Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Blaðsíða 11
29 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 Góðir eftirréttir Gott er aö ljúka hverri máltíð með góðum eftirrétti, alla vega um hátíðir. Kanilterta er bæði góð sem eftirréttur og einnig með kaffinu, til dæmis á fermingar- borðið. Flamberuð banana- eggjakaka er skemmtileg á veislu- borðið, sérstaklega ef kveikt er í henni fyrir framan gestina. Kanilterta 8-10 manns 100 g smjör eða smjörlíki 1 dl strásykur 1 egg 1 1/2 dl hveiti 2 tsk. kanill 1/2 ml hjartarsalt eða 1 ml lyftiduft Fylling 3 dl rjómi eða þeytirjómi 50 g valhnetukjamar Skreyting 150 g blokksúkkulaði 50 g valhnetukjarnar Stillið ofninn á 225 gráður. Legg- ið bökunarpappír á þrjá bakka og teiknið upp finun hringi, 20 cm. Hrærið saman feiti og sykrn- og blandið saman við það eggjunum. Sigtið hveitið og blandið það með kanil og hjartarsalti eða lyftidufti. Hrærið saman í jafnt og faliegt deig. Skiptið deiginu jafnt í hringina og dreifið því jafnt. Bakið eina plötu í einu í miðjum ofninum þar tU botnamir hafa feng- ið fallegan lit eða í ca fimm mínút- ur. Látið þá kólna á grind. Brjótið súkkulaðið í smábita í skál. Setjið skálina í sjóðandi vatn og látið súkkulaðið bráðna. Smyrjið súkkulaðinu yfir einn af botnunum og skreytið með valhnetukjörnum. Hakkið restina af valhnetukjömun- um í fyllinguna. Þeytiö rjómann og blandið saman við valhnetukjarn- ann. Skiptið rjómanum jafnt á botn- ana rétt áður en tertan er borin fram. Botninn með súkkulaðinu er efstur. Flamberuð bananaeggjakaka fyrir sex 3 stórir þéttir bananar ca 50 g smjör 1 msk. pressaður sítrónusafi 1 msk. hunang 6 egg 1 1/4 dl strásykur 1 dl romm eða koníak Takið hýðið af bönununum og skerið þá í þykkar skífur. Svissið skífumar snöggt í helmingnum af feitinni og sítrónusafanum í steik- arpönnu. Bætið hunanginu saman við og takið pönnuna af hitanum. Skiljið að eggjahvítur og eggjarauð- ur og þeytið rauðumar saman við sykurinn. Stífþeytið eggjahvíturn- ar. Hrærið fyrst helmingnum af eggjablöndunni saman við hvítum- ar og síðan restinni. Leggiö það sem eftir er af smjör- inu í eggjakökupönnu og bræðið. Hellið deiginu á pönnuna. Lækkið hitann og leggið lok yfir pönnuna. Látið eggjakökuna bakast þar til eggin hafa náð að stífna jafnt eða í 3-4 mínútur. Leggið bananaskifum- ar á helminginn af kökunni og legg- ið hinn helminginn yfir. Haldið henni heitri og hellið að síöustu yfir hana koníaki eða rommi og kveikið í. Hristið pönnuna örlítið þ?r til eldurinn slokknar. Berist fram strax. -em Séra Vigfús Þór Árnason: Heillast af sólarupp- rásinni á páskadag mjög mikilvægt að halda í siðina eða koma þeim á. Margir bjóða ættingjum sínum árlega í páska- kaffi. Að mínu mati gefur það pásk- unum aukið gildi að eyða þessum klukkutíma eða tveimur í kirkj- unni. Maður skynjar hvaða sigur var unninn þegar Kristur sigraði sjálfan dauðann og gaf mönnun- um eilíft líf. Uppistaða kristinnar trúar er að lífið haldi áfram í ein- hverri mynd. Við vitum ekki hvemig en lítum á að það sé eilíft og haldi áfram.“ -em Kaffi á efri hæð Vigfús Þór segir að hann hafi byrjað á þessum sið þegar hann var prestur á Siglufirði. Grafar- vogssöfnuður er tiu ára um þessar mundir og er þetta í níunda sinn sem boðið er upp á páskakaffl. Kaffið verður nú í fyrsta sinn á efri hæð kirkjunnar þar sem ný- lega hefur verið lagður granít- steinn á alla kirkjuna. Áður hefur verið messað á neðri hæðinni. Vig- fús Þór segist vonast til þess að sjá páskasólina skína inn í kirkjuna í þetta sinn. „Krakkarnir okkar, sem eru 19, 20 og 22 ára, koma alltaf í messuna ásamt öfum og ömmum. Það er ár- legur viðburður að stórfjölskyldan taki þátt í páskamessunni saman. Bömin hafa komið með frá því þau voru í vöggu og hafa haldið því áfram eftir að þau fullorðnuð- ust. Upp úr klukkan tíu um morgun- inn fara hjónin ásamt kirkjukórn- um í Grafarvogi á hjúknmarheim- ilið Eir í Grafarvoginum þar sem Vigfús Þór er með páskamessu. Síðan eru oft athafnir í kirkjunni „Páskamir em aðalhátíð kristinna manna en hafa þó að einhverju leyti fallið í skuggann af jólahátíðinni hjá okkur,“ segja þau prestshjón í Grafarvogskirkju, Elín Pálsdóttir og sr. Vigfús Þór Árnason. Hjá þeim era páskarnir mjög mikil hátíð sem hefst með morgunmessu í kirkjtmni kl. 8 á páskadaginn. Stdrfjölskyldan saman En hvað vill Vigfús segja við landsmenn sína í tilefni páskanna: „Það er mikilvægt að fólk fari til kirkju á föstunni til þess að undirbúa páskana. Mörgum finnst mjög gott að koma með bömin til messu svona snemma og fara síðan heim með krakkana eftir kirkjukaffið og leyfa þeim að opna páskaeggin sln. Þá verður þetta sérstök dag- skrá eins og á aðfangadag. Það er „Það besta við páskana er að fara út í kirkjuna um sex- leytið og sjá sólarupprásina. Þetta eru oft fallegustu dag- ar vorsins og stórkostlegt að fjölskyldan geti eytt þessum tíma saman," segir guðsmaðurinn séra Vigfús Þór Árna- son þegar hann er spurður um hvað sé það besta við páskana að hans mati. Okkur fannst ekki úr vegi að hafa samband við séra Vigfús Þór og spyrja hann hvemig hann verji páskunum. Yfirleitt era páskarnir mikill annatími hjá prestum og segist Vigfús Þór ekki fara varhluta af því en fjölskylda hans taki þátt í hátiðahöldunum með honum. „Páskamir era aðalhátíð krist- inna manna en hafa þó að ein- hverju leyti fallið í skuggann af jólahátíðinni hjá okkur. Páska- dagurinn byrjar mjög snemma hjá okkur hjónunum. Við forum út i kirkju kl. 6 um morguninn. Þar lögum við heitt súkkulaði handa söfnuðinum. Konumar í söfhuðinum hafa daginn áður skreytt borð í páskalitimum. Eftir hátíðarguðsþjónustuna, sem hald- in er kl. 8 í kirkjunni, er söfnuð- inum boðið upp á kaffi og súkkulaði.“ eftir hádegið, eins og skírnir eða giftingar. Um kvöldið koma for- eldrar þeirra hjónanna í mat til þeirra þar sem frúin útbýr góm- sæta rétti. Ostar við öll tækifæri! ZT halda á góða veislu kemur veisluþjónusta Ostahússins þér skemmtilega á óvart. Hafðu samband og við komum með .V Vesturgata 9 - Hafnarfjörður - Sími 565 3940 - Fax 565 3960 ■BH V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.