Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 25
33 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 * ^ j*....-......... HM|| . lylbjjjiij vs\ jsijJjjjj Flug Wright-bræðra rannsakað: Ekki enn Ijóst hvernig fyrsta flugvélin virkaði í risastórum vindgöngum i Ames, rannsóknarstöð NASA í Kaliforníu, er um þessar mundir verið að prófa flughæfni flugvélar sem lítur tals- vert öðruvísi út en þær nýtísku fluggræjur sem venjulega eru próf- aðar þar. Þarna er á ferðinni eftirliking af sjálfri móður flugsins, flugvél Wright-bræðra sem tókst á loft þann 17. desember árið 1903. Hún flaug með Orville Wright innanborðs en Wilbur bróðir hans hljóp með til að styðja við vængina. Á þeim 12 sek- úndum sem vélin var í loftinu komst hún 120 feta vegalengd. Þetta var fyrsta flugferð mannkynssög- unnar. En hvernig virkaði flugvélin og hvernig tókst þeim Orville og Wilb- ur að fljúga þegar svo mörgum öðr- um hafði mistekist? Þessum spumingum ætla verk- Vísindamenn í dag vita nákvæmlega hvernig hátækniþoturnar virka allar saman en enn er ekki Ijóst hvernig Wright-bræður fóru að því að komast á loft. fræðingar NASA að svara með til- raununum í vindgöngunum, um leið og þeir hjálpa hópi flugáhuga- manna sem hafa unnið að því lengi að smíða eftirlíkingu i fullri stærð sem getur flogið. Ætlunin er að verkefni áhugamannanna verði lok- ið árið 2003 þegar hundrað ár eru liðin síðan hið margfræga flug Wright-bræðranna fór fram. „Wright-bræðurnir voru algerir sniUingar og unnu ótrúlegt afrek,“ segir Jack Cherne, forstöðumaður hópsins sem hyggst fljúga eftirlík- ingunni eftir fjögur ár. „Hins vegar skildu þeir ekki mikið skrifað eftir handa okkur til að rannsaka, bara einstaka minnispunkta sem ekki em mjög nákvæmir tæknilega séð. Þess vegna viljum við rannsaka þetta hér til að átta okkur á þvi ná- kvæmlega hvernig þeir hönnuðu flugvél sína.“ GSM-baninn veldur deilum Geimskot verða sífellt algengari og ekki bætir það umhverfið fyrir þá sem eftir sitja á jörðinni. Geimskot skaðieg , umhverfinu: Ábyrg fyrir stórum hluta ósonþynn- ingarinnar Mengun frá geimflaugum á stór- an þátt í þynningu ósonlagsins, auk þess sem eitrað eldflaugaeldsneyti er að verða sífellt meiri ógnun við heilsu fólks viða um heim. Þetta kom fram í dagblaðinu . Moscow Times fyrir helgi. Alexei Yablokov, forstöðumaður stofnunar um stefnumörkun í nátt- úmvemd, segir þar að rekja megi um helming þynningar ósonlagsins til hinnar miklu aukningar á geimskotum sem orðið hefur að undanfómu. Að hans mati þarf að huga alvarlega að því að takmarka fjölda geimskota til að vemda um- hverfið. „Eftir 20 til 30 ár verður ástandið orðið gríðarlega alvarlegt,“ segir Yablokov, sem var vísinda- ráðunautur Borísar Jeltsins frá 1992 til 1993. Yablokov er ritstjóri bókar sem nýverið var gefin út og fjallaði um áhrif geimskota á umhverfið. í bók- ina skrifa margir vísindamenn sem hafa stundað rannsóknir á þessu sviði. Þar kemur einnig fram að geim- flaugar sprauta eifruðu eldflauga- eldsneyti yfir stór landsvæöi og valda þannig mikiili hættu á heilsutjóni manna og dýra. Til dæm- is er tali að um 2% af öllu landflæmi Rússiands verði reglulega fyrir mengun af völdum eldflaugaelds- neytis. m'i-iiiZKM 'fv LJ LJ L_j lj l - mannráttíndi eða aðför að almannaheill? Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, blaðrar í GSM-símann sinn á ráðstefnu fyrir skömmu. Greinilega ekki kveikt á GSM-bana þar. Fyrirtækið Netline Commun- ications Technologies frá ísrael hefur sett á markaðinn tæki sem kallast C- Guard og sendir út útvarpsbylgjur sem gera GSM-síma óvirka innan ákveðins svæðis. Á meðan kveikt er á slíku tæki geta símaeigendur ekki hringt úr símum eða tekið við símtöl- um með þeim. Eins og svo margt annað kom þessi tækni fyrst fram í hemaðarleg- um tilgangi en Netline er á þeirri skoðun að tækið eigi erindi á al- mennan markað. Líklegt er t.d. að umsjónarmenn leikhúsa, kirkna, bókasafna og annarra staða þar sem GSM-píp er talið óæskilegt myndu taka tæki sem þessu fegins hendi. En það em ekki allir jafhánægðir með GSM-banann frá Netline. For- svarsmenn simafyrirtækja em t.d. al- farið á móti tólinu eins og við mátti búast og telja að það aðfór að símnot- endum og almannaheill. Þeir segja t.d. að mikil notkun GSM-bana geti haft alvarlegar hliðarverkanir. Illa stillt tæki af þessu tagi geti t.d. kom- ið í veg fyrir að menn nái símasam- bandi þegar þeir ganga ffarn hjá húsi þar sem tækið er í gangi. Slíkt gæti valdið óþægindum og jafhvel valdið málaferlum. Varaforstjóri Netline, Gil Israeli, segir að þetta sé bull, hver og einn megi verja sína lóð fyrir ágangi ann- arra. „Ef einhver vill ekki að bylgjur frá GSM-simum komi inn á lóð sina þá er hann í fúllum rétti til að halda þeim í burtu með C-Guard,“ segir Israeli. Netline mun halda áffarn þróun C- Guard og búa til sérhæfðar útgáfur sem t.d. loka fyrir suma GSM-síma en ekki aðra. Þaö gæti t.d. veriö hent- ugt í leikhúsum þegar simar starfs- manna virka en áhorfendur geta ekki notað sína síma. Sony-dúllan Kuriko Takeshima sýnir hér nýjustu græjur fyrirtækisins. Fyrir neðan er móttakari fyrir stafrænar gervi- hnattasendingar en með honum ná áskrifendur nýjum útsendingum frá SkyPerfect TV! í Japan. Fyrir ofan er hins vegar nýjasta tegund Mini Disc-spilara og upptökutækis frá Sony. Áskrifendur sjónvarpsstöðvarinnar munu geta sótt gegnum stöðina tónlist og tekið hana upp með Mini Disc-spilaranum með því að tengja tækin saman. Þau verða sett á japanskan markað í sumar og munu kosta samtals sem samsvarar um 60.000 krónum. Q CD * F.J......Itw 1 1 Sól- og öryggisfilma á rúíur. Vernd gegn nita/birtu - upplitun og er góð þjófavörn. Litaíar filmur inn á bílrúSur, gera bilinn öruggari, þaegilegri, glæsijegri og seljaniegri. Asetning rneöhita - fagmenn rO/ó f //: Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 morso Hág æða- bren 10 i nsu- jfnar ■v í«ix f ““‘■'V ‘j ; m LJ , ? ®PR PípugeröinhJ Suðurhrauni 2 • 210 Garðabæ Sími: 565 1444 • Fax: 565 2473 Ir W IUMFERÐAR RÁÐ r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.