Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. MARS 1999 T>V linn í vestri og speninn í Brussel „Einu sinni sáu bæöi Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag roð- ann í austri og flokks- menn sungu við raust hvorir með sínu nefi: Sovét Ís-J land, óskalandið * hvenær kemur þú? í dag sjá kotnmar hins vegar blámann í vestri og kratar spenann í Brussel." Ásgeir Hannes Eiríksson versl- unarmaður, í Degi. Brandari og skrípaleikur „Þetta er bara um lélegan brandara að ræða og er skrípa- leikur kortéri fýrir kosningar." \ Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður, um viðbótar- fjárveitingu til vegamála, í Degi. Vill verða samgöngu- ráðherra „Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir lætur í veðri vaka að hún vilji verða sam- gönguráðherra en mér flnnst ekki með- mæli með henni Ij það embætti að hún j skuli ekki hafa minni 3-4 vikur aftur í tímann yfir mál sem varðar milljarða til framkvæmda í vegamálum í höfuðborginni." Halldór Blöndal samgönguráð- herra, i DV. Glansmyndin Geir (Haarde) kýs aö bregða upp glansmynd af efnahagsmál- um nú og næstu missera. Það er rangt mat og hann er aö blekkja kjósendur. Reynslan sýnir að næsta stjóm mun þurfa að grípa til annarra aðgerða en þessi hef- ur fylgt eftir til að málin fari ekki úr böndum.“ Ágúst Einarsson alþingismað- ur, í Morgunblaðinu. Breiðu bökin „Maður hefði haldið að hægt væri að finna aðrar spamaðar- leiðir en skerða sum- arhýmna hjá 16 ára unglingum sem ekki hafa samnings- rétt. R-listinn virð- ist telja að þetta séu breiðu bökin í borginni." Kjartan Magnússon borgarfull- trúi, í DV. Trúðum orðið vitleysunni Yfirleitt er maður heilaþveg- inn eftir keppni. Þegar við kepptum í fyrstu keppninni þá töluðum við með því að leggja niður landsbyggðina og vorum farin að trúa því aö það væri ekki svo vitlaust." Hadda Hreiðarsdóttir, úr sigur- liði MA í Morfís ræðukeppn- inni, í Degi. SORPA, móttök flokkunarstöð zj-tz Mosfellsbær, v/'ð Blíöubakka Ártúnshöfði, v/'ð Sævarhöföa Grafarvorur, v/'ð Bæjarflöt & J. ,« B o - Miöhraun 20, á mörkum Garðabæjar y og Hafnarfjaröar Breiðholt, v/'ð Jafnasel stöövar á höfuðborgarsvæðinu IOV1 Dóra Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Nýherjabúða og Markaðsráðs Suðausturlands: Hélt alltaf að það væri vonlaust að eiga heima úti á landi „Eg sá auglýst eftir framkvæmda- stjóra til að vinna að uppbyggingu Ný- herjabúða á Höfn, sótti um og hér er ég búin að vera frá sl. hausti, alveg á kafi í verkefnum," segir Dóra Stefáns- dóttir, framkvæmdastjóri Nýherja- búða og nýráðin framkvæmdastjóri nýstofnaðs Markaðsráðs Suðaustur- lands. Einnig er hún stjórnarformaður Hvata ehf. „Nýheijabúðir em alveg að verða að veruleika og núna erum við að reyna að fá menntamálaráðuneytið til að samþykkja að nýr fram- haldsskóli hér á Höfn verði í sambyggingu við Nýherja- búðir. Ráðuneytið er að skoða þetta og við vænt- um svars sem fyrst tfl að framkvæmdir geti hafist. Hér er brennandi áhugi fyrir þessu máli og fólk sammála um að það sé algert lífsspurs- mál fyrir plássið að fá hingað góðan framhalds- skóla. Markaðsráðið sem við vorum að stofna hefur vakið mikla athygli og geysilega góð viðbrögð, ekki bara hjá þeim sem era í ferða- þjónustunni heldur öllum starfs- stéttum á - &£''' ( svæðinu og þátttakendum fjölgar dag- lega. Við erum að fara af stað með víð- tæka kynningu á svæðinu og hvað hér er að gerast, hvað staðurinn hefur og kemur til með að hafa upp á að bjóða Maður dagsins og búsetuskilyrðum hér. Hvati ehf. er að undirbúa ensímframleiðslu og er verið að standsetja gömlu mjólkur- stöðina sem fyrir- tækið keypti af KASK og ætti að geta byrjað vinnslu í vor.“ Dóra hefur gert ýmis- legt um dagana frá þvi hún hætti sem blaðamaður á DV 1983, en það- an lá leiðin til Danmerkur þar Jf sem hún stundaði f nám í alþjóðlegri þró- unarfræði um þróun i þriðja heiminum. Áður en námi var lokið var henni boðin staða sem verkefnastjóri hjá þróunarsamvinnustofnun við að koma á fót fiskirannsóknarverkefni í Namibíu og sjá um rekstur þess. „Ég tók þessu boði og var í Afriku í sex ár, nema hvað ég skrapp til Danmerkur og lauk náminu, einnig var ég með verkefhi á Grænhöfðaeyjum," segir Dóra. Það var mjög skemmtilegt og sérstakt að taka þátt í þessari upp- byggingu þama úti.“ Þegar Dóra kom heim gerðist hún fisksölukona og seldi saltfisk til Portúgals og Spánar en það átti ekki við hana svo hún hætti og gerðist framkvæmdastjóri hjá Krýsuvíkur- samtökunum. „Ég var þar í eitt ár og sá þá þessa draumastöðu hér aug- lýsta. Þetta er, held ég, það skemmti- legasta starf sem ég hef haft, fólkið hér er svo jákvætt, ákveðið og sam- taka um að láta sveitarfélagið blómstra og dafna og hér þrífst ekk- ert sundurlyndi og þras. Ég er full tilhlökkunar að takast á við þessi verkefni sem eru fram und- an og bíð spennt eftir að flytja í hús- ið sem við hjónin voram að kaupa hér.“ Dóra segist helst vilja eyða tóm- stundunum heima hjá manninum sínum, Stefáni Rafni Geirssyni, en einnig að spila bridge og svo er óskaplega gaman að ferðast. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ættuð úr Landbroti og Álftafirði og ég hélt alltaf að það væri vonlaust að eiga heima úti á landi, slíkt kæmi ekki til greina, en nú veit ég betur, það kom mér þægilega á óvart hve gott er að búa hér.“ DV-mynd Júlía _ji Undrabarnið í firniskum djassi Reykjavík menningar- borg Evrópu árið 2000 í samvinnu við Helsinki 2000 og Ríkisútvarpið býður landsmönnum í finnskan forleik um helgina, þegar fyrsta flokks tónlistarmenn úr djassi, teknó og klassík heimsækja landann. Fyrir djassgeggjara er heimsókn Lenni-Kalle Taipale há- punkturinn, en hann leikur með tríói sínu í Iðnó á laugardag kl. 16 og kemur fram á Gauki á Stöng á sunnudagskvöld ásamt þeim öðrum finnsk- um listamönnum er gefa Reykvíkingum forskot á menningarsælu næsta árs. Lenni-Kalle er undrabam norræns djass og hvar sem hann fer vekur hann óskipta athygli og aðdáun enda fyrirfinnst varla kröft- ugri píanisti í evrópskum djassi um þessar mundir. Á unglingsárunum benti allt til þess að hann yrði eitt af undrabömunum i finnsku klassíkinni en þá heyrði hann í Chick Corea og árið 1995 stofnaði hann tríó sitt sem hingað kemur. Hann var kjörinn djassleikari árs- ins á Pori-djass- hátíðinni 1997. Það er sama hvort Lenni-Kalle leikur framsamda ópusa, sí- græn lög eða bara Línu langsokk - allt verður að gulli í höndum hans. Félag- ar hans í tríóinu era bassa- leikarinn Timo Tupp- urainen og trommarinn Sami Jarvinen. Skemmtanir Myndgátan Olnbogarými Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. Sinfóníuhljóm- sveit áhuga- manna leikur í Borgarfirðin- um á morgun. Reykholt: Kirkjukórar og Sin- fóníuhljómsveit Á morgun kl. 16 halda kirkjukórar Borgarness, Hvann- eyrar og Reykholts tónleika í Reykholtskirkju ásamt Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna. Stjórn- andi á tónleikunum er Ingvar Jón- asson. Einleikarari á klarinett er Sarah Solberg og einsöngvari Dag- ný Sigurðardóttir. Á efnisskránni eru verk eftir Handel, Schubert, Bach, Mascagni og Mozart, þ. e. 1. kafli úr klarínettukonsert hans, Ave verum corpus og Laudate Dominum. Eftir Bach verða fluttir kaflar úr Fúgulistinni og lokakór- inn úr Mattheusarpassíunni. Að- gangseyrir er kr. 1000, frítt fyrir börn og eldri borgara. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit áhugamanna lýkur nú níunda starfsári sínu. Hún hefur allt frá upphafi lagt áherslu á samstarf við aðra áhuga- hópa í tónlist víða um land. Sam- starfið við söngfólk í Borgarfirði nú er liður í þeirri viðleitni. í hljómsveitinni leika mn 30 manns og sameinaður kórinn telur rúm- lega 40 manns. Kórstjórar eru Bjarni Guðráðsson, Jón Þ. Björns- son og Steinunn Árnadóttir. Bridge Hver er hæsta talan sem sagnhafi getur fengið utan hættu? Flestir verða sennilega að kíkja á miðana í sagnboxinu til að komast að þeirri staðreynd, en þá tölu er hægt að fá fyrir 1 grand redoblað, staðið með 6 yfirslögum. Eins og nærri má geta kemur sú tala sjaldan fyrir við spila- borðið en sást þó í alþjóðlega Hero- unglingamótinu (Holland) í janúar síðastliðnum. í sætum Av voru Sví- arnir Fredrik Nyström og Peter Strömberg, en þeir vora með hæsta Butlerútreikning allra para á mót- inu. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og NS á hættu: * KG6 •0 ÁD974 * K53 * D3 * D43 •f KG * ÁD4 * KG1074 4 102 •0 8532 4- 10986 * 952 Vestur Noröur Austur Suður 1 grand dobl redobl p/h Grandopnun Nyströms var 14-16 punktar og norður ákvað, illu heilli, að dobla til að sýna a.m.k. 16 punkta hendi. Austur átti fyrir redobli, suð- ur hafði lítið til málanna að leggja og norður taldi óráðlegt að flýja. Útspil norðurs var hjarta og sagnhafi átti fyrsta slaginn á gosa. Hann svínaði nú lauftíunni og spilaði síðan lauf- um. Norður henti tígli og spaða í þriðja og íjórða laufið en var í vanda þegar fimmta laufinu var spilað. Norður ákvað að veöja á að suður ætti 2 punkta og að þeir væru í spaða- drottningunni. Hann henti því spaðagosa í fimmta laufið. Nyström spilaði nú litlum spaða að blindum og í kjölfarið fylgdu 4 slagir til viðbótar á litinn. Sagnhafi hefði get- að haldið hjartatíunni eftir í blindum og þvingað 13. slaginn af norðri en ákvað heldur að halda eftir tigulgosa öðram í blindum. Það kom hins veg- ar ekki að sök, norður var orðinn illa haldinn í tólfta slag og ákvað í ör- væntingu sinni að halda i hjartaás- inn. Tveir síðustu slagir sagnhafa komu því á tígullitinn. Fyrir þennan samning fengu Svíamir 1760 í sinn dálk. Ef þeir hefðu veriðí hættu hefði talan verið 3160 en hærritölu er ekki hægt að fá sem sagnhafi í nokkru spili. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.