Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 36
xðviku&aginn 24.03. ’99 Fjöldi vinninsa Vinningar Vinningiupphœð Heildarvinning&upphœð 42.394.350 A l&landi 3.042.900 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Veitingahúsið Þrír Frakkar fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli sínu. Á þessum tímamótum ætia kokkarnir á staðnum að elda ýmislegt góðgæti, þar á meðal þennan ijóta en bragðgóða fisk sem kallast hvítur túnfiskur. Hann veiðist aðallega við Madeira og Azoreyjar og norður af Spáni. DV-mynd Hilmar Þór Sjónvarpsmenn og fyrirsætur í Fókusi sem fylgir DV á morgtm veröa birtar niðurstöður skoðana- könnunar um hvem landsmenn telja besta sjónvarpsmann á íslandi. Einnig verður greint frá því hvaða tíu stúlkur komust áfram í úrslit keppn- I ^nnar Fordfyrirsætan 1999, sem Fókus stendur fyrir í samvinnu við Eskimo Models. í blaöinu er fjallað um teikni- myndasögur sem eru útbreiddar á ís- landi þótt fáir berji þær augum. Lífið eftir vinnu, leiðarvísir um skemmt- ana- og menningarlífið, fylgir Fókusi. Vestmannaeyjar: Bílar skemmdir Tveir bílar voru skemmdir í Vest- mannaeyjum í nótt. Annar biUinn stóð við flugvöUinn og er hann veru- lega skemmdur eftir að einhver eða einhverjir hafa lamið hann að utan. Hinn bUlinn stóð niðri við höfn og er sömuleiðis skemmdur. í morgun hafði enginn verið handtekinn vegna þessa ' ’®fnáls, en það var í rannsókn. -hb Árni Jónsson, rekstrarstjóri Jóns Bakans: Samkeppnisaðili kveikti í bílnum - Árni segir aöför vegna ábendinga um svarta vinnu Árni við bílinn, sem er gjörónýtur eftir að kveikt var í honum. DV-mynd S Árni Jónsson, rekstrarstjóri á pitsustaðnum Jóni Bakan, fékk væg- ast sagt óvænt símtal frá lögreglunni aðfaranótt þriðjudagsins síðasta. Lög- reglan hringdi og tilkynnti að bíU sem hún teldi vera hans, væri brunninn til kaldra kola. „Lögreglan spurði hvort ég ætti bíl með tilteknu bílnúmeri og sagði svo að hann væri í Heiðmörk, gjörónýtur, þar sem hann væri brunn- inn,“ segir hann. Ámi hafði yfirgefið vinnustað sinn, Jón Bakan, um hálftvöleytið aðfaranótt þriðjudagsins og skUið bUinn eftir, sem er að öUu jöfnu notaður sem vinnubíU. Ein- hvern tima um nóttina hefur bílnum svo verið stolið með áðurgreindum af- leiðingum. „Ég tel mig vita hveijir stóðu að baki þessu. Ég hef um árabU barist gegn því sem kaUast svört við- skipti á þessum pitsustöðum. Þau eru staðreynd og á það benti ég í grein í Viðskiptablaðinu fyrir nokkru. Launagreiðslur eru undir borðið á þessum stöðum. Ég missi í hverjum mánuði starfsfólk sem fer að vinna hjá hinum stöðunum, þar sem hinir staðirnir bjóða svört laun en ég ekki.“ Aðstoðar skattayfirvöld Ámi segist margoft hafa vakið at- hygli á málinu við skattrannsóknar- stjóra og átt við hann gott samstarf. „Ég er bara að biðja um að allir hafi sama samkeppnisgrundvöU, bið hvorki um meira né minna en aðrir. Þetta era peningar mínir og annarra sem er verið að stela með því að svíkja undan skatti," segir hann. Ámi segist hafa orðið fyrir barðinu á samkeppnisaðilunum áður. Það hafi verið hleypt úr dekkjum hjá honum, hringt heim á nóttunni o.fl. Nú sé honum nóg boðið. „Maður getur ekki lengur haft bUa fyrirtækisins fyrir utan það. Og það sem verra er, að þetta bitnar á fólkinu sem vinnur hjá mér. Ég hef notað þennan bU sem lánsbU fyrir menntaskólakrakka sem eru að keyra út pitsur hjá mér. Þeir geta ekkert unnið meðan ég er að reyna útvega annan bU. Og aUt út af því að ég er aö vekja athygli á glæp sem er framinn í þjóöfélaginu," segir hann. Lögreglan í Hafnarfirði hefúr nú málið tU rannsóknar. BíUinn sem brann var Jjósblár Daihatsu Charade og eru þeir sem urðu varir við öku- ferð frá pitsustaðnum þessa nótt beðnir um að hafa samband við lög- regluna í Hafnarfirði. „Ég veit satt að segja ekki hvort tryggingin nær yfir þetta en vona það. Núna verður mað- ur að fara að útvega bUaleigubU tU að hægt sé að halda áfram starfsemi fyr- irtækisins," sagði Ámi. -hb Veðrið á morgun: Úrkoma vestanlands Á morgun verður austlæg átt á landinu, gola eða kaldi. Slydda og snjókoma í fyrstu frá Suð- vesturlandi til Vestfjarða, en siðan rigning og slydda. Skýjað verður með köflum austan tU og úrkomulaust. Hiti verður um eða rétt yfir frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 37. Smuguviðræð- ur í hnút Dy Ósló: Smuguviðræðumar í Moskvu hafa gengið verr en reiknað var með. ís- lendingar, Norðmenn og Rússar setj- ast að samningaborðinu í dag, fjórða daginn í röð. Samningamaður Norðmanna, Kári Bryn, viðurkennir við norsku frétta- stofuna NTB, að viðræðumar gangi brösuglega. Hann segist þó vonast tU að samningur liggi fyrir í kvöld. Hann neitar að ræða hvort til standi að Norðmenn fái fisk, sem að verðmæti svarar tU eins þriðja af því sem ís- lendingar fá í Barentshafi. í Noregi hefur frá fyrstu stundu verið andstaða við Smugusamning- inn, sem gaf islendingum rétt til að veiða 8.900 tonn í Barentshafi af kvót- um Norðmanna og Rússa gegn því að hætta að sækja í Smuguna. -GK Guðmundur Magnússon: Vilji fólks er Ijós „Fólk finnur á sínum eigin skrokki að svona er þetta,“ sagði Guðmundur Magnússon, for- stöðumaður dag- vistar Sjálfsbjarg- ar, þegar bornar voru undir hann niðurstöður skoð- anakönnunar DV um kjör öryrkja. Mikill meiri- hluti þeirra sem spurðir voru töldu að kjör öryrkja hefðu versnað á kjörtimabilinu. „Ég held að úr þessari niðurstöðu megi lesa vilja almennings í landinu til að hafa hér velferðarkerfi sem er í sam- ræmi við niðurstöður skoðanakönn- unar sem BSRB lét gera á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. -SÁ MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Nýbýlavegi 28 S(mi 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport ðftOBaj SOKKABUXUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.