Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 1
MANUDAGUR 22. MARS 1999 Sexí fi röð ^Bls. 32 Þnr sterkir til IA - Olafur í markið, Kári og Gunnlaugur aftur heim Ólafur byrjaður Meistaraflokkur ÍA fer í vikunni Gunnlaugur. Kári Steinn. Olafur Þór. Meistaraflokki Skagamanna í knattspyrnu bættist verulegur liðs- auki um helgina þegar þrír nýir leikmenn bættust í hópinn. Gunnlaugur Jónsson, sem lék í Sviþjóö og Noregi á síðasta ári, gerði fjögurra ára samning við fé- lagið. Kári Steinn Reynisson, sem lék með Leiftri á síðustu leiktíð, samdi til þriggja ára en það má segja að þessir tveir leikmenn séu komnir heim því að þeir höfðu leikið með Skagamönnum alla sina tíð þar til í fyrra. Þá samdi Ólafur Þór Gunnars- son, markvörður ÍR-inga, við félag- ið til þriggja ára. Ólafur hefur leik- ið með undir 21 árs landsliðinu og er félaginu gífurlegur styrkur eins og þeir Kári og Gunnlaugur. Ólafur er reyndar af knatt- spyrnuættum á Skaganum, skyldur þeim Guðjóni Þórðarsyni og Sig- urði Jðnssyni. í æfingaferð til Spánar. Smári Guð- jónsson, formaður Knattspyrnufé- lags ÍA, sagði að Ólafur Adolfsson, varaformaður félagsins og fyrrum landsliðsmaður, færi með félaginu til Spánar með pví skilyrði að hann æfði með liðinu. Mest bendir til þess að Ólafur spili með ÍA í sumar en hann lék með gegn Tindastóli í deilda- bikarnum i gær. Ólafur var þjálfari og leikmaður Tindastóls í fyrra. Ólíklegt með Bjarna Rætt hefur verið um að Bjarni Guðjónsson leiki með ÍA hluta úr sumrinu sem lánsmaður frá Genk, eins og fram kom í DV á fostudag. Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, sagði í gær að ólíklegt væri að af því yrði. Skagamenn eru enn að þreifa fyrir sér með 1-2 erlenda leikmenn en ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efhum. -DVÓ/VS „Ætla að róa á önnur mið" DV, Gautaborg: Samningur Sigurðar Bjarnasonar, landsliðs- manns hjá þýska félaginu Bad Schwartau, rennur út í vor. Sigurður sagði við DV að eins og dæmið liti út í dag væru mestar likur á að hann reri á önnur mið. „Ég fer að skoða málin betur þegar líður á vorið en ég hef ekki trú á öðru en maður fmnur klúbb. Það er alveg öruggt að ég er ekki á heimleið. Hugur minn stefnir á að vera lengur hér í Þýskalandi," sagði Sigurður Bjarna- son. -JKS Sverrir á leið suður DV, Gautaborg: KA-maðurinn Sverrir Björnsson, sem fékk sína eldskírn með islenska landsliðinu á heimsbikarmótinu, er á suðurleið í vor. Sverrir sagði við DV að hann ætl- aði í Háskólann fyrir sunnan og því lægi ljóst fyrir að hann myndi leika með öðru félagi en KA næsta vetur. Sverrir hefur leikið vel með KA í vetur og Þorbjörn Jensson horfir hýru auga til hans sem framtíðarmanns í landsliðinu. -JKS Sigríður sleit krossbönd Sigríður Þorláksdóttir skíða- knattspyrnukona varð fyrir því óláni að slíta krossbönd í hné á skíðaæfingu í Noregi fyrir helg- ina. Hún mun því ekki taka þátt í skíðamóti íslands sem fram fer á ísafirði um páskana og mun heldur ekki leika með bikarmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu í sumar. Hún er ekki eini leikmaður Blikanna sem á sjúkralistanum. Helga Ósk Hannesdóttir var skor- inn upp vegna krossbandaslita í haust og óvist er hvort hún leikur 1 sumar og þá á Kristrún Daðadóttir við hnémeiðsl að stríða. -ih/GH Arnar hetja Lokeren Arnar Þór Viðarsson . var herja Lokeren sem sigraði Lommel, 2-1, í belgisku A-deildinni í knatt- spyrnu. Arnar átti skínandi leik, byggði upp góðar sóknir og kórónaði frammistöðu sína með því að skora sigurmarkið á lokamínútunni með fallegu snúningsskoti frá vítateigi. Þetta var fyrsta mark Arnars fyrir Lokeren og steig hann villtan dans fyrir stuðningsmenn Lokeren sem hylltu hann í leikslok. Þórður Guðjónsson átti góðan leik fyrir Genk sem sigraði Moes- kroen, 3-0. Þórði tókst ekki að skora en lagði upp tvö mörk. Með sigrinum náði Genk fjögurra stiga forskoti. Sjá úrslit í Belgíu á bls. 31. -KB/GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.