Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Spurningin Hverju tekur þú fyrst eftir í fari fólks? (Spurt á Suðurnesjum) Ólafur Þór Eiríksson rithöfund- xu:: Klæðnaði og fasi og síðan hvem- ig fólk ber sig. Kristín Sumarliðadóttir hótel- starfsmaður: Augum fólks. Þau segja allt sem þarf að segja. Síðan tek ég eftir því hvemig fólk kemur fyrir. Guðbjörg Glóð Logadóttir ráð- gjafi: Ég tek fyrst eftir framkomu og öryggi fólks og hvernig það ber sig. Skúli Thoroddsen forstöðumað- ur: Ég tek fyrst eftir fegurðinni. Feg- urðin liggur í augum þess sem á horfir. Ómar Ingimarsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður: Það er mjög misjafnt. Við fyrstu sýn tek ég eftir ytra útliti. Hjörleifur Ingólfsson varðstjóri: Ég tek eftir höfuðfati fólks ef það er fyrir hendi. Síðan tek ég eftir klæðnaði fólks og hvort það er snyrtilegt. Lesendur Dulbúið atvinnuleysi í Borgarfjarðarsveit Sveitarstjórn beini sjónum sínum að starfsemi á þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins til að freista þess að styrkja atvinnulíf. - Svipmynd frá Húsafelli í Borgarfjarðarsýslu. íbúi í Borgarnesi skrifar: Á síðasta fundi hrepps- nefndar Borgarfjarðarsveit- ar lagði Magnús Magnús- son atvinnuráðgjafi fram skýrslu um atvinnulífs- könnun, er gerð var fyrir sveitarfélagið að frum- kvæði Atvinnuþróunar- nefndar sveitarfélagsins. Var þar gerð grein fyrir helstu niðurstöðum könn- unarinnar. Nettósvöran var 32,5% en seðlar vora sendir inn á 200 heimili. í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á ástand at- vinnu- og búsetumála í þessu sveitarfélagi. Dulið atvinnuleysi er í sveitar- félaginu og þörf á fleiri atvinnutækifæram. Fram kemur hins vegar að sveitarfélagið á býsna marga möguleika í atvinnu- legu tilliti. Fyrst og fremst hefur héraðið yfir að ráða miklum mannauði sem virkja má til ýmissa verka. Landbúnaður stendur á göml- um granni í héraðinu, enda veður- sæld mikil og frjósemi jarðvegs með ágætum. Öflug skólastofnun á Hvanneyri, sem vafið hefur utan á sig tengdum stofnunum landbúnað- argeirans imdanfarin ár, er meðal styrkleika sveitarfélagsins. Ahnennt aðgengi að heitu vatni til húshitunar er talinn vera einn af styrkleikun- um, svo og ástand dagvistunar- og grunnskólamála. Möguleikar í ferðaþjónustu eru talsvert góðir og ber í því sambandi að tengja aukna þjónustu sögu- og bókmenntaarfi héraðsins, t.d. í Reykholti. Meðal veikleika í grein- ingu á svörun era vegasamgöngur. Deilur undanfarinna ára á þeim vettvangi setja ákveðinn svip á sam- félagið. Þá era ýmsir aðrir þættir nefndir, svo sem vöntun á hluta- störfum, fækkun íbúa undanfarin ár og skörð í aldurstré sveitarfélags- ins; fjarskipti og símaþjónusta, verslun og þjónusta, skortur á fram- boði símenntunar/endurmenntunar og veik staða landbúnaðar. í skýrslunni er svo m.a. lagt til að sveitarstjóm beini sjónum sínum að starfsemi á þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins til að freista þess að styrkja atvinnulíf. í því sambandi era nefndir til sögunnar þéttbýlis- staðirnir Reykholt, Hvanneyri, Kleppjámsreykir og Bæjarhverfið. Þama má eflaust virkja meiri og fiölbreyttari starfsemi á ýmsum sviðmn og ekkert síður en í þéttbýl- iskjömum út frá höfuðborginni. Fyrirtæki firra sig ábyrgð - hluthafar ekki kátir T.R.Ó. skrifar: Að undanförnu hefur verið mikið ritað og rætt um rekstur á hinum ýmsu fyrirtækjum og hvernig þau koma undan síðasta rekstrarári. Einkum á þetta við um þau stærstu og þar sem hluthafar eru margir, en líka eru minni fyrirtæki undir smá- sjá Qölmiðla, því alltaf eru einhverjir sem gerast órólegir gangi ekki undan sfiórn og ábyrgum rekstraraðilum. Það er oft löng leið á toppinn, jafnvel fyrir harðduglega einstaklinga í fyr- irtækjabransanum. En þaðan er líka aldrei nema ein leið, því af toppnum komast menn sjaldnast hærra, nema á þann eina hátt sem við öll foram. Mörgum er því fyrir bestu að komast aldrei á toppinn. Á það er nú lögð megináhersla að fyrirtæki geri glögga grein fyrir sín- um innri málum gagnvart hluthöf- um og leyni aldrei stöðunni. Þetta hefur Veröbréfaþing lagt mikla áherslu á og gengið hart eftir ef brögð era að þvi að fyrirtækin ætli að firra sig ábyrgð. Þetta sýnir að hér er að komast á sú regla að árs- reikningar tilgreini stöðu fyrir- tækja og milliuppgjöri megi treysta milli aðalfunda - nokkuð sem fyrir- tæki gátu trassað hér á áram áður. Hluthafar verða líka miður kátir þar sem þessi nýja regla er snið- gengin að einhverju marki. Batn- andi mönnum er best að lifa og það á líka við um hinn vaxandi fiár- málamarkað sem nú er að festast í sessi hér á landi. Engar endurbætur á Reykjavíkurflugvelli Endurbætur á Reykjavíkurflugvelli alls óþarfar, segir hér m.a. - Fjögurra til fimm milljarða króna kostnaður nær sanni áður en yfir lýkur. Ásbjörn skrifar: Legið hafa frammi gögn sem snerta fyrirhugaðar endurbætur á Reykjavíkurflugvelli. Þama gefst fólki kostur á að lesa sér til um þessar endurbætur á flugvellinum og því sendi ég þessar línur þar sem ég er þess fullviss að margir munu mér sammála um að hér er verið að fara út í framkvæmdir sem enginn sér fyrir endann á kostnaðarlega og tel ég þær auk þess alls óþarfar. Ég tel að Keflavíkurflugvöllur, svo full- kominn sem hann er, eigi aö vera sá flugvöllur hér sunnanlands sem nota á fyrir allt flug á þessu svæði, innanlands sem utan. í framkvæmdaáætlun við Reykja- víkurflugvöll segir m.a. að brjóta þurfi upp núverandi brautir og flug- hlöð og skipta um efni niöur á klöpp þar sem því er ekki lokið nú þegar og byggja síðan brautir og hlöð upp á nýtt. Uppbrot og yfirlögn malbiks á brautum og flughlöðum, bara eitt sér, er hundrað milljóna króna kostnaður. - Ef einhver heldur að 1,5 milljarðar nægi til endurbóta á Reykjavík- urflugvelli þá er hann ekki töluglöggur maður. En þessa upphæð nefnir samgönguráðherra sí- fellt er hann minnist á endurbætur á Reykja- vikurflugvefli. Fjórir til fimm milljarðar era nær sanni. Og þá upp- hæð þyrfti að nota strax en ekki í áfongum, þvi slíkt háttalag á fram- kvæmdum væri auðvit- að óþolandi fyrir flug- rekendur. Reykjavíkurflugvöllur var byggður á stríðsár- unum og enginn veit í raun hve langt er „nið- ur á klöpp“ þangað sem byrja verður á uppbygg- ingunni. Það væri ótrúleg skamm- sýni íslenskra ráðamanna að leggja í endurbætur á þessum löngu ónýta og ólöglega flugvelli. Skattborgarar svo og kjósendur allir myndu aldrei fyrirgefa það frumhlaup. - Flugið allt til Keflavíkur hlýtur að vera takmark flugmálayfirvalda ef þau þekkja sinn vitjunartíma. DV Misskilið veiöi- leyfagjald Torfi skrifar: Ég verð nú að taka undir með sjávarútvegsráðherra, Þorsteini Pálssyni, að margir virðast misskilja eða vilja ekki vita að í dag er greitt gjald af öllum aflaheimildum. Það er eins og menn vilji ekki vita af þessu. Þegar fólk er að kjósa eða segja álit sitt í könnunum um veiðileyfagjald, kemur það aldrei skýrt fram í svör- um fólks hvort það meinar núver- andi gjald og þá óbreytt eða hvort það er að mæla með því að það gjald sé hækkað. Sama gfldir um núver- andi kerfi í sjávarútvegi. Aflur al- menningur virðist því vera veralega úti á þekju um málefni sjávarútvegs. Ég held að núverandi kerfi sé það skásta sem þekkist og við getum ekki aflagt það nema stórskaða alla landsmenn í leiðinni. Samfylkingin hef- ur skaöast Gunnar G. Guðbrandsson hringdi: Mér finnst óhugnanlegt hvemig staðið hefur verið að því að þvinga okkar ágæta Sigbjöm Gunnarsson af lista Samfylkingar í kjördæmi mínu norðanlands. Þama standa saman aðilar í bæði Alþýðuflokki og Al- þýðubandalagi, sem ekki hefðu átt að fá að ráða fór. Ég sé ekki að þetta verði til framdráttar Samfylking- unni í komandi kosningum. Ég trúi því ekki að Svanfríður Jónasdóttir taki fyrsta sætið, því það verður bullandi óánægja með listann þannig skipaðan. Héðan af verður þungur róöur fyrir Samfylkinguna á Norðurlandi eystra, það sjá allir stuöningsmenn listans. Dómgreind- arleysið hefur verið í fyrirrúmi. Launahækkun til meðalbóndans L.M. skrifar: Bændur berja sér mjög á brjóst og bera við slæmum kjöram, um leið og þeir bera sig saman við aðrar stéttir. Taka þeir gjarnan sem dæmi sauð- fiárbóndann með 120 kindumar, en kotbóndi er ekki það sama og meðal- bóndi. Kúabóndi með 120.000 lítra framleiðslu á mjólk (sem telst meðal- bóndi í mjókurframleiðslu) fékk 3 kr. hækkun á lítra um síðustu ára- mót, sem neytendasamtök eða launa- fólk mótmæltu ekki. En skoðum dæmið: 3 x 120.000 lítrar gera 360.000 kr. hækkun á ári, eða 30 þús. kr. hækkun á mánuði til meðalbóndans. - Ég er launamaður sem þarf að kaupa mjólk og fékk 3% launahækk- un um áramót og er í máttlausum neytendasamtökum. Hugsið um þetta gott fólk. Sólveig sem dóms- málaráðherra Sigurður Finnsson skrifar: Sé það satt að Sjálfstæðisflokkur- inn ætli að velja Sólveigu Péturs- dóttur sem næsta dómsmálaráð- herra (fari núverandi flokkar áfram með völd), finnst mér það talsverð sárabót eflir meðferöina á henni á síðasta landsfundi flokksins. Sólveig er eini lögfræðingurinn sem er í boði hjá flokknum og ekki í ráð- herrastöðu sem gæti tekið þetta starf. Á timum vaxandi eiturlyfia og afbrota væri þetta vænlegur kostur í næstu stjórnarmyndun. Góð kjallaragrein Gunnars Vilhjálmur skrifar: Þann 19. mars sl. birtist í DV prýðileg kjallaragrein eftir Gunnar Eyþórsson blaðamann, undir heit- inu „Loftkenndar loftárásir". Ég tek undir hans orð sem voru vel ígrund- uð að mínu mati. Ég furða mig á því ef ráðamenn íslensku þjóðarinnar gera sér ekki grein fyrir því að ef ráðist yrði á Júgóslavíu nú, þá væri NÁTO orðið árásarbandalag, en ekki lengur vamarbandalag. Erum við tilbúin að taka þátt í að ráðast á full- valda ríki? Eða halda menn að Serbar gefist upp? Aldeilis ekki. Kósovo er í þeirra augum eins og Þingvellir era okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.