Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 47 Fréttir Átök á ginsengmarkaði: Varist eftirlikingar má ekki lengur nota í auglýsingum Keppinautar á ginseng-markaði hér á landi keppa hart og eiga mörg erindi við Samkeppnisstofnun. Fyr- ir nokkrum dögum afgreiddi stofn- unin erindi Lyíju hf. og fyrirtækis- ins Cetus. Þau kvörtuðu yfir auglýs- ingu frá Eðalvörum ehf. sem flytur inn rautt eðalginseng frá Kóreu. Undir lok síðasta árs tóku Eðalvör- ur að auglýsa vöru sina og bættu við orðunum: Varist eftirlíkingar. Þessi tvö orð telur Samkeppnis- stofnun fullyrðingu. „Auglýsinganefnd telur að með því að Eðalvörur fullyrða í auglýs- ingum „varist eftirlíkingar" sé ver- ið að vísa beint og óbeint til vöru keppinauta. Að gefa til kynna að ástæðulausu að vara keppinauta sé eftirlíking kastar rýrð á vöru keppi- nautar og sýnir henni lítilsvirð- ingu,“ segir í bókun fundar auglýs- inganefndar sem er ráðgjafarnefhd samkeppnisráðs. Samkeppnisstofnun hefur beint þeim tilmælum til Eðalvara að hætta nú þegar að gefa til kynna í Ginseng, keppinautar á markaðnum í búðarhillu, Rautt eðalginseng frá Eðalvörum og Nýtt rautt eðalg- inseng frá Lyfju. auglýsingum sínum að vörur keppi- nauta séu eftirlíkingar. „Mér sýnist Samkeppnisstofnun kikna í hnjáliðunum ef hagsmunir Lyflu eru annars vegar, þeir virðast mikil gæludýr innan þeirrar stofn- unar. Ef Levis’s varar við eftirlík- ingum á gallabux- unum sínum á Lee Cooper þá, svo dæmi sé tekið, að fara í fýlu? Myndi samkeppnisráð þá telja að verið væri að deila á Lee Cooper? Ef varað væri við eftirlík- ingu á gráðaosti frá Osta- og smjörsölunni, mundi stofnunin telja það móðgun, til dæmis við mysuostinn frá Blöndu- ósi?“ spurði Sigurður Þórðarson, eigandi Eðalvara. Hann sagði að samkvæmt sínum málskilningi væri hér ekki um fullyrðingu að ræða heldur ábendingu eða jafnvel viðvörun. „Það er nú svo í viðskiptum að fjölmörg dæmi eru þess að óprúttn- ir markaðsmenn hafa reynt að koma vöru sinni á markað með því að líkja eftir vöru sem hefur getið sér gott orð á markaði. Þeir reyna þá oft að líkja eftir vöruheiti, útliti, pakkningum, merkingum og svo framvegis. Með því að vara við eft- irlíkingum er verið að vekja neyt- endur til umhugsunar um slíka verslunarhætti og að það geti borg- að sig að skoða vöru vandlega og fullvissa sig um að varan sem keypt er sé sú sem neytandinn hafí ætlað sér að kaupa,“ sagði Sigurður. -JBP Dalvík: Ríkið opnað með viðhöfn DV, Dalvik: Aðveituæð Húsavíkur: Borgarverk með lægsta tilboðið DV, Akureyri: Borgarverk ehf. átti lægsta til- boðið í lagningu aðveituæðar frá Hveravölium í Reykjahverfi til Húsavíkur sem voru opnuð ný- lega, en á þriðja tug tilboða bár- ust I verkið. Það felst í að leggja nýja að- veituæð fyrir Orkuveitu Húsavik- ur, frá fyrirhugaðri tengistöð á Hveravöllum að fyrirhugaðri raf- stöð og aðaldreifistöð á iðnaðar- svæði sunnan Húsavíkur, alls um 16 km leið. Aðveituæðin er stál- pípa í plasthlífarröri sem gerð er fyrir allt að 140 gráða heitt vatn, en þegar hefur verið samið við framleiðanda pípunnar og fram- leiðanda rafstöðvarinnar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 133 milljónir króna en tilboð Borgarverks var upp á 90,355 milljónir króna eða 67,9% af kostnaðaráætlun. Litlu hærra var tilboð JVJ ehf. upp á 90,745 millj- ónir eða 68,2% af kostnaðaráætl- un. Tvö önnur tilboð voru undir 100 milljónum króna en 6 tilboð- anna voru yfir kostnaðaráætlun. -gk Ný áfengisverslun á Dalvík var formlega tekin í notkun 11. mars Daginn áður var vígsla þar sem nýj- um gestum var boðið að þiggja létt- ar veitingar og Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, afhenti Hjördísi Jónsdóttur útibússtjóra lyklavöldin. í ræðu Höskuldar af því tilefni kom fram að þetta væri 27. útibú ÁTVR sem opnað væri og a.m.k. tvö til viðbótar yrðu opnuð á þessu - á Þórhöfn og í Mosfellsbæ. Þetta væri liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að byggðarlög með yfir 500 íbúa ættu greiðan aðgang að þjónustu fyrir- tækisins. Höskuldur sagði jafnframt að það hefði valdið útibússtjóranum á Ak- ureyri nokkrum áhyggjum þegar til- vonandi starfsmenn verslunarinnar á Dalvík voru í starfsþjálfun á Ak- ureyri, að þeir virtust þekkja vel- flesta viðskiptavinina. Hefði útibús- stjórinn lýst því yfir að það yrði ör- ugglega mikill samdráttin- á Akur- eyri ef allir þessir viðskiptavinir færðust yfir til útibúsins á Dalvík. Hjördís Jónsdóttir útibússtjóri sagði að þessi opnun væri búin að eiga sér nokkuð langa meðgöngu. Þrjú ár væru síðan ungur maður hefði farið af stað með undirskrifta- söfnun til að fá fram hug Dalvík- inga. Meirihluti hefði lýst stuðningi við opnunina en tvennar kosningar hefði þurft til. Fyrst var það fellt en síðan samþykkt með miklum meiri- hluta. Nú væri málið í höfn og vildi hún færa öllum hlutaðeigandi ham- ingjuóskir í tilefni dagsins. HIÁ Höskuldur forstjóri, Hjördfs útibússtjóri og Jóhann Tryggvason - fyrsti við- skiptavinurinn og maðurinn sem fór af stað með undirskriftasöfnun fyrir 3 árum. DV-mynd Halldór Háskólinn á Akureyri: Framkvæmdir fyr- ir 414 milljónir DV, Akureyri: Samningar mn byggingarfram- kvæmdir við Háskólann á Akureyri, sem standa munu yflr til ársins 2003, hafa veriö undirritaðir af Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Bimi Bjamasyni menntamálaráðherra og Þorsteini Gunnarssyni, rektor skól- ans. Alls er gert ráð fyrir aö fram- kvæma fyrir 414 milljónir króna, og á að bjóða út allar framkvæmdimar í einu lagi á næstu dögum og áætlað að framkvæmdir hefiist strax í vor. Byggja á þijár nýjar byggingar sem eiga m.a. að hýsa kennslustofur, kennarastofur og skrifstofur, og þá verða umtalsverðar endurbætur gerð- cir á eldri byggingum skólans. -gk Ap Ö BSral%«^rdÍ Hugum að heilsunni! Við vitum öll hvað tóbaksreykingar eru óhollar. Nú tökum við höndum saman við þá sem velja nýjan lífsstíl og til að létta undir með þeim, bjóðum við nikótíntyggjó á frábœru verði fram að páskum lYTÍ/intinair 2 mg ÉöflMr» 48 stykkl.... 648 kr. il 1YULlllCll 4 1,1 S töflur, 48 stykki. 998 ltr. lYripnfiiia11@Minf 2 mg töflor’ 84 ........f 048 kr. lilvUlillvli IVllllL 4 mg töflur, 84 stykki.... 1.S98 kr. Afgreiðslustadir Apótehsins Að Iðufellf 14 vfð hllðina á ItÓ\l S. Spönginnl í Grafarvogi við hliðina á Itónus. Að Smiðjuvegi 2 við hliðina á HÓXI S. Smáratorgi 1, SMÁRATORGI. Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi við hliðina á BÓX'I S. FIRÐI, Fjarðargötu 13- 15, Hafnarfirði. 'G"' TiLBOO 39,- ^LT 7Ó,- s ú k k u 1 a ð i TÍEBÖÐ 39,- ?x;r 5ú,- Allar tegundir TiLBQÐ 35, 3K.T ÖÚ,- \ * l w&t %%^ TilBQÖ 45, 5ÍLT 5Ú," # ms:. - * k a r a i®. e H B, m t; TiLBOO 189, 200gr cöú,- ^BÓHUSVIDEO1 Leigan í þínu hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.