Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 7 I>V Fréttir ÍSAL skilaði methagnaði á síðasta ári: Lágt álverð frekar en stríð „Ég vil heldur sjá lágt álverö en stríð,“ segir Rannveig Rist, forstjóri íslenska álfélagsins hf., sem tilkynnti í gær metafkomu ársins 1998 sem skil- aði félaginu rúmlega 2,1 miiljarði i hagnað. Rannveig vitnaði til stxíðsins í Júgóslavíu aðspurð um hvort álverð myndi hækka vegna átakanna svo sem gerðist þegar Persaflóastríðið stóð yfir. Árið í fyrra var að sögn Rannveig- ar besta ár í sögu fyrirtækisins sem skilaði 1,9 milljarði í hagnað árið 1997. Tekjur álversins hækkuðu frá því að vera 15 milljarðar króna árið 1997 í rúmlega 18 milljarða árið 1998 eða um 20 prósent. Helstu skýringar hinnar góðu afkomu eru þær að stækkun álversins um þriðjung skil- aði sér að fullu í betri afkomu á síð- Stjórnendur álversins kynntu fjölmiðlum afkomuna í gaer. Fram kom að stækkun um þriðjung hefur malað fyrirtæk- asta ári. „Því veldur hagkvæmni inu gull. DV-myndir Sveinn - segir Rannveig Rist forstjóri sem er á leið í barneignarfrí Álverð lækkar en afkoman batnar 1.500 $ 1.450 1.400 1.050 1.000 950 Hagnaður ISALS - tölur í mllljónum króna 28/08 '97 08/01 '98 21/05 '98 29/10 '98 rsx*a stærðarinnar," segir Rannveig og nefndi að á þessu ári væri álverð á syngjandi niðurleið. Hún segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef ekki hefði verið stækkað. Álverð hafi hrapað frá því að vera um 1600 doll- arar tonnið niður í tæplega 1200 doll- ara tonnið nú. „Við erum réttum megin við núllið þrátt fyrir að álverð stefni í að fara niður í þúsund dollara tonnið," segir Rannveig sem segist ekki geta lofað hagnaði á næsta ári. Algjör óvissa sé inn þróun álverðs og það hafi gjaman sýnt sig að þegar sérfræðingar spái því að verðið fari upp þá fari það gjaman niður á við. Guðmundur Ágústsson kerskála- stjóri segir stækkun álversins hafa komið mjög vel út og tekist hafi að keyra á meiri afköstum en þekkist víða annars staðar. Að sögn Rannveigar er lögð mikil áhersla á umhverfismál í álverinu og áætlað sé að um hálfur miUjarður fari tii þeirra á árinu. Fyrirtækið hafi ákveðna forystu á því sviði og mark- visst sé unnið að því að halda henni. „Þær framkvæmdir skila ekki fjár- hagslegum arði en em undirstaða þess að reksturinn sé kominn til að vera,“ segir Rannveig sem er eina konan í heiminum sem stjómar álveri. Að- spurð hvort menn verði ekki hissa að sjá konu sem framkvæmdastjóra segir Rannveig Rist hefur fulla ástæðu til að vera ánægð með afkomu álvers- ins en fyrirtækið undir hennar stjórn skiiaði hagnaði upp á rúm- lega tvo milljarða króna. hún svo vera í einhverjum tilfellum. „Menn verða svolítið hissa fyrst en jafna sig fljótt á því,“ segir Rannveig sem auk þess að vera eina konan sem stjómar álveri á von á bami á næst- unni. -rt ERSK NUEGG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.