Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 7 pv_______________________________________________________________________Neytendur Bragöprófun á páskaeggjum: Nói-Síríus bestur Páskahátíðin nálgast og þá munu landsmenn innbyrða mikið af súkkulaði í formi hinna vinsælu páskaeggja sem fest hafa sig í sessi hérlendis svo um munar. Neytendasíða DV fékk þrjá mat- gæðinga til liðs við sig til þess að smakka súkkulaðiegg frá þremur stærstu framleiðendunum á Islandi. Smökkuð voru egg frá Mónu, Góu og tvenns konar egg frá Nóa-Síri- usi, bæði venjulegt egg og svokallað Ópalegg úr dökku súkkulaði. Matgæðingamir að þessu sinni vora þau Dröfn Farestsveit hús- stjómarkennari, Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari og Þormar Þor- bergsson konditorimeistari. Eggin voru metin í svokallaðri blindprófun þar sem hver matgæð- ingur dæmdi eggin í einrúmi án þess að vita frá hvaða framleiðanda þau væru. Einnig var innihald eggj- anna skoðað. Eggjunum eru gefín stig frá 1-5 þar sem eitt stig þýðir að eggið sé mjög vont, tvö stig að það sé vont, þrjú stig að það sé sæmilegt, fjögur stig að það sé gott og flmm stig að það sé mjög gott. Ópaleggið best Hvert egg gat því mest fengið samtals fimmtán stig. Ekkert egg fékk hins vegar fullt húsa stiga að þessu sinni. Ópaleggið frá Nóa-Sír- íusi fékk flest stigin, samtals tólf stig. Dröfn gaf egginu fullt hús eða fimm stig og sagði m.a.: „Ágætis- bragð en innihaldið ekkert sérstakt, aðallega möndlur, karamellur og kúlur.“ Úlfar gaf Ópalegginu þrjú stig og sagði m.a.: „Bragðlítið og frekar einfalt það sem er inni í því.“ Þormar gaf egginu síðan fjög- ur stig og sagði: „Gott egg og það meina ég gott fyrir bömin en of sætt fyrir „gourmet-ista“. Mikið nammi í því og því sennilega bestu kaupin í þessu eggi.“ Ríkulegt innihald Næsthæstu einkunnina í þessari bragðprófun fékk svo hefðbundið egg frá Nóa-Síríusi. Dröfn og Úlfar gáfu egginu bæði fjögur stig og Þormar gaf þvi þrjú stig. Samtals hlaut Nóa-Sírius-eggið því ellefu stig. Dröfn fannst bragð eggsins alveg ágætt og innihald nokkuð gott líka. Úlfar sagði m.a. um Nóa-Síríus-egg- ið: „Bragðgott egg með ríkulegum innmat, þ.e. sælgæti." Þormar var ekki alveg jafná- nægður með Nóa-Síríus-eggið og sagði: „Sæmilegt egg sem gegnir sínu hlutverki ágætlega. Lífgar upp á daginn, sæmilegt á bragðið en ekkert meira en það.“ Aukabragð af súkkulaðinu Þá var komið að egg- inu frá Góu sem fékk samtals tíu stig. Dröfn gaf Góu-egginu þrjú stig og sagði: „Of mikið fitubragð sem loðir við góminn. Innihaldið ekki spennandi, mest af kúlum, rúsínum og hlaupkörl- um.“ Úlfar var hins vegar mjög ánægð- ur með eggið frá Góu og gaf því hæstu einkunn eða fimm stig: „Bragðgott súkkulaði og mikið inni í því,“ sagði Úlfar um eggið frá Góu. Þormar var ekki ánægður með eggið frá Góu og gaf því aðeins tvö stig: Þormar gaf Góu-egginu þessa umsögn: „Sætt súkkulíki með fullt af hrískúlum. Ef ég væri fimm ára og fengi svona egg yrði ég mjög svekktur með móður mína og myndi krefjast skýringa." Úlfari fannst innihald eggjanna ekki nógu spennandi. DV-myndir E.ÓI. Samdóma álit Matgæðingamir voru sammála í einkunnagjöf sinni á egginu frá Mónu. Mónueggið fékk samtals níu stig, eða þrjú stig frá hverjum mat- gæðingi. Dröfn gaf egginu frá Mónu þessa umsögn: „Skrautlegt innihald en eitthvert aukabragð af súkkulaðinu sem er ekki fyrir minn smekk." Þormar sagði um Mónueggið. „Mikið bragðbætt súkkulíki. Mjög sætt og pinulitið væmið með sæl- gæti sem gæti verið bland í poka fyrir 150 krónur." Þormari Þorbergssyni konditori- meistara fannst Ópal-eggiö frá Nóa- Síríusi best. Úlfar var stuttorður um Mónu- eggið og gaf því einungis þann dóm að það væri bragðlítið. í heildina séð vora matgæðing- amir hins vegar sammála um að innihald eggjanna væri ekki nógu spennandi og það vantaði konfekt í þau og að fætur eggjanna væru orðnir of þunnir. Dröfn, Úlfar og Þormar voru hins vegar ánægð með málshættina í ár sem allir voru lausir við útúrsnúninga og afbak- anir. -GLM Bragðprófun á páskaeggjum Dröfn Úlfar Þormar Samt. ☆☆☆☆☆ ☆☆☆ ☆☆☆☆ 12 ☆☆☆☆ ☆☆☆☆ ☆☆☆ 11 ☆☆☆ ☆☆☆☆☆ ☆☆ 10 ☆☆☆ ☆☆☆ ☆☆☆ 9 : Kjúklingapylsur Úrvalihráetjni, gott bragð. Kjúklingalifrarkæfa Cimtakt Ijútmeti iem þú verður að próþa! Léttreyktar kjúklingabringur fJrvali heiliuþœði. Atíbragði álegg. Aðeim o. 7% fita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.