Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Fréttir Viðræður um sölu á hlut ríkisins í Kísiliðjunni: Allied vill fá fyrir lítið - segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar DV, Akureyri: „Kísiliðjan er að störfnm og við sem störfum hér og lifum í nánd við þetta fyrirtæki erum sannfærð um að það gerir ekki nokkum skapaðan hlut af sér á kostnað umhverfisins. Það á því ekki að vefjast fyrir nein- um að veita verksmiðjunni starfs- leyfi til framtíðar. Hins vegar er til fólk sem vill verksmiðjuna burt, t.d. ákveðinn hluti af vísindasamfélag- inu, en þorri landsmanna veit hins vegar ekkert um hvað málið snýst,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit. Málefni Kísiliðjunnar eru í brennidepli enn eina ferðina, nú vegna þeirrar ákvörðunar ríkis- stjómarinnar að taka að nýju upp viðræður við Allied Efa, sem er i eigu bandarískra aðila og Eignar- haldsfélags Alþýðubankans, um það hvort Allied Efa getur keypt hlut ríkisins í Kísiliðjunni og hafið þar framleiðslu á kísildufti. Viðræður um kaup Allied Efa á 51% hlut rík- isins fóm fram seint á síðasta ári, en var þá slitið. Þær hófust síðan að nýju fyrir skömmu. Þegar viðræð- unum var slitið á sínum tima var það m.a. skýrt með því að ekki lægi fyrir ákvörðun um ffamtíð Kísiliðj- unnar. En telur Gunnar Öm Gunn- arsson að nýjar viðræður þýði að ríkisstjómin sé búin að ákveða að vinnslu á kísilgúr úr Mývatni verði hætt? „Ég er því fylgjandi að allir kost- ir í stöðunni séu skoðaðir og ég tel að starfsfólk hér geri ekki svo mik- inn mun á því hvort það vinnur við að framleiða kísilgúr eða kísilduft, aðalatriðið er að vinnan haldist. Menn eru að sjálfsögðu uggandi yfir Kísiliðjan í Mývatnssveit. Verður henni breyú til framleiðslu á kísildufti? því að þetta samfélag hér myndi leggjast af ef verksmiðjunni yrði lokað og þess vegna er skynsamlegt að skoða alla kosti. Það er hins vegar alveg ljóst að Allied Efa hefur áhuga á að kaupa meirihluta í verksmiðjunni og koma hér inn, vegna þess að þeir telja að hægt sé að fá þetta fyrir lít- ið. Þeir segja sem svo að samkvæmt samningum eigi Kísiliðjan að skilja þannig við eftir sig ef verksmiðj- unni verður lokað, að allt umhverf- ið verði eins og það var áður, fjar- lægja eigi verksmiðjuna. Þess vegna vænta þeir þess að þeir geti fengið fyrirtækið fyrir lítinn pening. Kost- imir við að reka verksmiðju hér blasa líka við, gufan er við verk- smiðjuvegginn, tækniþekking er í fyrirtækinu og svo er ýmislegt í verksmiðjunni sem nota mætti í þeirra starfsemi,“ segir Gunnar Öm. Hann segir að í sjálfu sér hafi við- ræðum ríkisins og Allied ekki verið slitið um áramót, heldur hafi ríkið ekki verið tilbúið að ganga að þeim kostum sem Allied setti ffam „Ég lít þannig á málið. Það sem fyrst og fremst snýr að starfsfólkinu er spumingin um að hér verði áfram atvinna, hvort hún er við ffam- leiðslu á kísilgúr eða kísildufti skiptir ekki öOu máli,“ segir Gunn- ar Öm. -gk Halldór lofar þjóðarsátt Útgerðarmaður á Bíldudal um uppbótarkvóta: Kvótalausir rógberar - segir Guðmundur Þ. Ásgeirsson útgerðarmaður UppMrtnrUMi t*m mmtf tat tSkrmwtn ötgeröum á Bítóodai ietgður burt: Milljónlr fyrlr ríklskvóta - (wtl fS söfkla |*Mi ávl&úti, wgtf verkalýÖetelágsformAðut Útgerðarmenn á Bíldudal segja eðlilegt að leigja burtu uppbótarkvótann í hagræðing- arskyni. „Þeir sem standa fyrir þessum rógburði eru menn sem að langstærstum hluta em útgerðar- menn hér sem hafa farið á hausinn með nokkra báta á undanfórnum árum. Þeir em nú að kaupa verð- lausa kvótalausa báta og heimta gjafakvóta af okkur hinum,“ segir Guðmundur Þ. Ásgeirsson, útgerð- armaður og skipstjóri rækjubátsins Brynjars BA, um lista sem dreift hefur verið á Bíldudal meö nöfnum nokkurra báta sem fengið hafa upp- bótarkvóta og leigt frá sér. Á listanum er tilgreindur bátur Guðmundar, Brynjar BA, auk 5 ann- arra báta sem leigt hafa frá sér veiðiheimildir. DV leitaði á sínum tíma til Fiskistofu með spurningar um bátana sem tilgreindir vom og reyndust tilgreindar tölur vera rétt- ar. Guðmundur segist aha tíð hafa verið á móti kvótakerfínu, svo sem fram hafi komið víða. Hann geri sér þó fuOa grein fyrir þvi að tO að út- gerð hans 101 af þá verði hann að fylgja leikreglum. „Það er rétt að ég fék úthlutað rúmum 5 tonnum af þorski. Ég stunda rækjuveiðar á Amarfirði stærstan hluta ársins og hef þurft að sæta gífurlegum niðurskurði þar. Eðli málsins samkvæmt fæ ég upp- bótarkvóta og það er engin glóra í því að fjárfesta í snurvoð og öðram búnaði tO þorskveiða fyrir örfá tonn. Það liggur því bein- ast við að leigja frá bátn- um þessi þorsktonn. Ég hef verið útgerðarmaðm- i áratugi og hef skrimt af þessu og unnið mér inn lögbundin réttindi," segir hann. Guðmundur segir ekk- ert einsdæmi að bátar leigi frá sér uppbótarkvót- ann. Þannig sé staðan um aOt land og þetta sé hluti af leikreglum kvótakerfisins. „Ég hafna því alfarið að þetta sé eitthvað rangt. Hinir kvótalausu rógberar ættu að líta í eigin barm og huga að þeim skaða sem þeir hafa unnið samfélagi sínu undanfarin ár með þvi að setja hvert fyrirtækið af öðra á hausinn,“ segir Guðmundur. -rt MikO tíðindi eru að gerast í stjómmálun- um. Nú síðast lýsti HaOdór Ásgrímsson yfir því á flokksfundi í Framsókn að hann vOdi beita sér fyrir því að gera þjóðarsátt um kvótamálin á árinu 2002. Þetta er sams konar yfirlýsing og Davið Oddsson lét faOa á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins á dögunum. Eru þá báðir helstu stjómmálaforingjamir búnir að lofa þjóðar- sátt. Því má svo bæta við að HaOdór mærði Margréti Frímanns- dóttur fyrir að vUja þjóðarsátt og Margrét kom svo í fjölmiðla til að mæra HaOdór og þegar haft er í huga að hið rauðgræna framboð Steingríms J. Sigfússon- ar og Frjálslyndi flokkurinn hans Sverris mælast varla með fylgi í skoðanakönnunum er það á hreinu að flokkamir og þjóðin hafa orðið ásátt um að sættast og takast í hendur og meira þarf þess vegna ekki að tala um þessi kvótamál fyrir kosningamar í vor. Þetta eru auðvitað góð tíðindi í pólitíkinni þeg- ar stjómmálaflokkamir verða ásáttir um að taka eitt erfiðasta úrlausnarefnið og þrætueplið út af dagskrá í kosningum og ákveða sameiginlega að bíða með að leysa það þangað tU eftir kosningar. Þá er þungu fargi létt af kjósendum, sem sumir hverjir hafa haft áhyggjur af þessu kvótamáli og vUja láta kjósa um það. Nú þarf þess ekki lengur, enda verður gerð tilraun tU að jafna þennan ágreining með sátt, þegar búið er að kjósa og kjósendur búnir að skUa sér á rétta bása, án þess að þurfa að velta fyrir sér hvemig fer með þetta kvótamál. Mikið er hann HaUdór góður og Davíð góður og Margrét góð við þá HaUdór og Davíð og HaU- dór góður við Margréti að faUast svona í faðma um þetta mikla ágreiningsmál, vegna þess að það er ekki á hverjum degi sem öU helstu stjómmála- öflin samþykkja, hvað aUir hinir hafa mikið rétt fyrir sér og það er nánast einsdæmi að menn skuli hafa þrek tU að lýsa yfir því, fyrir kosning- ar, að þeir ætli sér að ná sátt um þau mál sem verið er að rífast út af. Spumingin er sú af hverju blessað fólkið gerir ekki eina aUsherjarsátt um það fyrir hverjar kosningar að ná sáttum eftir kosningar tU að af- stýra þeim vandræðum að fólk sé að ergja sig yfir málum og takast á um mál sem hvort sem er verða leyst eftir kosningar? Þarf yfirleitt nokkuð að kjósa þegar sáttfýsin er svona mikU um að gera sátt um þjóðarsátt þeg- ar kosningum er lokið? Ja, kannski ekki fyrr en árið 2002 en samt em þetta augljós merki um að þessum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar tU að þurfa ekki að kjósa um hann, enda er óþægUegt að fara í kosningar um mál sem ekki er sátt um. Um það um hvað eigi að sættast og hvemig er auðvitað aukaatriði. Það kemur í ljós árið 2002! Dagfari Hrókeringar Enn sér ekki fyrir endann á hrókeringum meðal stjómenda stóm fisksölufyrirtækjanna. Friðrik Páls- son, fyrrum forstjóri SH, sem vék úr stólnum eftir að Róbert Guðfinns- son tók við sfjómar- formennsku, fær væntanlega uppreisn æra sem nýr stjóm- arformaður SÍF. TU umræðu hefur verið að Brynjólfúr Bjamason láti af starfi forstjóra Granda og fari tU Coldwater, dóttur- fyrirtækis SH í Bandarikjunum. Magnús Gústafsson, forstjóri Cold- water átti hins vegar aö koma heim og taka við starfi forstjóra SH. Þetta er nú með öUu óvist en menn munu nota páskana tU að plotta ... Ór Rómeó! Frambjóöendur fyrir alþingiskosn- ingamar láta hafa sig út í ýmislegt tU aö vekja á sér athygli. Þó neituðu sjálfstæðismennimir Halldór Blön- dal og Tómas Ingi Olrich og fram- sóknarmennirnir Valgerður Sverris- dóttir -og Daniel Árnason að koma fram á skemmtun i SjaUamun á Akur- eyri á dögunum, vegna almennrar ölvunar á staðn- um. HaUdór ætlaði aö fara með kveðskap, Tómas Ingi að spUa á pí- anó og þau Valgerður og Daníel að leika atriði úr leikritinu Rómeó og Júlía. Þau Valgerður og Daníel mættu hins vegar daginn eftir í SjaU- ann í sérstaka myndatöku fyrir Stöð 2 og kyrjuðu þar „Ó, Rómeó“ og „Ó, Júlía“ af mikilli innlUún yfir auðan salinn. 1 útsendingunni vom síðan kUpptar inn myndir frá kvöldinu áður tU að svo virtist sem leikaram- ir nýju hefðu leikið þetta fyrir ftdlum sal áhorfenda. Litlum sögum fer hins vegar af leUu-ænum tUburðum „pars- ins ástfangna"... Sjálfsmyndin Sá fóngulegi stjómarformaður SH, Róbert Guðfmnsson, mætti í viðtal við héraðsfréttablaðið HeUuna á Siglufirði nýverið. Róbert lýsti þar áformum fyrirtækis síns, Þormóðs ramma - Sæbergs um áframhaldandi upp- byggingu á Sigló, Ólafsfirði og í Mexíkó. Þá gaf hann sveitungum sínum piUu, þar sem hann lýsti nei- kvæðri umræðu í byggðarlaginu sem borin sé uppi af fólki í ábyrgðarstöðum. Hann sagðist velta fyrir sér hvort eitthvað væri brogað við sjálfsmynd fólks og menn vanmætu eigin getu. Víst er að hroU- ur fór um einhverja við lesturinn og hætt er við að sjálfsmyndin hafi beð- ið enn meiri hnekki... Stöð 2 bíður Tahð er vist að Stöð 2 muni ekki gera alvörutilraun að þessu sinni tU að ná tU sín helstu skrautfjöður Sjón- varpsins, Gettu betur. Keppninni lauk með naumum sigri MR, en menn era sammmála um að í heUdina hafi hinum vinsæla fréttamanni, Loga Bergmanni Eiðs- syni, og áhöfn hans tekist vel tU með þetta vinsælasta sjónvarpsefni allra tíma. Stöð 2 muni því ekki leggja i þann slag að reyna á ný að ná tU sín þætt- inum. Á síðasta ári stóð naumt að framhaldsskólanemar fæm yfir, en þá var ráðgert að stjórnandinn yrði hinn ljóðræni Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Ari Trausti Guð- mundsson yrði dómari. Frammi- staða Loga er talin þýða að Stöð 2 yrði að kaupa hann líka ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.