Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 11 Fréttir Borgarafundur á Akureyri um íþróttavallarmálið: Andstæðingar stórmark- aðar létu til sín taka Akureyrarvöllur. Verður hann áfram vettvangur íþróttaviðburða eða verður byggður á honum stórmarkaður? DV, Akureyri: Andstæðingar þess að byggður verði stórmarkaður á aðalleikvangi Akureyrarbæjar létu heldur betur til sín taka á borgarafundi sem haldinn var um málið í Sjallanum nú í vikunni en útvarpsstöðvarnar Frostrásin og svæðisútvarp Ríkisút- varpsins boðuðu til fundarins. Hann var mjög vel sóttur og voru hátt í 200 manns á fundinum þegar flest var. Var greinilegt að andstæð- ingar þess að Akureyrarvöllur verði fluttur voru þar í miklum meiri- hluta og má mikið vera ef bæjaryf- irvöld taka ekki tiliit tii þessa fund- ar þegar endanleg ákvörðun verður tekin um umsókn Kaupfélags Ey- flrðinga og Rúmfatalagersins um að fá að byggja stórmarkað á vallar- svæðinu sem er í hjarta bæjarins. Bragi Guðmundsson, formaður Ungmennafélags Akureyrar, var helsti talsmaður íþróttahreyfmgar- innar á fundinum og sagði hann í upphafi máls síns að það væri mjög einkennilegt að fyrirtæki í bænum gætu sett skipulagsmál bæjarins í algjört uppnám eins og gerst hefði með umsókn KEA og Rúmfatala- gersins. Hann sagði að það myndi kosta óhemju fjármagn að byggja upp sambærilega íþróttaaðstöðu á öðrum stað í bænum yrði sú ákvörðun tekin að byggja á vellin- um en það kostaði hins vegar ekki mikið að ljúka því sem þarf að gera á vellinum til að fullgera hann, m.a. að ljúka við aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og færa völlinn aðeins til. Forsendur fólks og reksturs Bragi vék að nýtingu íþróttavall- arins og sagði að á honum færu fram 30-35 knattspyrnuleikir á hverju sumri og frjálsíþróttafólk æfði þar alla virka daga frá því um miðjan dag og fram á kvöld. Nýting vallarins væri því mjög góð. Þá sagði Bragi að hann beitti sér í þessu máli á forsendum fólksins en ekki á rekstrarlegum forsendum. Hannes Karlsson, deildarstjóri hjá KEA, var fulltrúi kaupfélagsins á fundinum og sagði hann að kaup- félagið horfði fyrst og fremst til þessa svæðis út frá rekstrarlegu sjónarmiði. Fyrir lægi að verslun KEA-Nettó væri í allt of litlu hús- næði og hann teldi að íþróttavallar- svæðið væri aibesta svæðið í bæn- um sem hægt væri að byggja á stór- markað. „Við viljum vera þar sem fólkið er flest, þetta er spurningin um að vera á besta stað í bænum,“ sagði Hannes. Hann sagði að byggingin sem til stæði að byggja á íþróttavallarsvæð- inu ef leyfi fengist yrði um 12 þús- und fermetrar að flatarmáli og áætl- aður kostnaður væri um einn millj- arðar króna. Þá upplýsti hann að eigandi Rúmfatalagersins væri til- búinn að leggja fram allt það fjár- magn og KEA myndi þá leigja þar húsnæði yrði niðurstaöan sú. Hann- es sagði að vissulega væri íþrótta- vallarsvæðið ekki eina svæðið í bænum sem kæmi til greina fyrir byggingu umrædds stórmarkaðar en það væri það besta með tilliti til staðsetningar. Ekkert að óttast Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði enga ástæða til að óttast þótt svona mál kæmi upp í bænum, það væri hins vegar hið besta mál ef einhverjir aðilar vildu fjárfesta fyr- ir háar upphæðir. „Við eigum að vera menn til að skoða þetta mál frá öllum hliðum,“ sagði Kristján. Hann sagðist ekki hafa tekið per- sónulega afstöðu í málinu, það væri í mikilli umræðu í bæjarkerfinu þar sem allir fletir þess kæmu til skoð- unar og sú urnræða myndi leiða til niðurstöðu sem myndi liggja fyrir fljótlega og yrði þá kynnt. Það kom fram í máli Kristjáns Þórs að sú hugmynd hefði komið upp að byggja upp nýja íþróttaað- stöðu fyrir Akureyringa á Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit og sagði hann það sjálfsagt að skoða þann mögu- leika eins og aðra ef flytja ætti aðal- leikvang Akureyringa. Það verður að segjast eins og er að þessi hug- mynd fékk miður góðar viðtökur á fundinum en Kristján Þór sagði að ef menn meintu eitthvað með tali um sameiningu sveitarfélaga væri sjáifsagt að skoða öll mál sem upp kæmu. Fréttaljós Ég stakk upp á þessu Stefán Gunnlaugsson, veitinga- maður og formaður knattspymu- deildar KA, lét heldur betur til sín taka þegar spumingar vom leyfðar úr sal og gagnrýndi harðlega að- stöðuleysi knattspymumanna í bænum. Stefán sagði að standa bæri vörð um þá perlu sem aðalleikvang- ur Akureyrarbæjar er á besta stað í bænum og völlurinn væri hluti af ásýnd bæjarins. Hann vildi fá svar við þeirri spurningu hvort bæjaryf- irvöld væm tilbúin að bera málið undir bæjarbúa i atkvæðagreiðslu, og spuröi í lokin hvort það væri virkilega rétt að forráðamönnum KEA og Rúmfatalagersins hefði ver- ið bent á það af aðilum innan bæjar- kerfisins að sækja um að fá að byggja á íþróttavellinum. Kristján Þór bæjarstjóri svaraði því til að það skipti engu máli hver hefði bent á lóðina og hann sagðist ekki muna hver hefði gert það. Þessi orð hans vöktu litla kátínu i salnum og svaraði Kristján Þór þeim óánægjuröddum: „Ég stakk upp á þessu, ef einhverjum líður betur með það, ég skal taka það á mig.“ Kristján Þór sagðist ekki útiloka atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa um málið en sagðist þó treysta bæj- arstjórn til að komast að niðurstöðu í því. Andstæðingar í meirihluta Ýmsum hlutum var velt upp í um- ræðunni, m.a. því hvort byggja mætti stórmarkað á svæðinu milli Skipagötu og Glerárgötu yfir bila- stæði $em þar yrðu neðanjarðar, og hvort nýta mætti svæðið sunnar Kaupvangsstrætis og vestan Drottn- ingarbrautar til þessara hluta. Þá ræddu menn það ítarlega hvemig íþróttamönnum bæjarins yrði bætt- ur sá skaði að missa Akureyrarvöll ef af yrði. Það fór ekkert á milli mála að andstæðingar þess að byggt yrði á íþróttavellinum vom í yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Það kom vel í ljós þegar talsmönnum þess að hafna umsókn KEA og Rúmfatala- gersins var fagnað með lófaklappi hvað eftir annað. Þegar þeir sem sátu við pallborð fluttu lokaorð sin var Braga Guðmundssyni, formanni Ungmennafélags Akureyrar, og Benedikt Guðmundssyni, sem einnig var fylgjandi Akureyrarvelli á sínum stað, fagnað með lófataki en ekkert var klappað fyrir Hannesi Karlssyni, fuiltrúa KEA, Kristjáni Þór bæjarstjóra og Árna Ólafssyni, skipulagsstjóra Akureyrarbæjar. Skipulagsstjórinn, sem talaði á fundinum sem embættismaður, kom talsvert við sögu og á hann var „baulað" þegar hann sagði að hann hefði það á tiifinningunni að Akur- eyringar myndu mótmæla Akureyr- arkirkju ef byggja ætti hana núna! Utvarp með 24 stöðva minni • Sond Morping • Hátalarar tvískiptir: 120W • Power Bass Magnari: 2 x 100W RMS • Útvarp með 24 stöðva minni RDS • Þriggja diska spilari • Hátalarar tvískiptir: 120W • ■ Sond Morping Power Bass aekl sklpta máU 3 ára ábyrgð Æ Ð U R N I lágmúla 8 Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.