Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Drífa Gunnlaugsdóttir, 23 ára psoriasissjúklingur og einstæð móðir: Neydd í lyfjameðferð - segir Helgi Jóhannesson, formaður Spoex, samtaka psoriasis- og exemsjúklinga S-Þingeyjarsýsla: Harður árekstur Harður árekstur varð í Ljósa- vatnsskarði í Suður-Þingeyjar- sýslu þegar fólksbifreið og jeppi skullu saman. Að sögn lögregl- unnar á Húsavík er talið að jepp- inn hafi lent í snjódrift með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti stjóm á bílnum. Nokkur hálka var á veginum. Nota þurfti klippur til að ná ökumanni fólksbílsins út úr bíln- um og síðan var þrennt flutt á Fjóröungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Ökumaður jeppans slapp ómeiddur en ekki var vitað um afdrif hinna þriggja þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. -aþ Steingrímur J. um ræðu formanns Framsóknarflokksins: „Loftslagsmeðferð er eina meðferð- in sem virkar á mig. Ég hef farið tvisvar áður og árangurmn var mjög góður í bæði skiptin. í bæði skiptin var ég blettalaus í níu mánuði og það er í raun ómetanlegt. Nú lítur hins út fyrir að feröin núna verði sú síð- asta,“ segir Drífa Gunnlaugsdóttir, 23 ára ung einstæð móðir, sem hefur verið með psoriasis á háu stigi í mörg ár. Á morgun heldur sex manna hóp- ur psoriasissjúklinga utan og mun dvelja í þrjár vikur á meðferðarstöð á Kanaríeyjum. Ástæða þess að Drífa telur sig ekki munu fara oftar eru ný lög um almannatryggingar sem herða mjög þau skilyrði sem psorias- Drífa Gunnlaugsdóttir, 23 ára einstæð móðir, hefur verið með psoriasis á háu stigi í mörg ár. Hún segist sjá litla von til þess að komast í fleiri loftlagsmeðferðir á Kanaríeyjum vegna hertra skilyrða fyrir meðferðinni í nýjum lögum um almannatryggingar. issjúklingar þurfa að uppfylla. Drífa segir að hægt verði að sækja um slíka meðferð hjá siglinganefnd Tryggingastofnunar en það sé borin von að sjúklingum takist að uppfylia þau skilyrði sem sett eru. „Okkur er gert að prófa fjórar meðferðir hérlendis fyrst. Það er í fyrsta lagið meðferð í Bláa lóninu, svo eru tvær erfiðar lj'fjameðferðir og að lokum svoköúuð puva- ljósameðferð. Lyfjameðferðimar eru erfiðar og alls ekki fyrir alla. Annars vegar er notað krabbameinslyfið metatraxat, sem flestir eru hættir að nota vegna mikilla aukaverkana. Þá er lyfið cyklosporin en ársskammtur- inn af því mun kosta í kringum 1,2 milljónir. Til samanburðar kostar Kanaríeyjaferð 144 þúsund krónur," segir Drífa og bætir við að hún hafi prófað allar þessar meðferðir og sum- ar oftar en einu sinni. Og árangurinn hafi því miður verið lítill sem eng- inn. Blettalaus í níu mánuði „Ég er með sjúkdóminn á mjög háu stigi og síðast þegar ég fór til Kanaríeyja var 90% líkamans undir- lagt. Eftir þriggja vikna meðferð var ég blettalaus og það dugði í níu mán- uði. Ég veit að svo er ástatt um fleiri sjúklinga en mig. Ég treysti mér hins vegar ekki í fleiri lyfjameðferðir eins og krafist er. Dvölin ytra hefur haft þau áhrif á mig að ég fyllist sjálfs- trausti og það er frábært að eiga nokkra mánuði heill heilsu. Það að líkja þessum ferðum, eins og trygg- ingayfiræknir hefur gert, við sólar- landaferðir er út úr kortinu. Fólk dvelur á sjúkrastofnun og vinnur fyrst og fremst að því að ná heilsu. Það er hörkupúl að liggja í sólinni frá morgni til kvölds og það er ekki til í dæminu að fólk sé að flækjast í búð- ir eða diskótek á meðan, eins og sum- ir virðast halda,“ segir Drífa. Sjúklingar afar ósáttir „Mér finnst ansi hart að sjúklingar séu neyddir í lyfja- meðferð áður en náttúruleg meöferð er reynd. Psoriasis- sjúklingar eru afar ósáttir við þessa breyttu tilhögun og við hyggjumst beita okkur í þessu máli. Bláa lónið er sá kostur sem menn einblína nú á og vissulega gagnast það mörgum sjúk- lingum. Það er hins vegar staðreynd að Bláa lónið getur ekki leyst loftslags- meðferðina af hólmi. Nýju reglumar gera sjúklingum mjög erfitt um vik að komast í slíka meðferð. Kanarí- eyjaferðimar era ekkert annað en sjúkrahúsvist og langt frá því að um einhveijar skemmtiferðir sé að ræða, eins og tryggingayfirlæknir hefur gefið í skyn,“ segir Helgi Jóhannes- son, formaður Spoex, samtaka psori- asis- og exemsjúklinga. Helgi segist á næstunni munu leita álits landlæknis á því hvort ekki sé verið að brjóta á rétti sjúklinga. „Það er óeðlilegt að sjúkingar þurfi að fara í dýra og erfiða og dýra lyfjameðferð áður en loftslagsmeðferð er reynd. Þetta er öfug þróun við það sem er aö gerast á Norðurlöndunum, að fleiri sjúklingum er gefinn kostur á lofts- lagsmeðferð sem þykir einfaldega ódýrari og áhrfiaríkari," segir Helgi Jóhannesson. Ekki náðist í Sigurð Thorlacius tryggingayfirlækni í gær- kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraimir. -aþ DV-mynd HH Listi Frjálslynda flokksins í Reykjaneskjördæmi: Valdimar efstur - Grétar Mar Jónsson í öðru sæti Harður árekstur tveggja fólksbíla varð seint á ellefta timanum í gærkvöld í Grafarvogi. Bflarnir skullu saman á mótum Hallsvegar og Strandvegar, norðan við Gullinbrú. Við áreksturinn lenti önnur bifreiðin utan vegar og kalla varð á tækjabíl slökkviliðsins, m.a. vegna ótta um bensínleka. Einn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en upplýsingar um líðan hans lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Grétar Mar Jónsson er í öðru sæti um og hann kvaðst reikna með að listinn í Reykjavík yrði birtur í dag eða á morgun i síðasta lagi. Hið sama gilti um listana á Vesturlandi og Vestfjörð- um. Þá mætti búast við listum á Austurlandi, Suð- urlandi, Norðurlandi eystra á næstunni. -SÁ „Þetta er allt að smella saman og satt að segja lá okkur ekkert á fyrr,“ sagði Sverrir Hermannsson, for- maður Fijálslynda flokks- ins, við DV í gærkvöld eftir að búið var að ganga frá uppröðun í tvö efstu sæti framboðslista flokksins í Reykjaneskjördæmi. í fyrsta sætinu verður Valdi- mar H. Jóhannesson blaða- Valdlmar H. Jó- hannesson skip- ar efsta sætið. maður, Mosfells- bæ. Annað sætið skipar Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sand- gerði. Sverrir sagði að listar í öðrum kjördæmum myndu birtast hver af öðrum á allra næstu dög- Tvíhliða samningar óraunhæfir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfmgarinnar - Græns framboðs, segir að Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sé að reyna að lokka fólk áfram í stuðningi við flokkinn með því að opna á möguleika fyrir aðild íslands að Evrópusambandinu. Þetta segir Steingrímur eftir aö Halldór sagði á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins fyrir helgi að aðild að Evr- ópusambandinu kæmi ekki til greina ef hún ætti að kosta afsal á yf- irráðum yfir auðlindum íslendinga. „Ég er mjög ósáttur við að það sé verið að lokka fólk áfram í stuðningi við þetta á óraunhæfum forsendum. Af hverju ætti okkur íslending- um að takast það sem eng- um öðrum hefur tekist?" segir Steingrímur. í ræðu sinni á fúndinum sagði Halldór m.a.: „Við eig- um ekki að óttast að ræða hvort það þjóni framtíðar- hagsmunum okkar íslendinga Steingrímur J. Sigfússon. að skoða aðild að Evrópusambandinu. Aðild okkar kemur ekki til greina ef slik aðild á að kosta afsal á yfirráðum yfir auö- lindum okkar. Um þetta era flestir sammála. Hitt veit eng- inn hvort okkur tækist að gera öðravísi samninga en áður hafa verið gerðir fyrr en á slikt reynir." Framsókn breytir af- stöðu sinni Steingrímur segir að þessi orð séu áframhald á ferli sem Halldór Ásgrímsson hefur markvisst sett af stað innan flokksins. „Hann opnar þetta heldur meira með hverri ræð- unni sem hann heldur um þetta mál. Það hefur vakið athygli mína eins og fleiri en það er ljóst að hann og forysta Framsóknarflokksins era að breyta afstööu sinni til þessa máls. Þetta er keimlíkt því sem krata- og Evrópuflokkar annars staðar á Norðurlöndunum settu fram á sínum tima, þ.e. að skoða ætti þessa aðild með fyrirvara," sagði Steingrímur. -hb Ekki nógu gott Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokksins, segir í viðtali í Degi að 31-32 prósent at- kvæða í komandi alþingiskosningum séu sigur fyrir Samfylkinguna og segir aö ef ekki náist 30 prósent hafi vonir þeirra sem að Samfylkingumii standi ekki ræst. Elliðaárnar í fyrra horf Vemdarsjóður villtra laxastofna vill að raforkuframleiðslu við Elliða- ámar verði hætt. Árbæjarstíflan verði rifin og ámar byggðar upp á ný sem laxveiðiár, þar sem gætt verði hófsemi við nýtingu. í greinar- gerð sjóðsins segir að upprunalegi laxastofninn í EOiðaánum sé í hættu. ímynd ánna sé léleg og hún sé óheppileg fyrir stefnumótun Reykjavikurborgar. Veiðar og ferðaþjónustan Sölumenn íslandsferða erlendis og fulltrúar Ferðamálaráðs í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi eru sammála um að fyr- irhugaðar hvalveiðar íslendinga skapi neikvæða landkynningu og geti haft umtalsverð áhrif á straum ferðamanna til landsins. í Banda- ríkjunum hefur þegar borið á afbók- unum ferðafólks til landsins. Morg- unblaðið greindi frá. Margir vilja Ellert í skoðanakönnun sem Hagvangur gerði sögðust 30,2% þeirra sem tóku af- stöðu tilbúnir að styðja lista sem EE- ert Schram leiðir. Ólíklegt er þó að Ell- ert verði í framboði því eins og kunn- ugt er slitnaði upp úr viöræðum milli Frjálslynda flokksins og Ellerts og fé- laga hans um framboðsmál. Kosningastefnuskrá Húmanistaflokkurinn hélt lands- fund sinn síðastliðinn laugardag undir yfirskriftinni Afnemum fá- tækt og þar var ákveðið að bjóða frarn í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Birt var stefnu- skrá flokksins þar sem rauði þráður- imi er barátta fyrir manméttindum. Nemendur fái aðgang Úrskurðamefnd um upplýsinga- mál hefur kveðið upp úrskmð um að Háskóla íslands beri að veita þremur nemendum við skólann aðgang að til- teknum prófum sem lögð vora fyrir nemendur á fyrsta ári í læknisfræði árin 1990-1998. Áður hafði Háskólinn hafnað beiðni þeirra. Framleiða kísilduft? Ríkisstjórnin hefúr samþykkt að taka upp að nýju viðræður við Allied Efa um kaup fjTÍrtækisins á 51% hlut ríkisins í Kísiliðjunni við Mývatn. Áður höfðu farið fram viðræður míiii þessara aðila siðastliðið haust en þeim viðræðum var slitið í desember. Allied Efa ræður nú yfir nýrri tækni við framleiðslu kísildufts sem áætlaö er að nýta hér á landi. Enn er ágreiningur Ekki náðust samningar milli Tannlæknafélags íslands og Trygg- ingastofnunar rik- isins um endur- greiðslu á tann- læknakostnaði þeirra sen tryggðir era samkvæmt lögum um almannatryggingar á fundi fyrir helgi. Þórir Schiöth segir að tannlæknar geti með engu móti fellt sig við niðurskurð Trygginga- stofnunar á forvömum og tann- vemd en úr þeim hafi dregið um áramótin þegar sett var ný reglu- gerð. Morgunblaðið greindi frá. Jóhann sterkastur Á laugardag stóð veitingastaður- inn Grand Rokk fyrir skákmóti þar sem allir níu stórmeistarar íslend- inga tóku þátt. Tveir þeirra, Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjóns- son, höfðu ekki teflt á móti árum saman. Jóhann Hjartarson vann sig- ur á mótinu og á hæla honum komu Hannes Hlífar Stefánnson, Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.