Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 27 íþróttir Steinar Adolfsson um ræöu Guöjóns: „Bannað innan 18“ DV, Andorra: „Það var mjög ánægjulegt að ná að skora sitt fyrsta landsliðsmark, ekki sist á þessum tímapunkti því þetta mark gerði út um leikinn fyrir okkur. Þetta var klafs í markteignum, Heigi tók boltann fyrst og ég náði að sópa honum yfir marklínuna," sagði Steinar Adolfsson við DV eftir leikinn í Andorra. „Fyrri hálfleikm’inn var arfaslakur og hreint ekki boðlegur, satt best að segja. Ég veit ekki hvort þetta var einbeitingarleysi eða eitthvað annað en menn voru að klúðra grunnatriðmn og leikurinn flaut aldrei eðlOega. Við tókum okkur saman í andlitinu i hálfleik og fórum að spila eins og fyrir okkur var lagt. Eftir að við fórum að láta boltann ganga hraðar, flnna opnu svæðin og hreyfa okkur meira í átt að bolta fór þetta allt að ganga eins og það átti að gera. Seinni hálfleikurinn var allt í lagi hjá okkur.“ - Hvað sagði Guðjón eiginlega við ykkur í leikhléinu? „Það er ekki hægt að hafa það eftir, það er bannað innan átján, að minnsta kosti. En hann sagði það sem þurfti að segja, menn tóku það til sín og gerðu það sem þurfti að gera,“ sagði Steinar Adolfsson. -VS ísland er nú í þriðja sæti 4. riðils í for- keppni EM í knattspyrnu. Myndirnar hér til hiiðar og að neðan voru teknar á leik íslands og Andorra á laugardag. Hér til hliðar er Rúnar Kristinsson, einn besti maður ís- ienska iðsins í leiknum í baráttu um knöttinn. Á neðri mynd- inni er Stefán Þórðarson í baráttu en hann varð 24 ára á laugar- dag. Gjörsamlega misboðið - sagði Guðjón Þórðarson eftir leikinn gegn Andorra DV, Andorra: „Leikurinn var feiknalega kaflaskiptur og ég verð að segja það alveg eins og er að ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem leiðir til þess að menn spila eins og kjánar framan af leik. Við hefðum hæglega getað verið 2-0 undir eftir 20 mínút- ur og þar með þurft þrjú mörk til að vinna leikinn. Sennilega hafa menn haldið að þetta myndi ganga auðveldlegar en það gerði. Bláköld staðreynd fótboltans er sú að menn verða að leggja sig fram, sama á móti hverjum þeir spila. Ef þeir gera það ekki, kalla þeir yfir sig vandræði, og það eiga einhverjir í þessum hópi eftir að fá töluverða lesningu hjá mér,“ sagði Guð- jón Þórðarson, landsliðsþjálfari, við DV eftir 2-0 sigurinn í Andorra á laugardagskvöldið. „Mér var gjörsamlega misboðið í hálfleik og ég sagði við strákana að það væri klárt mál að allir þyrftu að leggja sig fram. Ef einhverjir gerðu það ekki, hefðu þeir ekkert að gera í landsliðinu. Þetta eru skilaboðin sem þeir fengu og það var ekki annað að gera en fara hvasst í málið. Þetta bar tilætlaðan árangur því á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks áttum við þrjár marktilraunir. Þannig ætlaði ég að byrja leikinn, þannig var uppstillingin, en menn héldu greinilega eitthvað allt annað. Flestir þessarra leikmenna eiga að vera komnir með það mikla reynslu að þeir eiga að vita að framgangan eins og hún var í fyrri hálfleik var ekki viðunandi." - Þú sendir varamenn til að hita eftir aðeins 10 mínút- ur. Varstu þá strax farinn að hugleiða breytingar? „Ég var að hugsa um að breyta iiðinu eftir 20-25 mínútur og veit ekki alveg hvers vegna ég lét ekki verða af því. Það hefði kannski þótt of mikil taugaveiklun. Ég tók þá ákvörðun að biða því það er mjög slæmt að þurfa að breyta liðinu snemma en menn vissu það í leikhléinu að þeir fengju ekki margar minútur í seinni hálfleik til að sýna annað en þeir höfðu gert fram að því. Nokkrir voru á síðasta séns eftir þennan hörmu- lega fyrri hálfleik." - Mark Eyjólfs hlýtur að hafa verið mikiU léttir fyrir þig- „Framganga Eyjólfs í þessum leik, eins og svo oft áður, var til mikillar fyrirmyndar. Hann var meiddur og það var hrein- lega verið að þræla honum út með því að láta hann halda áfram í seinni hálfleik, enda skipti ég honum út af strax eftir markið. Hann var búinn að gera það sem til þurfti, skora mark og létta af okkur pressunni. Eyjólfur er mjög skynugur leik- maður og það er furðulegt að félagar hans í landsliðinu skuli ekki draga þann lærdóm sem þeir geta af hans framgöngu. Þeir eru margir sem geta lært mikið af honum, þolinmæði, þraut- seigju, yfirvegun og öryggi í öllum sínum athöfnum á vellin- um. Það hafa margir í gegnum árin verið að hnýta í bakið á Eyjólfi en það ætti að sjást núna hvað hann er okkur mikil- vægur.“ - Hverjir til viðbótar stóðu undir væntingum? „Rúnar náði sér ágætlega í gang og var að reyna lengstum að spila og halda þessu gangandi. Steinar var öruggur og yfir- vegaður í vörninni, en vörnin í heild var ekki nógu samstiga framan af leiknum. Miðjumennirnir og sóknarmennirnir trufluðu ekki varnarmenn Andorra framarlega á vellinum eins og þeir áttu að gera. Þeir fengu þar með að spila út úr vörn- inni og ég var búinn að benda mönnum á það að þeir væru flinkir og gætu spilað ef þeir fengju frið til þess. Þar með var erfiðara fyrir vörnina að sinna sínu hlutverki. Ég hef alltcif lagt áherslu á að um leið og bolt- inn tapast eru allir í vörn, og það þurfa allir að vinna fyrir því að ná honum aftur, sama i hvaða stöðu þeir eru. Einmitt þetta atriði gaf manni fyrirheit um það hverjum væri hægt að treysta fyrir því að spila í Úkrainu og hverjum ekki.“ - Má búast við mikl- um breytingum fyrir leikinn í Kiev á miðviku- dag? „Það verður allt öðruvísi leikur og ég mun gera tals- verðar breytingar. Ég ætla að sofa á þeim fram yfir æfmgam- ar i Barcelona á sunnudag og mánudag, og eftir þær ætla ég að vera búinn að ákveða mig. í Kiev á þriðjudag ætla ég aðeins að nota tímann til að þreifa á vell- inum og skynja birtuna og þess háttar. Ég veit heldur ekki fyrr en i mánudag hvernig Eyjólfi og Stefáru reiðir af og hvort ég get notað þá. Það yrði sérstaklega slæmt að missa Eyjólf út, hann er algjör lykilmaður i svona leik eins og gegn Úkraínu “ - En úrslitin þýða að ísland er kom ið í toppbaráttu í riðlinum. „Já, þetta er toppslagur í riðlin um og það er nokkuð sem menn sáu ekki fyrir að ga gerst. Það er að koma á das inn sem maður hafði að eins gælt við en var varla raunhæft að stefna á, að leikurinn í Úkraínu er nánast úrslitaleikur fyr- ir okkur. Fyrirfram geta menn náttúrlega ekki gert kröfur um að við fáum stig þar, það er til of mikils ætlast og sjálfsr"*- ekkert hægt a segja við því þí við töpum þar. En bæði ég og allavega ein- hver hluti leikmann- anna hefur áhuga á því að standa sig vel í Kiev. Aflt of margir þeirra sýndu þó ekki slíkan áhuga hér í Andorra og það þarf allt annað hugarfar til að ná árangri gegn Úkraínu, ef ekki á ifla að fara. Ef við spilum svona illa í fyrri hálfleik í Úkraínu verður búið að jarða okkur áður en flautað verður til leikhlés. Við höfum fengið áminningar hér í And- orra og í Lúxemborg en það er eins og þegar viö þurfum að fara að stjórna leikjunum fari menn að ofmetnast og geri annað en þeir eiga að sér. Þeir hljóta að geta spilað með landsliðinu eins og þeir spila með sínu félagsliði. Ef við ætlum að þróa okkur í framtíð- inni sem landslið er ekki nóg að spila agaðan varnarleik gegn sterku þjóðun- um. Við þurfum líka að ná að vinna milliþjóðirnar sem eru fleiri og fjöl- mennari. Ef jákvæð þróun á að eiga sér stað í landsliðinu verða menn að hlíta þeim fyrirmælum sem gefin eru. Menn þurfa að líta sér nær eft- ir þennan leik í Andorra og það getur vel farið svo að ég verði að líta betur í kringmn mig eftir leikmönnum í lands- liðið á næstunni," sagði Guðjón Þórðarson. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.