Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 29
Internet Explorer 5 kominn Enn hrynja tölvur í verði. Það kom í ljós þegar tilkynnt var um nýja samþjöppun á vélbúnaði og netaðgangi sem mun gera það að verkum að verðið á PC-tölvu fer nið- ur í 50 dollara eða um 3.500 krónur. Samkvæmt tilkynningunni mun tölvufyrirtækið Microworkz í Seattle byrja að selja þessa tölvu um miðjan apríl. Hún kallast Webzter Jr. og er fullbúin Windows PC-tölva. Verðið á tölvunni er 299 dollarar og innifalinn er netaðgangur í eitt ár sem er 240 dollara virði. Tölva þessi er með 32 MB vinnsluminni, 3,2 GB hörðum diski, 2 MB skjáminni, V.90 faxmótaldi, 16 bita þrívíddarhljóðkorti, Corel Wordperfect Suite 8 og að auki vanalegum vél- og hugbúnað. Netað- gangurinn kemur frá netþjónustu- fyrirtækinu Earthlink. Þess ber þó að geta að það er eins með þessa tölvu og margar aðrar ódýrar að skjár er ekki innifalinn í verðinu. Microworkz býður upp á 15 tomma litaskjá fyrir 129 dollara í við- bót. Webzter Jr. er reyndar hluti af BRÆDURNIR IORMSSON Lágmúlo 8 • Slmi 533 2800 Á fimmtudaginn sendi Microsoft frá sér vafrann Intemet Explorer 5 sem er nýjasta uppfærslan á þess- um umdeilda vafra fyrirtækisins. Eins og við er að búast eru nokkrar nýjungar í honum, m.a. virðist þessi vafri ekki eins samhæfður Windows-stýrikerfinu og fyrri út- gáfur þannig að auðveldara er að skilja að vefflakkið og aðgerðir í stýrikerfi tölvunnar. Gagnrýnis- raddir þess efnis að Microsoft hafi verið að misnota ráðandi stöðu sína á tölvumarkaðnum virðist því hafa haft einhver áhrif. Einnig á nýi vafrinn að vera töluvert hraðvirk- ari en sá gamli. Gagnrýnendur nýja vafrans vilja margir hverjir halda því fram að nýja útgáfan sé ekki í samræmi við þá bjargföstu trú sem Microsoft hef- ur haldið uppi þess eðlis að Explor- er sé órjúfanlegur hluti af Windows- stýrikerfmu. Talsmaður Microsoft hefur hins vegar neitað þessu og segir að skoðun Microsoft staðfest- ist með nýju útgáfunni. Dómsmála- ráðuneytið hefur ekki tjáð sig um þetta. Meðal þess sem hefur verið bætt úr með nýja vafranum er að nú gengur hraðar að skoða vefsíður og forritið á síður að geta hrunið þeg- ar það tekur á móti upplýsingum frá Netinu. Einnig er minna um að hlutir sem sjást á Netinu séu að blandast við það sem maður er að Bill Gates. gera í stýrikerfinu sjálfu og kemur vefnum ekkert við. Það sem er kall- að „Active Desktop" og gerir það að verkum að skjöl sem geymd eru í tölvunni líta út og haga sér eins og vefsíður er ekki lengur til staðar. Einnig má geta þess að ef notendur Windows 95 vilja íjarlægja forritið síðar þá kemur ekki á skjáinn orðið „uninsta]l“ (taka burt). í staðinn birt- ist á skjánum „restore previous Windows configuration" (set upp Windows eins og það var áður). Þetta finnst gagnrýndendum benda til þess að litið sé á Explorer sem hluta af stýrikerfinu en ekki sem sjáifstætt forrit. Talsmaður Microsoft segir að orðalaginu hafi verið breytt vegna þess að það endurspeglaði betur ferlið sem ætti sér stað. Þeir sem nota Windows 98 munu ekki sjá þessar breytingar enda er meira um að skjáborðsaðgerðir í því stýrikerfi líkist því sem sést á vefnum. Nývídd Bill Gates, forstjóri Microsoft, var að vonum ánægður þegar þessi nýja afurð var kynnt. „Intemet Explorer 5 gefur vefflakki nýja vídd. Neyt- endur hafa nú hraðan og einfaldan. aðgang að öflu sem Netið hefur upp á að bjóða, allt frá upplýsingum og verslun til samskipta." Gates lagði áherslu á að þessi vafri væri hrað- virkari og sparaði því notendum tíma. Victor Mehdi, markaðsstjóri fyrir Internet Explorer, segir að seint í sumar eða í haust muni koma út uppfærsla af Windows 98. Innifalið í henni verður Intemet Explorer ásamt annarri nettækni. Þar má m.a. nefna Intemet Conn- ection Sharing en með því er hægt að láta fjórar tölvur nota sömu nettenginguna. Þessi búnaður er einkum hugsaður fyrir fjölskyldur þar sem foreldrar og börn vilja oft vera öll inni á Netinu í einu. -HI/ABCnews ^PR Pípugeröinh/ Suðurhrauni 2 • 210 Garðabæ Sími: 565 1444 • Fax: 565 2473 AÐALRJNDUR 1999 Aöalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þriðju- daginn 23. mars 1999 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavik, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 17. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins um fjölda á stjómarmönnum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á aðalskrifstofú félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fúndargögn eru afhent á aðal- skrifstofú félagsins að Suðurlandsbraut 4, 5. hæð, frá og með hádegi 16. mars til hádegis á fundar- dag, en eftir það á fundarstað. Að loknum aðalfundarstörfum verður móttaka fyrir hluthafa i Setrinu á sama stað. www.shell.is fyrir þá sem vilja tengjast Netinu í fyrsta skipti að byrja á þessari tölvu. Stefnt sé að þvi að selja um hálfa milljón slíkra tölva fyrir jól. Sala á ódýrum tölvum hefur aukist töluvert undanfarið og er talið að þar séu einkum byrj- endur á ferð. Ein þeirra sem selst hef- ur vel er eTower, sem er seld á 399 dollara (21 þús. krón- ur). Webzter Jr. er samsett á svipaðan máta en hefur þessa samsetningu sem minnst var á fremst í © Husqvarna Husqvama heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 -18:00. Endumýjum góð kynni! stærri fjölskyldu. Skyldar tölvur eru Cyrix 366 sem seldar eru á 499 dollara og AMD K6-2-400 Webzter Sr., sem selst á 699 dollara. Þessar þrjár tölvur eru með svipuðum upp- færslum að öðru leyti. Rick Latman, forstjóri Microworkz, segir að þessi vél sé hugsuð sem ódýr lausn fyrir fjölskyldur sem þurfa á 2-3 tölvum að halda, auk þess sem tilvalið sé greininni framyfir. Þá er að sjá hvemig gengur að selja þessar ódým vélar og hvort jafnvel megi búast við enn frekari lækkun. -HI/CNN Mótefni gegn al- næmi í munnvatni Læknadeild háskólans í New York hefúr fundið prótín sem hef- ur mjög kröftug áhrif gegn HIV- veirunni sem veldur eyðni. Prótín þetta er að flnna í munnvatni, tár- um og þvagi ófrískra kvenna. Talið er að þessi nýi fúndur geti hjálpað til við að skýra hvers vegna menn smitast ekki af eyðni gegnum munnvatn og getur þar að auki opnað nýja möguleika í rann- sóknum á hugsanlegri lækningu á sjúkdómnum. Prótín þetta kallast lysosím og er vel þekkt úr tárum en menn höfðu ekki fundið það áður á hin- um tveimur stöðunum. í þvaginu fannst reyndar einnig annað efiii sem gæti virkað gegn HIV- veirunni. Það eru prótín sem kall- ast ribonukleasar og era ensím sem brjóta niður erfðafræðileg efni RNA-veira, þ. á m. eyðni- veirunnar. Eftir þennan fund ríkir enn meiri bjartsýni á að einhvem tíma verði hægt að vinna bug á þessum illvíga kynsjúkdómi sem þegar hefur lagt mifljónir manna að velli. Margar rannsóknir er þó enn eftir aö gera áöur en svo langt verður komist. -HI/ScienceDaily MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 , , . _j |—{ f DJJ--J2 PC-tölva á 3500 krónur y 'V ■i- •s <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.