Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 5
íþróttir NBA-DEILDIN Aöfaranótt laugardags Indiana-Chicago..........96-87 Miller 31, Smits 17, Rose 11 - Kukoc 29, Barry 16, Bryant 10. Philadelphia-LA Lakers . . 105-90 Iverson 41, Lynch 13, Ratliff 12 - Shaq 23, Bryant 23, Rice 17. Toronto-LA Clippers ......93-82 Carter 26, Christie 15, McGrady 10 - Piatkowski 15, Rogers 15, Taylor 14. Atlanta-Phoenix...........93-84 Corbin 18, Henderson 15, Blaylock 15 - Gugliotta 21, Mccloud 17, Chapman 15. Charlotte-Utah............83-82 Campbell 19, Wesley 16, Phiils 12 - Homacek 21, Malone 16, Eisley 10. Detroit-Dallas ...........94-87 Stackhouse 15, HiU 14, Dale 13 - Finley 18, Bradley 14, Davis 13. Denver-Minnesota .......101-105 Taylor 21, Van Exel 21, Fortson 19 - K.Gamett 28, Smith 21, Brandon 17. Portland-San Antonio .... 90-85 Sabonis 20, Stoudamire 13, Wiiliams 14 - Duncan 29, EUie 14, Johnson 12. Golden State-Seattle.....90-78 Starks 20, Dampier 19, Caöey 14 - Schrempf 21, Payton 18, Baker 9. Aðfaranótt sunnudags New York-Boston...........96-78 Sprewell 27, Ward 18, Johnson 13 - Mercer 19, Walker 14, Potapenko 14. Washington-Cleveland . . . 111-83 Richmond 29, Howard 28, Thorpe 17 - Newman 18, Kemp 15, Sura 11. Miami-Indiana............89-94 Hardaway 28, Porter 15, Weatherspoon 13 - Mullin 17, A.Davis 17, Jackson 13. Atlanta-Milwaukee ........77-83 Crawford 15, Smith 14, Mutombo 11 - Robinson 21, D.Curry 12, Gatling 12. Dallas-Sacramento......104-90 Finley 22, Nash 22, Trent 22 - Wahad 16, Divac 15, Williamson 13. Houston-Phoenix . . . (frl.) 103-93 Barkley 35, Olajuwon 16, Pippen 14 - Gugliotta 22, Robinson 17, Kidd 14. Vancouver-San Ant. . . (frl.) 88-92 Rahim 25, Bibby 18, Chilcutt 11 - Duncan 24, Elie 16, Elliott 14. Úrslit í gærkvöld Orlando-LA Lakers......104-115 Doleac 25, Hardaway 22, D.Armstrong 17 - Bryant 38, Shaq 31, Harper 20. Boston-Chicago......(frl.) 92-95 Mercer 26, Anderson 19, Barros 12 - Kukoc 20, Barry 20, Bryant 18. Staöan, sigrar/töp Austurdeild: Miami 18/6, Indiana 17/7, Orlando 18/8, Milwaukee 14/9, Philadelphia 14/9, New York 15/10, Atlanta 14/11, Detroit 13/11, Cleveland 11/11, Tor- onto 10/12, Washington 10/14, Char- lotte 8/14, Boston 8/15, Chicago 8/17, New Jersey 4/19. Vesturdeild: Portland 19/5, Utah 19/5, LALakers 18/9, Houston 16/9, San Antonio 16/9, Minnesota 14/11, Seattle 12/10, Phoe- nix 12/13, Sacramento 11/15, Golden State 10/14, Dallas 9/17, Denver 6/18, Vancouver 5/20, LA Clippers 1/22. -GH/VS MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 DV - yfirburðir Elvu, hörð keppni Dýra og Þóris Arnars Elva Rut Jónsdóttir úr Björk og Dýri Kristjánsson úr Gerplu urðu íslandsmeistarar í fimleikum á laugardaginn þegar þau tryggðu sér sigur í fjölþraut. Elva Rut hefur ver- ið ósigrandi undanfarin ár og á því varð engin breyting en Dýri sigraði í fyrsta skipti og nýtti sér fjarveru Rúnars Alexanderssonar, meistara síðustu ára, sem gat ekki keppt vegna veikinda. Elva Rut sýndi og sannaði að hún er besta fimleikakona landsins, hlaut 69,283 stig samtals og var rúm- um sex stigum hærri en næsta stúlka sem var Erna Sigmundsdótt- ir úr Gróttu. Erna stóð sig prýðisvel og kom mjög sterk til keppni með fjölda af nýjum erfiðleikaæfmgum, en hún komst ekki á verðlaunapall í fyrra. Þriðja varð svo Eva Þrastar- dóttir úr Björk en hún er enn að ná sér eftir að hún reif liðþófa í vetur. Hún framkvæmdi æfingar sínar mjög vel en sumar æfingar voru auðveldari en venjulega hjá henni, sérstaklega afstökkin af áhöldunum. Hörö barátta Dýra og Þóris Dýri Kristjánsson og Þórir Arnar Garðarsson háðu harða baráttu um íslandsmeistaratitil karla en eftir fyrri keppnisdag var Þórir með 0,4 stiga forystu á Dýra. Á seinni degin- um skiptust þeir á um hærri ein- Úrslitin í fjölþrautinni Karlar: 1. Dýri Kristjánsson, Gerplu . 91,400 2. Þórir A. Garðarsson, Árm. . 90,250 3. Birgir Bjömsson, Ármanni. 84,850 4. Viktor Kristmannss., Gerplu 82,200 Þátttakendur voru 8. Konur: 1. Elva Rut Jónsdóttir, Björk . 69,283 2. Erna Sigmundsd., Gróttu . . 62,917 3. Eva Þrastardóttir, Björk ... 61,750 4. Sif Pálsdóttir, Ármanni . . . 58,133 5. Freyja Sigurðardóttir, Kefl. 57,000 6. Lilja Erlendsdóttir, Gerplu . 56,750 Þátttakendur vom 18. kunnir á áhöldunum og fyrir sið- asta áhaldið, svifrána, var Dýri kominn með 0,2 stiga forystu. Eitt- hvað voru piltarnir orðnir stressað- ir því þeir gerðu báðir mistök, Þór- ir þó mun meiri, og því gekk Dýri út með gullið og titilinn. Þriðji varð síðan páskaunginn Birgir Björns- son úr Ármanni en hann vakti mikla athygli fyrir heiðgulan keppnisbúning frá toppi til táar. Elva vann á þremur áhöldum í gær var keppt til úrslita á ein- stökum áhöldum. í kvennaflokki sigraði Elva Rut á þremur áhöldum af fjórum og Erna Sigmundsdóttir á einu. í karlaflokki sigruðu Birgir Björnsson, Þórir Arnar Garðarsson og Jón Trausti Sæmundsson á tveimur áhöldum hver. íslandsmeistarinn Dýri Kristjáns- son átti sinn besta keppnisdag í gær en það dugði honum ekki til sigurs á neinu áhaldi. Hann hlaut fern silf- urverðlaun og tvenn bronsverðlaun. „Ég er bara svona stabíll keppnis- maður,“ sagði Dýri og brosti, enda fékk hann stærsta titilinn og þarf kannski ekki á meiru að halda í bili. Gerpla og Grótta Fyrsti hluti keppninnar var liða- keppni. Gerpla sigraði af nokkru ör- yggi í karlaflokki með 129,150 stig en Ármenningar hlutu 125,100. í kvennaflokki sigraði Grótta nokkuð örugglega með 87,833 stig. Lið Bjark- ar náði öðru sætinu eftir harða keppni við Ármenninga en vegna meiðsla Tinnu Þórðardóttur voru Bjarkarstúlkur ekki með fullt lið á öllum áhöldum. Björk hlaut 79,467 stig en Ármann 79,292. -AIÞ/VS Meistarar á einstökum áhöldum Konur Stökk: 1. Ema Sigmundsdóttir, Gróttu . . 8,319 2. Elva Rut Jónsdóttir, Björk .... 8,294 3. Freyja Siguröardóttir, Keflavík 8,144 Jafnvægisslá: 1. Elva Rut Jónsdóttir, Björk .... 8,225 2. Ema Sigmundsdóttir, Gróttu .. 8,013 3. Eva Þrastardóttir, Björk .....7,913 Tvíslá: 1. Eiva Rut Jónsdóttir, Björk .... 8,663 2. Eva Þrastardóttir, Björk .....7,363 3. Erna Sigmundsdóttir, Gróttu .. 7,363 Gölfæfingar: 1. Elva Rut Jónsdóttir, Björk .... 8,413 2. Erna Sigmundsdóttir, Gróttu . . 8,150 3. Eva Þrastardóttir, Björk ....8,050 Karlar Gólfæfingar: 1. Birgir Bjömsson, Ármanni . . . 8,000 2. Dýri Kristjánsson, Gerplu .... 7,850 3. Viktor Kristmannsson, Gerplu . 7,600 Bogahestur: 1. Þórir A. Garöarsson, Ármanni. 8,150 2. Viktor Kristmannsson, Gerplu . 7,900 3. Dýri Kristjánsson, Gerplu .... 7,750 Hringir: 1. Þórir A. Garöarsson, Ármanni . 7,900 2. Dýri Kristjánsson, Gerplu .... 7,600 3. Birgir Bjömsson, Ármanni . . . 6,250 Stökk: 1. Birgir Bjömsson, Ármanni . .. 8,500 2. Dýri Kristjánsson, Gerplu .... 8,400 3. Þórir A. Garðarsson, Ármanni . 8,025 Tvislá: 1. Jón Trausti Sæmundss., Gerplu 8,150 2. Viktor Kristmannsson, Gerplu . 7,900 3. Dýri Kristjánsson, Gerplu .... 7,750 Svifrá: 1. Jón Trausti Sæmundss., Gerplu 7,800 2. Dýri Kristjánsson, Gerplu .... 7,350 3. Birgir Bjömsson, Ármanni . . . 6,350 Fimleikamolar Jóhanna Sigmundsdóttir úr Gróttu barðist viö Elvu Rut um gullið í fyrra. Jóhanna slasaðist í upphafi móts en þá tók litla systir hennar, Erna, við og náði sömu úrslitum og Jóhanna í fyrra, öðru sæti. Eva Þrastardóttir úr Björk var 0,003 stigum frá þriðja sætinu i fyrra. Nú náði hún því sæti af öryggi. Fjófða varð Sif Pálsdóttir úr Ármanni með 58,133 stig. Björn Björnsson úr Ármanni slasaðist á hné í fyrstu stökk- seríu á gólfi. Hann hlaut samt 5,5 fyrir gólfæflngar. Nokkuð gott! Ásta Sigurlaug Tryggva- dóttir úr Keflavík varð að af- sala sér keppnisrétti sínum í úrslitum á slá. Hún vaknaði með bólgið hné að morgni sunnudags og gat varla stigið 1 fótinn. Þórir Arnar Garóarsson, Ármanni, náði að skelfa alla áhorfendur ansi vel er hann framkvæmdi stökk, yfirslag framhelja, og lenti með beina fætur. Hann slasaðist ekki al- varlega en hætti keppni. Jón Trausti Sœmundsson úr Gerplu vann tvenn gullverö- laun í keppni á einstökum áhöldum. Jón keppti ekki á öðrum degi en hann var þriðji eftir fyrsta keppnisdag í fjöl- þrautinni. Sif Pálsdóttir úr Ármanni og Viktor Kristmannsson úr Gerplu vom yngstu keppend- ur mótsins. Sif verður 12 ára á þessu ári og Viktor verður 16 ára. Elva Rut Jónsdóttir og Jón Trausti Sœmundsson vom elst, Elva verður tvttug og Jón Trausti 23 ára i ár. „ Við erum komnir til að sjá og sigra, Dýra digra,“ sögðu Ármenningar og komu með skilti og annað tilheyrandi. Það dugöi þó ekki þvl Dýri sigraði í fjölþrautinni. Elva Rut Jónsdóttir leikur listir sínar á jafnvægisslánni á íslandsmótinu um helgina. Hún vann meö miklum yfirburöum í fjölþraut og sigraði á þremur áhöldum af fjórum. DV-mynd Hilmar Þór 8 liða úrslit í handbolta kvenna: • • Oruggur Framsigur Framstúlkur unnu öruggan sigur, 30-23, á ungu liði ÍBV í fyrsta leik liðanna i úrslita- keppni 1. deildar kvenna á laugardag. Leikurinn var ekki mjög skemmtilegur á að horfa og handknattleikurinn var ekki í háum gæðaflokki þegar á heildina er litið. Það var að- eins á fyrstu tíu mínútunum sem einhver spenna var í leiknum en í stöðunni 5-4 þéttu Framarar vömina hjá sér og skoraðu 6 mörk gegn einu á 11 mínútum. Eftir það var aldrei spurning hvom megin sigurinn lenti. Staðan í hálfleik var 15-9 og mestur var munurinn níu mörk í seinni hálfleik en i lokin munaði sjö mörkum. Hjá Framstúlkum bar mest á Marinu Zovevu, Guðríði og Jónu Björgu en hjá ÍBV var Amela Hegic best auk þess sem Guðbjörg Guðmannsdóttir átti góðan síðari hálfleik. Varnir beggja liða voru hins vegar hriplekar, ef undan er skilinn áðumefndur kafli þar sem Fram náði frumkvæðinu. Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 7, Marina Zoveva 7/3, Jóna Björg Pálmadóttir 6, Svanhildur Þengilsdóttir 3, Sara Smart 3, Þur- tður Hjartardóttir 1, Diana Guð- jónsdóttir 1, Arna Steinsen 1, Olga Prohorova 1. Varin skot: Hugrún Þorsteins- dóttir 11/1. Mörk ÍBV: Amela Hegic 6/1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ingi- björg Jónsdóttir 3, Stefanía Guð- jónsdóttir 3, Eyrún Sigurjónsdóttir 2, Anita Ársælsdóttir 1, Hind Hannesdóttir 1, Jennie Martinsson 1. Varin skot: Lukrecia Borau 13, Petra F. Bragadóttir 2. Liðin mætast aftur í Eyjum í kvöld kl. 20. -HI Drífa Skúiadóttir, FH-ingur, skýtur aö marki Víkings en Heiörún Guömundsdóttir er til varnar. FH vann góöan útisigur og stendur vel að vígi. DV-mynd Hilmar Þór 8 liða úrslit í handbolta kvenna: Ekkert gefið eftir - FH lagði Víking á útivelli, 18-20 FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Vikinga, 18-20, i Víkinni í 8 liða úrslitunum. FH-ingar komu mun ákveðnari til leiks og höfðu undirtökin allt frá byrjun. Það var aðeins um miðbik fyrri hálfleiks sem Víkingar spyrntu við fótum og náðu eins marks forystu, 5-4, en þá skoraði FH fjögur mörk í röð og lagði grunninn að góð- um sigri. „Þetta hafðist á baráttunni og í úrslitakeppninni er það dagsformið sem ræður. Við vitum það að Víkingarnir eru með mjög sterkt lið en það er ekkert gefið í þessu og það verður barist til síðasta dropa,“ sagði Hildur Erlings- dóttir, fyrirliði FH. Inga Lára Þórisdóttir lék best í liði Víkings ásamt Höllu Maríu Helgadóttur sem er komin aftur inn í liðið eftir meiðsl. Það var gaman að sjá til FH- liðsins í þessum leik, samstað- an og sigurviljinn er allsráð- andi í liðinu og það getur orð- ið lykillinn að góðu gengi liðs- ins í úrslitakeppninni. Jolanta Slapikiene og Dagný Skúladótt- ir léku best í liði FH. Mörk Víkings: Inga Lára Þóris- dóttir 4/3, Guðmunda Kristjáns- dóttir 3, Halla Maria Helgadóttir 3, Eva Halldórsdóttir 3, Svava Sigurð- ardóttir 3 og Kristín Guðmunds- dóttir 2. Varin skot: Hjördís Guðmunds- dóttir 4 og Kristín M. Guðjónsdótt- ir 4. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 7/5, Dagný Skúladóttir 4, Guðrún Hólmgeirsdóttir 3, Björk Ægisdótt- ir 3, Drífa Skúladóttir 2 og Hildur Erlingsdóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 14. -ih t 29 pjígf " wl 1 * il ?ÆIm ■ I ■ • p-54.Á4c,4'Sc4‘ö‘;‘, • sPít ■ ’ "'í- , V*\'•■ J Iþróttir Innanhússmeistaramótið í sundi: Sjö met í Eyjum - Hafnfirðingar voru sigursælir Fimm íslandsmet í einstaklings- greinum og tvö boðsundsmet féllu á íslandsmeistaramótinu innannhúss í sundi sem lauk í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Sundfólk úr Sundfé- lagi Hafnarfjarðar var mjög sigursælt á mót- inu og það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda hafa Hafnfirðingar á að skipa bestu sund- sveit landsins. SH gerði sér lítið fyrir og vann 24. íslandsmeistaratitla. Arangur Láru og Arnar stendur upp úr „Ég er mjög sáttur við mótið sem gekk mjög vel. Það sem ein- kenndi það var jafnari keppni en áður, mikil Orn Arnarson náöi setti met í 50 m flugsundi. og hörð keppni um sigur í flestum greinum og betri tímar. Það sem stendur kannski upp úr er sund Láru Hrundar í 200 metra fjórsundinu og 50 m flugsund Amar Arn- arsonar,“ sagði Magnús Tryggvason, sundþjálf- ari og landsliðsnefndar- maður, við DV í gær. Örn Arnarson úr SH setti eitt íslandsmet á mótinu. Hann synti 50 m flugsund á’24,87 sek- úndum og hann synti einnig undir skráðu Is- landsmeti í 200 m skrið- sundi en sigurtími hans var 1:50,25 mínút- ur. Friðfinnur og Ríkharður með met Friðfinnur Kristinsson setti ís- landsmet í 100 m flugsundi karla í undanrásunum þegar hann synti á 55,66 sek. en í úrslitunum bætti Rík- harður Ríkharðsson, Ægi, metið og synti vegalengdina á 55,63 sekúnd- um. Ríkharður setti einnig nýtt ís- landsmet á fyrsta degi mótsins en hann synti 50 m flugsund á 25,17 sek. í undanrásum. Lára Hrund Bjargardóttir úr SH Lára Hrund Bjargardóttir setti met í 200 m fjórsundi. setti Islandsmet í 200 metra fjór- sundi kvenna en sigurtími hennar i úrslitunum var 2:18,71 mín. í sama sundi bætti Kolbún Ýr Kristjáns- dóttir, ÍA, stúlknametið en hún kom önnur i mark á 2:20,02 mínút- um. Tvö met SH- manna Þá setti karlasveit SH tvö íslandsmet. Það fyrra í 4x200 metra skriðsundi þegar hún kom í mark á 7:41,28 mín. og það í gærkvöld þegar hún sigraði í 4x100 metra skriðsundi á 2:29,95 mínútum. Ómar Snævar Friðriks- son, SH, synti sig inn í ólympíuhóp Sundsam- bandsins, þar sem hann náði B-lág- marki FINA (alþjóðasundsambands- ins) en ÍSÍ hefur ekki gefið út ólympíulágmark. Landsliöið valið fyrir smáþjóða- leikana Eftir mótið var tilkynnt um hvaða sundmenn keppa fyrir íslands hönd á smáþjóðaleik- unum sem fram fara í Liechtenstein í maí. Liðið er þannig skipað: Konur: Elín Sigurðar- dóttir, SH, Eydís Kon- ráðsdóttir, Keflavík, Halldóra Þorgeirsdótt- ir, SH, íris E. Heimis- dóttir, Keflavík, Kol- brún Ýr Kristjánsdótt- ir, ÍA, Lára Hrund Bjargardóttir, SH, Louisa Isaksen, Ægi, Sunna B. Helgadóttir, SH. Karlar: Friðfinnur Kristinsson, Selfossi, Hjalti Guðmundsson, SH, Jakob J. Sveinsson, Ægi, Númi Snær Bjömsson, Selfossi, Ómar S. Friðriksson, SH, Tómas Sturlaugs- son, Ægi, Ríkharður Ríkharðson, Ægi og Örn Amarson, SH. -GH 8 liða úrslit í handbolta kvenna: „Það sem koma skal“ - Stjarnan áfram eftir sigur á Gróttu/KR Það var eins og Stjaman tefldi fram nýju og breyttu liði frá því í fyrri leiknum gegn Gróttu/KR á föstudag. Vamarleikurinn small saman og Stjömunni tókst að sigrast á þeim vanda sem skapaðist við það að Ragnheiður Stephensen var tekin úr umferð. Þetta skilaði síðan góðri markvörslu sem hið unga lið Gróttu/KR átti ekkert svar við og Stjaman vann öruggan sigur, 17-24. „Þetta var stórkostlegur leikur á allan hátt, vömin small saman, það var góð barátta og stemning i liöinu og við höfðum gaman að þessu og þannig innbyrtum við þennan sigur. Þetta er það sem koma skal í úrslita- keppninni,“ sagði Anna Blöndal sem stóð sig vel eins og reyndar Stjömu- liðið allt. Margrét Theodórsdóttir meiddist á kálfa snemma í leiknum og er óvíst hvort hún leikur meira með liðinu í úrslitakeppninni. Grótta/KR á hrós skilið fyrir góða baráttu, liðið er ungt og bráðefnilegt og á framtiðina fyrir sér. Ágústa Edda Bjömsdóttir lék þeirra best. Mörk Gróttu/KR: Ragna Sigurðard. 7, Ágústa E. Bjömsd. 5, Edda H. Kristinsd. 2, Eva B. Hlöðversd. 2, Helga Ormsd. 1. Var- in skot: Þóra H. Jónsd. 12. Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Step- hensen 8/5, Hrund Grétarsd. 4, Nína K. Björnsd. 4/1, Inga St. Björgvinsd. 3, Anna Blöndal 3, Guðný Gunnsteinsd. 1. Varin skot: Lijana Sadzon 17, Sóley Halldórsd. 1. Stjaman vann fyrri leikinn á föstu- dagskvöldið, 24-22. Mörk Stjörnunnar: Inga Fríöa Tryggvad. 7, Ragnheiður Stephensen 7/3, Nína K. Bjömsd. 3, Hrund Grétarsd. 3, Anna Blöndal 2, higa Björgvinsd. 1, Mar- grét Theodórsd. 1. Varin skot: Liljana Sadzon 11/1. Mörk Gróttu/KR: Helga Ormsd. 7/3, Eva B. Hlöðversd. 4, Ágústa Edda Björns- d. 3, Kristín Þórðard. 3, Edda H. Kristins- d. 3/3, Brynja Jónsd. 1, Ragna Sigurðard. 1. Varin skot: Þóra Hlíf Jónsd. 10. .. -íh Sigurvin fer í Fram Sigurvin Ólafsson, knatt- spyrnumaður frá Vestmannaeyj- um, hefur ákveð- ið að ganga til liös við Fram. Eins og fram kom í DV á dög- unum buðu Framarar honum þriggja ára samning. Sigurvin staðfesti þetta í samtali við DV í gærkvöld. Óvíst er hvenær Sigurvin byrjar að spila en hann fótbrotn- aði illa síðastliðið sumar. -VS Gunnarí mark Talsverðar líkur eru á að Gunnar Sigurðs- son, fráfarandi markvörður Eyjamanna í knattspyrnunni, gangi til liðs við sænska B-deild- arliðið Brage. Gunnar fór tO Brage til reynslu á fimmtudag og stóð sig mjög vel í leik með liö- inu í gær. Hann verður þar um tíma í viðbót til frekari skoðun- ar. -VS Kristinn í ÍBV Kristinn Geir Guðmundsson, markvörður úr Val og unglinga- landsliðinu, er á leið til ÍBV. Hann gengur væntanlega frá málum í dag og verður vara- markvörður fyrir frænda sinn, Birki Kristinsson, í sumar. -VS Leó þjálfar Skagastúlkur DV, Akranesi: Leó Jóhannesson var í gær ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍA í knattspymu kvenna. Leit að þjálfara hafði tekið langan tíma en Leó er knattspyrnuunnend- um á Skaga að góöu kunnur. -DVÓ KR og HSÞ unnu sveitaglímuna KR sigraði í karlaflokki og HSÞ í kvennaflokki í sveita- glímu íslands sem haldin var í Reykjahlíð í Mývatnssveit á laugardag. I karlaflokki fékk KR 28 vinninga, HSÞ 24,5 og HSK 22,5 vinninga. I kvennaflokki fékk HSÞ 11 vinninga og HSK 5. HSÞ sigraði í flokkum stráka og meyja og HSK í flokki sveina. -VS 8 liða úrslit í handbolta kvenna: Gerður sá um Haukana - Stjarnan áfram eftir sigur á Gróttu/KR Stórleikur Gerðar Jóhannsdóttur ásamt feikisterkri vöm færðu Valsmönnum sigur, 19-16, yfir Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni í Strandgötu í gærkvöld. Þar með em Haukar, sem hafa leikið til úr- slita um titilinn síðustu þrjú árin, úr leik. Staðan i hálfleik var 7-6 fyrir Val. „Við vissum að Haukar ætluðu ekki að koma hingað til að gefast upp. Þær reyndu að hleypa leiknum upp og við vorum nokkurn tíma að finna svar við þvi. Við spiluðum óskynsamlega í fyrri hálfleik en í þeim seinni fundum við svar. Svona leikir eru hins vegar tóm slagsmál. í þessum leik var það þrekið og vinnan yfir veturinn sem skilaði sér,“ sagði Ragnar Hermannsson þjálfari Vals. Hjá Valsmönnum voru það Gerður og Larissa markvörður, sem varði þrjú víta- köst, sem voru hetjur liðs síns. „Það eru alltaf vonbrigði að tapa. Það sem verður okkur að falli í þessum leik og reyndar í heild í vetur eru öll þessi meiðsl sem við höfum lent í. Við verðum bara að bíta í þetta súra epli,“ sagði Andrés Gunnlaugs- son, þjálfari Hauka. „Þær kláruðu sóknirn- ar betur en við og það skildi á milli.“ í liði Hauka bar best á Hörpu Melsted og Telma og Hanna áttu einnig ágæta spretti. Mörk Vals: Geröur Jóhannsd. 8, Þóra Helgad. 3, Alla Gokorian 2, Anna Halldórsd. 2, Sigurlaug Rúnarsd. 2, Arna Grimsd. 1, Sonja Jónsd. 1. Var- in skot: Larissa Zoubar 16/3. Mörk Hauka: Harpa Melsted 5/2, Hekla Daða- d. 4/1, Thelma B. Árnad. 3, Björg Gilsd. 2, Hanna Stefánsd. 2. Varin skot: Guðný Agla Jónsd. 8, Vaiva Drillingaite 1. Valur vann fyrri leikinn á föstudag, 21-18. Mörk Vals: Sonja Jónsd. 5, Gerður B. Jóhanns- d. 5/3, Alla Gokorian 3, Anna Halldórsd. 3, Arna. Grímsd. 3, Þóra Helgad. 1, Lilja Valdimarsd. 1. Varin skot: Larissa Zouber 15/2. Mörk Hauka: Harpa Melsted 5/2, Hanna G. Stefánsd. 3, Tinna Halldórsd. 2, Berglind Sigurðar- d. 2, Sandra Anulyte 2/1, Björg Gilsd. 1, Thelma B. Árnad. 1, Hekla Daðad. 1, Auður Hermannsd. 1. Varin skot: Vaiva Drilingaite 11. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.