Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 Fréttir DV Slæmt ástand í læknamálum í Ólafsvíkurlæknishéraði: Ráðherra afhentir áritað- ir listar með 900 nöfnum DV, Snæfellsbæ: Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra kom til Ólafsvíkur 16. mars ásamt þeim Matthiasi Hall- dórssyni aðstoðarlandlækni, Davíð Á. Gunnarssyni ráðuneytisstjóra og Sveini Magnússyni lækni til að taka á móti undirskriftalistum sem um 900 íbúar í Ólafsvíkurlæknishéraði undirrituðu til að leggja áherslu á það slæma ástand sem ríkir á læknamálum i héraðinu. Einnig var hópur fólks úr bæjar- félaginu viðstaddur afhendinguna. Þá var þar Hallgrímur Magnússon, læknir í Grundarfíröi, en álag hjá honum hefur aukist til mikilia muna þar sem íbúar SnæfeUsbæjar hafa sótt tU hans. Kristjana Her- mannsdóttir afhenti undirskrifta- listana og vonaðist tU að þetta fram- tak myndi verða tU þess að betur gengi að fá lækna vestur. Ingibjörg tók við þeim og tók undir með Krist- jönu. Sagði hún að mikið hefði ver- ið reynt tU að leysa málið, bæði hún, stjóm og framkvæmdastjóri HeUsugæslustöðvarinnar hefðu gert sitt en erfiðlega hefði gengið. Ingi- björg og Matthías sögðu að þörf væri á að breyting yrði á lækna- námi tU að örva lækna tU að fara út á land. Þessi mál yrðu að leysast en víða vantaði lækna á landsbyggð- ina. Ingibjörg þakkaði íbúum bæjar- félagsins fyrir að hafa reynt að leysa úr þessum málum friðsamlega en ekki með gífuryrðum og upp- hrópunum. AUir væru jákvæðir fyr- ir lausn. Elísabet Hansdóttir las upp stuðningsyfirlýsingu stjómar HeUsugæslustöðvarinnar við þessa undirskriftasöfnun en hún er þar í stjóm. Björg Bára HaUdórsdóttir, framkvæmdastjóri HeUsugæslu- stöðvarinnar, þakkaði Ingibjörgu og hennar föruneyti fyrir að koma vestur og sýna þessu máli mikinn áhuga. Hún sagði að mikið af henn- ar tíma færi í að reyna að fá lækna þó ekki væri nema stuttan tíma í einu og næstu mánuði væri búið að tryggja að læknar væm á stöðinni. Aðstaðan væri mjög góð á HeUsu- gæslustöðinni og þar væri ráðið í allar stöður nema að það vantaði hjúkrunarfræðing í 60% starf. -PSJ Kristjana Hermannsdóttir afhendir listana. Ráðherra til vinstri. DV-mynd Pétur Smalamennska um hávetur: Þrjár kindur sóttar í Göltinn - vel á sig komnar þrátt fyrir óblíða útivist Nokkrir einstaklingar úr Björg- unarsveitinni Emi í Bolungarvík, ásamt bændum og búaliði úr Botni í Súgandafirði, fóru á vélsleðum 7. mars tU smölunar í fjaUinu Gelti við vestanverða Keflavík á milli Skálavíkm- og Súgandafjarðar. Var leiöangurinn gerður tU að sækja fullorðna kind sem gengið haföi úti í Geltinum með tvö hrút- lömb frá því vorið 1998. Kindumar em í eigu Birkis Friðbertssonar, bónda I Botni, og sonar hans, Svavars. Mjög gott færi var, glampandi sólskin og frost þegar ferðin var farin. lifna við blómjurtir í skjóli við steina sem sólin nær að hita upp í hlíðinni. Þaö virtist engin fjöru- beit vera þama sem féð hefúr geta sótt í, fyrr en kemur alveg inn í Keflavík. Sjórinn sér um að hreinsa alveg fjömna sem auk þess er stórgrýtt og ill yflrferðar fyrir féð. Þær tóku því bara vel að vera fluttar í hús í Botni, enda áttu þær svo sem ekkert val.“ Birkir er nú ásamt Bimi syni sínum með um 300 fjár á fóðrum og 80 nautgripi, en Svavar sonur Birkis á þar líka hlut að máli. HKr. Búið að handsama féð í fjörunni við fjallið Gölt við utanverðan Súganda- fjörð. „Kindumar hafa hafst við í Gelt- inum Keflavíkurmegin," sagði Birkir bóndi. „Það var tUtölulega autt þar sem vindurinn virðist halda fjaUinu auðu. Það var því næg beit fyrir féð. Gamli gróður- inn, sem þama er, var hins vegar farinn að verða lélegur. Það er þó svo merkUegt að þama í gaUinu vom að byrja að Birklr Friðbertsson, Arngrímur Kristinsson og Jóhann Hannibals- son ganga tryggilega frá ánni og lambhrútunum tveimur á sleða fyrir heimferðina. DV-myndir MÓH Leiðangursmenn á hlaðinu á Galtarvita, talið frá vinstri: Svavar Birkisson, Birkir Friðbertssson, bóndi í Botni, Ósk- ar Hálfdánarson, Bolungarvík, Jens Þór Sigurðsson, Bolungarvík, Arngrímur Kristinsson, skrifari héraðssýslu- manns á Hanhóli, Bjarni Jóhannsson, Suðureyri, og Jóhann Hannibalsson, héraðssýslumaður á Hanhóli. Á mynd- ina vantar myndasmiðinn, Magnús Ólaf Hansson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.