Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v NATO hélt árásum á Júgóslavíu áfram í nótt: Vesturveldin eru ekki einhuga um árásirnar Agreiningur virðist kominn upp meðal Vesturveldanna um ágæti loftárásanna á Júgóslavíu. Bresk dagblöð greindu frá því i morgun að bæði ítalir og Grikkir hefðu efa- semdir um aö halda ætti loftárásun- um áfram. Flestar flugvélar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) sem fara til árása á stöðvar júgóslavneska hers- ins eru með aðstöðu á ítölskum her- flugvöllum. „Klofningur i NATO vegna her- ferðarinnar," segir í frétt Lundúna- blaðsins Times. Blaðið Daily Mail segir að teikn séu á lofti um að „samstaða vestrænna þjóða sé þegar farin að bresta". Hvenær sem er Hersveitir Atlantshafsbandalags- ins héldu áfram flugskeyta- og sprengjuárásum sínum á stöðvar júgóslavneska hersins í nótt, aðra nóttina í röð. Síðustu árásahrin- unni lauk snemma í morgun. Willi- am Cohen, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjónvarps- viðtali að Serbar mættu eiga von á UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Gnípuheiði 17, 0201, þingl. eig. Kópa- vogsbær, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins og íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30. mars 1999 kl. 13.30. Lækjarsmári 15, 0301, þingl. eig. Bygg- ingafélagið Sólhof ehf., gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, þriðjudaginn 30. mars 1999 kl. 14.45. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 30. mars 1999 kl. 15 á eftirfarandi eignum: Breiðibakki hl., Holta- og Landsveit, þingl. eig. Jón Kristján Ólafsson, gerðar- beiðandi er Tollstjórinn í Reykjavík. Eyvindarmúli, Fljótshlíðarhreppi, þingl. eig. Benóný Jónsson og Sigríður Viðars- dóttir, gerðarbeiðandi er Kaupfélag Ár- nesinga. SÝSLUMAÐURINN RANGÁR- VALLASÝSLU UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um, sem hér seglr: Bleiksárshlíð 32, 1. hæð t.v., Eskifirði, þingl. eig. Sigurður Kristjánsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Austurlands, mánudaginn 29. mars 1999 kl. 9.50. Vallargerði 3, Reyðarfirði, þingl. eig. Að- alsteinn Böðvarsson og Hjördís Vest- mann, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Fjarðarbyggð (sveitarfélag 7300) og Lífeyrissjóður Austurlands, mánudag- inn 29. mars 1999 kl. 11.30. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI. því að ráðist yrði á þá hvenær sól- arhringsins sem væri. Stjórnvöld í Belgrad skýrðu frá því að þau hefði slitið stjórnmála- sambandi við Bandaríkin, Frakk- land, Þýskaland og Bretland vegna hernaðaraðgerðanna. Óeirðir brut- ust út utan landamæra Júgó-slavíu þegar hópar fólks réðust að sendi- ráðum vestrænna ríkja eða fulltrúa- skrifstofum í nágrannaríkjunum Makedóníu og Bosníu, svo og í Moskvu og Kanada. Sjónarvottar sögðu að flugskeyti NATO og sprengjur hefðu hæft skot- mörk um alla Júgóslavíu, þar á meðal flugvelli, herbúðir og loft- varnakerfi. Miklar sprengingar heyrðust í nágrenni höfuöborgar- innar Belgrad. Serbneska útvarpið saði að sprengjur hefðu einnig hæft borgaraleg skotmörk. Bandarísku hersveitirnar sögðust hafa skotið tuttugu Tomahawk stýriflaugum frá herskipum úti á Adríahafi. Mikill fjöldi NATO her- flugvéla hóf sig á loft skömmu síðar frá flugvöllum á landi. Heilu og höldnu Júgóslavneskir fjölmiðar sögðu að loftvarnasveitir hefðu skotið nið- ur þrjár orrustuvélar NATO. Willi- am Cohen sagðist hins vegar ekki vita til annars en allar árásarvél- amar hefðu snúið heilu og höldnu til bækistöðva sinna. Talsmaður bandaríska vamar- málcU'áðuneytisins sagði að þrjár júgóslavneskar MiG-29 herþotur hefðu verið skotnar niður og að ein MiG-21 hefði annað hvort hrapað eða verið skotin niður. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hittir ráðherra sína og ráögjafa í dag. Svo virðist sem Jeltsín hafi mildað afstöðu sína í garð Vestur- veldanna vegna hernaðaraðgerð- anna. Málgagn kínverskra stjóm- valda sagði í morgun að árásimar væru helber villimennska. Ávarp Bills Clintons Bandaríkja- forseta til serbnesku þjóðarinnar verður sent út í dag. Þar skýrir hann frá því aö árásunum sé beint gegn stjórnvöldum í Belgrad og kúg- un þeirra á albanska meirihlutan- um í Kosovo. Fá teikn era á lofti um að Belgradstjómin ætli að láta af sókn sinni gegn albanska meirihlutan- um, hvað þá að þau ætli sér að hleypa tugum þúsunda hermanna NATO inn í Kosovo til að framfylgja friðarsamningi. Wesley Clark, yfir- hershöfðingi NATO, sagði að árás- imar kynnu að ganga endanlega frá júgóslavneska hemum. Þá varaði hann Slobodan Milosevic Júgó- slavíuforseta við því að hann myndi ekki finna neitt griðland fyrir sig og herforingja sína. .Pristlna SERBÍA 5 Jastrebac- ** fjall DRENICA Gnjilane ®, Decani \\ Dakovjca Trstenik KÓSOVO Urosevac jPrizren ALBANlA SVART- FJALLALAND ' Júgóslavnseksar == hersveilir ráöast á vlgi Albana KOSOVO PRISTINA®’ 'odgorlca - ALBANlA Danilovgrad MAKEDÓNlA MAKEDÓNlA Heimild: NATO/Breska vamarmálaráöuneytió LOFTARASIR NATO - ONNUR NOTT NATO geröi árásir á Júgóslaviu í gærkvöld, annað kvöldiö í röö, meö flugvélum og stýriflaugum sem skotið var frá herskipum Bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að árásirnar yrðu „harðar" og myndu beinast að serbneskum hersveítum sem berjast gegn Albönum í Kosovo F-tntorséö sprengjullugvel Rússar hafa lengi veriö bestu vinir Serbanna Leiðtogar Vesturveldanna telja líklegast flestir aö Serbar eigi alla sök á ófremdarástandinu í Kosovo og að þeir séu árásarmennimir. Rússar em hins vegar á öðru máli. Rússneski rithöfundurinn Leó Tolstoj segir frá því í skáldsögunni Önnu Karenínu er hundruð ungra rússneskra sjálfboðaliða troðfylla jámbrautarvagna og halda til Serbíu að berjast, syngjandi föður- landssöngva. Tolstoj talar um að hetjudáðir Serba og Svartfellinga hafi vakið upp löngun í Rússum að hjálpa bræðrum sínum, ekki aðeins í orði heldur líka á borði. Rússar hafa komið til vamar Serbum að minnsta kosti sex sinn- um á síðustu 150 árum, enda tunga þeirra, trú og menning náskyldar. Stjómmálamenn í Rússlandi, hvar í flokki sem þeir standa, líta á Bandaríkin sem nýja fautann á Balkanskaga. Þar komi þeir í stað- inn fyrir stjóm ottómana í Tyrk- landi, austurríska keisaradæmið og Þýskaland Hitlers. Draskovic býður NATO vopnahlé Vuk Draskovic, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, sagði í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Sky í gær að hætti NATO loftárásunum yrði öllum aðgerðum hætt gegn „fólkinu, hryðjuverkamönnunum sem ollu því að árásir NATO gegn Serbíu hófúst." „Það er ómögulegt að ræða sam- an á meðan sprengt er,“ sagði Dra- skovic og lagði jafnframt áherslu á að Albanir yrðu að hætta árásum á Serba. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði að menn væru ekk- ert fyrir samningaviðræður. „Serbar vita vel að þeir þurfa að undirrita Rambouillet-samning- inn,“ sagði talsmaðurinn er hann var spurður um vopnahléstilboð Draskovics. Draskovic greindi ekki frá i smáatriöum undir hvaða kringumstæðum nýjar viðræður gætu farið fram. Vuk Draskovic, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu. Símamynd Reuter. Réðust inn í Barsebáck Sex af Grænfriðungunum tutt- ugu og fimm, sem í gær réðust inn á svæðið við Barseback-kjam- orkuverið í Svíþjóð ákváðu að dvelja á þaki eins kjarnaofnins síðastliðna nótt. Milljón pílagrímar Yfir ein milljón pilagríma er komin til Sádi-Arabíu frá öðrum löndum. Milljó íbúar konung- dæmisins fara einnig í pílagríma- ferð til Mekka. Ríkisréttur yfir forseta Þingið i Paragvæ hóf í gær und- irbúning að réttarhaldi yfir Raul Cubas forseta. Hann er sakað- ur um það öng- þveiti sem með- al annars leiddi til morðsins á varaforseta landsins, Luis Maria Árgana, á þriðjudaginn. Til þess að koma forsetanum frá þarf atkvæði tveggja þriðju hluta þingmanna. Óljóst er hvenær atkvæðagreiðsl- an fer fram. Barnaklám Brasilísku lögreglunni hefur tekist að koma upp um hring barnaníðinga sem tengjast Dan- mörku. Vitlaust stafað Franska lögreglan varaði í gær við folsuðum 500 franka seðlum. Þeir eru næstum fullkomnir, nema að því leyti að franska orð- ið fyrir sekt, í hominu þar sem þess er getið hvers falsarar megi vænta, er vitlaust stafað. Nýnasistum fjölgar Yfirvöld í Þýskalandi greindu frá því i gær að hægri öfgamönn- um færi fjölgandi í landinu. Nýnasistar eru sagðir breiða áróður sinn út á Netinu. Ver árásir NATO Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, varði í gær árásir NATO á Júgó- slavíu. Sagði hún árásfrnar gerðar til að stöðva grimmi- leg morð á íbú- um Kosovo og til að koma í veg fyrir frekari harmleik. Hillary, sem er á ferð um Afríkuríki, ræddi einnig um réttindi kvenna áður en hélt frá Egyptalandi til Túnis. Viðræður mögulegar Sú ákvörðun Norður-Kóreu að leyfa Bandaríkjunum aðgang að meintu leynilegu kjamorkuveri, greiðir göfrma fyrir frekari við- ræðum við norður-kóresk yfir- völd. Þetta sagði bandarískur embættismaður í gær. Jarðskjálfti í Tókýó Jarðskjálfti, sem mældist 5,1 á Richter, skók Tókýó í Japan og umhverfi hennar i morgun. Upp- tök skjálftans voru austan við borgina. Gæti fellt Pinochet Dauði tánings í Chile gæti orð- ið Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra, að falli. Marcos Quezada Yanez, sem var 17 ára, var handtekinn í Chile í júní 1989. Nokkrum klukkustundum síðar var hann látinn og er talið að hann hafi verið pyntaður. Breska lávarða- deildin úrskuröaði síöastliðinn miðvikudag aö Pinochet nyti ekki friðhelgi vegna glæpa sem framd- ir hefðu verið eftir 1988. Mann- réttindasamtök segja að fjölda annarra mannréttindabrota eftir 1988 sé getið í ffamsalsbeiðni Spánveija. Forseti Chile, Eduardo Frei, hefur kallað þjóðaröryggis- ráðið á fund sinn í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.