Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 7
MIÐVTKUDAGUR 24. MARS 1999 25 Ostar á veisluborðið: Hafnfirskur ostur með laxi Ostar eru ómissandi í hvers kyns veislur sem fólk heldur um páskana. Ostabakkar hafa löngum verið vinsælirsem smámatur með víni. Auk þess er gott að hafa osta með í kaffiboðinu til tilbreytingar frá kökunum. í Ostabúðinni í Hafnarfirði er boðið upp á ýmiss konar osta- bakka með nýstárlegu sniði. Ný- lega kom hún með á markað glæ- nýjan ost sem er rúllerta með reyktum laxi og sítrónupipar. Þetta er sérhafhfirskur ostur þar sem lax- Mjög skemmtileg rúllerta með reyktum laxi er nýjung í ostabakk- ann. inn er einnig einkennandi fýrir Hafnarfjörð, segir Þórarinn Þór- hallsson í Ostahúsinu. „Laxaosturinn er mjög fallegur á bakka þar sem hann er svo litríkur. Hugmyndin kviknaði hjá mér fyrir löngu. Reyktur lax er oft rúllaður upp með ijómaosti í miðjunni. Við snúum þessu svolítið við með þess- um nýja ostarétti. Sítrónupipamum er síðan stráð utan með,“ segir Þór- arinn. í ostabökkunum er til að mynda sérlagaður brieostur með hvítlauks- rönd. Auk þess er hollenskur rey- kostur og sérvaldir íslenskir ostar. Hann segist auk þess velja þá osta sem vinsælastir era hverju sinni. em Þórarinn Þórhallsson i Ostahúsinu í Hafnarfirði mælir með osti á veislu- borðið. Drykkir og smdréttir Mokkadrykkur fyrir 2 2 1/2 dl mjólk 1 tsk. skyndikaffi 2 tsk. sykur rjómi, þeyttur Blandið saman í potti skyndikaffl, sykri og mjólk. Hitið við vægan hita og hrærið vel í á meðan. Sjóðið ekki. Helllið í glös og setjið rjómatopp ofan á ef vill. Kókódrykkur fyrir 2 4 dl kókómjólk rjómi, þeyttur Hitið kókómjólkina að suðu og hrærið i á meðan. Hellið í glös og setjið rjómatoppana ofan á. Súkkulaði- myntudrykkur fyrir 4 1/2 1 mjólk 6 plötur myntusúkkulaði (After Eight) 2 msk. súkkulaðisósa þeyttur rjómi Brjótið súkkulaðiplötumar í pott, hellið mjólkinni saman við og bland- ið súkkulaðisósunni þar í. Hitið við vægan hita og hrærið í á meðan. Sjóðið ekki. Helhð drykknum í glös og setjið rjómatoppa ofan á ef vill. Laxasnúðar 250 g reyktur lax 2 harðsoðin egg 1/2 tsk. dill 1-2 msk. majones 3 msk. sýrður rjómi 1/2 rúllubrauð Saxið laxinn smátt i kvöm og sax- ið eggin í eggjaskera. Blandið sam- an laxi, eggjum, dilli, sýrðum rjóma og majonesi. Bragðbætið með sea- son-all ef vill. Smyrjið fyllingunni á 1/2 rúllubrauð (þ.e.a.s. skerið eftir endilöngu). Pakkið brauðinu vel inn og geymið í kæli í 6-8 thna. Einnig má frysta brauðið. Ef brauðið er þurrt má rúlla því inn i rakt stykki og síðan í fllrnu og geyma það þannig. Skerið brauðið í jafnar sneiðar þegar það er borið fram. Franskar snittur 300 gr lifrarkæfa 2-3 sýrðar smágúrkin- 1/2 dl rjómi Saxið sýrðu gúrkurnar smátt (kvöm). Blandið saman lifrarkæfu, smágúrkum og rjóma og hrærið vel. Smyrjið lifrarhrærunni á brauð sem er skorið eftir endilöngu (brauötertubrauð). Pakkið brauðinu vel inn og geymið í kæli í 6-8 tíma. Einnig má frysta brauðið. Skerið brauðið í teninga þegar það er bor- ið fram. HÁTÍÐLEGUR í BRAGÐI lPegar íslenski ostunnn er kominn á ostahakkann, þegar hann kórónar matargerðina — brœddur eða djúpsteiktur — eða er einfaldlega settur beint í munninn — þá er hátíð! www.ostur.is HVÍTA HÚSIÐ / SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.