Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 29
DV LAUGARDAGUR 27. MARS 1999
37
viðtal
li miðað við frammistöðu einstakra landa. Fulitrúarnir koma fram með sitt lag til að
ptir ekki máli hvernig stigataflan stendur."
„Við höfum reynt að syngja á íslensku í 12 ár og aldrei verið framarlega nema þegar Eitt lag enn fór í fjórða sæti. Eg er hlynnt
því að prófa að syngja á ensku.“
textann í samstarfí við Sveinbjörn I.
Baldvinsson. Við gerðum nokkrar út-
gáfur og vorum svo öll sammála um
þá síðustu."
Hvernig fannst þér Eurovision áður
en þú ákvaðst að taka þátt?
„Þegar ísland byrjaði að taka þátt í
keppninni var ég tólf ára. Þá fannst
mér þetta alveg frábært og ég man eft-
ir því að fyrstu tvö, þrjú árin var ekki
hræða á ferli meðan sýnt var frá
keppninni, og ekki einn bíll á götun-
um. Þegar ísland varð alltaf í sext-
ánda sæti aftur og aftur dvínaði áhug-
inn. Á einhverjum tímapunkti fannst
mér keppnin og allt í kringum hana
alveg ofsalega hallærislegt, en horfði
samt alltaf á hana. Þannig held ég að
Þióðarsorgin yfir hrakför
Gleðibankans
Hvernig tónlist er það sem þú fílar?
Eru einhverjir sérstakir áhrifavaldar?
„Ég held að ég sé undir áhrifum frá
mjög mörgum, án þess að gera mér
grein fyrir því. Ég hlusta annars á allt
nema kántrí. Ef hægt væri að tala um
uppáhald hjá mér núna nefni ég Car-
digans og Garbage, en ég er gamall
U2-aðdáandi.“
Hvert er svo uppáhalds Eurovision-
lagið þitt?
„Það er All Kinds of Everything,
sem Dana söng 1979 og Aba-e-bí-ó-ba-e-
be sem ísrael var með i kringum 1980.
Af íslensku lögunum finnst mér
skemmtilegast lagið Nína, sem Eyjólf-
ur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson
sungu.“
Manstu eftir mestu vonbrigðunum í
tengslum við Eurovision?
„Það hafa sennilega verið þau
fyrstu, þegar Gleðibankinn fór flatt.
Það var þjóðarsorg. Einnig vegna þess
að veðbankarnir höfðu spáð okkur
góðu gengi. Við tókum of mikið mark
á þeim þar sem við vorum algerir
byrjendur í keppninni. Ég man alveg
eftir þessu kvöldi. Maður var svo
stressaður, þetta var hrikalegt. Að
sama skapi var maður glaður þegar
Eitt lag enn komst í fjórða en þá varð
maður svekktur yfir þvi að þau
skyldu ekki vinna þar sem þau voru
komin svo rosalega nálægt því.“
Hvernig tilfmning heldurðu að það
sé að syngja fyrir alla heimsbyggðina?
„Ég veit það ekki, það getur verið
að ég verði rosalega stressuð, en það
er bót í máli að tónleikahöllin er lítil.
Maður sér þá sem eru inni í höllinni,
1500 manns, en ekki alla heimsbyggð-
ina. Mér finnst frábært að syngja
þetta lag og ég verð mjög vel æfð. Ég
vona bara að ég verði ekki svo
stressuð að ég hafi ekki gaman af
þessu. Ferðalagið sjálft verður líka
áreiðanlega mjög skemmtilegt. Við
verðum í viku í Jerúsalem við æfing-
ar og fréttamannafundi og þetta verð-
ur algert ævintýri. Við ætlum að
skoða okkur vel um, enda nóg að
skoða 1 Jerúsalem."
Langar að halda Islandi
í keppninni
Finnst þér ekkert að fólk sem hefur
farið í Eurovision fái á sig Eurovision-
stimpil?
„Selma Júró? Nei, maður gerði
þetta kannski til að byrja með, þegar
nýir söngvarar komu fram í þessari
keppni, en það er allt að breytast. Mað-
ur hugsar til dæmis ekki um Pál Ósk-
ar sem Eurovision-söngvara eingöngu.
Ég held að ég sé þegar komin með
stimpil sem söngleikjasöngkona og
stimplamir sem maður hefur markast
af því hvað maður er að gera hverju
sinni. Ég ber kannski Eurovision-
stimpilinn meðan það er að ganga yfir
og svo kemur bara eitthvað annað."
Þér finnst þetta ekki frábrugðið öðr-
um verkefnum sem þú hefur tekið að
þér?
„Nei, í rauninni ekki. Ég hef horft á
nokkrar keppnir til þess að koma mér
í fílinginn og mér þykir þessi keppni
vera „show“. Úrslitin hafa að mínu
mati ekki skipt máli miðað við
frammistöðu einstakra landa. Fulltrú-
arnir koma fram með sitt lag til að
kynna sitt land og það er gaman. Það
skiptir ekki máli hvernig stigataflan
stendur."
Ætlarðu ekki að slá í gegn?
„Um það ætla ég ekki að segja neitt.
Ég vildi óska að ég gæti haldið íslandi
inni í keppninni, en ég hef ekki heyrt
eitt einasta lag og það væri fáránlegt
að fara að spá sér i eitthvert sæti. Þess
vegna gæti ég lent í botnsætinu, ég hef
ekki hugmynd um það,“ segir Selma
að lokum. -þhs
kkt fyrir hlutverk sín
Nú tekst hún á við
lún hefur verið valin
Eurovision-söngva-
ind.
þvi sé farið með mjög marga. Að þeim
finnist keppnin hallærisleg en horfi
samt á hana,“ segir Selma og hlær.
Hún segir að henni þyki samt eins og
síðustu tvö ár hafi keppnin verið að
breytast og það sé ein ástæðan fyrir
því að hún ákvað að taka þátt.
„Keppendur eru ekki fimm árum á
eftir í tísku og tónlistarstíl eins og
þeir hafa alltaf verið. Þetta hefur ver-
ið að fara svolítið út i þá tónlist sem
ég fila og við Þorvaldur erum að búa
til. Þá nefni ég sem dæmi Bretland og
ísrael í fyrra og Pál Óskar í hitteð-
fyrra.“
Selma við tökur á myndbandinu sem nú er fullklárað. Það verður frumsýnt í sjónvarpsþættinum Stutt í spunann
þann níunda apríl. DV-myndir Hilmar Þór
Ef til vill þekktasta hlutverk Selmu til
þessa. Góða stelpan Sandy í söng-
leiknum Grease.