Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Hestar DV Frysting á sæöi stóöhesta hafin í Gunnarsholti: Þetta skal ganga - segir Páll Stefánsson dýralæknir sem bíður ásamt fleiri eftir útflutningsleyfi Sæöistakan undirbúin. Sigurður Ingi dýralæknir með eins konar smokk sem plastpoka er stungið inn í. Við annan enda pokans er giasið sem sæðinu er safnað i og utan um það er einangrunarpoki. Skipt er um poka eftir hvern hest. Hólkurinn er hitaður með volgu vatni áður en sæðið er tekið. Frysting sæðis úr stóðhestum er nú hafm í Gunnarsholti. Þessi starfsemi, sem er ný af nálinni hér á landi, hófst í siðustu viku. Það eru Hrossaræktar- samtök Suðurlands sem standa að henni en í bígerð er að stofna rekstrar- félag um hana þar sem Hrossaræktar- sambandið á 50 prósent og Dýralækna- þjónusta Suðurlands 50 prósent. Sl. haust var farið að undirbúa það starf sem nú er að fara af stað í Gunn- arsholti. Þá var tekið sæði úr 10 stóð- hestum í tilraunaskyni til þess að prófa tækin og fara i gegnum ferlið. Dýralæknir frá sæðingastöð í Þýska- landi var með starfsmönnunum í Gunnarsholti í viku og miðlaði þeim af fróðleik sínum og þekkingu. DV heimsótti Gunnarsholt í gær en þar voru fyrir dýralæknamir Páll Stef- ánsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt aðstoðarfólki. 12 stóðhestar eru nú á hrossasæðingastöðinni og þeir ekki af verri endanum. Þama mátti sjá Topp frá Eyjólfsstöðum, Orra frá Þúfti, Óð frá Brún, Gust frá Hóli, Kjarval, Kraflar, Tývar frá Kjartansstöðum, Hrafn frá Garðabæ, Hesturinn er leiddur á hryssu sem er í hestalátum. Sæðið er látið renna í hólkinn. Þarna er verið að taka sæði úr Feyki á Hafsteinsstöðum. DV-myndir E.ÓI. Feyki frá Hafsteinsstöðum og enn mætti áfram telja. Sumir þessara hesta em í einkaeign, svo sem Orri og Óður. Páll Stefánsson sagði að reglumar væra þær að eigendumir ættu sæðið og hefðu fullan ráðstöfúnarrétt yfir Páll tekur sæðið og metur magn og gæði undir smá- sjá. Eftir matið er settur þynningarvökvi í sæðið og það síðan skilið í skilvindu. Sæðisfrumurnar verða eft- ir á botni glassins. Þá er annar vökvi, sem sam- anstendur m.a. af eggjarauðum og glýseroli, settur saman við frumurnar og glasið látið í hristara um stund. Loks er sæðisvökvanum tappað í strá með þar til gerðri dælu. Þau eru vandlega merkt. þvi. Það væri þjón- ustuhlutverk stöðv- arinnar að taka það úr hestunum og geyma. Sæðið úr Orra mun ekki vera til sölu að svo stöddu og svipað mun uppi á ten- ingnum hjá Óðsfé- laginu. Hins vegar verður sæðið úr hestum Hrossa- ræktunarsam- bandsins notað. Útflutningur í bígerð Aðstaða í Gunn- arsholti til sæðis- töku og frystingar er mjög góð. Að sjálfsögðu er gott pláss fyrir stóðhest- ana á stóðhestastöðinni fyrrverandi. Þá era í húsnæðinu sæðistökuklefi, rými til að meðhöndla, frysta og geyma sæðið, aðstaða til að skoða hryssur og skrifstofa. Stöðin er þannig hönnuð og byggð að hún stenst kröfur Evrópusambandsins. Að sögn Páls er nú verið að vinna að þvi að fá útflutn- ingsleyfi, sem landbúnaðarráðuneytið veitir, að fenginni umsögn Bændasam- takanna og yfirdýralæknis. „Við eig- um jafnvel von á að það fáist á þessu ári,“ sagði hann,“ og tökum magn með tilliti til þess að geta flutt eitthvað út.“ Páll sagði að þegar væra komnar fyrirspumir erlendis frá um hvort hægt væri að fá keypt sæði úr stóð- hestum hér. Hann sagði að ekki væra allir á einu máli um hvort leyfa ætti slíkan útflutning. Ýmsir hefðu látið í ljós það álit að hann myndi skemma fýrir útflutningi á lifandi hrossum. Aðrir segðu að ekki þyrfti að óttast það; sæðisútflutningur myndi einungis auka áhugann ef eitthvað væri. Margir óvissuþættir Páll sagði enn fremur að ræktendur og hestamenn hér á landi sýndu þessu starfl allnokkum áhuga. Ýmsar fyrir- spumir hefðu borist, enda væri þessi starfsemi ný af nálinni og forvitnileg. Menn spyrðu m.a. um kostnað en ekki væri hægt að segja til um hver hann væri á þessu stigi þar sem starfsemin væri nánast á byijunarreit. Óvissu- þættimir væra margir enn sem komið væri. „En við vonumst til að fá góða þátttöku ræktenda, enda þarf talsverð- an fjölda af hryssum eigi dæmið að ganga upp fjárhagslega. Markmið þess- arar starfsemi er m.a. þjónusta við hryssueigendur, að skoða þær, tíma- setja nákvæmlega, nýta sæði hestanna betur og fjölga af- kvæmum undan góðum hestum. Hér eram við með úr- vals erfðaefni í hrossaræktina." Aðspurður um hvort það væri ekki stór biti fyrir Dýra- læknaþjónustu Suð- urlands að taka að sér helming þessar- ar starfsemi svaraði Páll: „Blessuð vertu, þetta er orðin þrá- hyggja. Þetta skal ganga þótt við vinn- um við þetta kaup- laust myrkranna á milli.“ -JSS Stráin eru látin í kælivél þar sem þau kólna úr 20 gráðum í 5 á 100 fyrstu mínútunum og síðan í -150 gráður á sjö mínútum. Eftir það er þeim komið fyrir í geymslukút. fBORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Háskóli íslands, austur hluti - deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi austurhluta háskólasvæðisins, þ.e. austan Suðurgötu. Spöngin 43-47, deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi (uppbyggingu) lóðar E við Spöngina 43-47 þar sem gert er ráð fyrir bensínstöð, bifreiðaþjónustu og veitingasölu. Sigtún 38, Grand Hótel, breyting á deiliskipulagi I samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi lóðarinnar Sigtún 38. Tillaga er um 3ja hæða hús við Sigtún, 4ra hæða hús við Kringlumýrarbraut og tengibyggingu fyrir aðalinngang frá nýrri götu meðfram Kringlumýrarbraut Ljósavík 27, 30, 50 og 54, breyting á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi lóðanna Ljósavík 27, 30, 50 og 54 þar sem íbúðum húsanna fjölgar úr 8 í 9. Ártúnshöfði, breyting á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Ártúnshöfða. Ofangreindar tillögur verða til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 -16:15 frá 24. mars til 23. apríl 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 7. maí 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.