Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 Neytendur DV Nú er rétti tíminn til að klippa limgerðin í garðinum og taka til hendinni. Garðrækt: Snyrt í garðinum Með hækkandi sól vaknar náttúr- an til lífsins og þá þarf að fara að huga að ýmsu í garðinum. Nú er m.a. rétti tíminn til að klippa limgeröin í garðinum, eink- anlega ef endumýja þarf gömul víði- eða viðjuhekk. Limgerði úr brekku- viði, gljáviði og viðju geta orðið gis- in og ljót með tímanum og of breið að ofan. Til að koma í veg fyrir þetta þarf að klippa limgerðin reglu- lega þannig að þau verði eins þunn- vaxin og hægt er og svo þétt að þau byrgi innsýn í garðinn og standist snjóþyngsli. Besta lögun á limgerðum er að hafa þau A-laga, þ.e. breiðari að neðan en að ofan. Með þvi móti nær birtan vel niður að neðstu greinun- um og sprotamir ná að þroskast. Víðir og gljávíðir Gömul og úr sér vaxin víðilim- gerði má endumýja með því að saga þau núna alveg niðri við jörð. Um leið er gott að losa svolítið um mold- ina í kring og bera búfjáráburð að stubbunum. Síðar í vor munu svo nýir sprot- ar brjótast út úr þeim og þá er hægt að fara að móta limgerðið upp á nýtt. Þá er best að klippa þannig að sprotamir i miðjunni verði minna skertir en þeir sem utar em. Gljávíðinn er betra að klippa þeg- ar lengra er liðið á vorið, annars hættir honum til að þoma í sárin. Önnur aðferð við gljávíðinn er hins vegar að klippa limgerðið í eins konar beinagrind með því að klippa alla sprota inn að aðalgrein- unum, fjarlægja gamlar og feysknar greinar og greinar sem standa langt út. Með vorinu spretta út nýir sprot- ar sem haldið er í skefjum með sömu aðferö. Munið bara aö reyna að halda A-laginu á limgerðinu. Birkilimgerði Birkilimgerði þarfnast nokkuð nákvæmrar klippingar svo þau verði falleg. Klippið skáhallt utan úr þeim fyrstu árin en loflð topp- sprotanum að halda sér þar til fyrir- hugaðri hæð er náð. Eftir það er ráðlegt að klippa þau tvisvar sinn- um á hverju sumri, fyrst í lok júní og síðan aftur í lok júli. Skiljiö um 1/3 af vextinum eftir í hvert skipti. Aðrar trjáplöntur sem henta vel í limgerði eru m.a.: sólbroddur, fjallarifs, gljámispill, blátoppur og blöndustikill. Þessir mnnar þola all- ir klippingu á þessum árstima. Snyrting runnagróðurs Nú er einnig rétti tíminn til að snyrta blómarunnana í garðinum. Margir mnnar verða grófir og fyrir- feröarmiklir með ámnum en auð- velt er að stjóma hæð og fyrirferð þeirra. Aðferðin felst í þvi að fjar- lægja tvær til þrjár elstu greinarnar alveg niðri við jörð á hverju ári. í stað þeirra eru jafnmargar nýjar greinar látnar vaxa upp frá rótar- hálsinum. Gamla og úr sér vaxna blóm- arunna má endumýja frá granni með því að saga þá niðri við jörð. Þá er gott að losa um moldina í kring- um þá og bera húsdýraáburð í kring. Birkikvistur og víðikvistur em runnategundir sem skera sig úr . Báðir eru þeir eiginlega háifmnnar eða trénaðar jurtir sem blómgast á veturgamla sprota og skríða út til hliðanna ár frá ári. Best er að grafa þá upp, skipta þeim og færa þá til í nýja mold á fimm ára fresti til að halda þeim frískum og fallegum. Klipping trjáa Margir gera þau mistök við gróð- ursetningu trjáa að planta þeim of þétt. Oft er hægt að grípa í taumana áður en trén verða of stór og flytja þau. Oftast er líka hægt að stjóma vaxtarlagi trjánna með klippingu. Hvert brum er upphaf að nýrri grein og þegar klippt er vaknar fyrst það brum sem næst er sárinu. Af stefnu bmmsins má sjá í hvaða átt sú grein vex sem af því sprettur. Með því að klippa ofan við út- stætt brum fæst grein sem vex út á við. Sé hins vegar klippt ofan við innstætt brum fæst grein sem vex að krónunni. Slíkt er ekki heppilegt því þá verður krónan aflöguð og greinarnar krosslægar. Ef klippt er framan við bram sem vísar til hlið- anna er hægt að flytja greinar til hægri eða vinstri. Slíkt getur komið sér vel þegar fylla á í skörð. Stórar greinar Nú er einnig rétti tíminn til að grisja þéttar og þungar trjákrónur. Nauðsynlegt er að taka í burt kross- lægar greinar og aðrar greinar sem eyðileggja form trésins. Best er að saga stórar greinar neðan frá, svo sem 20-30 sm frá bol. Sagaö er sem nemur 1/3 upp í greinina sem síðan er söguð af ofan frá alveg við greinakragann. Standi tré of þétt og séu þau orð- in of gömul til að flytja þau er ekki um annað að ræða en að fella þau. Þá em miklar líkur að þau tré sem eftir standa þroskist vel og fái fal- lega krónu þegar fram í sækir. (Tré og runnar á íslandi, Haf- steinn Hafliðason o.fl.) -GLM Spænsk grænmetissúpa Þessi girnilega grænmetissúpa er ættuð frá Spáni. Hana má bera fram heita eða kalda. Þessi gimilega grænmetissúpa er ættuð frá Spáni. Hana má bera fram heita eða kalda. Uppskrift: 11 vatn 3 msk. grænmetissoð 2 laukar 1/2 agúrka 1 stór rauð paprika 6 tómatar knippi af steinselju safi úr 1/2 sítrónu 2 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 tsk. malaður belgpipar nokkrir dropar af piripirisósu salt sýrður rjómi, 18% ný basilíka. Aðferð Setjið vatn og grænmetissoð í pott og látið suðuna koma upp. Afhýðið lauk og agúrku og takiö innan úr paprikunni. Skerið grænmetið i stóra bita. Setjið það og steinseljuna í matvinnsluvél og búið til úr því gróft mauk. Setj- ið maukið í stóra skál og hellið soðinu og sítrónusafanum út í ásamt ólífuolíunni. Afhýðið hvít- lauksriftn og saxið smátt. Blandið þeim saman við ásamt belgpipar, piripirisósu og ögn af salti. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma og basilíku. Gott er að hafa snittubrauð með. (Gott og sterkt). -GLM gMðfamni í Natóferð Þeir sem sótt hafa fundi siðustu daga vegna alþingiskosninganna í Reykjaneskjördæmi hafa veitt því eftirtekt að Þórunn Sveinbjöms- dóttir, ein skærasta vonarstjama Samfylkingarinnar í því kjördæmi, hef- ur verið ijarri góðu gamni. Hefur gengið illa að fá upplýst hvar kon- an í 3. sæti held- ur sig og þykkur leyndardóms- hjúpur hvílt yfir ferðum hennar. Sandkom hefur hins vegar heimildir fyrir því að nefnd Þór- unn sé í hálfsmánaðar Natóferð í Bandaríkjunum. Þykir það heldur kyndugt i ljósi þeirrar staðreynd- ar að ekki er að finna stafkrók um utanríkis- eða vamarmál í ný- framlagðri stefnuskrá Samfylk- ingarinnar. Velta menn því fyrir sér hvort Þómnn sé að fá línuna um utanríkisstefnu þar ytra... Magnafsláttur Óskar Magnússon, stjómar- formaður Baugs, er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nef- ið og að geta séð hlutina í skemmtilegu samhengi. Hann á enda ekki langt að sækja það. Þegar Nóatún, Kaupfé- lag Árnesinga og 11-11 búðirnar voru sameinaðar undir einum hatti biðu marg- ir spenntir eftir viðbrögðum Baugsmanna. Þau létu ekki á sér standa hjá Óskari því þegar hann heyröi um nýstoftiaða óvinablokk sagði hann: „Þetta þykja mér ánægju- leg tíðindi. Það er miklu betra að kaupa þá í einu lagi heldur en mörgum litlum bitum því maður hlýtur að fá magnafslátt.“ Framtíð björt Nú liggur fyrir að Hermann Hansson, stjórnarformaður ís- lenskra sjávarafurða, ÍS, mun ekki gefa kost á sér til setu í stjóm félagsins á aðaifundi í dag. í fréttaljósi DV á miðvikudag var sagt að framtíð Hermanns hjá fyrirtækinu væri óviss. Nú hefur Hermann sjálfur tekiö af allan vafa um framtíð sína og nokkuð vist að hún verður ekki hjá ÍS - heldur hjá bókhalds- stofu á Homafirði. Þar er nefnd- ur Hermann flestum hnútum kunnugur eftir að hafa stjómað útgerðarfyrirtækinu Borgey meö árangri... Máttur orðsins Heilbrigðisráöherra vor, Ingi- björg Pálmadóttir, setti heil- brigðisþing i gær og hélt þar væna ræðu. Fer ekki sögum af ræðumennskunni sem féll í ágæt- an jarðveg. Minnti hún heilbrigðis- starfsmenn á að þeir hefðu fengið bærilegar kaup- hækkanir og skyldu því ekk- ert vera að heimta meira. Ræðunni var dreift á blaði til fjölmiðla til að auðvelda þeim úrvinnslu. Hins vegar virðist þess krafist að þeir haldi sér vakandi undir orðaflaumi ráðherra því í ræðu- lok á blöðunum kemur fyrir kyndug setning. Innan sviga stendur: Talaö orð gildir... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is }

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.