Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 32
 JOÍðER / r^j'j fyrír kLsoííi-o á la FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sjoppurán í Kópavogi: Ógnað með hnífi Rúmlega tvítugur maður ógnaði tveimur starfsstúlkum söluturnsins Bláhornsins við Smiðjuveg með hnifi í gærkvöld og hóf á brott með sér 125 þúsund krónum. Lögreglunni i Kópa- * vogi var tilkynnt um atburðinn um klukkan hálftólf í gærkvöld. Starfs- stúlkumar gátu gefið greinargóða lýs- ingu á ræningjanum en hann er tal- inn hafa verið i gallabuxum og dökkri peysu og með klút fyrir andliti og sól- gleraugu. Lögreglan hóf þegar leit í gærkvöld í tveimur húsum þar sem vitað er að menn, sem oft hafa komið við sögu lögreglu, eru búsettir. Ræn- inginn hafði ekki náðst í morgun. -hb Ökumaður fundinn ^ Ökumaður, sem ók á fjögurra ára gamlan dreng við Goðheima á sunnudag, með þeim afleiöingum að hann beinbrotnaði, gaf sig fram við lögreglu í gær. Konan segir að það hafi verið ósjálfráð viöbrögð að hún fór af vettvangi slyssins. -hb Eurovision Helgarblað DV: Selma og Svala í Helgarblaði DV er rætt við ' wSelmu Björnsdóttur sem verður fuh- trúi íslands í Evróvisjónhátíðinni í Jerúsalem nú í vor. Varpað verður ljósi á keppandann, lagið og um- gjörð keppninnar í ár. Fréttir bárust af Svölu Björgvins- dóttur fyrr í vikunni í sambandi við stóran samning við EMI-hljóm- plöturisann. Af því tilefni rifjum við upp feril Svölu. í blaðinu er rætt við Guðmund Jónsson í Byrginu sem hefur bjargað fjölmörgum frá Bakkusi með hjálp herra síns, Guðs almáttugs. Einnig verður litið á verstu og bestu atriði óskarsverð- launahátíðarinnar. í fréttaljósum er fjallað um Milos- evic og gerð erlendra kvikmynda á . ^líslandi. ""irTtíA{i *"Vy,1 ’í Lögreglan í Kópavogi á vettvangi ránsins í gær. DV-mynd HH Austurbæjarskóli: Smíðakennari færður til - sakaður um áreitni Skólastjóm Austurbæjarskólans í Reykjavík hefur í samráði við for- eldra ákveðið að smíðakennari skól- ans hætti að kenna einum bekk skól- ans. Stúlkur í sjöunda bekk höfðu kvartað yfir kynferðislegri áreitni smíðakennarans og var því gripið til þess ráðs að láta kennarann hætta að kenna bekknum. Höfðu umræddar stúlkur þá neitað að mæta í tíma hjá manninum um skeið. „Þetta er viðkvæmt mál og við höf- um verið að vinna í því að finna ein- hverja lausn í hálfa aðra viku,“ sagði Héðinn Pétursson, yflrkennari í Aust- urbæjarskóla. „Við höfum fundað með foreldrum bamanna sem hér eiga hlut að máli og niðurstaðan er sú að nýr smíðakennari verður ráðinn fyrir bekkinn. í raun er þetta aðeins milli- leikur því við höldum áfram að vinna í málinu og fmna varanlega lausn. Okkur er trúað fyrir þessum bömum og við verðum að standa undir því trausti." Smíðakennarinn sem látinn var víkja er í veikindaleyfi. -EIR Mikil ólga í framboösmálum og auðlindahópur stefnir á landsframboö: Frjálslyndir hafna samstarfi við Ellert - Sverrir fram í Reykjavík og Guöjón A. Kristjánsson líklega vestur Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins hafnaði í gærkvöldi sam- starfi við Ellert B. Schram um fram- boð á landsvísu. Sverrir Hermanns- son sagði í samtali við DV í morgun að viðræður við Ellert og hans stuðn- ingsmenn um samstarf hefðu ekki borið árangur. Hann kvaðst ekki bú- ast við framboði Ellerts og stuðnings- manna hans á eigin vegum, en þó væri ekki sitt að svara því. Miðstjórnarfundur samþykkti ályktun sem segir að undanfarið hafl farið fram athugun á samstarfi um framboð til alþingiskosninganna milli FYjálslynda flokksins og nokkurra fé- laga í áhugamannahópi um auðlinda- mál. Þær tilraunir hafi ekki borið ár- angur og muni því Frjálslyndi flokk- urinn birta framboðslista sína innan skamms. Víst má telja að Sverrir verður í efsta sætinu í Reykjavík en á Reykjanesi bítast um efsta sætið þeir Valdimar Jóhannesson og Grétar Guðmundur G. Ellert B. Schram. Þórarinsson. Mar. Þá er hugmyndin sú að Guðjón A. Kristjánsson leiði framboð á Vest- fjörðum ásamt Pétri Bjarnasyni, fyrr- um varaþingmanni Framsóknar- flokksins. Jón Magnússon hæstaréttarlögmað- ur sagði í morgun í samtali við DV að það væri vissulega kominn tími til að hrista upp í flokkakerfinu og kvaðst vera tilbúinn að veita Ellert B. Schram lið í því. „Ég er ánægður með að menn taka af skarið í þessu. Ég Jón Magnússon. Grétar Mar Jóns- son. mun styðja það ef Ellert fer fram,“ sagði Jón. Nú standa yfir viðræður um nýtt óháð framboð til alþingiskosninga á landsvísu. Var stefnt að því að taka endanlega ákvörðun í morgun og eftir hádegið má vænta tilkynningar frá þeim sem í viðræðunum hafa staðið um hvort af framboði verður. Fram- boðið yrði ekki á vegum áhugahóps um auðlindir í almannaþágu. Hins vegar hafa nokkrir úr þeim hópi tek- Sverrir Her- Guðjón A. Krist- mannsson. jánsson: ið þátt í þeim þreifingum sem átt hafa sér stað að undanfórnu. Ellert B. Schram staðfesti við DV í morgun að hann hefði tekið þátt í þessum viðræðum, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Samkvæmt heimildum DV hefur í viðræðunum verið gert ráð fyrir að Guðmundur G. Þórarinsson skipaði efsta sætið á Reykjanesi og Jón Magn- ússon skipaði efsta sætið á Vestur- landi. -JSS/SÁ Veðrið á morgun: Þurrt fyrir austan Á morgun verður hæg suðaust- læg átt og snjókoma eða slydda öðru hverju vestan til, en þurrt að kalla austanlands. Léttir smám saman til með norðan kalda vestanlands, fyrst á annesj- um, en þykknar nokkuð upp aust- an til. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. OROBLIj SOKKABUXUR MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm boröar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.