Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 42
50 MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 Afmæli DV Fréttir Kynningardagur Stýrimannaskólans var á laugardag og var þá mikið um dýrðir bæði úti og inni. Eimskip kynnti starfsemi sína og þyrla Landhelgisgæslunn- ar lét slg ekki vanta á svæðið. Margir lögðu leið sína í Stýrimannaskólann til að fá veður af því sem þar var að gerast. DV-mynd S Pétur Stefánsson Pétur Stefánsson verkfræðingur, Markarflöt 24, Garðabæ, verður sex- tugur á morgun. Starfsferill Pétur fæddist í Bót í Hróars- tungu. Hann lauk stúdentsprófl frá MR 1958, lauk prófi í byggingaverk- fræði frá Technische Hohschule í Múnchen 1964, stundaði framhalds- nám í viðskiptadeild við HÍ og í Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 1971. Pétur var verkfræðingur hjá Al- menna byggingafélaginu 1964-67, m.a. við byggingu íþróttahallar í Laugardalnum og byggingu Kisiliðj- unnar við Mývatn. Þá var hann ráð- gjafarverkfræðingur hjá Fasteigna- matsnefnd Reykjarvíkur 1968-70. Pétur stofnaði, ásamt fleirum, Al- mennu verkfræðistofuna 1971 og hefur starfað á hennar vegum síðan, m.a. við skipulagningu og umsjón hreinsunar í Vestmannaeyjum, ásamt fleirum, 1973-74, umsjón með Norðfjarðardeild Viðlagasjóðs eftir snjóflóðin 1974, sem byggingarstjóri við Hrauneyjafoss, verkefnisstjóri við nýjan flugvöll á Egilsstöðum, og sem verkefnisstjóri Bessastaða- nefndar. Þá er hann aðstoðarfram- kvæmdastjóri Almennu verkfræði- stofunnar frá 1987. Stefáns, pr. á Desjarmýri, Péturs- sonar, pr. á Valþjófsstað, Jónssonar, vef-ara á Kóreksstöðum, Þorsteins- sonar. Móðir Péturs í Bót var Ragn- hildur Metúsalemsdóttir, b. í Möðrudal á Fjöllum, Jónssonar og k.h., Kristbjargar Þórðardóttur, ætt- föður Kjamaættar, Pálssonar. Móð- ir Stefáns í Bót var Sigríður Eiríks- dóttir, b. í Bót, Einarssonar, b. á Skeggjastöðum í Fellum, Jónssonar, bróður Péturs á Vcdþjófsstað. Móðir Sigríðar var Ingibjörg Einarsdóttir, b. á Hafursá, Einarssonar og k.h., Sigríðar Árnadóttur. Móðurbræður Péturs eru Ámi, Ármann og Stefán Snævarr. Laufey er dóttir Valdimars Snævarrs, skólastjóra og sálmaskálds i Nes- kaupstað, Valvessonar, skipstjóra á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, Finnbogasonar. Móðir Valdimars var Rósa Sigurðardóttir, skipstjóra á Mógili á Svalbarðsströnd, Jóns- sonar og Svanhildar Þorvaldsdótt- ur. Móðir Laufeyjar var Stefania Er- lendsdóttir, útgerðarmanns á Norð- flrði, Ámasonar og konu hans, Stef- aníu Stefánsdóttur, b. í Seldal, Sveinssonar. Pétur tekur á móti gestum á Grand Hótel á morgun, þriðjudaginn 23.3., milli kl. 17.00 og 19.30. Pétur sat í stjórn Slipp- stöðvarinnar á Akureyri 1971-74, í matsnefnd íbúð- arhúsa eftir eldgos í Vest- mannaeyjum 1973, í gerðadómi um jarðhita- réttindi í Svartsengi 1976, í yfirfasteignamatsnefnd frá 1977 og formaður hennar frá 1988, í stjóm BHM 1982-86, var formaö- ur nefndar til að endur- skoða matskerfi fast- eignamats og brunabóta- mats 1983-85, formaður skólanefndar Garðabæjar 1987-92, formaður Sjálfstæðisfélags Garða- bæjar 1990-93, formaður Félags ráð- gjafarverkfræðinga 1988-92, formað- ur Rannsóknarráðs ríkisins 1992-94 og formaður Verkfræðingafélags ís- lands 1996-99. Fjölskylda Pétur kvæntist 18.8. 1962 Hlíf Samúelsdóttur, f. 7.8. 1939, heild- sala. Hún er dóttir Samúels Torfa- sonar, iðnrekanda í Reykjavík, og k.h., Unnar Árnadóttur húsmóður. Böm Péturs og Hlífar eru Stefán, f. 1.1. 1963, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri Landsvirkjunar, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Ing- unni Guðrúnu Ámadóttur land- fræðingi og eiga þau tvö böm; Unnur, f. 12.5. 1966, sjúkraþjálfari í Garðabæ, gift Georg Ólafi Tryggva- syni flugumferðarstjóra og eiga þau þrjú böm; Samúel Torfl, f. 5.7. 1976, verkfræðinemi í Garða- bæ. Systkini Péturs eru Birna, f. 13.11. 1936, skrif- stofumaður i Kópavogi, gift Jóni Bergsteinssyni, skrifstofustjóra Happ- drættis Háskóla íslands; Stefanía Valdís, f. 25.5. 1942, lektor við KHÍ, búsett í Reykjavík; Gunn- steinn Snævarr, f. 13.6. 1947, heimil- islæknir í Hafnarfirði, kvæntur Helgu Snæbjömsdóttur hjúkmnar- fræðingi. Foreldrar Péturs voru Stefán Pét- ursson, f. 22.11. 1908, d. 1.3. 1992, bóndi á Egilsstöðum og bifreiðar- stjóri í Reykjavík, og k.h., Laufey Valdimarsdóttir Snævarr, f. 31.10. 1911, húsmóðir. Ætt Stefán var sonur Péturs, búfræð- ings í Bót, bróður Jóns útgerðar- manns og alþingismannanna Hail- dórs og Bjöms, og Metúsalems bún- aðarmálastjóra. Pétur var sonur Pétur Stefánsson. Hlutafélagavæðing í knattspyrnu: KSI verður að taka af skarið með þessi mál „Við fengum álit lögfræðings, Ágústs Sindra Karlssonar, sem við teljum vera hlutlausan í þessu máli, varðandi þessi mál, bæði Fram og KR, hyort þessi mál brytu í bága við lög íþróttasambands ís- lands. Niðurstaðan varð sú að við sáum ekkert athugavert, ekkert sem stangaðist á við lög okkar, þau væru virt,“ sagði Ellert B. Schram, forseti íþróttasamhands íslands. Laganefnd ÍSÍ sendi frá sér álit sitt um málið. Ellert sagð- ist ekki hafa mikið inn það að segja, þetta væri álit þeirrar nefndar. Ellert segir að það sé í raun mál knattspyrnuhreyfingarinnar hvern- ig hún afgreiðir álitamál sem upp kunna að koma varðandi spuming- una um hver hafi keppnisréttindi í úrvalsdeildinni, íþróttafélag innan íþróttahreyfingarinnar eða hlutafé- lag úti í bæ. „Það verður mál knattspyrnu- hreyfingarinnar hvernig mál eins og þessi verða afgreidd," sagði Ell- ert B. Schram. -JBP Ul hamingju með afmælið 22. mars 85 ára Benedikt Bjamason, Víkurbraut 28, Höfn. 75 ára Bjöm F. Bjömsson, Hrafnistu í Hafnarfirði. Ingibjörg Malmquist, Espigerði 6, Reykjavík. Rakel Kristín Malmquist, Einarsnesi 44, Reykjavík. 70 ára Anna María Guðmundsdóttir, Smárahlíð 7 A, Akureyri. Einar Gunnarsson, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Einar Haraldiu- Þórarinsson, Álfatröð 3 B, Egilsstöðum. Halldór Guðjónsson, Bræðratungu 28, Kópavogi. Jón Snær Sigurjónsson, Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi. Jósteinn Broddi Helgason, Borgarhlíð 1 B, Akureyri. Ragnar Jón Jónsson, Brekkusmára 3, Kópavogi. Sólveig Guðbjartsdóttir, Áifaskeiði 60, Hafnarfirði. Hún er að heiman. Þórmar Guðjónsson, Vallarbraut 6, Njarðvík. 60 ára Agnes Óskarsdóttir, Álfabergi 30, Hafnarfirði. Erling ísfeld Magnússon, Hafnargötu 6, Siglufirði. Finnur Tryggvason, Rauðafelli 3, Hvolsvelli. 50 ára Geir Rögnvaldsson, KjEurhólma 2, Kópavogi. Haraldur G. Magnússon, Faxabraut 36 A, Keflavík. Hjálmar Sigurðsson, Hrauni 2, Hnífsdal. Ragna Lína Ragnarsdóttir, Kirkjustíg 1 B, Eskifirði. Sigurður P. Sigurðsson, Grófarseli 24, Reykjavík. Sigurður Sigurpálsson, Skúlagötu 54, Reykjavík. 40 ára Haildóra Gunnarsdóttir, Brekkustíg 17, Njarðvík. Jón Ægisson, Gillastöðum n, Dalabyggð. Markús Ársælsson, Hákoti, Hellu. Sigurður Björgvinsson, Heiðargarði 4, Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.