Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 10
10 tenning FOSTUDAGUR 26. MARS 1999 Tímalaus veröld Arnars Herbertssonar Bandarískur unglingakór Ura helgina verður staddur hér á landi fimmtíu manna kór og djasssveit frá Menlo-menntaskólan- um í San Francisco, og mun hópurinn leika og syngja um borg og bý fram á þriðjudag. Á sunnu- daginn leikur djasssveitin í Ráðhúsinu kl. 14, en sama dag syngur kórinn í Hallgrímskirkju kl. 17. Efhisskrá kórsins er talsvert metnaðarfull; á henni eru verk eftir Pablo Casals, Maurice Duruflé, John Rutter og John Tavemer, og þar að auki bandarískir negrasálmar og þjóðlög. Á þriðjudaginn syngur kórinn siðan í Skálholti Ekki er víst að þeir sem í dag sækja mynd- listarsýningar að staðaldri séu kunnugir verkum Arnars Herbertssonar. Sem er ef til vill skiljanlegt, því eftir að SÚM-sýningar lögðust af hafa verk hans verið sjaldséð, eða þá að þau hafa verið sýnd úr alfaraleið, kannski heima í gangi hjá Helga Þorgils list- málara eða á heimaslóðum listamannsins á Siglufirði. En þau verk Arnars sem borið hefur fyrir augu hafa vakið óskipta athygli fyrir þann sérstæða myndheim sem þau birta. Þar er iðulega að finna hátimbraðar táknbyggingar í undarlegum ljóma og tíma- lausu umhverfi, ásamt líkingamáli sem ým- ist er sprottið úr kristni, guðspeki eða úr launhelgum á borð við þær sem Einar Páls- son eyddi ævi sinni í að stúdera. Nú gefst forvitnum tækifæri til að gaum- gæfa þessar myndir, því Arnar hefúr loks dregist á að sýna þær í einhverjum mæli í Sverrissal í Hafnar- borg, Hafnarfirði. Vill hann þannig kvitta fyrir starfslaun sem hann hlaut á síðasta ári. - Sjáifúr er Arnar ekki ólíkur myndum sínum, dulur og óáreit- inn en þó djúphugull. Samtal okkar hefst á ígrundunum um hella- kenningu Platós sem Amar segist hafa ver- ið að „grauta í“ öðra hvoru. Að því loknu segir hann mér frá því hvemig hann leidd- ist út í myndlist. „Ég var kominn á þrítugsaldur og bjó á Siglufirði þegar Hörður Ágústsson kom þangað til að gera úttekt á byggingum. í leið- inni hélt hann fyrirlestur um arkitektúr. Á hann mættu þrír Siglfirðingar, þar á meðal ég og faðir minn, sem var mjög flinkur húsa- málari. Á eftir herti ég upp hugann og sýndi Herði það sem ég hafði verið að teikna og mála. Hann hvatti mig eindregið til að koma suður. Hörður er sem sagt upphafsmaðurinn að þessu öllu.“ - Svo fór að Arnar settist að í Reykjavík ásamt Kristjönu Aðalsteinsdóttur konu sinni og hugðist helga sig myndlistinni. Málsmet- andi myndlistarmenn af septemberkynslóð- inni réðu honum hins vegar frá því að stunda nám við Myndlista-og handíðaskól- ann, þar væri ekkert markvert að gerast. Þess í stað hvöttu þeir hann til að sækja til- fallandi námskeið í Myndlistaskóla Reykja- víkur þar sem þeir voru sjálfir við kennslu. Allt hefur táknmerkingu „Þetta voru auðvitað fordómar og vitleysa. En ég var svo áhrifagjarn á þessum árum. Því fylgdi ég ráðum þeirra og fór þannig á mis við ýmsa kennslu sem ég þurfti sannar- lega á að halda.“ - Arnar varð fyrir fyrstu hugljómun sinni Arnar Herbertsson: „Birtan í myndunum mikilvægust". DV-mynd E.ÓI. í myndlistinni á fyrstu sýningu SÚM-aranna Jóns Gunnars Árnasonar, Hreins Friðfinns- sonar, Sigurjóns Jóhannssonar og Hauks Dórs í Ásmundarsal árið 1965 og eftir það sýndi hann reglulega með þeim og öðrum SÚMurum. Hann vann þá hjá SkOtagerðinni þar sem hann gat unnið silkiþrykk fyrir sjálfan sig. Arnar lítur tii baka til þessara ára með blendnum huga. „Ég var í rauninni eins og hver annar sveitamaður þama í SÚM; áttaði mig ekki á því sem við vorum að gera fyrr en löngu seinna. Það var líka óttalegt sukk á okkur, sem fór illa með mig. Sjálfm drakk ég mest- megnis vegna minnimáttarkenndar. Ég var aldrei sannfærðm um að ég hefði í fullu tré við félaga mína sem myndlistarmaður. En það var mjög gaman að kynnast þeim og mér þyk- ir ákaflega vænt um þá alla. Á tíma- bili ihuguðum við hjónin meira að segja að flytjast til Hollands á eftir þeim Sigmði og Kristjáni Guðmunds- sonum." - Amar segir að táknmyndir hans hafi orðið til eftir að hann kynntist bókum Einars Pálssonar. „Ég gerði mér grein fyrir að bókstaflega allt getm haft táknmerkingu. Til dæmis eru orð ekki annað en gróf „mynd“ af einhverju sem hugminn býr til. Það sem heillar mig sérstaklega við tákn var að með þeim er hægt að búa sér til einkaver- öld sem þó getm ver- ið að- gengileg. Um leið eru táknin tímalaus, tilheyra bæði nú- inu og ei- lifðinni. Það má kannski segja að með þvi að nota tákn sé maður að skapa sér útgönguleið út úr veröld tímans. Ég er svo að reyna að leiða fólk inn í þessa tímalausu veröld táknanna með að- stoð birtunnar. Birtan er það mikilvægasta í þessum myndum. Hún er sjálf tákn vonar- innar. Þó ekki í kristilegum skilningi. Þótt ég noti tákn úr kristindómi er ég ekki að segja neitt um krsitindóminn." Nú er eins og Arnar dragi í land eitt augnablik; fyrirverði sig jafnvel fyrir eld- móðinn. „Blessaður vertu, það má ekki taka þetta of alvarlega. Auðvitað er ég fyrst og fremst að gera svona myndir fyrir sjálfan mig. Þær eru mín innlönd. En fólk verður að fá að skilja þær eftir eigin höfði. Nóg er lagt á mannfólkið í dag þótt listamaður sé ekki að íþyngja því með boðskap." -AI I fínu jafnvægi Sönghópminn Emil og Anna Sigga hóf upp raust sína að nýju eftir nokk- urt hlé á tónleikum í Salnum á mánudagskvöldið. Hópinn skipa þau Anna Sigríður Helgadóttir messósópran, Sigurður Halldórsson kontratenór, Skarphéðinn Þór Hjart- arson tenór, Sverrir Guðmundsson tenór, Bergsteinn Björgúlfsson barít- on og Ingólfur Helgason bassi, allt ágætar raddir, hver með sinn karakt- er og með mismikla skólun að baki. Einhver taugatitringur varð til þess að þau þrjú ensku þjóðlög, Bobby Shaftoe, The oak and the ash og Ear- ly one morning hljómuðu ekki nógu þétt og örugg. Þaö verðm líka að segjast að þetta umhverfi kallar einhvern veginn á meiri kröfur en óformlegir tónleikastaðir og kannski erfiðara að ná upp léttri stemningu og fannst mér þau ekki finna sig fyrr en komið var að skoska þjóðlaginu Nae luck about the house og höfðu þau fengið Hildig- unni Halldórsdóttur fiðluleikara til liðs við sig í því lagi. Það var alveg prýðilega flutt og framburðurinn sannfærandi, a.m.k. skildi maður ekki aukatekið orð og hefði þá verið gaman að hafa texta til hliðsjónar. Brynhild- ur Ásgeirsdóttir píanóleikari lék einnig með þeim í einu ensku þjóðlagi, Barbara Allen og fór létt með sinn part en ensku þjóölögin voru fyrirferðarmikil á fyrri hluta efnis- skrárinnar. Eitt irskt þjóðlag var þar líka að Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir finna, Londonderry air eða Danny boy sem mér er fyrirmunað að skilja hvemig einhver nennir enn þá að syngja en þar naut há rödd Skarphéðins sín ágætlega. Sterkasti hlekkurinn Annars er Anna Sigríður þeirra sterkasti hlekkur raddlega séð og fékk að glansa í nokkrum lögum i ágætum útsetningum Sig- mðar Halldórssonar sem sumar eru allt ann- að en einfaldar. T.d. í íslenska þjóðlaginu Hœttu aö gráta hringaná og Maóur hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson sem þó fór aldrei almennilega á flug hjá þeim ólíkt Round Midnight eftir Williams og Monk og Ástarsœlu Gunnars Þórðarsonar. Austur- strœti eftir Þórhall Sigurðsson var einkar skemmtilega útfært af hópnum og sýndi Bergsteinn Björgúlfsson þar fina takta en eitthvað var taktmælirinn, sem þau höfðu sér til halds og trausts í bítlalaginu Black- bird, að stríða þeim. Girl talk eftir Neal Hefti í útsetningu Sigurðar small vel saman og það sama má segja um Bruce Springsteen lagið Fire í útsetningu Skarphéðins. Skarphéðinn átti lika heiðurinn af útsetn- ingunni á Gegnum holt og hœóir eftir Egil Ólafsson og brásmellinni útsetningu á laginu um Simba sjómann og er greinilegt að það vantar ekki hæfileikana í hópinn. Jafnvægið er líka fint í hópnum, enginn skyggði á ann- an og má segja að í heild hafi þessir tónleik- ar verið ágæt skemmtun, þó kannski undir- búningurinn hefði mátt vera betri og lögin sum þurft að syngjast betur saman en þau voru einum of bundin nótunum sem gerir það að verkum að allt verður miklu stífara og gefur litið svigrúm til þess að sönggleðin taki völdin og hrífi mann meö upp í hæstu hæðir. Emil og Anna Sigga, Tónleikar í Salnum, 22. mars kl. 17, þar sem imglingakór Biskupstungna mun taka á móti honum og vera honum til halds og trausts. Hingað er þessi fjöld syngjandi og spilandi ung- linga kominn fyrir tilstilli Peggy Olsen, móðm einnar stúlkunnar í kómum, en hún er af ís- lensku bergi brotin, ættuð úr Hjaltadal í Skaga- firði. Islands Historie Iceland Review hefm nú gefið út danska útgáfú af sögu íslands eftir Jón R. Hjálmarsson, sagnffæðing og íyrrum fræðslustjóra Suð- mlands, sem byggð er á sam- svarandi bókum á ensku og þýsku frá sama útgefanda, nema hvað texti dönsku út- gáfúnnar „hefm verið aðlag- aðm að nánum samskiptum Dana og íslendinga í timans rás“, eins og segir í kynn- ingu. Texti bókarinnar er al- þýðlegm og aðgengilegm, skrifaðm með hinn almenna lesanda í huga. „Með lifandi lýsingum og greinar- góðri frásögn lyftir höfundm hulunni af landinu og sögu þess, aÚt frá vikingatímum til nútímans." Sjálfm segir höfundm að kynni hans af erlendum ferðamönnum og áhuga þeirra á landi og þjóð hafi verið kveikjan að þessari bók. Islands Historie er 206 síðm, prýdd hátt á ann- að hundrað myndum og kostar kr. 1992. Tumi í Haus Bill Þann 8. apríl nk. verðm opnuð í Haus Bill, sýn- ingarsto&iun í Zumikon í Sviss, sem heitir eftir konkretlistamanninum Max Bill, samsýning fjög- urra listamanna. Sýningin er þannig til komin að tveir nafnkunnir listamenn þar í landi, Roman Signer og Bemard Tagwerker, hafa fengið að bjóða með sér tveimur yngri listamönnum. Signer, sem marg- ir þekkja frá því hann var hér með „sprengiverk" á norrænu sýning- unni Borealis í Listasafni íslands, bauð íslendingn- um Tuma Magnús- syni að sýna með sér. En eins og margir vita er Tumi einn af athyglisverðustu listamönnum sinn- ar kynslóðar hér rnn slóðir. Sýningin í Haus Bill stendm til 8. júní. Myndlist við Grandagarð Ungif listamenn láta ekki húsnæðisleysi aftra sér frá sýningarhaldi. Nú á sunnudaginn munu fyrstaársnemar í fjöltæknideild Myndlista-og handíðaskóla íslands efna til sýningar á næsta óvenjulegum stað, það er í gamla hraðfrystihús- inu að Grandagarði 7, nánar tiltekið við hliöina á kafiivagninum i Ánanaustum. Þar verða sýndar „ljósmyndir, skyggnimyndir, innsetningar og tableaux vivants" að því er segir í tilkynningu. Ellefu listnemar taka þátt í þessari sýningu, þar á meðal tvær franskar stúlkm sem báðar heita „Sophie", en þær hafa verið skiptinemar í fjöltæknideildinni í vetm. Sýningin í gamla hraðfrystihúsinu verðm opin daglega kl. 14-18 ffarn á föstudaginn langa. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.