Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Heildsalar og fatabirgjar í biöstöðu eftir að KÁ lét fyrirtæki skrifa reikninga á BBT: KÁ og tálbeitan í fatasamstarfi - snýst um að fá vörur á bestu kjörunum, ekki fortíð, segir innkaupastjóri KÁ Heildsalar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi hafa sumir hverjir haldið að sér höndum við að afgreiða Kaupfélag Ámesinga um fatnað að undanfórnu, eftir að stórverslunin hefur látið alla þess háítar birgja skrifa út reikninga á bresk-íslenskt þjónustufyrirtæki í stað KÁ. Fyrir- tækið heitir BBT og er dótturfyrir- tæki Hogans i Nottingham, sem KÁ á hátt í 30 prósenta hluta í, en aðrir að- ilar og erlendir fjárfestar eiga hinn hlutann. Jóhann Jónas Ingólfsson, sem er nýlega kominn heim til ís- lands eftir að 7 mánaða fíkniefnadóm- ur á hendur honum frá 1993 fymtist, hefur starfað fyrir Hogan í 3 ár. Dóms- málaráðuneytið óskaði eftir því snemma á síðasta ári að Interpol leit- aði hans, en sú leit bar ekki árangur. „Við höfum ekki fengið nægilegar skýringar á því hvaða fyrirtæki þetta BBT er,“ sagði heildsali í rótgrónu fyrirtæki í Reykjavík um málið. DV ræddi einnig við heildsala á Suðurlandi í gær sem kvaðst ekki afgreiða KÁ meö vörur á meðan „þetta óvissuástand ríkti“. Samkvæmt upplýsingum frá KÁ hefúr verslunin verið í samskiptum við Hogan i Bret- landi frá því árið 1996 - á þeim tíma hefði ætlunin verið að fækka milliliðum og útvega vörur á góðu verði. Síðan hefðu forsvarsmenn Hogans ákveðið á síðasta ári að stofha dóttur- fyrirtækið BBT - til að „færa ákveðna vinnu heim og gera innkaup markvissari og ódýrari". Þetta er bara þróunin Helgi Haraldsson er innkaupastjóri KÁ: „Ef menn em í óvissu era þeir beðnir um að láta okkur vita um slíkt. Það hefúr dregist um einn eða tvo daga að fá afgreidd- ar sumar vörur, en það er ekki ástæða til að gera stórt mál út af því. Aðalat- riðið er að við erum að kaupa vörur þar sem verð- ið er hagstæðast fyrir við- skiptavini okkar.“ - Hvað um óvissu ykkar birgja varðandi BBT? „Þetta er bara þróunin - svona er lika að gerast í matvörabransanum, t.d. hjá Aðfong- um eða Búri, við erum bara að hag- ræða. Menn verða alltaf hræddir við nýjungar. En málið snýst ekki um for- tíð manna heldur það að fá vöruna á bestu kjöranum hverju sinni. Hafi einhver betri verð að bjóða í dag þá komi þeir aðilar fagnandi til okkar. Geti einhver ekki selt okkur ákveðna vöra verðum við bara að leita annað.“ Eins og fram kom í DV á fóstudag, hafa íslensk stjómvöld talið fullvíst að Jóhann Jónas Ingólfsson, sem var í hlutverki tálbeitu lögreglunnar í kókaínmáli árið 1992, hafi farið huldu höfði eftir dóm sem gekk í öðra fíkni- efnamáli sem Hæstiréttur dæmdi í október 1993. Þegar DV spurði Jóhann Jónas hvort hann hefði verið að koma sér undan því að afþlána dóm síðasta hálfa áratuginn sagði hann: „Nei, ég var ekki að því. Það er ekki við mig að sakast ef Interpol nær ekki að sinna sínu starfi." Jóhann Jónas sagði jafnframt að honum hefði aldrei verið birt boðun um fangels- isafplánun og íslenskum yfirvöldum hefði í raun ekki átt að vera skota- skuld úr því að finna sig á síðasta hálfa áratug. Samkvæmt upplýsing- um Fangelsismálastofnunar náðist aldrei í Jóhann til að birta honum boðun um að hefja afþlámm þann 10. janúar 1994. -Ótt Jóhann Jónas Inqólfsson. Bankastjóri breytir listaverki - myndlistanemar æfir Ragnheiður Gísladóttir við Listaglugga Búnaðarbankans. Á innfelldu myndinni er Þorsteinn Ólafs bankastjóri. DV-mynd GVA „Það mætti halda að hann væri laumulistamaður. Hann breytir listaverkunum okkar án þess að fá til þess leyfi," segir Ragnheiður Gísladóttir, nemi í Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans, um Þorstein Ólafs, nýráðinn banka- stjóra útibús Búnaðarbankans við Hlemm. Undanfarin fjögur ár hafa útskriftamemar í Myndlistaskólan- um haft glugga í bankanum til af- nota og sýnt þar verk sín, gangandi vegfarendum til yndisauka. „Ég hef verið að vinna við útstill- ingar sem þema og útbjó útstilling- arverk i samvinnu við skreytinga- menn frá Habitat. Verkið var eins og útstilling hjá versluninni og síð- an bætti ég inn mynd af sjálfri mér og merkti þetta Habitat. Þegar ég átti svo leið fram hjá glugganum í Búnaðarbankanum sá ég að það var búið að fjarlægja þann hluta verks- ins þar sem nafn Habitat kom fyr- ir,“ segir Ragnheiður og er alls ekki sátt við listræna afskiptasemi bankastjórans. „Hann eyðileggur listaverk, svo einfalt er það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn Ólafs bankastjóri breytir listaverkum útskriftamemanna. Á dögunum sýndi Unnar Öm Auðar- son verk í glugganum sem var ein- faldur texti á blaði: „Fór í banka - ekki banka“. Það verk fjarlægði bankastjórinn í heilu lagi. „Við höfum ákveðið að halda fund með nemendaráði Myndlista- skólans á mánudaginn til að afstýra frekari árekstrum," segir Þorsteinn Ólafs bankastjóri. „Þó að samstarfið hafi gengið vel hafa verið á því hnökrar í tvö skipti þar sem ekki var haft samráð við mig um hvað sýnt var eins og á að gera sam- kvæmt samningi um sýningarglugg- ann. Verk Ragnheiðar var ekki listaverk heldur auglýsing fyrir fyr- irtæki úti í bæ.“ - Ert þú listfræðingur? „Nei, ég er viðskiptafræðingur,“ segir Þorsteinn Ólafs bankastjóri. -EIR Lögbannsbeiðni Visa ísland á heitið Veltukort: Að undirlagi samkeppnisaðila - segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri „Við létum lögvemda nýtt þjón- usúiheiti, veltikort, til ákveðinna nota og eigum einkarétt á því,“ sagði Ein- ar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa ísland, vegna lögbannsbeiðni sem íyrirtækið lagði fram í gær á heitið veltukort hjá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis. Um helgina mun Visa ísland kynna nýtt debetkort, veltikort, sem verður með svipuðum skilmálum og veltu- kort Spron sem er í samstarfi við Master Card. Veltukort Spron var kynnt sl. mánudag. Síðan hafa verið seld 4.200 kort, að sögn Guömundar Haukssonar sparisjóðsstjóra. Visa Is- land skrifaði Spron í vikunni og óskaði eftir því að nafni veltukortsins yrði breytt. Að sögn Einars var ekki orðið við því þannig að lögbanns- beiðni var lögð fram um miðjan dag í gær. Einar sagði, að veltukort Spron hefði vissulega flýtt fyrir því aö Visa ísland hefði sett veltikortið á markað- inn. Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri sagði að almenningur hefði tekið hinni nýju þjónustu sem veitt væri meö veltukortinu afar vel, svo vel að það hefði „eitthvað truflað samkeppnisaðilana". Þeir heföu greinilega beitt stjórn Visa fyrir sig, sem hefði sett fram lög- bannskröfu. í gær hefði verið hald- inn stjórnarfundur í Visa þar sem sú ákvörðun hefði verið tekin og í stjórn Visa ættu sæti fulltrúar við- skiptabankanna. Leitt væri til þess að vita að Visa, sem væri í eigu fjármálafyrirtækja í landinu, þar á meðal Sparisjóðs Reykjavíkur, skyldi með þessum hætti ganga gegn eignaraðila þegar ljóst væri að niðurstaða málsins yrði engum til bóta. „Okkar kort er til og verður áfrarn," sagði Guðmundur. „Hvort við breytum nafninu fer eftir því hver niðurstaða sýslumannsins í Reykjavik verður. En kortinu breytum við ekki.“ -JSS Gamall sósíalismi Halldór Ás- grimsson utan- rikisráðherra sagði við Stöð 2 að kosningayfir- lýsing Samfylk- ingarinnar væri gamall sósíal- ismi. Stjórnin endurkjörin Öll stjórn Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi var endurkjörin á að- alfúndi félagsins í gær. Formaður er Eyjólfur Sveinsson. Aðrir stjómar- menn era Ólafur B. Ólafsson, vara- formaður, Matthea Kr. Sturlaugs- dóttir, ritari, Einar Benediktsson, Gunnar Þ. Ólafsson, Kristinn Bjömsson og Þorgeir Haraldsson. 894 þúsund tonn Loðnuvertíð sú sem nýlokið er gaf um 894 þúsund tonn og era um 100 þúsund tonn óveidd. Nokkur skipanna era að kolmimnaveiðum og afla vel. Ergelsi Starfsfólk Ako-Plastos undrast í opnu bréfi tO Bæjarstjómar Akur- eyrar í Degi í gær að ekki skuli hafa verið tekið tilboði fyrirtækisins í húsnæði Rafveitu Akureyrar. Svan- bjöm Sigurðsson, rafveitustjóri í Þórsgötu, segir bréfið móðgun og dulbúna hótun. Máttarstólpar Reykjavíkur Fimm stórfyrirtæki hafa ákveðið að gerast svonefndir máttarstólpar Reykjavíkur, menningarborgar Evr- ópu. Þau era Búnaðarbanki Islands, Eimskip, Landsvirkjrm, Olís og Sjó- vá-Almennar. Sýslumannsmál Hæstiréttur hefúr úrskurðað að héraðsdómur eigi að fialla um bótakröfúr Sig- urðar Gizurar- sonar, fyrrum sýslumanns, á hendur ríkinu vegna ákvörðunar dómsmálaráð- herra um að flytja hann úr embætti sýslumanns á Akranesi í embætti sýslumanns á Hólmavík. Héraðs- dómur vísaði kröfu Sigurðar frá. Morgunblaðið segir frá. Knatthús Sex íþróttafélög hafa stofnað með sér hlutafélagið Knatthús. Markmið þess er að undirbúa byggingu og rekstur knattspymuhúss eða fjöl- nota íþróttahúss í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Hafnarfirði eða Kópavogi. Félögin eru HK, Breiðablik, FH, Haukar, Stjaman og Ungmennafélag Bessastaðahrepps. Dagur sagði frá. Eldri styðja Samfylkingu Samfylkingin nýtur mests stuðn- ings meðal eldri kjósenda en minnsts meðal þehra yngri. Hjá Sjálfstæðis- flokknum er þetta öfúgt að því er kemur fram i könnun Félagsvísinda- stofnunar fyrir Morgunblaðið. Hindrun að VSÍ Þórólfur Áma- son, fram- kvæmdastjóri Tals hf„ segir að Þórarinn V. Þór- arinsson, stjóm- arformaður Landssímans hf„ sé í erfiðri stöðu að vera jafhframt framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. Vegna formennsku hans í Landssímanum eigi Tal hf. sem samkeppnisfyrir- tæki Símans erfitt með að ganga í VSÍ. Morgunblaðið greindi frá. Enn ósamið í Moskvu Samningar hafa enn ekki tekist um veiðar íslendinga í Barentshafi, en viðræður um þær standa nú yfir i Moskvu miili íslands, Noregs og Rússlands. Morgunblaðið greindi frá. Má ekki birta einkunnir Tölvunefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að birting einkunna stúd- enta við Háskóla íslands feli í sér brot á lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Nefiidin beinir því þeim tilmælum til Háskólaráðs að settar verði reglur um birtingu ein- kunna. Morgunblaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.