Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 t Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111, 105 RV(K, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sjálfbærir sjóðir íslendingar safna betur til ellinnar og hugsanlegrar örorku en allar þjóðir heims aðrar en Hollendingar og Bretar. Ríkisvaldið þarf lítið að koma til skjalanna hér á landi, af því að fólk hefur meira eða minna safnað fyrir þessu sjálft með aðild sinni að lífeyrissjóðum. Við búum ekki við gegnumstreymissjóði, þar sem starfsfólk nútíðarinnar safnar handa starfsfólki fortíðar- innar og starfsfólk framtíðarinnar safnar handa starfs- fólki nútíðarinnar. Hér safnar hver kynslóð sínum líf- eyri og sjóðirnir eru því sjálíbærir á hverjum tíma. Undantekningar eru á þessu. Þannig safna opinberir starfsmenn á íslandi ekki sjálfir fyrir sínum lífeyri nema að hluta og láta skattgreiðendur framtíðarinnar sjá um afganginn. Þessa ósiðlegu álagningu á afkomendur okk- ar þarf að afnema og gera þessa sjóði sjálfbæra. Enn fremur hafa sumir sjóðir ekki verið nógu vel reknir til að eiga fyrir skuldbindingum sínum. Þeim fer fækkandi, eftir því sem rekstur sjóða batnar og þeir sam- einast í færri og öflugri sjóði, sem hafa aðgang að marg- falt fjölbreyttari fjárfestingarkostum en áður. Þótt við höfum staðið okkur betur í lífeyrismálum en aðrar þjóðir, búum við engan veginn við fullkomið ástand. Alvarlegast er, að félög vinnumarkaðarins hafa lengst af ekki samið um að leggja til hliðar hærri upp- hæðir til lífeyris en sem nemur sultartekjum. Til að koma þessum málum í gott horf, þurfa lífeyris- greiðslur að miðast við, að fólk fái á elliárum eða við ör- orku tvo þriðju af rauntekjum sínum í fullu starfi, en ekki tvo þriðju af töxtum, sem oftast hafa verið lægri en rauntekjur og í sumum tilvikum mun lægri. Hækkun skyldutryggingar úr 10% í 12,2% er mikil- vægt skref til að koma lífeyrissparnaði kynslóðanna í sjálfbært horf. Ný sparnaðarleið hefur opnazt með því að gefa fólki kost á að leggja viðbótina í nýja séreignarsjóði eða séreignadeildir gömlu sameignarsjóðanna. Æskilegt er, að frekari hlutfallshækkun lífeyrissparn- aðar frá því, sem nú er, verði fremur í formi séreignar en sameignar, af því að hún gefur sparendum betra svig- rúm til að nýta sparnað sinn meira á fyrri árum ellinn- ar, þegar útgjaldaþörfin er meiri en síðar verður. Fyrir samfélagið er gott að hafa tvöfalt kerfi af þessu tagi. Það þýðir, að sameignarsjóðirnir sjá um, að fólk komist ekki á vonarvöl, og séreignarsjóðirnir sjá um, að það hafi mannsæmandi lífskjör. Ríkisvaldið þarf ekki nema að litlu leyti að koma til skjalanna. Auðvitað eru og verða áfram undantekningar á þessu, þótt lífeyrissjóðirnir eflist, fái hærri prósentu af tekjum og nái til fleiri en áður. Vegna atvinnuskorts safna sum- ir minni lífeyri en aðrir og sumir alls engum. Þessum til- vikum fækkar ört, en þau verða áfram til. Mikilvægt er, að ríkið komi betur til skjalanna á þessu sviði og hækki ellilífeyri almannatrygginga frá því sem nú er. Ekki ber að lasta, þótt skref i þá átt séu stigin í taugaveiklun ríkisstjórnar, sem horfir of mikið og of snemma á skoðanakannanir um kjörfylgi flokka. í sjálfbæru kerfi hvílir mikil ábyrgð á lífeyrissjóðun- um. Mikið er í húfi, að þeir standi sig vel, ávaxti peninga sjóðsfélaga eins vel og unnt er, án þess að taka of mikla áhættu. Skelfilegt væri, ef einstakir lífeyrissjóðir yrðu gjaldþrota vegna ógætni stjórnendanna. Ef hægt er að hafa hemil á lélegum fjárfestingum ávöxtunarþyrstra lífeyrissjóða, erum við með sjálfbært lífeyriskerfi, sem verður mjög gott á næstu árum. Jónas Kristjánsson Erfitt endatafl Ríki Nató áttu ekki aöra kosti, úr því sem komið var, en að heija loftárásir á Serbíu. Það er hins veg- ar vafasamt að stefna vestrænu stórveldanna í mál- efnum Kosovo muni leiða til nokkurrar viðunandi lausnar á málinu. Stefnan byggist á þeirri gömlu frumreglu alþjóðakerfisins að sjálfstæð og fullvalda ríki skuli ekki brotin upp eða limuð í sundur með að- stoð eða afli utan frá. Reglan hefur verið algild frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, þótt segja megi að júgóslavneska sambandsríkinu hafi verið hjálpað til að brotna upp í Slóveníu, Krótaíu, Bosníu og Serbíu. Mistökin í Bosníu Þótt Vesturlönd aðstoðuðu við uppbrot Júgóslavíu, sem er sambandsríki, voru þau ekki tilbúin til að samþykkja uppskiptingu Bosníu, sem þau töldu pólitíska einingu, heldur kröfðust sambandsríkis Serba, Króata og múslima í landinu. Það mátti þó ljóst vera að þetta ríki myndi aldrei virka, og eðlilegra hefði verið að skipta Bosníu upp, gefa Króatíu hluta landsins, Serbíu annan, og riki múslíma sjálfstæði í hinum þriðja. Þetta var markmið bæði Króatíu og Serbíu í stríðinu. Litill vafi er á því að lífi tugþúsunda manna hefði mátt bjarga, og sömu- leiðis afstýra miklum vandræðum sem blasa enn við í landinu, ef stór- veldin hefðu ekki ríghaldið í regl- una um að þessi meinta póltíska eining skyldi ekki brotin upp. Regl- an er út af fyrir sig eðlileg, því eng- inn endir er á kröfum þjóðemis- hópa um uppskiptingu rikja. í Bosn- íu mátti hins vegar snemma vera ljóst að ómögulegt var að búa til starfhæft sambandsríki þjóðarbrotanna, enda er brottför vestrænna hermanna enn ekki í augsýn. Kerfi verndarsvæða á Balkanskaga? Herveldi Vesturlanda sitja því enn uppi með Bosn- íu sem herverndarsvæði. Þrátt fýrir þessa reynslu hefur stefna Natóríkjanna í málefnum Kosovo verið sú sama og í Bosníu, nema hvað fyrr var gripið í taumana. Krafist er sambandsríkis tveggja þjóðemis- hópa sem alls ekki munu geta starfað saman. í reynd snýst þessi stefna um að bæta við öðru hervemdar- svæðinu á Balkanskaga með því að ábyrgjast sjálfstjórn, en alls ekki sjálfstæði, Kosovo. Serbnesk- ur meirihluti í sumum hlutum héraðsins, eftir þj óðemishreinsan- ir síðustu vikna, flækir þetta mál enn meira. Með þessu mundu því vesturveldin skuld- binda sig til þess að halda uppi herafla til að tryggja vopnahlé í öðru gerviríki sem ekki getur virkað. Makedónía er einnig í reynd kom- in undir hervernd vesturveldanna, vegna ógnar frá Serbíu, en ástandið innan landsins er svo eldfimt að aðstoðar gæti einnig þurft vegna ógnunar innan frá. Þar er því möguleiki á þriðja herverndarsvæði Vest- urlanda og á þriðja ríkinu sem ekki getur orðið upp- spretta annars en vandræða í framtíðinni. Uppskipting ríkja Eina varanlega lausnin á vandræðunum á Balkanskaga felst í endurskoðun á landamærum og ríkjaskipun svæðisins. Þar er hins vegar um að ræða helsta bannorð alþjóðakerfisins. Bosnía mun hins vegar vafalítið liðast í sundur fyrir eigin afli með tíð og tíma og ef stríð Nató við Serbíu verður langt og hart getur það leitt til þess að Vesturveldin gefist upp á hugmyndinni um gerviríkið Serbíu-Kososvo. Evr- ópumenn vita líka að Bandaríkjamenn munu ekki hafa mikið úthald á Balkanskaga, af skiljanlegum ástæðum, og því gæti það lent á Evrópuríkjunum einum að halda saman dauðvona rikjum með hervaldi. Hættuleg skynsemi? Þó unnt reyndist að semja um upp- skipting Bosniu og um sjálfstætt ríki í stærstum hluta Kosovo, væri slík lausn auðvitað síður en svo hættulaus. Handan landamæra Kosovo er Makedónía þar sem þriðj- ungur íbúanna albanskur að upp- runa. Aðrir þjóðemisminnihlutar era líka i næsta nágrenni, svo sem Ungverjar í Serbíu og í Rúmeníu. Litlu austar berjast síðan Kúrdar við Tyrki, íraka og írani fyrir sjálf- stæðum ríkjum eða sjálfstjórnum innan þessara ríkja. Og enn austar flækist málið enn meira. Hugmynd- ir um sjáffstjórn eða sjálfstæði má finna hjá mörgum tugum þjóða og þjóðarbrota sem nú tilheyra ríkjum á borð við Indland, Indónesíu, Myanmar, Nepal, Bangladesh, Kína og Filippseyjar. I Afríku fylgja fá landamæri mörkum á milli þjóða eða þjóðarbrota og nánast engin ríki geta með nokkra móti talist þjóö- ríki. Þjóðir heimsins skipta þúsundum en ekki bara hundruðum. Þvi eru góðar ástæður fyrir framregl- unni sem Nató vill ekki hrófla við á Balkanskaga. Það sér hins vegar ekki í endatafl á skaganum án endurskoðunar á þeirri afstöðu. „Það eru því góðar ástæður fyrir frumreglunni sem Nató vill ekki hrófla við á Balkanskaga. Það sér hins vegar ekki í endatafl á skaganum án endurskoðunar á þeirri afstöðu." Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson skoðanir annarra Aö búast við hinu versta „Að lokinni Tomahawk-diplómatíunni er komið | að stríðinu og hryOingi þess, það er að segja i annarri lotu. Enginn viO í raun heyja það stríð, nema ef til vill Milosevic. ÖOum þeim sem aðhyll- ast samningaleiðina er í mun að serbneski harð- stjórinn fallist á að semja um Kosovo áöur en eig- inlegt stríð hefst. Því miður hugsa einræðisherrar ekki eins og lýðræðislega kjömir leiðtogar. Úr þeim herbúðum má alltaf búast við hinu versta, ef ekki ábyrgjast það.“ Úr forystugrein Libération 26. mars. Um tvennt að velja TOgangurinn með loftárásum NATO á hernaðar- leg skotmörk í Júgóslavíu er augljós. Slobodan Milosevic og serbneska stjómin verða að gera sér grein fyrir að umheimurinn sættir sig ekki við þá stefnu í kerfisbundnu ofbeldi sem í yfir 10 ár hefur valdið óróa í Evrópu, leitt tO dauða og eyðilegging- ! ar og svipt hundrað þúsunda heimUum sínum. Slobodan MOosevic hefur um tvennt að velja: Að snúa aftur að samningaborðinu nú eða að sætta sig við að her júgóslavneska sambandsrikisins verði eytt - og snúa að því loknu að samningaborðinu. Heimurinn viU frið, ekki stríð. Heimurinn vUl samninga, ekki flugskeyti og sprengjur." Úr forystugrein Dagens Nyheter 26. mars. Hvað svo? „Þegar árásirnar á serbnesk skotmörk era hafn- ar er einni spurningu enn ósvarað: Hvert verður næsta skrefið? Ef ekki tekst með sprengjuárásun- um að þvinga MUosevic forseta að samningaborð- inu, geta árásir NATO leitt tU mikOs mannsfaUs meðal óbreyttra borgara. Það getur orðið mjög erfitt að skera úr um hvenær hætta eigi sprengju- árásunum, ekki síst vegna þess að verði þeim hætt án þess að nokkur teikn séu á lofti um lausn á deU- unni, mun þaö verða tíl þess að NATO glati meiri virðingu en það hefur ráð á.“ Úr forystugrein Aftenposten 26. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.