Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Fréttir Fyrir bílinn - heimilið - garðinn Sápuáfylling Þú getur þvegið allt í kringum þig á auðveldan hátt. Verð: Kr. 2.800 handfang Smelli-tenging fyrir venjulega garðslöngu , . Heildsala - smásala. Dalbrekku 22, sími. 544 5770, fax 544-5991 Risinn Jóhann. Jóhann Svarfdælingur. Sigurvegarinn Elísabet. DV-mynd Eva Hveragerði: Troðfullt á kara oke-keppni DV Hveragerði: Síðan Hótel Björk var lokað og Listaskálinn er ekki opinn er orðið fátt um fina drætti í Hveragerði hvað varðar skemmtanalíf eða að bæjarbúar hittist til spjalls og ráða hér í bæ. Amgrímur í Pizza 67 hef- ur þó verið iðinn við að lífga upp á bæjarlífið með ýmsum tilboðum og uppákomum. Fyrir skömmu var haldin kara- oke-keppni þar og halda hefði mátt að helmingur bæjarhúa væri á staðnum. í dúndurstuði sungu þarna nokkrir keppendur og komu söngraddir þeirra skemmtilega á óvart. Ýmsar óvæntar uppákomur fylgdu í kjölfarið, sem margir skemmtu sér konunglega yfir. Sig- urvegari í söngkeppninni var Elísa- bet Halldórsdóttir, nemi í Mennta- skólanum að Laugarvatni. eh Gikkur. Snúanlegur stútur, 6 mism. sprautuaðgerðir 20 cm lenging, stillanleg. Mýrdalshreppur: Tap á rekstrinum 1998 DV.Vík: Ársreikningur Mýrdalshrepps 1998 var samþykktur á fundi sveitarstjómar Mýrdalshrepps nú í marsmánuði. Helstu niður- stöðutölur reikningsins em þær að skatttekjur nema 93.028.472 krónum. Rekstur málaflokka er nettó 83.436.160 krónur. Greiðslu- byrði lána 7.268.479 krónur. Fjár- festing nettó 10.020.874 krónur. Afkoma ársins var neikvæð um 8.227.014 krónur. Breyting á hreinu veltufé - lækkun - var 10.660.811 krónur. -NH Sjónvarpsmynd um Jóhann Svarfdæling DV, Dalvík: A næstu dögum hefjast tökur á heimildarmynd fyrir sjónvarp um Jóhann Kristin Pétursson Svarfdæl- ing. Áætlað er að tökum við mynd- ina verði lokið á þessu ári og hún verði tilbúin til sýningar um mitt næsta ár. Það er Samver hf. á Akur- eyri sem vinnur myndina. Umsjón- armaður hennar og höfundur hand- rits er Óskar Þór Halldórsson. Óskar sagði í samtali við DV að þessi hugmynd hefði lengi verið að brjótast um í sér. Fyrir um áratug skrifaði hann ítarlega frásögn um Jóhann í Tímann og síðan þá hefði sig langað til að gera eitthvað meira, þar sem sér hefði fundist að það vantaði að varpa ljósi á sögu hans. Um væri að ræða einn merkasta íslending sem uppi hefði verið á þessari öld, en þrátt fyrir það þekktu menn sögu hans mjög lítið og þá oft á tíðum i einhverjum goðsagnakenndum stíl. Fyrir tveimur árum vaknaði sú hugmynd að gera sjónvarpsmynd og síðan hefur verið unnið að undir- búningi málsins. Óskar segir að stefnt sé að því að myndin verði um klukkustundar löng. Ekki verður um leikin atriði að ræða, heldur mynd sem byggð verður á rituðum heimildum, kvikmyndabútum og viðtölum. Á næstu dögum verðm byrjað að taka viðtöl og í sumar er stefnan að taka upp ýmislegt efni tengt æskuslóðum Jóhanns i Svarf- aðardal og á Dalvik. í haust verður síðan unnið að upptökum erlendis, m.a. í Danmörku og Bandarikjun- um þar sem Jóhann bjó og starfaði. Tímafrek úrvinnsla Óskar segir að öflun og úr- vinnslu heimilda hafi verið tíma- frek, og örugglega ekki allt kannað enn. Hins vegar hafi það auðveldað mjög alla heimildavinnu að Jó- hann hélt saman blaðagreinum sem um hann voru skrifaðar, ljós- myndum og sendibréfum, auk þess sem hann átti kvikmyndir, bæði sem hann tók sjálfur og teknar voru í sirkus- og sýningaferðum. Þá má geta þess að Jóhann lék a.m.k. í einni kvikmynd, „Prehi- storic Woman“ (fomaldarkonan), og hefur sú mynd varðveist. Kostnaður við gerð myndarinn- ar er um 4 milljónir króna og hef- ur að undanfórnu verið unnið að fjármögnun hennar. Sótt var um styrk til Dalvíkurbyggðar og hefur bæjarstjórn samþykkt að veita 300.000 krónum til verkefnisins á árinu 1999 og jafnframt eru veitt vilyrði fyrir frekari styrkveitingu árið 2000. hjá Þægilegir brjástahaldarar með náttúrulegri fyllingu. Stækka minni brjost og lyfta stærri brjóstum. Páístsemium. r Eg og Þú Laugavegl 70, síml 551 2211 HJá Maríu Hafnarstrætl lOI, Akureyrl. sími 462 1730

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.