Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fiölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Varla áhættunnar virði Viö erum í klípu með þessar veiðar, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra, aðspurður um hvalveiðar í DV í fyrradag. Forsætisráðherra sagði málið alltaf tek- ið upp í tengslum við ferðir íslenskra stjórnvalda ytra og oft fengjust neikvæð svör. Við vitum, sagði Davíð, að þetta er mál sem mundi skaða okkur verulega á ýms- um sviðum. Blaðið kannaði viðhorf kjósenda til hvalveiða hér við land að nýju, í kjölfar samþykktar Alþingis um að bann við hvalveiðum standi ekki lengur. Ríkisstjórninni var falið að undirbúa að hvalveiðar hefjist við fyrsta hent- uga tækifæri. í skoðanakönnuninni kom fram að enn sem fyrr vill meirihluti þjóðarinnar, 77,4 prósent, að hvalveiðar verði teknar upp að nýju. í könnun blaðsins vekur þó athygli að andstæðingum hvalveiða fer flölgandi, sé miðað við fyrri skoðanakann- anir. í skoðanakönnun DV fyrir sex árum voru 8,5 pró- sent kjósenda andvíg hvalveiðum. Fyrir tveimur árum hafði andstæðingum veiðanna fjölgað í 14,5 prósent og nú eru þeir 22,6 prósent. Staðan nú er því sú að nær fjórðungur þjóðarinnar leggst gegn því að hvalveiðar verði hafnar að nýju hér við land. Líklegt má telja að meirihluti andstæðinga hvalveiða meti það svo að með veiðunum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Hvalveiðar gætu spillt fyrir á fiskmörkuðum íslendinga og skaðað ferðaþjónustu verulega. Þetta eru tvær stærstu atvinnugreinar okkar. Ólíklegt er að stór hópur andstæðinga veiðanna leggist gegn þeim af hreinum umhverfis- eða vemdarsjónar- miðum, þ.e. geti ekki hugsað sér hvalveiðar. Kristín Halldórsdóttir alþingismaður orðaði það svo í viðtali við DV að röksemdir andstæðinga hvalveiða hefðu kom- ist til skila. Þingmaðurinn bætti því við fleiri myndu sennilega svara spurningu um hvalveiðar neitandi ef með fylgdu upplýsingar um þær afleiðingar sem hval- veiðarnar gætu haft ef þær hæfust að nýju. Þegar rætt er um hvalveiðar á ný er annars vegar um að ræða hvalveiðar líkt og stundaðar voru fyrir hval- veiðibann, stórhvalaveiðar sem skiluðu drjúgu til þjóð- arbúsins. Hins vegar hrefnuveiðar í smáum stíl, stund- aðar af smærri bátum en stóru hvalveiðibátunum. Dav- íð Oddsson forsætisráðherra bendir á þennan vanda. Menn tala um mismunandi hvalveiðar, annars vegar veiði örfárra hrefna til innanlandsneyslu og hins vegar hvalveiðar eins og í gamla daga. Ráðherrann kallar eft- ir vilja hvalveiðisinna. Vilja þeir veiða hrefnu til innan- landsneyslu og taka áhættu á að tapa viðskiptum fyrir milljarða króna út á það? Vilji þeir hins vegar hefja hvalveiðar í stórum stíl á ný verði að tryggja markaði í Japan sem við höfum ekki. Meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi hvalveiðum á nýj- an leik. Það er skiljanleg afstaða frá því sjónarmiði að íslendingar geti nýtt auðlindir sínar, enda séu veiddar tegundir sem ekki eru í útrýmingarhættu. Þótt afstaðan sé skiljanleg er hún tæpast skynsamleg með tiJliti til annarra og meiri hagsmuna. Því vara þeir við sem eiga sitt undir því að geta selt á erlendum mörkuðum. Þar er einfaldlega um að ræða burðaratvinnugreinar þjóðar- innar, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Það leikur sér enginn með fjöreggið. Því er rétt að hafa í huga varnaðarorð forsætisráðherra, þar sem hann segir það vitað að hvalveiðar muni skaða okkur verulega á ýmsum sviðum. Fáeinir hvalir eru varla áhættunnar virði. Jónas Haraldsson 16,3 % 326 milljónir 12,8 % 256 milljónir, 22,3 % 446 milljónir 20,7 % 414 milljónir 7,0 % 140 milljónir 20,9 % 418 mi „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að vegafénu, 500 millj. króna á ári, verði skipt í sömu hlutföllum og stórverkefnafé langtímaáætlunar...,“ segir greinarhöfundur m.a. Samfylkingin svíkur lit átti jafnframt sæti í nefndinni fyrir Sjálf- stæðisfiokkinn, Magn- ús Stefánsson fyrir Framsóknarflokkinn og Steingrímur J. Sig- fússon fyrir þingflokk óháðra. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar voru Svavar Gestsson, Krist- ján L. Möller og Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að vega- fénu, 500 millj. króna á ári, verði skipt í sömu hlutfollum og stórverk- efnafé langtímaáætlun- ar, enda er talað um flýtifjármögnun í til- „Þaö er erfítt aö fóta sig á fyrir hvað Samfylkingin vill standa. Enginn stjórnmálamaöur innan hennar hefur þá stööu aö á hann sé hlustaö sem leiötoga af fíokkunum þrem eöa fjórum sem hana mynda. “ Kjallarinn Halldór Blöndal samgönguráðherra Alþingi hefur samþykkt ályktun um byggðamál á nýjum forsendum. Hún hefur það að markmiði að auka fjölbreytni atvinnu- lifs og fjölga at- vinnutækifærum á landsbyggðinni jafn- framt því sem þjón- usta við íbúana sé bætt og dregið úr mismunun á sviði menntunar og heil- brigðismála. í þessum anda skipaði forsætisráð- herra nefnd sl. haust og skilaði hún tillögum 5. mars síð- astliðinn. Þar var m.a. lagt til að flýta vegaframkvæmdum „þar sem íbúaþróun er alvarleg og vega- gerð er líkleg til þess að hafa áhrif á byggðaþróun". Til þess skyldi varið tveim milljörðum króna á fjórum ár- um. Sérstaklega var fram tekið að alvara málsins væri slík að aðgerðir þyldu enga bið. Stjórnarandstaðan í meirihluta Byggðanefndin var skipuð full- trúum allra þingflokka eins og þeir voru 15. október sl. Þess vegna var stjómarandstaðan í meirihluta í nefndinni þó svo að Einar K. Guðfinnsson væri for- maður hennar. Tómas Ingi Olrich lögum nefndarinnar og að 500 millj. kr. verði endurgreiddar á 3. tímabili áætlunarinnar. Fjandsamleg afstaða til dreifbýlis í hádegisfréttum Bylgjunnar sl. miðvikudag var fjallað um þetta átak í vegamálum dreifbýlisins. Ágúst Einarsson kallaði það ódýrt kosningabragð og sagði að sam- þykkt ríkisstjórnarinnar væri út í loftið. Hann komst m.a. svo að orði: „Þetta segir bara að það em kosningar í nánd og menn em að reyna að dreifa út jólagjöfum hing- að og þangað sem þeir eiga von á einhverjum atkvæðum og ég er nú satt að segja alveg hissa á þessum vinnubrögðum." Hér lýsir sér eins og oft endranær fjandsamleg afstaða for- ystu Samfylkingarinnar til dreif- býlisins. Mér hefur raunar fundist Ágúst Einarsson ofstækisfullur í þeim efnum svo hann sést oft ekki fyrir. Þannig er afstaða hans núna. Þótt þrjú flokksystkin hans í Samfylkingunni standi að tillög- unum munar hann ekki um að sópa þeim út af borðinu. Og þá er hann auðvitað líka að tala um jöfnun húshituriarkostnaðar, jöfn- un námskostnaðar og framlög til heilbrigðismála. Ekki mitt mál Það er erfitt að fóta sig á fyrir hvað Samfylkingin vill standa. Enginn stjórnmálamaður innan hennar hefur þá stöðu að á hann sé hlustað sem leiðtoga af flokkun- um þrem eða fjórum sem hana mynda. í byggðanefndinni voru fulltrúar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Kvennalista. Þeir staðfestu niðurstöðuna með undir- skrift sinni og ég veit ekki betur en þingflokkur Samfylkingarinnar hafi blessað hana. En Ágúst Ein- arsson kemur úr Þjóðvaka. Má vera að honum hafi fundist fram hjá sér gengið. En það er ekki mitt mál. Halldór Blöndal Skoðanir annarra Árásirnar á Serba „Einhverjir kunna að spyrja, hvort það sé við hæfi að við íslendingar eigum aðild að þessum ákvörðun- um, friðsöm og vopnlaus þjóð. Við getum ekki, frek- ar en önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skorazt undan ábyrgð í þessum efnum, þótt viö séum svo heppnir að þurfa hvorki að leggja fram fólk eða fjármuni til þess að taka þátt í þessum hildarleik.... Við getum ekki frekar en aðrir setið aögerðarlausir hjá og horft á fólk drepið í stórum stíl. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem íslendingar standa meö óbeinum hætti að hemaðarátökum. Það gerðum við einnig, sem eitt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í Kórestríðinu fyrir tæpri hálfri öld.“ Úr forystugrein Mbl. 24. mars. Seðlabankinn og valdhafarnir „Að ríkisstjórnin skuli taka ákvörðun um að auka enn frekar útgjöld ríkisins á þessum tímum sívax- andi framkvæmdagleði um allt þjóðfélagið hlýtur að koma ýmsum á óvart. Margir em vafalaust þeirrar skoðunar, að við þær aðstæður sem nú ríkja ætti ríkisvaldið frekar að leggja áherslu á spamað og draga úr framkvæmdum á vegum hins opinbera. Að minnsta kosti er ekki hægt að taka þessa ákvörðun öðmvísi en sem staðfestingu þess að yfirlýstar áhyggjur Seðlabankans af of mikilli þenslu í samfé- laginu nái ekki eyrum þeirra sem völdin hafa í Stjómarráðinu. Er Seðlabankinn þá að bulla? Eða hefur kosningaskjálfti náð tökum á ríkisstjóminni? Elías Snæland Jónsson í Degi 24. mars. Hin „hófsömu öfl“ „Hin „hófsömu öfl“ hafa um tíðina komist upp með fáránlegar röksemdir vegna skorts á sjálfstæðri fjölmiðlagagnrýni. Það er ekki langt síðan forsætis- ráöherra landsins var maður sem hélt því fram að lögmál efnahagslifsins giltu ekki á íslandi! Það má kannski kalla Steingrím Hermannsson holdgerving „hófsömu aflanna"; alltaf var hann reiðubúinn að auka ríkisútgjöldin í þágu „góðs málefnis" - og senda síðan næstu kynslóð reikninginn. Valdaferill hans var jafn langur og raun ber vitni ekki síst vegna hlífðarsemi fjölmiðla; það var aldrei tekið með gagnrýnum og markvissum hætti á stjómarfari hans.“ Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 24. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.