Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 | I I PV Útlönd Gullið sést með berum augum á Grænlandi Þegar í lok næsta árs verður hægt að hefja gullvinnslu i stórum stíl á Grænlandi. Forrannsóknir kanadísks ráðgjafarfyrirtækis sýna að gullmagnið í Kirkespirdalnum á Suður-Grænlandi er svo mikið að vænta má verulegs hagnaðar á rekstri gullnámu. Magnið er svo mikið að hægt er að sjá gullið með berum augum. Hægt verður að vinna að minnsta kosti 2,5 tonn af gulli á ári. Að minnsta kosti 80 manns fá vinnu við gullvinnsluna, þar af um helm- ingur Grænlendingar. Fyrirtækin Mindex frá Noregi og NunaMinerals frá Grænlandi safna nú fé til fjármögnunar. Gert er ráð fyrir að gullævintýrið kosti rúman milljarð íslenskra króna. Framkvæmdastjóri Mindex, Andres Hvide, segir að fjöldi alþjóðlegra banka og fjárfesta hafi þegar tekið vel í að fjárfesta í gullnámunni. Nágrannarnir vilja Pinochet burt úr hverfinu íbúamir í einbýlishúsahverflnu Wentworth í útjaðri London eru orðnir þreyttir á að hafa Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræð- isherra Chile, fyrir nágranna. Kreijast þeir þess að honum verði fundinn annar bústaður. Pinochet hefur verið í stofufangelsi í Wentworth síðan í lok síðasta árs. íhúarnir í hverfínu, sem er ríkra manna hverfi, vérða fyrir ónæði af daglegum mótmælagöngum fyrir framan hús fyrrverandi einræðis- herrcins og af þyrlum lögiæglunnar sem stöðugt fljúga yfir húsþökum þeirra. Fékk egg annarrar konu vegna mistaka Deborah og Rohert Rogers, sem eru þeldökk og frá New Jersey í Bandaríkjunum, hafa stefnt glasafrjóvgunarfyrirtæki á Manhattan vegna víxlunar á eggjum. í apríl 1998 var eggjum, sem frjóvguð voru í fyrirtækinu, komið fyrir í legi Deborah. Nokkur frjóvguð egg voru sett í geymslu og fryst. Mánuði seinna var Deborah og Robert tjáð að tilraunin heföi mistekist. Þegar reyna átti aftur fengu þau áfall. Þeim var tjáð að afganginum cif eggjunum og eggjum anncurar konu hefði verið víxlað. Að minnsta kosti þremur af eggjum Deborah hafði verið komið fyrir í legi Donna Fasano, hvítrar konu, ásamt eggjum Donnu sjálfrar. Donna eignaðist tvíbura en hún, Robert og lögmaður þeirra neita að greina frá húðlit bamanna. 9 TX623 108w RNS ÞRIGGIA DISKA 6EISLASPILARI SÍÐUMÚLA 2 SÍMI568 9090 www.sm.is TX72^00wRMy ^ PRI66JA DISKA 6EISLASPILARI • 270w+83w+83w (2xl20+30+30w RMS) HEIMABÍÓ magnari • Stafrænt FM/MW/LW útvarp meb RDS og 30 minnum • Fullkomiö Dolby ProLogic HEIMABÍÓ hljóbkerfi • Þriggja diska geislaspilari meb 30 minnum • Handahófsspilun á geislaspilara fyrir 3 diska • Tónjafnari meb popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat • Dínamískur súper bassi • Tímastilling og vekjari • Tvöfalt DOLBY segulband meb síspilun (Auto Reverse) • Innstunga fyrir heyrnartól og hljóbnema • Fullkomin fjarstýring ÞRÍR AUKA HATALARAR FYLGJA HEYRNARTÓL AÐ YERÐMÆTI KR.3.990 FYLGJA MEÐ! Umboðsmenn um land allt: Fáskrúðsljarðar, Fáskrúösliröi KASK. Diiipavogi. KASK. Hdfn Hornatiröi. SUÐURIAIID Ralmagnsverksræði (R. Hvolsvellí. Moslell. Uellii. Heimstækni. Sellossi. KA. Sellossi. Hás. Þorlákshöfn Brimnes. Vestmannaeyjum RtYKJANfS Ralborg. Grindavik Raflagnavinnusl. Sig Ingvarssonai. Garði. Rafmætli. Hafnarfiröi • 130w+65w+65w (2x27+27+27w RMS) HEIMABIÓ magnari • Stafrænt FM/MW/LW útvarp meb RDS og 30 minnum • Fullkomib Dolby ProLogic HEIMABÍÓ hljóbkerfi • Þriggja diska geislaspilari meb 30 minnum • Handahófsspilun á geislaspilara fyrir 3 diska • Tónjafnari meb popp, rokk, ‘ • Dínamískur súper bassi • Tímastilling og vekjari • Tvöfalt DOLBY segulband meb síspilun (Auto Reverse) • Innstunga fyrir heyrnartól og hljóbnema • Fullkomin fjarstýring □□ I POkflY SUHROUMD | , jass, bgm, klassík og flat m HEYRNARTÓL AD VERDMÆTI mxm FYLGJA MED!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.