Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu sem búsettir eru á Höfn: Skelfingu lostnir yfir ástandinu „Hugur okkar er alltaf í Serbíu þessa daga og við erum skelfingu lostin yfir ástandinu þar,“ sögðu hjónin Davorka og Mile Basrak á Höfn þegar DV hafði samband við þau um helgina. Davorka og Mile eru bæði Serbar og komu til Hornafjarðar í fyrra- sumar, flóttamenn frá fyrrum Júgóslavíu. „Stundum treysti ég mér ekki til að hlusta á fréttirnar," segir Dav- orka, „og stundum verð ég svo reið yfir fréttaflutningnum, Kosovo er land sem Serbar eiga og Albanir eru flóttamenn, það er eins og íslending- ar eiga ísland en ekki þeir flótta- menn sem koma frá Júgóslavíu. Ég held að Serbar séu ekki á því að gef- ast upp. Þeir vilja fá það land sem þeir eiga og koma Albönum burt, skiptir engu máli hvort Nató gerir árásir eða ekki. Serbar voru reknir úr Króatíu og Bosníu sem þeir misstu 25% hluta af. Nú mega Serbar ekki stjórna sínu landi og það virðist ekki skipta máli hvað er að gerast. Okkur Serbum er kennt um allt sem aflaga fer,“ segir Dav- orka bitur. „Mér finnst allur fréttaflutningur vera svo einhliða, þ.e. bara það sem snýr að Nató og Bandaríkjamönn- um. En það gefur ekki rétta mynd af málinu því að það er alltaf fleiri en ein hlið á málum sem þessum. Þær þarf líka að skoða áður en dæmt er hver sé hinn seki. í okkar landi er sagt að þeir sem eru fluttir burtu séu sendiherrar. Þannig erum við sendiherrar Serba á Islandi. Það mundi hjálpa okkur ef við gætum fengið þó ekki væri nema eitt pró- sent íslendinga til að skOja þetta ástand sem orðið er. Nú bíðum við bara og vonum að samið verði um frið og þessari martröð ljúki.“ Vinnur að orðabók Hvemig er að eiga heima á Höfn? „Það er mjög gott og okkur líður Davorka og Mile fyigjast með fréttum þessa erfiðu daga eftir að árásir Nató hófust á Serba. Fjöl- skyldan var að skipta um húsnæði og var að koma sér fyrir á nýja staðnum um helgina. Sonurinn Goran var ekki heima þegar myndin var tekin. DV-mynd Júlía vel hér,“ segir Davorka. „Daglega lífið er mjög ólíkt því sem var heima. Við tókum strax eftir því þegar við komum til landsins hvað allt var rólegt hér og afslappað. Heima er svo mikill hraði á öllu. Mér finnst vinnutím- inn heima betri. Þar er byrjað kl. 6 eða 7 á morgnana og hætt kl. 2 til 3 á daginn. Þá nýtist frítíminn miklu betur.“ Davorka er nýlega byrjuð að vinna hjá íslandspósti eftir að hafa unnið 1 sláturhúsi Kask í vetur. í frístundum hefur hún unnið að gerð og útgáfu serbnesk-íslenskrar og íslensk-serbneskrar orðabókar ásamt Guðnýju Svavarsdóttur. Mile vinnur við byggingu loðnu- bræðslu á Höfn og líkar vel. Hann segir að vinnufélagarnir séu skemmtilegir. Mile lenti í hremmingum í vinnunni í vetur þegar hann fauk með þaki, sem hann var að smíða á plan- inu, og hafn- aði í fjörunni skammt frá. Hann slasaðist nokkuð en er að mestu búin að ná sér. Davorka segir að þau hafi ekki mik- ið samband við hinar flóttamanna- fjölskyldunar á Höfn. Helst tali þau í sima og svo hittist fólk auðvitað í kaupfélaginu. „Við erum svo heimakær að við kynn- umst ekki mörgum utan vinnunnar. Og svo höfum við haft mikið að gera sem er mjög gott fyrir mig, það dreif- ir huganum," segir Davorka. Mile segist ekki vera nógu góður íslenskunni, einkum að tala hana. En hann skilur vinnufélag- ana vel og þetta er allt að koma. Davorka hefur lært mikið í málinu í sambandi við orðabókarútgáfuna og talar íslenskuna mjög vel og skilur hana enn betur. Davorka og Mile eiga eitt barn, soninn Goran sem er 10 ára. -Júlía Imsland Svavar leysir málið Verst er að ríkisstjórnin skyldi ganga fram hjá Ragnari Amalds sem er einnig þraut- reyndur og vellesinn í Natófræðum og Hjör- leifur hefði heldur ekki verið ónýtur í utan- ríkisþjónustunni við þetta tækifæri. En ríkisstjórninni tókst þó að krækja í Svavar áður en það varð um seinan. Og hann kom heldur betur á réttum tíma til liðs við Nató. Hann er ómetanlegur liðstyrkur fyrir Atlatnshafsbandalagið og fyrir íslensku þjóðina, sem þarf nú á öllum sínum bestu mönnum að halda til'að útskýra hvers vegna ísiand komst ekki hjá því að greiða því at- kvæði að hefja árásir á Júgóslavíu og þessa andskotans Serba, sem eru að spilla friðnum. Rússarnir eru með röfl en Svavar kann tak- ið á þeim og lætur vonandi ekki deigan síga. Hann veit hvað til síns friðar heyrir, hann Svavar, og við getum verið þakklát ríkis- stjóminni fyrir að hafa þá framsýni að skipa hann sem sendiherra og við getum verið þakk- lát Svavari sjálfum fyrir að hafa gengið á mála hjá utanríkisþjónustunni og þeim málstað, sem berst fyrir friði og vörnum vestrænna ríkja, með því að bombardera þjóðimar í austri, sem aldrei hafa haft skilning á nauðsyn Nató. Nú er hann að sanna sig og Svavar er réttur maður á réttum stað til að koma fram fyrir okk- ar hönd á erlendum vettvangi og verja okkar góða málstað. Og Atlantshafsbandalagsins. Dagfari Nú er gott að Svavar er kominn í utanríkisþjón- ustuna. Hann er ná- kvæmlega maðurinn sem okkur vantar. í fyrsta skipti í sögu Atlantshafs- handalagsins hefur Nató þurft að grípa til vopna og gera árás á eitt Evr- ópuríki, og undir þeim kringumstæðum er áríð- andi fyrir aðildarlöndin að hafa menn með þekk- ingu og reynslu og rökin á færibandi til að útskýra nauðsyn þess að Nató geri árás. Svavar Gestsson er ný- genginn í raðir þeirra embættismanna íslenskra sem hafa það hlutverk að ganga á fund erlendra ríkja og skýra út afstöðu og ástæðu fyrir aðgerðum bandalagsins. Svavar á að hefja störf þann fyrsta apríl eða núna eftir helgina og hann er kannski strax far- inn til Kanada til að gegna sendiherrastarfi fyrir íslands hönd og hefur áreiöanlega notað tímann vel, frá því hann hætti á Alþingi, til að setja sig inn í málin og tileinka sér þá stefnu sem Atlants- hafsbandalagið hefur í þessu örlagaríka máli. Sú þekking bætist við þá pólitísku reynslu og þann viskubrunn, sem Svavar hefur sankað að sér á sínum pólitíska ferli. Hann veit manna best hvernig Nató hugsar, hvemig kaupin gerast á eyrinni á þeim bæ, því hann hefur stöðugt fylgst með þróun mála og viðbúnaði Nató, þegar árása er þörf. Viðræðum frestað Frestað hefur verið um óákveð- inn tíma viðræð- um íslendinga, Norðmanna og Rússa um fisk- veiðisamninga í Barentshafi. Hall- dór Ásgrímsson utanrikisráðherra segir að það sé samhljóða álit þjóðanna að þeim beri skylda til að ljúka þessu, og það sé ætlunin, en ljóst að engin þjóð- anna verði ánægð með þá samninga sem takast muni. Mínus sigraði Úrslitakvöldið i Músíktilraunum Tónabæjar var haldið síðastliðið fóstudagskvöld. Það var hljómsveit af höfúðborgarsvæðinu, Mlnus, sem sigraði í keppninni að þessu sinni. Söngvari hljómsveitarinnar og trommuleikari voru einnig verð- launaðir sérstaklega. í öðru sæti var Etanol og var söngkona þeirra hljómsveitar valin efnilegasti söngv- arinn. í þriðja sæti var Sinnfein. Félög sameinuð Á undanfomum árum hafa starf- að hér á landi tvö félög sem kennd hafa verið við heUsuhagfræði og heUbrigðislöggjöf. Á aðaifúndi var samþyfekt að sameina þessi félög í eitt sem nú heitir Félag um heUsu- hagfræði og heUbrigðislöggjöf. For- maður hins nýja félags er Guðrún Björg Sigurbjömsdóttir. Besti árangur VÍS Rekstrarafkoma VIS var góð á ár- inu 1998. Hagnaður fyrir skatta nam um 433 mUljónum króna samanborið við 405 mUljónir króna á árinu 1997 og er þetta besti árangur félagsins frá stofnun þess. Hagnaður eftir skatta á árinu 1998 nam 311,3 mUljónum en var 305 mUljónir króna árið 1997. Margréti þakkað Á miðstjómar- fundi Framsókn- arflokksins rnn helgina þótti HaU- dóri Ásgrímssyni ástæða tU að hæla stjórnarandstöð- unni og sagði hana eiga heiður skUinn fyrir að rétta sáttarhönd yfir flokkssjónarmið og skammtíma- hagsmuni í fiskveiðistjómun og sagði að þetta ætti ekki síst við um Margréti Frímannsdóttur. Nýaðferð Borgarráð hefúr samþykkt að tekn- ar verði upp viðræður við Samtök iðnaðarins og Samiðn um aðferða- fræði við lóðaúthlutun í borgirmi. í greinargerð með tiUögu byggingar- nefndar er bent á að í byggingariðn- aði séu litlar sem engar kröfur gerðar tU byggingaraðUa sem fá úthlutað lóð- um og fara með fjármuni fólks og fjöl- skyldna. Morgunblaðið greindi frá. Verður ekki aftur snúið Kári Stefáns- son, forstjóri ís- lenskrar erfða- greiningar, telur vonlaust með öUu að taka út úr mið- lægum gagna- grunni á heil- brigðissviði upp- lýsingar sem búið er að setja í hann. Kári segir að það sé mjög mikilvægt að ömggt sé að ekki sé hægt að taka út upplýsingar um einstaklinga heldur bara hópa. Vetrarmaraþon Á laugardaginn fór fram vetrar- maraþon í annað skiptið í Reykja- vUc. Var það haldið á vegum Félags maraþonhlaupara. 32 mættu tU leiks í maraþoninu og sigraði Ingólfúr G. Gissurarson. Hljóp hann á 3:06,45. Samhliða var haldin parakeppni þar sem hvort hljóp hálft maraþon. Sig- urvegarar urðu Stefán Stefánsson og Elsa Gunnarsdóttir. Fjarkennsla Þessa dagana em menntamála- ráðuneytið og sveitarstjóri Eyrar- sveitar að ræða um að hefja fjar- kennslu á framhaldsskólastigi í Grandarfirði næsta haust. Um er að ræða tilraunaverkefni og er reiknað með því að sjö nemendur muni stunda fjarnámið. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.