vextir eru almennt mjög háir hér á landi og meö lánskjaravísitöl- unni sem viöbót og hækkun veröa þeir í rauninni risavaxnir. Þetta kemur fram í hagnaöi bank- anna sem allir græöa hver um sig 1000 milljónir áriö 1998.“ ar það erfíðasta, var að lækka frjálsu vextina. Það var að hluta gert með ýmsum hægri-meðulum, svo sem lækkun tryggingabóta. Það gengur hreinlega ekki að fólk borgi upp í 10-15% vexti hér á landi þegar það kaupir t.d. bíl eða fer í sumarfrí. - Á sama tíma eru grunnvextir evrunnar 3% og án vísitölu og verðtryggingar. Hluti Sósíaldemókrata kaus því Venstre, þ.e. rauðgræna, í nýleg- um alþingiskosningum þar. Vinstristjóm Svíþjóðar hefur rétt við hag ríkissjóðs með spam- aði. Nýlega voru t.d. ríkisútgjöld ______, til sænska hersins lækk- uð í andstöðu við sænska íhaldsmenn. Þetta hjálp- ar til að lækka vexti í Svíþjóð, en mest munar þó um annað. Um leið og sænsku vinstristjóminni tókst að koma Svíum í Evrópu- sambandið (ESB) byrjuðu vextir að lækka í Svíþjóð og hafa lækkað síðan. Skýringin er að hluta sú að verðbólga nánast hvarf um leið og Svíar sömdu sig að reglum evrunnar, þótt þeir standi enn utan hennar að formi til. Evran verður tekin upp í Sví- þjóð. Það er aðeins spuming um tíma og dagsetningu. Háir vextir Það er alveg ótrúlegt hvað vextir era háir hér á landi, jafnvel upp i 10-15% auk visi- tölu. Það ætti að vera verk- efni nýrrar ríkisstjómar að lækka vextina. Það gæti orðið ný vinstristjórn ef annað dug- ar ekki. Rætt er um það i Sví- þjóð í dag að lægri vextir þar síðustu árin séú besta kjara- bótin. Og væntanlegir evru- vextir á næstu árum séu frek- ari kjarabót enda lækki vext- ir þá enn meira. Það gengur hreinlega ekki að fólk borgi upp í 10-15% vexti hér á landi þegar það kaupir t.d. bíl eða fer í sumar- frí. Á sama tíma eru grunn- vextir evrannar í Vestur-Evr- ópu 3% og án vísitölu og verðtryggingar. - Ótrúlegt en satt. Lúðvlk Gizurarson Allsherjarupplausn árið 2002 Þetta er herrans árið 2002, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn era enn við völd. Sama sukkið er í kvótakerfinu og auðvitað er búið að sökkva stórum landsvæðum fyrir uppistöðulón. Línusjómaðurinn i Þorskavík á Vestfjörðum horfir hryggur á konu sína og verður að orði. „Jæja, það er víst ekki um annað fyrir okkur að gera en pakka sam- an. Það er sjálfhætt. Síðasta frysti- húsið í umdæminu lagði upp arnir búnir að kaupa upp nær all- an kvótann. Ekki komið branda á land hér frá þeim“. Ekkert mannlíf á Vestfjörðum Og línusjómaðurinn og konan hans ásamt þeim fáu sem eftir vora í Þorskavík pökkuðu saman og fluttu úr fallegu en verðlausu húsinu sínum til Reykjavíkur. Þeim varð öllum litið yfir þorpið sitt í síðasta sinn. Þar var ekki fagurt um að litast. Mörg hús voru ____________ auð og í niður- „Eina verstööin á Vestfjöröum sem var eftir var nú yfirgefín. Og Vestfíröingar, sem árum saman höföu lagt til rúm 9% af tekjum af fískveiöum í þjóöarbúiö, bara af íslandsmiöum, voru nú fluttir á „mölina“.“ laupana í gær. Löng sigling á næstu löndunarstöð." „Það er víst svo,“ svaraði konan. „Ekki hjálpar það til að Halldór leyfði norskum línuveiðiskipum að veiða þorsk í íslenskri landhelgi. Þau skip eru engir koppar. Þetta eru skip frá 200 til 800 tonn, búin bestu fáanleg- um veiðarfæram. Frysta aflann um borð og sigla með hann til Nor- egs. Þar fyrir utan eru frystitogar- níðslu. Sam- komuhúsið, sem eitt sinn hafði hýst blómlega menningu, var svipur hjá sjón, rúðulaust og hurðarlaust. Kári belgdi sig, enda einn við völd, og feykti til leikhústjöldum og öðru lauslegu. Eina verstöðin á Vestfjörðum sem var eftir var nú yfirgefin. Og Vestfirðingar sem áram saman höfðu lagt til rúm 9% af tekjum af fiskveiðum í þjóðarbúið, bara af Islandsmiðum, voru nú fluttir á „mölina". Reykvíkingar með fátækrahverfi En á „mölinni" er heldur ekki skemmtilegt um að lit- ast. Þar höfðu framá- menn Reykvíkinga, sem höfðu talað digur- barkalega um að þeir sæju hvort sem er fyrir Vestfirðingum, ekki gert ráð fyrir öðrum eins þjóðflutningum. Þótt lélegum húsum væri hrúgað upp eins og í verstu fátækra- hverfúm stórborga þá þurfti fleira til. Eins og skóla, elliheimili og sjúkrahús, svo eitthvað sé nefnt, en ekki síst þurfti meiri peninga. Engar tekjur komu frá Vestfjöröum, þ.a.l. eng- ir skattar heldur. Enga vinnu var að fá í Reykjavík og nágrenni. Það varð að borga þessum Vestfirðingum atvinnuleysisbætur. Þorri þessa fólks kunni vel til verka við fisk en minna á tölvur og þótt landað væri enn einhverjum fisktittum í Reykjavík þá hafði fiskvinnslan alltaf verið að færast meira og meira út á sjó. Ekki betra á Austfjörðum Ekki hefði tekið betra við þótt Vestfirðingar hefðu sest að á Aust- fjörðum, þar voru hæðir og dalir komnir undir vatn - búið að byggja Fljótsdalsvirkjun. Ekki Kjallarinn vantaði vinnandi hendur við það lengur. Þar var að vísu álver, en verð á áli hafði farið lækkandi og miklar birgðir höfðu safn- ast upp. Það varð að fækka mönnum í álinu. Sama var upp á teningnum þar og á Vestfjörð- um. Fáir bátar höfðu kvóta. Menn komnir með Breið- dalsvíkurveikina. Sægreifamir með Samskip, Eimskip og Erfðagreiningu í fararbroddi höfðu næstum keypt kvótann upp. Eng- ar smáútgerðir höfðu bolmagn til að bjóða á móti slíkum greifum. Þessa stjómun höfðu íslending- ar kosið yfir sig í kosningunum 1999. Þeir höfðu ekki verið svo framsýnir að kjósa Frjálslynda flokkinn sem vildi þá þegar í stað leggja niður þá kvótaúthlutun sem við lýði var og banna framsal afla- heimilda. Þá hefði ekkert af þessu gerst. Allir eru að fara á þéttbýl- iskjamann þar sem enginn er und- ir það búinn að taka viö þeim. - Já, árið 2002 blæðir bæði sjávar- byggðum og Reykvíkingum út. Ema V. Ingólfsdóttir Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur Með og á móti Er gæsluvarðhald nauðsyn- legt við rannsóknir sakamála? Egill Stephensen, saksóknari hjá lög- reglunni I Reykja- vík. Gefur lögreglu svigrúm til rannsókna „Gæsluvarðhald er nauðsynlegt rannsóknarúrræði við rannsókn ákveðinna brotategunda við vissar kringumstæður. Úrræðið er nauð- synlegt til þess að lögreglu sé mögu- legt að upplýsa eða að reyna að upplýsa brot án þess að hinn grunaði geti tor- veldað rannsókn með þvi að afmá verksummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka eins og segir í því ákvæði opinberra mála sem um þetta fjallar. Ef fleiri en einn maður eru undir rökstuddum gran um brot er mikil- vægt að hinir grunuðu nái ekki að samræma framburð sinn eða hafi vitneskju um það hvaða framburð aðrir kærðu hafa gefið við yfir- heyrslur. Gæsluvarðhald er nauð- synlegt rannsóknarúrræði til að veita lögreglu svigrúm til að upplýsa brot- hér er um að ræða áhrifamikið tæki sem beita verðm- af varkárni. Gæsluvarðhald er þvingunarúrræði sem lögreglu er nauðsynlegt að geta beitt. Ekki má gleyma því aö það er ekk lögreglan sem setur menn í gæsluvarðhald - hún gerir kröfu um slíkt en það er dómstóla að ákvarða hvort af því verður. Dómstólanna er mátturinn í þessum efnum og það er afskaplega mikilvægt að þeir standi undir þeirri ábyrgð sem á þá er lögð að þessu leyti.“ Á að heyra til undantekninga „Gæsluvarðhald á að heyra til al- gjörra undantekninga. Að svipta menn frelsinu er meira en að segja það. Að menn séu sviptir frelsi án þess að fyrir liggi dómur á vart að eiga sér stað. Þeg- ar dómarar fallast á að úrskurða fólk í gæsluvarðhald þurfa mjög ríkar ástæður og veiga- mikil rök að liggja til grundvallar. í mörgum tilvikum hefur lögreglan fengið fram gæslu- varðhald á grund- velli annars vegar rannsóknarhagsmuna og hins vegar að um sé að ræða brot á refsilagaá- kvæðum sem hafa mjög víðan refsiramma. Þannig getur verið um að ræða brot sem augljóslega varða ekki fangelsisvistun - lögreglan hef- ur samt fengið fram gassluvarðhald - í skjóli rannsóknarhagsmuna og þess að efri mörk refsirammans er fang- elsisvistun. I annan stað virðist lög- reglan því miður nota gæsluvarð- haldsaðferðina gjarnan til að knýja menn til játninga. Þannig veit ég um dæmi þar sem menn hafa verið settir inn vegna rannsóknarhagsmuna í til- tekinn tíma en er síðan er viðkom- andi haldið áfram inni, þó svo að þeir hagsmunir séu ekki lengur fyrir hendi vegna þess að hinn kærði hef- ur ekki játað. Með öðrum orðum er lögreglan einungis að knýja menn til játninga þrátt fyrir að málin teljist fuilrannsökuð. í máli sem ég vann eitt sinn að kvað svo rammt að þessu að ekkert var gert í máli skjólstæðings míns sem hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í nokkrar vikur fyrr en úrskurðurinn var að renna út - þá var farið fram á framlengingu. Þannig hafa mál jafnvel líka legið í salti vegna sumarfría lögreglu- manna eða takmarkaðs yfirvinnu- kvóta þeirra." -Ótt Sveinn Andri Sveinsson héraös- dómslögmaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.