Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLi BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Marklausar loftárásir Langvinnar loftárásir Bandaríkjahers á írak hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Loftárásir Atlantshafsbanda- lagsins á Serbíu munu ekki heldur bera tilætlaðan ár- angur. Slobodan Milosevic mun eigi að síður halda áfram að drepa Kosovara og stökkva þeim úr landi. Afskipti Vesturveldanna og Atlantshafsbandalagsins af Kosovo einkennast af því að valdamenn vestursins fylgjast hvorki með fréttum né draga lærdóm af sögunni. Alvarlegast er þó, að þeir hafa litla hugmynd um hugs- anaferil andstæðings á borð við Slobodan Milosevic. Hann hefur sömu grundvallarhugsjón og Saddam Hussein íraksforseti. Hann er fyrst og fremst að tryggja sér völd innanlands gegn hugsanlegum arftökum. Hann notar aðgerðir Vesturlanda til að þjappa þjóðinni um sig og hreinsa alla, sem hann grunar um drottinsvik. Milosevic heldur völdum með því að höfða til rótgró- ins og sjúklegs þjóðernisofstækis Serba. Því meira sem þeir verða að fórna í mannslífum og efnislegum verð- mætum, þeim mun trylltara verður viðhorf þeirra og þeim mun meira eflast völd forsetans. Serbía gengur hvorki fyrir mannréttindum né pening- um. Eftir langvinnar refsiaðgerðir ætti ríkið samkvæmt vestrænum hagfræðilögmálum að vera orðið gjaldþrota fyrir löngu. En Serbía gengur fyrir viljastyrk þjóðar, sem vill ryðja sér til rúms sem stórveldi Balkanskaga. Fyrirlitning á málamiðlunum er annar þátturinn í skaphöfn Slobodans Milosevics og Saddams Husseins. Þeir prútta ekki. Þeir líta ekki á gagntilboð mótherjans sem kröfu um gagntilboð á móti. Þeir líta á það sem ávís- un á að auka kröfumar, hækka verðið. Þeir eru meðteknir af mótsögn styrkleika og veikleika. Ef einhver gefur eftir, líta þeir á það sem yfirlýsingu um veikleika, sem beri að svara með yfirlýsingu um styrk- leika. Þess vegna hefur Slobodan Milosevic aldrei tekið neitt minnsta mark á tilboðum Vesturlanda. Eins og áður í Bosníu hafa Vesturlönd í meira en ár verið að gefa eftir í Kosovo. Fyrst var hótað hemaði, ef Serbíuher færi til Kosovo. Síðan var hótað hemaði, ef ekki yrði skrifað undir friðarsamninga. Loks var hótað hemaði, ef Serbar hæfu sókn í Kosovo. Eftir fyrstu hótun sendi Slobodan Milosevic Serbaher til Bosníu. Eftir aðra hótun neitaði hann að skrifa undir friðarsamninga. Eftir þriðju hótun hóf hann stórsókn í Kosovo. í öllum tilvikum gekk hann í berhögg við hótan- imar og niðurlægði lífsþreytt Atlantshafsbandalag. Þessu hyggst bandalagið mæta með tempmðum loft- árásum, sem eiga að veikja hernaðarmátt Serba nógu mikið til þess að þeir geti ekki útrýmt Kosovörum, en samt ekki svo mikið, að Kosovarar útrými serbneska minnihlutanum í Kosovo. Þetta er grátlegt rugl. Tempmð stefna ellimóðs Atlantshafsbandalags er eins og allur ferill þess í málinu. í fyrsta lagi átti aldrei að hóta neinu, sem ekki átti að standa við. í öðm lagi á að eyða meininu, en ekki gutla í tempruðum stríðsleik, sem er dæmdur til að hámarka hörmungarnar. Ferill bandalagsins hefur leitt til þess, að Slobodan Milosevic flýtir sér sem mest hann má til að hrekja Kosovara úr þorpum sínum og reka þá, sem ekki em drepnir, yfir landamærin til Makedóníu og Albaníu. Tempraðar loftárásir magna þessar hörmungar. Annað hvort ber að heíja loftárásir á Milosevic sjálfan og senda síðan landher til höfuðs honum sjálfum og glæpaflokki hans eða láta Kosovo-málið afskiptalaust. Jónas Kristjánsson Greinarhöfundur segir það hafa verið lið í skrautsýningunni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að halda því fram nógu oft að öryrkjar hefðu það gott á íslandi í dag. Horfst i augu við veruleikann hengi í þessu kosn- ingaloforði og „afrek- um“ stjómarflokkanna í aðgerðum gagnvart bamafólki, þvi það er ekki langt um liðið síð- an stjórnarliðið lagði í raun af barnabætur gagnvart þúsundum íjölskyldna í landinu með því að tekjutengja enn frekar þær bóta- greiðslur. Stjórnar- flokkarnir hafa verið' með nefndir í gangi allt þetta kjörtímabil til að draga úr tekju- tengingunni til þess aftur að lækka jaðar- skattana. Þeir fóra í öfuga átt hvað barna- „Þeir ungu framsóknarmennirnir, með fyrrum aðstoðarmann fé- lagsmálaráðherra í broddi fylk- ingar, sem einnig er í framboði fyrir norðan, eru að skilja það að góðærið hefur nefnilega ekki skilað sér til fjölskyldna í þessu landi. Fólkið hefur ekki verið í fyrirrúmi.u Kjallarinn Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður Fráfarandi for- maður samtaka aldraðra, Páll Gísla- son, sem einnig er fyrmm borgarfull- trúi Sjálfstæðis- flokksins, hélt ræðu á landsfundi flokks- ins, um daginn. Hann sagði að eldri borgarar væm óá- nægðir með Sjálf- stæðisflokkinn, því hann hefði brugðist þeim. Viðbrögð þessa stærsta stjómmála- flokks þjóðarinnar, sem hefur verið við stýri þjóðarskút- unnar síðustu átta ár og látið sig hags- muni aldraðra lítið varða, greip til þess ráðs að samþykkja tillögu, núna tveim- ur mánuðum fyrir kosningar, þar sem tekjutenging bóta til aldraðra var afnum- in; tillaga sem eyk- ur útgjöld Trygg- ingastofnunar um 13 milljarða króna. Það munaði ekkert um minna. Enda að koma kosningar. Að vísu fór þessi tillaga einkar illa saman við afstöðu þingmanna flokksins og forystuliðs á umliðn- um árum, sem hafa ítrekað kolfellt allar tillögur á Alþingi sem miðað hafa að því að bæta kjör aldraðra. En nú á að reyna að bjarga fyrir hom. Barnafólkið líka Og ekki síður var lítið sam- bæturnar áhrærir. Barnafjöl- skyldur bera skarðan hlut frá borði. Það var líka liður í skrautsýn- ingunni á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins að halda því fram nógu oft, að öryrkjar hefðu það gott á íslandi í dag, sama hvað Samfylk- ingin og aðrir stjómarandstæð- ingar héldu fram. Öryrkjar sjálfír svöraðu hins vegar sjálflr þessum fráleita málatilbúnaði með eftir- minnilegum hætti. Þeir stóðu í þögulli mótmælastöðu utan við fundarstaðinn og talsmenn þeirra gerðu síðan skilmerkilega grein fyrir högum þeirra. Og afkoma þeirra er einfaldlega slæm - og ekki í neinu samræmi við það góðæri sem ríkt hefur í efnahags- lífl þjóðarinnar. Bragð er að Þeir gátu tæplega lýst því betur ungir framsóknarmenn á dögun- um, þegar þeir ályktuðu og gerðu upp þetta kjörtímabil sem nú er að ljúka. Þeir sögðu efnislega að ríkisstjómin hefði náð verulegum árangri í flestum málaflokkum, nema í málefnum eldri borgara, öryrkja og bamaflölskyldna! Já, það er nefnilega það. Bragð er að þá bamið finnur. Þeir ungu fram- sóknarmennimir, með fyrrum að- stoðarmann félagsmálaráðherra í broddi fylkingar, sem einnig er í framboði fyrir norðan, eru að skilja það að góðærið hefur nefni- lega ekki skflað sér til flölskyldna í þessu landi. Fólkið hefur ekki verið í fyrirrúmi. Það er tæpast að við Samfylk- ingarmenn gætum lýst þessu bet- ur. Nei, það er kominn tími til að breyta. Ódýrar kosningabombur stjómarliða duga ekki. Nú er það veruleikinn sem ræður för. Það þarf að horfast í augu við hann. Það þarf að ganga til verka og jafna kjör í landinu. í það verk verða þeir að ganga, sem hafa hugsjónir jafnréttis, raunverulegs frelsis og samkenndar, að leiðar- ljósi. Þess vegna er tími Samfylk- ingar jöfnuðar og félagshyggju ranninn upp. Guðmundur Ámi Stefánsson Skoðanir annarra Trúverðugleiki í húfi „Fjármálamarkaðurinn hefur harðlega gagnrýnt nýjar lausaflárreglur Seðlabankans, sem settar vora til að slá á þensluna í efnahagskerfinu og draga úr útlánum lánastofnana. Bankastjóri íslandsbanka, Valur Valsson, og bankastjóri Landsbankans, Hall- dór J. Kristjánsson, gerðu þær að umtalsefni á aðal- fundum bankanna í fyrradag ... Ljóst er af viðbrögð- um talsmanna annarra flármálafyrirtækja ... að flár- málakerfið er nánast einhuga í gagnrýni á aðgerðir Seðlabankans ... Það er að sjálfsögðu töluvert um- hugsunarefni fyrir forsvarsmenn Seðlabankans, ekki sízt vegna þess, að trúverðugleiki bankans er í húfi.“ Úr forystugreinum Mbl. 24. mars. Siðapostular í Samfylkingu „Hvað er Samfylkingin að hugsa? Verður þetta nýja stjómmálaafl ekki að koma fram og útskýra fyrir kjósendum sínum hvers vegna ákvörðun þeirra í opnu prófkjöri hefur verið ógilt? Hvaða kröfur á að gera til framboða og frambjóðenda nú og í framtíð? Það þýðir lítið að tala um opin prófkjör en flýja inn í bakherbergi þegar á reynir. Deilumál af þessu tagi kcillar á að hreyfingin geri hreint fyrir sínum dyrum gagnvart kjósendum. Hið sama á við um siðapostula, en af þeim er mikið í Samfylkingunni. Siðvæðing sflómmála gengur ekki út á það sem hentar hverju sinni.“ Stefán Jón Hafstein í Degi 24. mars. Flugvöllur eða íbúðarbyggð? „Reykjavíkurflugvöllur er ekki til óþurftar og frá honum stafar minna ónæði en frá bílaumferðinni í borginni ... Flugvelli fyrir innanlandsflug verður vart fundinn betri staður. Við getum státað af þess- um velli frekar en að hugleiða að leggja hann niður ... Þeir sem finna vellinum allt til foráttu eru þeir sem vilja fá úthlutað lóðum í Vatnsmýrinni, svo byggja megi á dýru landi dýrar blokkir ... Ef þessir menn fá að fylla uppí Skerjaflörðinn og setja þar flugvöll, þá er spuming hversu lengi sá flugvöllur fengi að standa áðuren menn myndu heimta að fá að flytja þann flugvöll og rýma fyrir íbúðarbyggð." Kristján Hreinsson i Mbl. 24. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.