Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 19 Fréttir Þátttakendur. Efsta röð frá vinstri: Svanborg Kristinsdóttir, Ingibjörg Gestsdóttir, Karen Olsen, Katrín Rós Baldursdóttir, Þórdís Vöggsdóttir. Miðröð frá vinstri: Hrönn Sigvaldadóttir, Anna Þ. Þorgilsdóttir, Sif Rós Ragnarsdóttir, Sylvía Llorens, Katla Guðlaugsdóttir, Bryndís A. Ágústdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Harpa S. Björnsdóttir, Hrafnhildur Hrafnsdóttir. DV-mynd SV Feðurðarsamkeppni Vesturlands: Fögur fljóð frá sjö stöðum Of mikið kólesteról? Var með það, en ekki lengur. Jurtafæðan lagfærði það. Persónuleg reynsla og árangur. Frítt sýnishorn og ráðgjöf. Póstkr./Visa/Euro 30 daga skilafrestur S. 562-2123 / 861-4577 KOMIN AFTUR © Husqvarna Husqvarna heimiiistækin eru komin afturtil landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00-18:00. Endumýjum góð kynni! Lágmúlo 8 • Simi 533 2800 % DV, Vesturlandi: Fegurðarsamkeppni Vesturlands 1999 verður haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 10. apríl. Þréttán fogur fljóð frá Vesturlandi taka þátt í keppn- inni að þessu sinni og er þúist við spennandi keppni. Margar fallegar stúlkur taka þátt í keppninni að þessu sinni. Frá því að keppnin var endurvakin árið 1992 hafa stúlkur frá Akranesi ætíð sigrað. Stúikumar sem taka þátt í keppninni nú eru Svanþorg Kristins- dóttir og Ingiþjörg Gestsdóttir frá Grundarfírði; Þórdís Vöggsdpttir og Bryndís Á. Ágústsdóttir, Ólafsvik; Hrafnhildur Hrafiisdóttir, Borgamesi; Sif Rós Ragnarsdóttir, Stykkishólmi; Karen Ólsen, Hellissandi; og frá Akra- nesi eru sex stúikur: Katrín Rós Bald- ursdóttir, Hrönn Sigvaldadóttir, Anna Þ. Þorgilsdóttir, Katla Guðlaugsdóttir, Sylvía Llorens og Harpa S. Bjömsdótt- ir. Framkvæmdastjóri keppninnar er Silja Allansdóttir. -DVÓ Enn heimtist fé af fjalli: Lifði af áhlaup vetrarins DV Dalvik: Þó langt sé liðið á vetur er fé enn að heimtast í Dalvíkurbyggð. Þann 19. mars heimti Ármann Rögnvaldsson í Haga dilkær af fjalli og henni fylgdi einnig lamb frá Fomhaga í Hörgárdal. Reyndar komu kindumar fram í Am- ameshreppi því vélsleðamenn, sem vora á ferð í fjallinu fyrir ofan Bald- ursheim, rákust á kindumar og komu þeim til byggða. Að sögn Þorláks Aðaisteinssonar í Baldursheimi vora kindumar mjög of- arlega í fíallinu, uppi í svonefhdum Hjöllum. Þær vom furðu sprækar mið- að við að norðanhvellur var nýgeng- inn yfir. Ullin var þó orðin mjög klepruð og heldur vom þær rýrar. Þor- lákur telur það undravert að kindum- ar skuli hafa lifað af veturinn miðað við þau áhlaup sem gengið hafa yfir. Hins vegar er ekki mikill snjór í fjail- inu og alltaf skafið af rindum, svo þær hafa haft einhver snöp. í byrjun febrúar fúndust íjórar kind- ur á svipuðum slóðum, eða fyrir ofan bæinn Kjama, dilkær frá Haga og lömb frá Baldursheimi og Fomhaga. Þorlákur sagði að skilyrði til fjárleita væra góð á þessum slóðum og hann kvaðst ekki trúaður á að þetta fé hefði verið þama í fjallinu í ailan vetur. Auk hefðbundinna gangna var mikið farið til rjúpna á þessum slóðum og heíði þá átt að sjást til kindanna. Miklu liklegra væri að þær hefðu komið af Þorvalds- dal nú seinni hluta vetrar - í gegnum Þorvaldsskarð, eða hreinlega verið uppi í Þorvaldsskarði. Ármann Rögnvaldsson í Haga sagði að ærin hefði verið orðin mjög homð en lambið skár framgengið. Báðar tóku tóku vel tO matar síns og virtust una því hið besta að vera komnar í hlýjuna í Qárhúsunum í Haga. HIÁ Akranes: Lögreglu gefin myndavél DV, Akranesi: Þjóðfélagsverk Svavars Sigurðs- sonar, eins og hann kalfar verkefni sitt, gaf lögreglunni á Akranesi ný- verið Fuji-digital Mx600 myndavél, að verðmæti 85.000 krónur. Þetta er sjötta myndavélin sem Þjóðfélags- verk Svavars hefur gefið lögregfu- umdæmunum í landinu. Áður hafði fögregfunni á Húsa- vík, í Keflavík, Hafnarfirði, Mos- felfsbæ og Vestmannaeyjum verið gefnar myndavéfar. Svavar er búinn að gefa búnað til lögreglu og toll- gæslu fyrir á fimmtu mifljón króna. Peningunum safnar hann meðaf fyr- irtækja og einstaklinga, en frum- kvæðið kemur frá honum. Heiidar- stariið hefur borið góðan árangur. Þeir hjá tollinum og lögreglunni Svavar Sigurðsson afhendir Ólafi Þ. Haukssyni, sýslumanni Akurnes- inga, myndavélina. DV-mynd Daníel segja að þetta hafi skilað sér vel. „Mér fmnst hins vegar þeir sem eru að selja og flytja inn fíkniefni sleppi of vel. Refsinguna þarf að herða en þetta hefur þó lagast að undanfórnu," sagði Svavar við DV. DVÓ PáskablaðEEÍkemur út fimmtudaginn 1. apríl, skírdag. Auglýsendur, athugiö Blaðinu fylgir sérblaðið Lífiö eftir vinnu en þar er fjallað um það sem er að gerast í skemmti-, lista-, menningar- \ ** og afþreyingargeiranum. Pantanir og vinnsiuauglýsingar þurfa að berast fyrir Vki. t4 ftlánudaginn 29. mars. Tilbúnár auglýsingar þurfa að berast fyrir kl.jM míðvikudagfrra 31. mars. Smáauglýsingar til birtingar í páskabiaði þurfa að berast fyrir kfcn 5 miövikddagiprp3l. mars. blaö eftir páska kemur út á þriðjudagsmorgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.