Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 22
30 MANUDAGUR 29. MARS 1999 Ertu hálfviti? Á heimasíðunni http://www.densa.com/dens al.html er hægt að athuga í eitt skipti fyrir öll hversu heimskur maður er. Við erum Borg Star Trek- stjarnan Jeri Lynn Ryan, sem leikur Borgdúll- una Sjö af níu í Voyager- þáttunum, á sér fast- an sess í votum draumum allra sannra Trekkara. Opinber heimasíða hennar er á slóðinni http://www.jerilynn.com/ Útvarpsstöðvar Fjöldi útvarpsstöðva sendir út á Netinu og hefur Microsoft komið upp myndarlegum gagnabanka yfir þær. Slóðin er http://webevents.microsoft.c om/radio/radio.asp íþróttir í sjónvarpinu Is- lenska útvarps- félagið heldur ágæta skrá yfir beinar útsend- ingar sínar af íþrótta- viðburð- um á slóðinni . http://www.ys.is/iu/iuweb.n sf/Pages/IthrottirAdal 2000-vandinn Allt er að verða vitlaust út af 2000-vandanum um þessar mundir. Eins og fram kemur hér annars staðar á síðunni þá er Gartner Group eitt stærsta fyrirtækið sem rannsakar þetta fyrirbæri. Slóðin er http://www.gar- tner.com/y2k Spor á Netinu Hljómplötuútgáfan Spor veit- ir ýmseir upplýsingar um þær plötur sem tónlistarmenn á mála hjá fyrirtækinu hafa gef- ið út að undanfornu á heima- síöu sinni. Slóðin er http://www.spor.is/ Tónlistarumfjöllun Veftímaritið Music365 flytur áhugaverðar fréttir úr popp- og rokkheiminum fyrir þá sem hafa áhuga á því. Slóðin er http://www.music365.co.uk/ * ^ ■*. A * \J3hiJ vsj 'jítJviJ-/ Microsoft-réttarhöldin: Gates semur við Argentinu Bill Gates, forstjóri * w Microsoft, og Carlos Menem, forseti Argentínu, skrifuöu í síðustu viku undir samning þess efnis aö Microsoft muni h j á I p a Argentínumönnum aö veröa leiöandi í f r a m I e i ö s I u hugbúnaðar í Suður-Ameríku. í staöinn ætla yfirvöld í Argentínu aö skera upp herör gegn ólöglegri flölföldun og notkun hugbúnaöar I landinu. Menem sagöi viö tækifæriö aö verið væri aö koma af staö áætlun sem kallaöist „Argentína 2 0 10“ s e m miðaðist að því aö gera Argentínu aö öflugum útflytjanda hugbúnaöar til spænskumælandi landa. 2000-vandinn skýtur upp kollinum Velferöarkerfiö í New Jersey lenti í vandræðum vegna 2000-vandans fýrir skömmu sem varö þess valdandi aö þeir sem þiggja matarskammta frá hinu opinbera gátu leyst út tvöfaldan skammt. Ekki var um neitt smáræði aö ræöa því þeir sem þiggja slíka skammta eru 194.000 talsins. Þetta átti sér staö þegar veriö var aö framkvæma prófun á tölvukerfinu sem stýrir úthlutun skammtanna. Vegna vandans héit tölvukerfiö aö nú væri áriö 1990 og gaf út matarskammta sem hægt var aö sækja frá og meö 1. apríl 1990. Nokkrir nýttu sér þetta meöan ekki ' var búiö aö r ' " •*' leiörétta villuna. en enn er ekki T . I j ó s t hvort skammtur þeirra «- | jt veröi minnkaöur u m n æ s t u mánaöarmót. Reynt að stöðva netspilavíti Bandarískur þingmaöur, Jon Kyl frá Arizona, reynir um þessar mundir að koma í gegnum Bandaríkjaþing frumvarpi sem mun banna öll fjárhættuspil á Netinu í Bandaríkjunum. Frumvarp þetta hefur áöur verið lagt fyrir þingiö og veriö hafnað en nú hefur Kyl gert ýmsar breytingar á því til að koma til móts við helstu gagnrýni sem frumvarpið hefur fengiö áöur. Andstaöa viö frumvarpið er þó enn talsverö, sérstaklega meöal þeirra 300 netspilavíta sem nú eru starfandi. Intel flýtir nýjasta Celeron-örgjörvanum Intel setti í síöustu viku nýjasta Celeron-örgjörva fyrirtækisins á markaö, þremur mánuðum áöur en áætlaö haföi veriö. Örgjörvinn er sá öflugasti sem fyrirtækið hefur sent frá sér af þessari gerö. Tölvuframleiöendurnir Deli, Hewlett- Packard, Gateway og Compaq tilkynntu samhliöa útkomu örgjörvans aö þau myndu fljótlega setja á markað tölvur sem innihalda hann. Verö tölvanna veröur sennilega á bilinu 900-1.200 dollarar (63.000-84.000 krónur). Metal Gear Solid loksins kominn: Betri gerast þeir varla - það næsta sem maður kemst því að taka þátt í bíómynd Reynt að semja r Ekki hefur verið beðið með jafn- mikilli eftirvæntingu eftir neinum PlayStation-leik og leiknum Metal Gear Solid frá Konami. Hann kom út í Japan fyrir um ári og síðan hafa vestrænir fjölmiðlar verið upp- fullir af umfjöllun um leikinn. Metal Gear Solid kom svo loks til Evrópu, og þar með til íslands, í byrjun þessa mánaðar. Stendur hann undir öllum væntingunum? Já. Rifið í hár og skegg Þegar maður iær það á tilfinning- una að maður sé þátttakandi í gríð- arlega spennandi bíómynd þar sem maður er í hlutverki aðalsöguhetj- unnar þá erum við að tala um tölvu- leik eins og tölvuleikir eiga að vera. Þegar maður rífur í hár sitt og skegg klukkan fimm aðfaranótt miðvikudags og kallar stundarhátt: „Var HANN svikari? Ég trúi þessu ekki!“ þá er maður með eitthvaö ai- veg sérstakt í höndunum. Þannig er Metal Gear Solid. Við fyrstu sýn virðist MGS engin nýlunda. Þetta er þriðju persónu skotleikur þar sem maður hleypur um og reynir að forðast að verða drepinn. En þar með er sennilega samlíking við flesta aðra PlaySta- tion-leiki á enda. Öfugt við flesta leiki af þessu tagi er vonlaust að hlaupa um allt eins og kvíga að vori og skjóta á allt og alla. Hér þarf að læðast, komast óséður fram hjá óvinum og ef nauðsynlegt er að koma þeim fyrir kattarnef er það gert meö því að læðast aftan að þeim og murka úr þeim líflð án þess að þeir viti nokkurn tímann hvað kom fyrir. Ef til manns sést er kall- að á liðsauka og maður á ekki langt eftir ólifað. Skemmtilegir foringjar Milli þess sem maður læðist á milli hermanna þarf að berjast við flölda foringja úr óvinaliðinu. Þeir a morgun Fulltrúar Microsoft munu funda með fulltrúum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og fylkjanna 19 sem standa að málsókninni gegn fyrir- tækinu á morgun. Þar mun verða rætt tilboð Microsoft um að semja við hiö opinbera svo hægt sé að binda enda á réttarhöldin án þess að til dómsúrskurðar komi. Dómsmálaráðherra Nýju Mexikó, Patricia Madrid, staðfesti þetta fyrir helgi eftir að hafa rætt tilboö Microsoft ásamt dómsmálaráðherrum fylkjanna sem að málaferlunum standa. Ýmsir kollegar hennar létu þó hafa það eftir sér að tilboð Microsoft væri langt frá því að vera ásættanlegt. Þessar fréttir koma nokkrum dög- um eftir að sagt hafði verið frá því að Microsoft væri tilbúið til að semja í þessu flókna, en gríðarlega mikilvæga máli. Svo virðist einnig sem dómsmálaráðuneytið sé tilbúið til samninga. Enn er þó mikil og erfið vinna fram undan, því Microsoft stendur hart á þeirri afstöðu sinni að fyrir- tækið eigi að mega þróa og nota hugbúnað sinn án afskipta hins op- inbera. Talsmenn fyrirtækisins vilja samt meina að það geti verið nógu sveigjanlegt i samningum til að fullnægja kröfum hins opin- bera. Allir litlu hlutirnir Og svo eru það allir litlu hlutirn- ir sem sýna ótrúlegt hugmyndaflug skapara Metal Gear Solid og setja hann á stall með allra bestu tölvu- leikjum sögunnar: Geta óvinarins Psycho Mantis til að lesa hugsanir, manns eigin hjartsláttur í Dual- Shock stýripinnanum þegar haldið er á leyniskytturifflinum, að fá að stjórna stýriflaugum til að sprengja upp rafmagnstöflu, að standast pyntingar til að bjarga lífi aðal- kvenhetjunnar og svo mætti lengi, lengi telja. Örlitlar ráðleggingar í lokin: Eini galli Metal Gear Solid er að hann er fullstuttur, þannig að mik- ilvægt er að fullnýta það sem fyrir er. Því lætur maður sér ekki detta í að sleppa samtölunum eða hraðspóla yfir þau, það væri álíka gáfulegt og að horfa bara á bílaelt- ingarleikinn í spennumynd. Hafa ber einnig í huga að þetta er ofbeldisleikur og það flýtur blóð í nokkrum mæli. Svona leik kaupir maður með öðrum orðum ekki handa bömunum sínum, maður kaupir hann handa sjáifum era ólíkindatól af ýmsu tagi, gullfalleg leyniskytta, afskræmdur hugsanalesari, ninja í felubúningi og svo mætti lengi telja. Taka þarf á hverjum þessara foringja með sérstökum aðferðum og tekst sköpurum MGS ótrúlega vel að gera bardagana fjölbreytta og áhugaverða. Undirrituðum hefur ósjaldan fundist bardagar við for- ingja í leikjum sem þessum óspennandi og jafnvel leiðinlegir en því er aldrei að skipta í Metal Gear Solid. Söguþráðurinn í MGS er kapít- uli út af fyrir sig. Hann er ótrú- lega djúpur af söguþræði tölvu- leiks að vera, með fjölda persóna sem annaðhvort eru aðalsöguhetju leiksins innan handar í barátt- unni eða reyna að koma henni fyrir kattar- nef. Á milli þess sem maður stýrir söguhetj- unni til sigurs er sýndur fjöldi ótrúlega vel ..gs$p heppnaðra frá- ' -«■-■-- wwm sagnarkafla sem þjóna þeim tilgangi að dýpka söguþráð- inn. Jafnframt getur maður hvenær sem er í leiknum notað senditæki til að hringja í samherja sína til að fá góð ráð eða bara ræða við þá um gang lífsins. Það er þetta öðru frem- ur sem verður þess valdandi að manni líður eins og þátttakanda í spennandi bíómynd. sér. Meginreglan er hins vegar þessi: Ef þú átt PlayStation tölvu þá færðu þér Metal Gear Solid. Punktur. -KJA Á Tölvusíðu Vísis.is verð- ur 1 dag og fram eftir viku hægt að nálgast tengla inn á fjölmargar heima- síður sem tengjast Metal Gear Solid. FTC»a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.