Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Hringiðan Úrslitaviöureign MH og MR í spurningakeppninni Gettu betur var háö í beinni útsendingu úr Valsheimilinu á föstudaginn. Það var hið sterka lið Menntaskólans f Reykjavík sem bar sigur úr býtum og er það í sjöunda skiptið í röð sem MR vinnur hljóð- nemann góða. Sverrir, Hjalti Snær og Arnar Þór taka hér við hamingjuóskum Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Leikkonurnar Linda Ásgeirs- dóttir og Edda Björg Eyjólfs- dóttir voru meðal gesta á söng- leiknum Jesus Christ Superstar sem Sinfóníuhljómsveit íslands setti á svið í Laugardalshöllinni á föstudag og laugardag. Fjöllistafólkið í nýsirkusnum Cirkus Cirkor skemmti gestum myndasögu- sýningarinnar Cap Au Nord sem opnuð var í Norræna húsinu á laugardag- inn. Blöðrukarlinn var fyndinn. DV-myndir Hari Stórsveit Reykjavíkur hélt tónleika í bland við nokkur tónlistarskóla- bönd í Ráðhúsi Reykja- víkur á laugardaginn. Léttsveit Tónmennta- skóla Reykjavíkur spilaði undir stjórn Sigurðar Flosasonar í Ráðhúsinu á laugardaginn. Saxarnir fengu að njóta sfn enda Sigurður einn færasti saxi landsins. Magnús Kjartansson opnaði sýningu á verkum sínum í Gallerfi Sævars Karls á laugardaginn. Listamaðurinn og Finnbogi Helgason virða fyrir sér eitt verkanna, djúpt hugsi. Samsýning 18 mynda- söguhöfunda var opn- uð í Norræna húsinu á laugardaginn. Sýn- ingarskráin er falin f áttunda tölublaði myndasögublaðs- ins (Gisp!) sem kom út á föstudaginn. Bjarni Hinriksson, einn af forvígismönn- um blaðsins, brá sér í pontu við opnun sýning arinnar. ) HHSÍl .Jg 1 i . I x jnHr *" . Jz&l j Hljómsveitin Mínus sigraði í Músíktilraunum 1999, en úrslitin fóru fram í Tónabæ á föstudaginn. Þeir Frosti, Oddur, Björn, ívar og Bjarni voru að vonum kátir þegar Ingibjörg Sólrún borgarstjóri afhenti þeim verðlaunin. Sinfóníuhljómsveit íslands er al- deilis farin að hreiðra um sig f Laugardalshöliinni. í byrjun mánaðarins var það óperan Turandot og nú rokkóperan Jesus Christ Superstar. Friðrik Karlsson sló á strengi með sin- fónfunni á frumsýningunni á föstudaginn. Máni, um- sjónamaður útvarpsþáttar- ins Babýlon á X-inu, og Sölvi, trommarinn úr Quarashi, voru meðai gesta á úrslitakvöldi Músíktilrauna á föstudaginn. Sigursveitin tók svo tvö aukalög að lokinni verð- launaafhend- ingunni og spil- aði sitt noisemetal- hardcore við mikinn fögn- uð gesta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.