Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 Spurningin Hvaða atburðir tengjast páskunum? (Spurt á leikskólanum Holti í l-Njarðvík) \ ~~* y __. i yK^. •« Hrv' Þóra Ingólfsdóttir: A páskadag steig Jesús upp til himna. Elísabet Lind Matthíasdóttir: Jesús dó á páskunum og steig upp frá dauðum. Kara Friðriksdóttir: Jesús var krossfestur og fór svo upp til himna. S. Dagur Sturluson: Jesús var krossfestur og dó og steig á páska- dag upp til himna. Sigurður Freyr Sigurðsson: Jesús dó af því hann var krossfestur og fór síðan upp til himna. Guðmundur Þ. Jóhannsson: Jesús reis upp frá dauðum á páskadag og fór til himna. Lesendur Vegna efasemda í lesendabréfi DV um gæslu barns: Tvær ábyrgar barnfóstrur - og nágranninn einnig til staðar Helena Brynjólfsdóttir skrifar: Ég veit að ég tala fyrir munn allra foreldra er ég segi að enginn ótti nagar okkur meir en sá að eitt- hvað komi fyrir börnin okkar. Eng- in skelfing er dýpri en sú standa frammi fyrir þeirri lamandi martröð að telja sig vera að missa barnið sitt. Ég lenti í þeirri hræði- legu lífsreynslu fyrir viku að halda um tíma að yndisleg ársgömul dótt- ir mín væri dáin. Henni var hjálpað aftur til lífsins og ég þakka Guði fyrir það hverja mínútu að hún lifir og hefur náð sér að fullu. Það segir sig sjálft að maður er lengi að ná sér eftir svona áfall. Ég var rétt að byrja að jafna mig eftir þessa skelfi- legu lífsreynslu þegar ég las bréf frá Sólveigu Jónsdóttur i DV á mið- vikudaginn og ég verð að segja að það var eins og ég hefði verið slegin með hamri. Fyrirsögin var „Furðufrétt um barn í nauð". Þar lætur Sólveig að því liggja að ég hafi farið á fund og skilið ársgamla dóttur mína eftir eina heima á meðan, án gæslu, og ætlað síðan til kunningja á eftir „(hver veit hvað lengi!)" eins og hún orðar það. Og bætir við: „Mér finnst þetta allt vera hið furðulegasta mál, ekki síst þar sem sem foreldrar eins smábarns hyggjast skilja það eftir sofandi klukkutímum saman. Hér sýnist þurfa frekari rannsóknar við, Helga Guðrún Eiríksdóttir bjargvættur ásamt Maríönnu Ósk, 1. árs, sem lenti í hjartastoppi. eftir þessa furðulegu og óvenjulegu frétt." Litla stúlkan mín, Maríanna Ósk, er hvorki fyrsta né eina barnið mitt. Hún er sú yngsta af sex yndislegum og heilbrigðum dætrum sem ég á. Aldrei á ævinni hefði mér til hugar komið að skilja hana né nokkra af dætrum mín- um litlum eftirlitslausar á meðan ég færi af bæ. Mér fannst grein Reynis Traustasonar um giftu- samlega björgun Maríönnu Óskar góð og falleg og mig óraði ekki fyrir því að einhverjum kæmi til hugar að hún hefði verið eftirlitslaus heima. Ekki aðeins voru tvær mjög ábyrgar barnapíur á heimilinu á meðan, heldur var eiginmaður Helgu Guðrúnar ná- grannakonu minnar, Ólafur ísleifsson, einnig heima og til taks i næstu ibúð ef á héfði þurft að halda. Ég harma það mjög ef Sólveig Jónsdóttir hefur misskilið fréttina svona hrapalega. Fyrir mér hefði innskot blaða- mannsins um það að barnið hefði haft barnapíu verið álíka og að greina frá því hvort kveikt hafi verið á sjónvarpi meðan atburðurinn átti sér stað. Með þess- um línum vona ég að enginn velkist í vafa um staðreyndir málsins. Inni- legar kveðjur til ykkar allra. Ráðhúsið nýtist vel fyrir almenning \ SJeinn skrifar: Líklega hafa þær raddir hljóðnað að fullu að Ráðhúsið í Reykjavík sé ljótt og hafi enga þýðingu í borgarlíf- inu. Það er að vonum, því í Ráðhús- inu eru nú haldnar sýningar hver annarri áhugaverðari, þar eru haldnir tónleikar af ýmsu tagi og oft- ar en ekki er þar þéttskipaður salur áhorfenda og áheyrenda sem njóta þess er fram fer. Ekki má gleyma tónleikar vinsælastir stórfundum fyrir borgarana þegar hitamál eru á döfinni. Ég er einn þeirra sem hafa sótt tónleika sem haldnir eru i Ráðhús- inu. Ekki síst djasstónleika hjá Stór- sveit Reykjavíkur, en á þeim hefur verið húsfyllir og sveitin hyllt með dynjandi lófataki. Það ber ekki á öðru en hljómburður sé hinn besti í húsinu. Svo vill til að enn sé ég auglýsta tónleika í Ráðhúsi Reykjavikur nk. sunnudag. Djasstónleika þar sem Menlo School Jazzband frá Atherton í Californíu kemur fram og leikur fyrir almenning að kostnaðarlausu. Ég þekki svolítið til þessa tónlistar- hóps og hvet ég alla sem unun hafa af djassi að láta svona tækifæri ekki ónotað. - Ég veit ekki hvar annars staðar en í Ráðhúsinu svona uppá- komur gætu orðið að veruleika. Utlánaþensla bankanna Magnús Sigurðsson skrifar: Er hægt að setja sig upp á móti því að Seðlabanki íslands fylgist með og vari við þegar útlitið í efiiahagsmál- um þjóðarinnar tekur á sig ískyggi- lega mynd? Nú hafa nýjar reglur Seðlabankans um lausafjárskyldu lánastofnana verið hart gagnrýndar af stjórnendum banka og sparisjóða, svo og verðbréfasjóða. En er þetta gert að tilefnislausu? Á meðan ekkert lát er á útþenslu- stefnu bankanna hlýtur það að flokk- ast undir öryggisgæslu Seðlabank- ans að taka ýmis skref sem flokka má undir takmarkanir á peninga- flæðinu. Þetta eru aðhaldsaðgerðir sem ekki eiga að koma neinum á óvart. Nýjar reglur Seðlabankans eru ekki settar af neinni tilviljun. Það er farið að örla á einkennum í efnahagslífinu sem ekki hafa sést Sparnaður er mlklu minni en áætlað var og verðbréfaviðskipti og hlutafjár- kaup komin úr böndunum, miðað við umfang svo fámenns þjóðfélags, seg- ir bréfritari. ITJl@IÍfflniD)/Æ\ þjónusta allan sólarhrlnsli ¦\ egisrnmBf^pio i sima 5000 ílli kl. 14 og 16 síðan á verðbólguárunum. Jafnvel heyrir maður að gjaldeyrisforði landsmanna geti orðið í hættu við núyerandi aðstæður. Ég yrði ekkert undrandi þótt strax að kosningum loknum yrðu settar reglur um aðhaldsaðgerðir vegna út- streymis erlends gjaldeyris. Eitt sinn - og það ekki fyrir óralöngum tíma - var settur á skattur á gjaldeyri, að mig minnir 10% sem átti að stöðva fólk í að kaupa gjaldeyri ótæpilega. Það verkaði ekki vel og var gjaldið tekið af er ný ríkisstjórn komst til valda. Aðalmálið er nú að stöðva með einhverjum hætti það geysilega flæði fjármagns sem flæðir um allt þjóðfé- lagið. Sparnaður er miklu minni en áætlað var og segja má að verðbréfa- viðskipti og hlutafjárkaup séu komin úr böndunum miðað við umfang svo fámenns þjóðfélags. - Kannski er að- eins ein lausn í sjónmáli: Seðlabank- inn taki stefnuna í fjármálum þjóðar- innar. Það er ekki óþekkt fyrirbæri í vestrænum ríkjum. Karaoke-staði vantar Björgvin Jóhannesson hringdi: Svonefndir Karaoke-staðir eru víða komnir upp erlendis og eru þeir mjög vel sóttir af almenningi, t.d. um helgar. Ég hef ferðast mikið á undanfbrnum tíu árum eða svo og er ég dvel þar sem ég veit af slík- um stað læt ég mig ekki vanta, því það er hins besta skemmtun að sjá og hlusta á fólk af báðum kynjum reyna sig í tónlistinni og allir fá öfl- ugt lófatak að launum. Oft eru líka veitt verðlaun sem gestirnir eiga þátt í að veita. Hér vantar tilfinn- anlega svona staði, jafnvel fyrir fleiri aldurshópa en bara þá sem fara út að skemmta sér um helgar. Hvað með unglingastaði í þessu formi? Veitir nokkuð af tilbreyt- ingu fyrir þann aldurshóp? Vöndum til vals sendiherra Óskar Sigurðsson hringdi: Nokkuð hefur verið rætt um skipan nýs sendiherra okkar í Kanada. Las ég a.m.k. tvær aðsend- ar greinar í Mbl. af þessu tilefni þar sem höfundur var ekki par ánægður með skipunina. Einnig las ég ummæli Víkverja sem taldi að þar hefði verið vakin athygli á máli sem verðskuldaði umræðu. Ég er nú þeirrar skoðunar að vanda eigi verulega til vals sendiherra okkar erlendis. Menn skuli t.d. vera allvel menntaðir og fróðir um hvað eina sem viðkemur landi okkar og þjóð, kurteisir vel og ekki hafa lent í til- takanlegum deilum hér heima eða verið á skjön við meginmál og stefnu lýðveldis okkar. Mér finnst á skorta í þessum efnum og vænti verulegrar aðgæslu af hálfu hins opinbera framvegis. Ósæmileg grein rithöfundar Jón Pétursson skrifar: Sigurður A. Magnússon rithöf- undur ræðst ómaklega að Ingi- bjórgu Páhnadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, í DV mánud. 15.3.1999. Framganga hans er á þann veg að engum er sæm- andi og allir sem ætla að svara á sömu nótum ata sig út. Hryggilegt er að rithöfundurinn skuli vera svo kalinn á kroppinn að hann telji sér sæmandi að setja út svona hroða. Hann langar greinilega, og hefur raunar ætíð langað til, að láta taka mark á sér en það gerist ekki með þessum hætti. Rithöfundurinn á langt í land með að skilja hvað upp- lýst opinber umræða gengur út á. Síðasti bærinn í dalnum Birgir hringdi: Ég vil endilega hvetja Sjónvarpið til að sýna hina gömlu sígildu kvik- mynd Síðasti bærinn í dalnum. Auk þess sem þetta er ein elsta kvikmynd okkar er hún afar skemmtileg. Hún væri þarft inn- legg í þá hefð sem oft bryddir á að taka til endursýningar gamlar myndir en aðeins með vissu og löngu millibili. Mér datt þetta í hug eftir að samnefnt leikrit var sýnt I Sjónvarpinu fyrir nokkru. Prýðileg uppfærsla og skemmtileg. En gömlu myndina endilega líka, takk. Víníð og ölið í búðirnar Lúðvík hringdi: Marga er farið að lengja eftir breyttri reglugerö sem hálfvegis eða alfarið er búið að lofa, nefni- lega að fá létt vín og öl í matvöru- verslanir hér á landi. Á meðan ÁTVR er að gera samninga um sölu þessara áfengistegunda í efnalaug- um, barnafataverslunum og víðar úti á landsbyggðinni verðum við að búa við þá reglu að hlaupa í sér- staka útsölu sem ekki er einu sinni opin nema takmarkað til að kaupa eina flösku af víni. Ég skora á nýj- an fjármálaráðherra að taka á þessu máli fyrir vorið og ferða- mannatímann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.