Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 18
vxxxxxxxxxxxxxv 18 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 Ðjargvætturinn í Ðyrginu Bestu og verstu óskarsatriðin Milljaröamærin Fimleikameistarinn Milosevic Fréttir___________dv Vélin í Hólmaborg stækkuð um 134% Aflaskipið fræga, Hólmaborgin SU 11, Eskifirði, kom til Danmerkur um helgina, þar sem miklu aflmeiri vél verður sett í skipið -134% aflmeiri en sú sem fyrir er. Hólmaborgin lenti i foráttuveðri á leiðinni út og varð að leggja lykkju á leið sína í veðrinu. Fór í var við Noreg og tafðist um einn sól- arhring þar. „Kolmunnaveiðar krefjast mun meira vélarafls ef sækja á á þau mið af einhverju viti,“ segir Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar, í samtali við DV. Vélin sem er í Hólmaborg núna er 3200 hestöfl en nýja vélin verður Emil Thorarensen útgerðarstjóri. 7500 hestöfl. Árið 1997 fór Hólmaborgin í mjög miklar breytingar og má nánast segja að þegar vélarskiptum er lokið verði skipið nánast nýtt - frá því sem það var í upphafi. Emil segir að þessar breytingar muni brúa það bil á veiðum skipsins sem skapast þegar loðnuvertíð er lok- ið því iila hefur gengið að veiða kolmuna með þeirri vélarstærð sem er nú íslensku skipunum. Áætlað er að Hólmaborgin verði frá veiðum í um þijá mánuði en fari á kolmunna að breytingum loknum. ÞH DV-mynd ÞÖK Kyoto-bókunin um loftmengun: ísland undirritar þegar vit er kom- ið í samninginn - að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að undirrita Kyoto-bókunina þegar hún veröur þannig úr garði gerð að hún sé okkur hagstæð. Það þarf að viður- kenna sérstöðu okkar og reyndar er það þannig að sérstaða okkar nýtur töluverðrar virðingar, mundi ég segja, bæði í Bandaríkjunum, Ástralíu og hjá mörgum fleiri þjóðum," sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra í samtali við DV þegar hann var spurður um umhverfismálin. ísland telur að á sér sé brotið i þessari umhverfisvemdar- bókun. Davíð segir að auðvelt sé að kynna málstað íslands í þessu máli. „Ég er lögfræðingur og sem slíkum finnst mér afar undarlegt þegar reynt er að fá fólk til að undirrita samning sem það er óánægt með, bara til að undir- rita hann, til þess eins að breyta hon- um einhvern tíma síðar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Davíð. Hann segist ekki kannast við full- yrðingar um að ísland hafi orðið sér til athlægis erlendis vegna þessa máls eins og fullyrt hefur verið hér á landi. „Þegar ég fer að útskýra okkar stöðu skilja allir aðstöðu okkar, til að mynda að Evrópusambandið miðar allt við árið 1990. Það ár höfðum við sett hitaveitu í flest okkar hús en það er ekkert mark tekið á því. Af hverju 1990, af hverju ekki seinna? Jú, vegna þess að Austur-Evrópa var með fullt af ónýtum fyrirtækjum sem þurfti að loka hvort eð er. Svo var þeim lokað 1991-1995. Þá eignast Evrópa fullt af útspýjunarkvótum af því að verið er að loka einhverjum eldgömlum verk- smiðjum sem eru alveg óháðar Kyoto, Buenos Aires og Ríó, þeim hefði verið lokað hvort heldur var,“ sagði Davíð. Davíð segir að það sé ákveðið að Evrópusambandið verði sem eitt land, þess vegna geti kvótamir frá Austur- Evrópu farið til Spánar, Portúgals og fleiri landa. Svo sé ákveðið að farþega- flug milli þjóða skuli vera utan við þessa mynd. Þá er ákveðið næst að flug milli Lúxemborgar og Brussel sé millilandaflug og teljist ekki með. En Fokkerarnir okkar? Nei, það er innan- landsflug - og það er mengun. „Þeir mega vera eitt land í Evrópu- sambandinu og fara með kvótana fram og til baka út á ónýtar verk- smiðjur. Svona samkomulag er nátt- úrlega fyrir neðan allar hellur. Ef það hefði verið gert 1980 eða 1960, miðað við mengunina þau ár, þá væri staðan allt önnur,“ sagði Davíð Oddsson. „Ef við reisum hér álver og framleiðum rafmagn fyrir það þá má reisa hér tugi slíkra álvera miðað við eitt kola- kynt í Evrópu. Er þetta sanngjarnt?" spyr forsætisráðherrann. Hann segist bara biðja um sanngimi áður en skrif- að verður undir. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.