Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 8
26 T MATUR KÖKUR MIÐVKUDAGUR 24. MARS 1999 Andabringa og andalæri Bjarni Gunnar segir að andakjötið sé góð tilbreyting frá lambakjötinu um páskana. Bjarni Gunnar er kornungur, ekki nema 21 árs, og alveg nýr í matargerðinni Bjami Gunnar Kristinsson, mat- reiðslumaður og vaktstjóri á Grill- inu á Hótel Sögu, gefur lesendum DV uppskrift að andabringu og andalæri með sykursoðnum eplum og sólberjasósu. Einnig gefur hann uppskrift að súkkulaðimús og Súkkulaðiköku með vanilluís. Bjami Gunnar segir að andakjötið sé góð tilbreyting frá lambakjötinu um páskana. Bjami Gunnar er komungur, ekki nema 21 árs, og alveg nýr i matargerðinni. Hann útskrifaðist frá Sögu og fór eftir það til Mekka matargerðarlistar- innar, Frakklands. Þar starfaði hann við Miðjarðarhafið í fjóra mánuði og sagðist hafa lært mikið á þeim tíma. „Þama er gmnnurinn að matar- gerðarlistinni. Frakkar hafa heitt blóð og kunna að matreiða. Þetta var mikið ævintýri. Frakkar em bæði að brydda upp á gömlu frönsku línunni aftur og einnig finna þeir upp á nýju. Að minu mati hafa allir matreiðslumenn gott af að dveljast eitthvað í Frakk- landi og standa matargerðarlist." Andabringa og andalæri Fyrir 4 4 andabringur, 180 g 4 andalæri, 50 g 4 skammtar sykursoðin epli 4 skammtar sólberjasósa 4 skammtar sellerírótarmauk Sykursoðin epli 2 epli, skorin í 10 bita hvert, 30 g smjör lOg sykur Aðferð: Bræðið sykur og smjör saman þangað það verður að karmellu, bætið eplunum út í og sjóðið á miklum hita. Sellerírótarmauk 120 g sellerírót 200 ml mjólk 100 ml kjúklingasoð (má nota kraft) Aðferð: Sellerírótin skorin í litla bita og soðin í mjólkinni og kjúklingasoð- inu, kryddað með salti og pipar. Andalæri Eldið í confit (lærin eru soðin í andafitu eða ólívuolíu í 2 klst. viö 110-120c) Rífið kjötið af beinunum mínus fitu Látið i hrærivél ásamt 50 g söxuðum sveppum 5 ml trufluolíu 5 ml balsamic-ediki 3 g graslauk mótað í pylsulaga form í plast- filmu. Sólberjasósa 150 g frosin sólber 150 ml creime de cassis (líkjör) 500 ml nautasoð 200 ml kjúklingasoð 15 g kalt smjör salt og pipar Aðferð: sólber eru steikt létt, þá er bætt í líkjör og smásykri. Soðið niður í sýróp, bætt í soðunum og soðið niður um helming, hrært í köldu smjöri, kryddað. Hvítt sákkulaði frauð og súkkulaði- kaka Fyrir 10 Súkkulaði mús 250 g créme patissiére 400 g hvítt súkkulaði, saxað 600 ml hálfþeyttur rjómi 1,5 matarlímsblað Aðferð: 1. Gerið créme patissiére og haldið heitu. 2. Bræðið súkkulaðið í vatns- baði, passið að ekki verði of heitt. 3. Leysið upp matarlímsblaðið í köldu vatni. 4. Blandið saman súkkulaði, kremi og uppleystu matarlími. 5. Látið kólna dálítið. 6. Bætið í rjómanum. 7. Steypið í hringi með masar- ínubotni og plastrenningi. 8. Setið upp á disk samkvæmt mynd. Créme Patissiere 6 eggjarauður 75 g sykur 50 g hveiti 200 ml mjólk 200 ml rjómi Aðferð: 1. Þeytið eggjarauður og sykur létt upp í potti, blandið svo í hveiti. 2. Sjóðið upp á rjómablandinu. 3. Blandið því smátt og smátt i eggin. 4. Hrærið í yfir vægum hita ekki lengur en í 5 mín. Súkkulaðikaka með vanilluís Fyrir 10 Innihald 400 g valróna, 55% (má vera ann- að ekta súkkulaði). 100 g valróna, 35 %, mjólkur (má vera annað ekta súkkulaði). 135 g egg (3 egg). 200 ml mjólk. 350 ml rjómi. 500 g sable deig. Aðferð: Hitið ofninn í 180”, bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Hrærið eggin saman í skál, rjómi og mjólk sett í pott og ssuð- an látin koma upp. Blandað eggjunum út í og sigtið súkkulaðið saman við. Látið í forbakað kökuform og inn í ofn og slökkvið um leið á ofn- inum, Látið vera í 45-50 mín. Sable-botn Innihald: 125 g smjör 125 g flórsykur 90 g egg (2 egg) 45 ml (3 msk. rjómi) 310 g hveiti Aðferð: Smjör og flórsykur hrært upp, eggjunum bætt rólega í, síðan rjómanum og að lokum bætt í hveiti. Kælt í minnst 1 klst. Súkkulaðisósa 20 cl vatn 10 cl mjólk 75 g sykur 35 g 70"C súkkulaði 35 g valróna kakó Aðferð: Sjóðið vatn og sykri blandið í og kakói, hellið yfir saxað súkkulaðið, blandið í rjóma, kælið. Hvít súkkulaðisósa 30 ml rjóma 75 g sykur 75 g hvítt súkkulaði brætt saman Gott að hafa með: vanilluís, súkkulaðiskraut, kanilbakstur, sykurgorm eða annað skraut að þínum hætti. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.